Þjóðólfur - 19.01.1900, Side 3

Þjóðólfur - 19.01.1900, Side 3
II mjög sniðin eptir lögum íshúsfélagsins í Reykjavík. I stjórn voru kosnir: Olafur Árnason kaupm. á Stckkseyri, Jón Jönasson verzlunarstjóri s. st. og Guðm. Sæmundsson kennari s. st. I varastjórn var kosinn Jón Pálsson organleikari. Endurskoðunarm. séra Olafur Helgason á Stóra-Hrauni og Eggert Benediktsson pöntunarfélagsstjóri í Laugardælum. Varaendurskoðunarmaður P. Nielsen verzlunarstj. á Eyrarb. Nokkrir Eyrbekkingar gerðust hluthafar í Jtessu fél. og telja allir það bráðnauðsynlegt. í ráði er að konu upp íshúsi í Þorlákshöfn og hafa þar nokkurskonar útibú frá fél. á Stokkseyri, enda er þar aflavænlegast tíl síldveiðar. o. s. frv., sem fél. hefir f hyggju að koma á, sem allra fyrst." SkípBírand. Enn er eitt gufuskipið strandað hér við land. Næstl. gamlárskvöld rak » V í k i n g « , skip Thor. E. Tuliniusar stórkaup- manns á land á Sauðárkrók, og brotnaði þar í fjörunni, en vörur skemmdust. Um Tejo-strandið 7. nóv. f. á. er nú sann- frétt, að ekki hafi bjargazt meira en 100 skipd. af saltfiski lítt skemmd, hitt nærri gegnblautt og að litlu nýtilegt. Uppboðið hljóp á 5. þús. kr., en skipskrokkurinn var ekki seldur. Hafði skip- ið strandað fram undan Almenningsnöf á sýsiu- mótum Skagafjarðar og Eyjafjarðar, og eru lend- ingar illar þar í nánd (við hina svo nefndu Dala- bæi) og illt aðstöðu til björgunar, enda hafði skipið brotnað til muna von bráðar. Múebruni, Hinn 15. des. f. á. brann f- búðarhús Bárðar búfræðings Guðmundssonar á Hesteyrarverzlunarstað í Norður-ísafjarðarsýslu. Er skrifað af Isafirði, að eigaudi hússins, Bárður þessi, hafi játað fyrir sýslumanni, að hann hafi sjálfur kveikt í húsinu. Hvalkálf rak fyrir skömmu á Krossi í Austur-Landeyjum. Óveitt prestaköll: Mosfell í Grímsnesi (Mosfells-Miðdals-Klausturhóla- og Búrfellssóknir). Metið 1474 kr. 01. a. Lán hvílir á prestakallinu tekið 1892, upphaflega 750 kr., er afborgast með 6% á 28 árum. Fráfarandi prestur nýtur eptirlauna af brauðinu samkv. lögum. Auglýst 10. jan. Veitist frá næstu fardögum. Umsóknarfrestur til 22. febr. Reynivellit (Reynivalla- og Saurbæjarsóknir) í Kjalarnessprófastsdæmi. Metið 1530 kr. 45 a. Lán hvílir á prestakallinn tekið 1897, að uppliæð 2800 kr., er afborgast á 28 árum með 100 kr. á ári. Frá- farandi prestur nýtur eptirlauna af brauðinu samkv. lögum. Auglýst 13. jan. Veitist frá næstu fardög- um. Umsóknarfrestur til 1. marz. Mannalát. Nýdáinn er á': Kiðabergi í Grímsnesi Jón Halldórsson, fyr bóndi á Búrfelli í sömu sveit og síðar á Suður-Reykjum í Mosfellssveit, á níræðisaldri. Hann var son Halldórs prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Magnússonar sýslu- manns á Geitisskarði Gíslasonar biskups á Hólum Magnússonar, en bróðir séra Jóns áJIBreiðabólstað í Fljótshlíð (J- 1858), og séra Arngríms á Bægisá (j- 1863). Jón var fyrrum auðugur að fé og með helztu bændum hér sunnanlands fyrir ýmsra hluta sakir, en hamingjulítill sjðari hluta æfi sinnar, og fyrir löngu orðinn örsnauður að fé. Hinn 27. des. f. á. andaðist Jón Einatsson bóndi á Garðsstöðum í Ögurhrepp við ísafjarðar- djúp, einhver merkasti bóndinn þar um slóðir. Hinnji 5. þ. m. andaðist Jóhann Runólfsson bóndi í Arabæ hér í Reykjavík, faðir Magnúsar læknaskólakandídats, sern nú er utanlands. Fyrirspurnir. 1. Mega læknar láta taka lögtaki eða fjárnámi meðalaskuldir eða borgun fyrir ferðir til sjúklinga? Svat: Nei. 2. Mega þeir taka fyrir ferðir sínar.'ef þeim svo sýníst, meira en lög ákveða ? Svar: Frekar en lög mæla fyrir er ekki skylt að borga. 3. Eru þeir ekki skyldir að inna af hendi sund- urliðaðan reikning fyrir hverja sérstaka ferð, ef skuldunautar óska þess ? Svar: Jú. wm~ T H U L E er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Tilsögn í garðyrkju geta einn eða fleiri ungir menn fengið á næst- komandi vori hjá undirrituðum, í 6 viknatíma, frá byrjun maímánaðar, með þeim skilmálum, að þeir vinni að garðrækt 10 tíma a dag án endurgjalds. Reykjavfk 12. jan. 1900. Einar Helgason. Greiðasala. Hér eptir seljum vér undirritaðir ferðamönnum greiða fyrir þá borgun, sem nú skal greina: hýsing manns náttlangt 25 aura, hver málsverður 20 aura, kaífibolli 10 aura, hýsing hests 10 aura, töðupund 5 aura og útheyspund 3 aura. En ekki skuldbind- um vér okkur tii þess, að hafa alit það til, sem um kann að verða beðið. Helgafellssveit 16. desember 1899. Þ. Bergmann. Loptur Halldórsson. Dældarkoti. Kongsbakka. Jónas Sigurðsson. Asgrímur Jóhannsson. Helgafelli. Staðarbakka. Guðjón Guðtnundsson. Hallur Kristj'ánsson. Arnarstöðum. Gríshóli. Gísli Sigutðsson. Jóhann Magnússon. Saurum, Drápuhlíð. Guðmundur Bjarnason. Hofstöðum. Bygningsmaterialer. Et Trælastfirma í Norge önsker at komme í Forbindelse með större Trælastexportör- er eller Bygmestere paa Island for Export af Bygningsmaterialier — især hövlede Bord. Henvendelse, Brugsejer E. M. OLSEN Blegebakkens Dampsag & Hövleri. Skien — Norge. 40 „Ef saga yðar er sönn, þá hljótið þér þó að eiga ein- hverja vini eða kunningja, er þér gætuð skýrt frá vandræðum yðar. Ef þér því töluðuð sannleika og ef þér hefðuð haldið, að yður gæti orðið það að liði, munduð þér hafa gert þeim boð í tíma, en nú er það orðið of seint«. „Já, herra dómari, þér hafið sjálfsagt rétt að mæla, að það sé nú of seínt, en það er hægt að segja: „gerið vinum yðar boð*, þegar menn eru lokaðir inni í fangelsi, eins og eg, og kunna hvorki að lesa né skrifa og vita heldur ekki, hvar þá er nð finna. Vinir mínir eru ef til vill í Ameríku eða þá í Afríku, hvernig get eg þá gert boð eptir þeim? Að minnsta kosti get æg það ekki svo fljótt, að það geti komið mér að nokkru liði. Nei, eg á engrar hjálpar að vænta, herra dómari, þér getið þess vegna látið hengja mig undir eins", Allir, sem voru inni í dómssalnum, litu forviða á mann- inn, sem blátt áfram skoraði á dómarann að flýta fyrir dauða- refsingunni, en staðhæfði jafnframt, að hann væri saklaus. Dóm- arinn varð auðsjáanlega hrærður og eptir litla þögn mælti hann: „Akærði! Rétturinn vill ekki láta hengja mann, sem vera kynni saklaus. Er enginn maður hér staddur, sem getur bor- ið yður vitni?" Thomas Wilson leit örvæntingaraugum um allan salinn. „Það held eg varla —“ mælti hann, en allt í einu þagn- aði hann og undrunarsvipur kom á andlit hans; hann hallaðist áfram og það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á hon- um. Ósjálfrátt sneru allir sér við og litu í sömu átt og fang inn. Hann einblíndi á ferðamanninn, sem sezt hafði að í Ljónaveitingahúsinu; hann benti hátíðlega á bekkinn, semferða- maðurinn hafði sezt á og mælti með ákafri geðshræringu: „Þarna situr maður, sem gæti varið mig, efhann vildi". 37 sinnar og bláu augun voru eins og tindrandi stjörnur í hvítu þokulopti, og hann vissi varla af því, að hann tók hönd hennar og kvaddi hana — með titrandi hjarta og sárum söknuði ráfaði hann út og tárin læddust eitt og eitt ástarhrein niður kinnarn- ar, er hann gekk niður götuna. . . Elskaði hann hana ekki? — „Með leyfi!" — Það var géstur, sem vildi fá að sjá blöð- in, sem lágu á borðinu hjá Páli og hann vaknaði úr draumum sínum, borgaði — og gekk heim á leið. Það var farið að rigna, eins og rignt getur í Höfn. Þétt- ar þráðbeinar gusur skullu á hellunum og regnið streymdi foss- andi niður með suðu og ískri. Það var ekki annað fyrir hendi en að flýta sér heim. Páll sveipaði um sig yfirhöfninni og gekk álútur áleiðis. Úr huga hans var alveg horfin öll löngun til að sækja í sollinn og glaða kunningjahópinn. Hann vildi vera einn. Hann var að hugsa um móður sína og hvað hún mundi segja um þau áhrif, sem hann hafði orðið fyrir í Höfn, hvað trúna snerti. Hann mundi eptir, að hann var farinn að hugsa, áður en hann fór úr slcóla og einkum hafði hugsun lians vaknað við altarisgöngurnar; hann hafði trú á þeim til þess að full- nægja því sem presturinn og kverið kenndi, að nauðsynlegt væri, og skoðaði kvöldmáltíðina sem endurminningarhátíð, og þá var leiðin lögð til hugleiðinga um endurlausnarverkið og dauða Krists sem guðs sonar. Hann gat trúað á Krist sem frelsara mannkynsins, sem sýndi því leiðina til ljóssins og sann- leikans og guðs, sem vildi að friður og eindrægni og jöfnuður ríkti á jörðunni og sagði við lærisveina sína: elskið hver ann- an. í þessum hugleiðingum gekk hann heim og lagðist til hvíldar, en áður en hann sofnaði, bað hann móður sína að fyr- irgefa sér, ef hann væri villur vegar og að hann hafði við ad

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.