Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.01.1900, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 12.01.1900, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. janúar 1900. Nr. 2. Frá fslendingum vestanhafs. (Kafli úr bréfi fiá Winnipeg ds. 5. nóv. 1899). . . . Hér í Winnipeg þekki eg bezttil landa og þegar eg tek undan 3 eða 4 menn, má segja að menn eigi aðeins nóg til næsta máls; þ. e. þegar vinnan (sem er yfirleitt miklu verri en við höfum hugmynd um heima) þrýtur, hef eg ekki betur vit á, en fjöldi þeirra Islendinga, sem búa í bænum eða bæjum, hljóti að fara á vonarvöl. Eg veit það vel, að bændur, sem hafa klof- ið það, lifa miklu betra og sjálfstæðara lífi; en til þessa þarf rneira fé, en öreigarnir heimanað geta fengið hönd yfir. Auk þess er stöðugt verra og verra að fá góð lönd í góðum sveitum. Hvað peningagildi snertir, má óhætt segja, að 1 dollar hér sé ekki meira virði en 2 krónur heima, eg tala um til nauðsynja. Látinn fyrir munað, er h a n n engu betri en 1 króna, að undanteknu kaffi, þar er dollarinn 4 króna virði. Tali eg svo um, hve lengi er verið að afla doll- arsins hér, þá má reikna út: Erfiðismannalaun eru hér $ 1”/° — f 222 þ. e. kr. 3,50—4,00 á dag og sýnist í fljótu bragði álitlegt, ef ekkert er keypt annað en lifs nauðsynjar t. d. matur og klæðnaður. —- En komi skúr úr lopti, þá eru allir verklausir, því vinnunni er þannig varið, að ómögulegt er að vinna að henni nema í þurru. Dæmi : Eg vann tvo mánuði úti á landi (Winni- pegosis) fyrir 30 dollara og öllu fríu, sem svo er kallað, (enda hafði eg hærra kaup en 30—40 aðrir, sem unnu við sama starf) og þó það sé ekki hátt, — rúmur dollar á dag, — þá hafði eg þó betra en verkamenn hér, sem unnu fyrir 2 dollurum á dag, og borguðu fæði og húsnæði með 12 dollurum á mánuði, og var þótíðinvenju fremur góð. Um frelsi íslendinga vil eg ekki fala. Nóg sagt; þar sem frelsi er til, verður það fyrst að ófrelsi fyrir þá, sem annaðhvort geta ekki eða fá ekki notið þess. Hugsunar- háttur og trúarlíf íslendinga (yfirleitt) er hér á svo lágu stigi, að ekki er vert að tala um það, þrátt fyrir hetjuna séra Jón Bjarnason. Það er nóg komið af þessu; þó má bæta þvl við, að menntalíf hér (sem eg hefi kynnzt) — er — eg segi ekki á lægra stigi — en á allt öðru stigi, en heima, svo að sá sem hefur fengið nasasjón af því heima á Fróni sættir sig illa við það sem hér er. — Eg hef fleiri dæmi en frá sjálfum mér,—og eg hef reynt það, að al- þýðumenntun í bóklegri þekkingu er minni, — en alls ekki meiri, —- en heima, Ef þú kemur hingað, kæri vinur, máttu búast við að fara ger- samlega á mis alls þess, sem veitti þér ánægju- stundir heima, og þvf betur er þér farið, því fyr sem þú getur gleymt öllu íslenzku. — Þetta er skrambi hart, en satt er það. Annars er það álit mitt, að svo lengi sem þú getur haft vísa daglaunavinnu heima, með því kaupi, sem þar er goldið, þá vinnir þú sár- lítið við að gerast púlsklár undir kanadiskum vinnumeistara við svo vonda vinnu, að slík þekkist ekki heima. Svo er einn annmarkinn, að þar sem fátæklingurinn er kominn hér, þar verður hann að sitja. Ferðalög eru afardýr: 3— 4 cent fyrir míluna með járnbrautinni, það er sama sem 8 dollarar og allt að 20 dollurum íyrir eina dagleið. Mér hafa ekki brugðizt neinar vonir hér, því eg gerði mér þær ekki háar heima, en hugmynd- ir mínar hafa verið furðu réttar. — — — — * * * Bréf það, sem kafli þessi er tekinn úr er ritað af skynsömum og dávelmenntuðum alþýðu- manni, sem fluttist vestur næstl. vor, en bréfið er ritað frænda hans hér í Reykjavík, og var auðvitað ekki ætlað til birtingar í blöðum, en viðtakandi hefur góðfúslega leyft oss að birta þennan kafla. Nú má Einar vesturfarapostuli fara að stíga í pontuna í »ísafold« þenja sigá getgátum um höfund bréfs þessa og skamma hann fyrir þessa goðgá, að ráða ekki vinum sfn- um og frændum hér að flýja þetta volaða land, og komast sem fyrst í sæluna vestanhats. Það er ávallt eins og títuprjónum sé stungið í óæðri enda postulans, hvenær sem hann sér ekki birtast 1 blöðunum hér eintóma lofdýrð um Kanada og allt vesturheimskt. Ri tst j. Einurð Einars. »1 fald han mig med halen villet bide, jeg skaftet ej en gang imod ham havde brugt, men jaget ham med bare hænder. Men baestet faldt mig an með skarpe tænder*. (Niðurl.). IVessel. Það, sem jeg tel ósatt í skírslu Einars Hjör- leifssonar um atkvæðagreiðsluna, er þetta: 1. ósannindi Einars eru, að nokkur k r a f a hafi komið fram á fundinum um það, að þær þrjár ritgjörðir, sem first eru nefndar í gjörða- bókarskírslunni, irðubornar upp saman til atkvæða, þannig, að annaðhvort skildu þær allar teknar eða engin. Sá eini flugufótur, sem er firir þessu, er það, að í umræðunum, sem urðu á undan atkvæðagreiðslunni, ljet einn af nefndarmönnum (K. J.) í ljós þá ósk, að rit- gjörð Bain’s væri látin ganga firir hinum, enn undir það var ekki tekið af öðrum, og annar nefndarmaður (E. H.) óskaði, að þrjár hinar firsttöldu ritgjörðir kæmust að í þessum árgangi, og kvaðst forseti mundu verða við þessari ósk, ef rúmið leifði; spurði þá hinn sami nefnd- armaður, hvað forseti mundi vilja teigja sig lengst, að því er arkafjölda árgangsins snerti, því að fir- irsjáanlegt var, að allar ritgjörðirnar, sem nefnd- armenn vildu taka, mundu annars tæpast fá rúm, og svaraði jeg því skílaust, að jeg vildi ekki, að árgangurinn færiframúr 15 örkum, sem er 3 örkum meira, en Tímaritið þarf að vera og verið hefur sfðustu árin. Nefndarmaðurinn krafðist aldrei neinnar atkvæðagreiðslu um þessa ósk sína. 2. ósannindi: First engin krafa kom fram um, að atkvæðagreiðslunni irði hagað á þann hátt, að þrjár hinar firsttöldu ritgjörðir irðu bendlaðar saman, þá leiðir það af sjálfu sjer, að það er lfka ósatt hjá Einari, að »forseti hafi orð- ið við þeirri áskorun«. Jeg get sagt E. það, • að jeg mundi aldrei hafa getað tekið slíka kröfu til greina, þó að hún hefði komið fram, því að ef atkvæðagreiðslunni hefði verið hagað þannig, þá var firirsjáanlegt, að svo gat farið, ef allar rit- gjörðirnar fengu ekki rúm, að annaðhvort hefði mjer verið ómögulegt að filla vanalegan arkafjölda Tímaritsins, ef engin ritgjörðanna hefði vérið tekin, eða jeg hefði orðið að hafa það lengra enn efni og ástæður fjelagsins leifðu, ef þær allar hefðu verið teknar. 3. ósannindi eru það, að hinar umræddu 3 ritgjörðir hafi verið bomar upp til atkvæða all- ar saman, þannig, að eitt skildi ifir þær allar ganga (sbr. fundarbókina og það sem áður er sagt), 4. ósannindi eru það, að »allir hafi verið sammála uro að taka« þær tvær ritgerðir, sem E. segir að hafi átt að sæta sömu forlögum og ritg. Bain’s. A fundarbókinni sjest, að einnnefnd- armaður greiddi atkvæði á móti ritgjörðinni 1899 Nr. 7. Jeg hef þá skírt svo satt og rjett sem jeg framast veit frá atkvæðagreiðslunni um ritgjörðir þessar, og vona jeg nú, að minn heiðraði forn- vinur og bróðir, ifirdóroarinn, ranki við sjer og sjái, að minni hans er ekki óbrigðult. Enn það er fleira enn atkvæðagreiðslan, sem Einar hefur sagt ósatt um í skírslu sinni um þetta mál, og mun jeg nú tína það til. 5. ósannindi eru það, sem E. gefur í skin, bæði í ísaf. 30. sept. og 13. des., að jeg »hafi sætt lagi«(l), meðan E. brá sjer burt úr bænum í sína nafnfrægu sigurför norður ogvest- ur, og látið lúka prentun Tlmaritsins og hefta það, áður enn hann kom heim, til að bægja frá ritgjörð Bain’s. Það mun satt vera, að það var lokið við prentun og hefting Tímaritsins, meðan Skfrnir Valtíva var á mannaveiðum í Jötunheim- um norður og vestur, þeim er spáð er um 1 upp- hafl Hýmiskviðu, er svo segir: Ár Valtívar veiðar námu. En að jeg hafi »sætt lagi« ámeðan! Mikill mað- ur er Einar! Meðan hann bregður sjer burt úr bænum, ætlast hann til að öll Reykjavík standi á öndinni, öll störf hætti, öllum búðum sje lok- að, og umfram alt að öllum prentsmiðjum sje læst og engin bók heft, þangað til hann kemur aftur. Kom þá »ísafold« ekki út, meðan hann var fjarverandi? Jú! Mikil ósköp! Það komu út firir víst ein 6 blöð á þeim 3 vikum, sem hann var ekki við. Enn húsbóndinn. hefur náttúrlega »sætt lagi«! Svo jeg á að hafa »sætt lagi«! Og það segir einurðarmaðurinn, þó að honum hljóti að vera kunnugt um, að jeg tók það skírt fram við prentara Tímaritsins, fjelaga Einars, Björn Jónsson, löngu áður enn ritgjörð Bain’s kom til sögunnar, að jeg vildi biðja hann, ef unt væri, að sjá svo um, að Tímaritið irði fullprentað, áð- ur enn mínar mestu annir birjuðu með ársprófinu í júnímánuði. Jeg veit, að Björn Jónsson muni eklci bera á móti þessu, því að hann vill ekki vísvitandi halla sannleikanum, endavildi hann sjálfur, að prentuninni irði lokið firir þing. 6. ósannindi eru það hjá E., að jeg hafi nokkurn tíma sagt, að »ekkert hafi veriðum það samþikt, hvort ritgjörðina (□: Bain’s) skildi prenta í þessum árgangi eða síðar«. Síni hann með óloginni tilvitnan, að jeg hafi sagt þetta,' eða heiti minni maður ella. Auðvitað var þessi rit- gjörð eins og hinar, sem samþiktar voru af rit- nefnd Tímaritsins 1899, samþikt í þeirri veru, að hún kæmi í árganginn 1899. Enn ef Tímarits- nefndin samþikkir að taka fleiri ritgjörðir, enn rúm er firir í Tímaritinu, þá verða þær að sitja á hakanum, sem minstan rjett hafa til að kom- ast að. Það var ekki mjer að kenna einum, heldur

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.