Þjóðólfur - 26.01.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 26. janúar 1900.
Nr. 4.
Þjóðólfur
kemur út einu sinni og stundum tvisvar í viku,
6o tölublöð á ári. Kostar aðeins 4 kr. Gjald-
dagi í júlí.
Nýir kaupendur að þessum 52. árg.
blaðsins fá í kaupbœti sérprentað sögusafn
blaðsins 1898 með // skemmtisögum, hverri
annart betri.
Þjóðólfur er prentaður með smærra og drýgra
letri, en nokkurt annað blað hér á landi, og eru
kaupendur beðnir að athuga það í samanburði
við önnur blöð, sem flest eru sett með stórkarla-
legu gleiðletri, sem allt er glennt í sundur sem
verða má, til þess að hafa eitthvað á pappírnum.
Þjóðólfur flytur meðal annars greinilegri og á-
reiðanlegri útlendar fréttir, en önnur blöð hér,
að dómi þeirri manna, er slíkt kunna að meta.
gakir útbreiðslu sinnar er Þjóðólfur heppi-
legasta auglýsingablaðið, enda hetur hann aldrei
reynt að blekkja auglýsendur með örmjórri
dálkaskiptingu, eins og sjá má annarsstaðar.
I næstu viku mun Þjóðólfur koma tvisvar
út, svo framarlega sem póstskipið kemur ekki
síðar, en á þriðjudagsmorgun 30. þ. m.
Um lífsábyrgð.
Eptir x-\-y.
I.
Á seinni árum er farið að verða svo al-
gengt hér á landi, að menn tryggi líf sitt, að
ekki virðist óþarfi, að blöðin fari að gefa mönn-
um óvilhallar bendingar um lífsábyrgðir, skýra
almenningi frá fyrirkomulagi lffsábyrgðarfélaga
og birta við og við skýrslur um þau félög, sem
hafa flutt starfsv,ið sitt hingað til lands. Er það
orðið algengt í útlöndum, að blöðin flytji þess
háttar greinar og þykir það nauðsynlegt, þar eð
menn hefðu ekki annars við neitt annað að styðj-
ast en auglýsingar félaganna sjálfra; en það er
auðvitað, að hver umboðsmaður mælir með því
félagi, sem hann er fyrir, sem mest hann má,
svo ekki yrði gott fyrir þá, sem ófróðir eru lífs-
ábyrgðum, að veija hið bezta félag.
Flestir munu kannast við, að nauðsynlegt
sé fyrir oss, að tryggja hús vor og aðrar eignir
fyrir eldsvoða og skip vor gegn sjáfarháska. Þó
erum vér alls ekki vissir um, að eldur eða
sjór muni eyða eignum vorum, heldureigum vér
það að eins á hættu. Öðru máli er að gegna
ttm dýrmætustu efgn vora, lífið. Vér eigum
ekki einungis á hættu, heldur höfum vér einn-
ig fulla vissu fyrir þvf, að vér munum missa
lífið fyr eða síðar. Það er því siðfeiðisleg skylda
hvers manns, að trygga eptir fremsta megni
Þeim, sem eptir lifa, bætur fyrir þann skaða,
sem dauði hans veldur.
Margur maðurinn kvongast með þeirri von
geta séð sómasamlega fyrir konu sinni og,
eitn börnum, er þau kynnu að eignast. En sá
sem ekki á önnur auðæfi handa fjölskyldu en
vinnukrapt sinn, á það á hættu, að skilja konu
og börn eptir í fátækt og volæði, ef hann félli
skyndilega frá, nema því að eins, að hann hafi
tryggt líf sit. Mörg ekkjan hefur,komizt á vonar-
völ, og það opt með fjölda ungbarna, vegna
þess, að maðurinn hefur ekki hirt um, að tryggja
líf sitt meðan hann var hraustur og heilbrigður
og siíkt skeytingarleysi hefur svipt margt barnið
góðu heimili, hrakið það til misjafnra manna og
gert beztu mannsefni að líkamlegum og andleg-
um vesalingum.
Hugsum oss á hinn bóginn ungan mann,
sem efnalitlir foreldrar hafa styrkt til náms með
miklum erfiðismunum. Þeir hafa fulla heimild
til að vonast þess af honum, að hann verði
þeim góð ellistoð, en dauðinn getur gert að engu
allar þeirra vonir, ef sonur þeirra hefur ekki
haft svo mikla sómatilfinningu, að tryggja for-
eldrum sínum vissa fjárupphæð, ef hann dæi
skyndilega.
En vér tryggum ekki einungis öðrum fé
með lífsábyrgð, heldur einnig sjálfum oss. Dug-
legur og reglusamur maður getur með því að
spara saman nokkrar krónur á ári tryggt sér á-
litlega peningaupphæð, sem borgist honum út,
þegar ellin fer að nálgast og vinnuþrekið að
minnka.
Þess utan helur lfftryggður maður einmg
meira lánstraust, heldur en sá, sem engin trygg-
ing er fyrir, að geti borgað lánardrottnum sínum
nema hann lifi í mörg ár, enda mun það nú
vera farið að tíðkast við margar verzlanir hér á
landi að heimta af þeim, sem fá mikið til láns,
að þeir séu llftryggðir.
Það virðist benda á talsvert íhugunarleysi
embættismanna vorra, hvað margir þeirra skilja
eptir sig ekkjur og börn í örbirgð, þar sem þeir
hafa þó flestir svo há laun, að þeim vséri ekki
ofvaxið að tryggja fjölskyldu sinni allvæna pen-
ingaupphæð, án þess þeim yrði árstillögin til-
finnanleg. I Danmörk eru allir embættismenn
skyldir að vera líftryggðir. Ætli það væri úr
vegi, að vér skylduðum embættismenn vora til
hins sama ?
Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að það sé
einkar þarflegt bæði fyrir einstaklinginn ogþjóð-
ina í heild sinni, að sem flestir séu líftryggðir.
Hlustahrelling.
Það er allajafna ógeðslegt og til leiðinda,
að sjá uppskafningshátt eða heyra, hvenær sem
er og á hverju svæði lífsins sem er, en með því
andstyggilegasta andhæli sem samvist við upp-
skafninga hefur að bjóða, er fölsk og tilgerðar-
full tónlist ósöngvinna tilhaldsspjátrunga, sem
hafa fengið viðbjóð á árinni og orfinu, en hafa
lagt það fyrir sig í staðinn að kitla sín eigin
eyru og hégómafýsn með söngvaraskap.
Það er kongborið og gullgefandi á milli að
sjá málverk innfæddra listamanna, hvort heldur
er fjallasýn, skipahöfn eða mannshausar með ann-
að augað uppi í hársrótum, en hitt niðri undir
munnviki, hjá því að þurta að hlýða á slíka iðk-
ara hinnar fögru tónlistar. — Maður þarf ekki
annað en að snúa sér undan og hafa augun á
öðru, sem náttúrlega er gert og skaplegt er, ef
roannshausinn eða fjallshryggurinn ofbýður þeim,
sem á horfir. En tónarnir elta mann langar leið-
ir rammfalskir, og særandi allar næmar tilfinn-
ingar, hvernig sem áheyrandinn snýr sér, flýji
hann ekki alla leið úr færi — og til þess þarf
stundum að leita burt frá húsi og heimili.
Hreinir tónar, sem bornir eru fram með
sannri list af mannsrödd eða hljóðfærisstreng,
geta komið út á manni tárum; mann þyrstir í
það eins og þann göngumóða í svaladrykkinn að
heyra einn slíkan tón, þó ekki væri nema við og
við, til þess að lypta sálinni og hreinsa hjartað,
ef svo mætti að orði komast. En hvað er manni
boðið hér í þess stað, alloptast? Auðvirðilegt,
óæft viðbjóðsvæl eða garg manna, sem hafa misst
hæfileikana til þess að syngja blátt áfram eins
og náttúrunnar börn gera, án þess að hafa öðlazt
kunnáttu listarinnar 1 staðinn. — En ekki vantar
þó, að nógir fást, að tölunm til, við að iðkasöngnám.
Hundrað fyrir einn eru reiðubúnir að gera tón-
listina að »lífsnámi« sfnu; það verður varla þver-
tótað fyrir komponistaefnum, og naumast fengin
ein friðarstund fyrir raddsetjandi vætukjóum í
manns mynd, sem ætla að kvelja af manni alla
smekkvísi og tilfinning fyrir þessari himnesku gjöf,
sem guðirnir hafa veitt mannlegu hjarta bæði í
hryggð og gleði, til þess að hefja sig frá mold-
inni og því hversdagslega — fyrir söngnum.
Óskandi væri að sá góði andi, sem heldur
vernd sinni yfir þessu landi, stöðvaði í tíma þann
breiða straum af góðum kröptum og góðum manna-
efnum, sem nú fleygja sér 1 faðm hálfmenntunar
og allskyns uppskafningsháttar, með sig og sitt.
1 blindri löngun til þess að sýnast eitthvað annað
»fínna« heldur en þeir eru. — Hálfónýtar upp-
lýsingastoínanir afýmsu tagi, settar upp af ýmsum
miður framsýnum löggjöfum vorum úti um allt
land, rétta að sönnu fingur sfna út eptir öll-
um, sem eyri eiga til þess að verja til þessa skað-
lega andhælis; — en þjóðin ætti að hafa feng-
ið nóg, meira en nóg, af árangri þessara stofnana
nú eins og komið er. Reynslán er orðin svo
löng. — Því hvar verður annars endir þessara
dæmalausu »framfara?«
En fari svo að forsjónin taki í taumana á
þessu hállmenntunar fargani, sem mestallt snýst
um ómerkilegan, þýðingarlausan, ófyrirgefanlega
grunnan bóklegan lærdóm — án þess að verk-
legt nám sé að nokkrum samjafnaði stundað —
þá óska eg og bið að hlustahrellingin, stafandi af tón-
list hinna slsyngjandi, orgelspilandi, komponerandi
og raddsetjandi náttúruafbrigða, mætti fyrir sakir
hinnar heilögu náðar létta af oss fyrst aí öllu
því, sem af þjóðinni leysist, þegar hinir ungu
efnilegu kraptar Islendinga fara að snúa sér í
heilbrigða átt, að kjarna lífsins sjálfs, og að því
að vilja kunna í raun og veru það sem getur
komið að notum, 1 stað þess að vilja sýnast
kunna eitthvað, sem þar á ofan er þeim ónýtt,
sem gerir ekki annað en tefja þá og trufla.
ó.
Ofsókn ísafoldar
eegn rektor lærða skólans dr. B. M. Ólsen er,
nú farin að verða svo áþreifanleg, svo ósvffnisleg
að furðu gegmr. Reyndar er það engin nýlunda,
að þetta virðulega málgagn hafi lagt menn þá í