Þjóðólfur - 26.01.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.01.1900, Blaðsíða 2
14 einelti, er haft hafa djörfung til að lýsa yfir skoðun sinni á málgagninu og ýmsu atferli þess, eins og það hefur átt skilið. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja. En það hefur þó sjaldan lagt meiri a'úð við að nudda skóinn niður af nokkrum manni, eða rýra álit hans í augum almennings, eins og það hefur reynt að gera gagnvart rektor. En auð vitað stendur hann jafnréttur eptir í augum allra skynberandi manna, er fylgzt hafa með viðskipt- unum og þekkja iunræti Isafoldar. Af því að rektor gerðist svo djarfur í fyrra vetur að kné- setja þetta nafnkunna réttritunar- eða rangrit- unarhumbug Blaðamannafélagsins, er „Isafold" bar svo mjög fyrir brjóstinu, þá réðst hún óðar á rektor fyrir þessa goðgá og þá var það, að hann sendi vini sínum Birni Jónssyni „Opna bréfið" með heilræðunum, erallir rómuðusvo mjögogkarli sveið sárast, enda hefur hann ekki gleymt því, þótt hann hafi gleymt heilræðunum í því. Siðan hetur ofsóknin gegn rektor verið óþrotleg, ogvar nú meðritstjórinn látinn ríða á vaðið, með Björn að baki sér. Það er víst öllum í minni, hvernig Isafold ritaði um óeirðirnar í lærða skólanum síð- ari hluta vetrarins, og í hverjum tilgangi það var gert, en hitt er mörgum síður ljóst, hverjar til- raunir gerðar voru í laumi til að bola rektor frá forsetatign í bókmenntafélaginu, og koma þar að einhverjum vildarmanni Isafoldarklíkunnar, er þykir leiðinlegt að hafa ekki ráð félagsins í hendi sér, eins og hún hafði fyrrum, þá er félagið komst í skuldasúpuna góðu, er það hefur verið að grynna á síðustu árin, síðan Björn Jónsson, sællar minn- ingar, veltist ur forsetatigninni. Þá er allt þetta var strandað og rektor sat jafnfastur í sessi sem áður, þá varð að finna eitt- hvað nýtt honum til áfellis. Og sakarefnið var fljótt fundið. Þeim sem eru gainansamir kann að þykja það broslegt, en sati er það samt, að Isa- fold hefur meira en hálft ár ritað um það með ákaflegum hita og hrakyrðum gegn rektor, að hann hafi upp á eigin eindæmi útilokað úr Tímariti bók- menntafélagsi’ns þýðingu eptir Jón Olafsson á 20 ára(!) gamalli ritgerð um forntungurnar, sömu rit- gerðina, sem prentuð var í „Andvara“ í vor. Þess- ari deilu skal ekki frekar lýst hér, enda mun hún flestum kunn. Hinar skýru og hógværu röksemd- ir rektors gegn staðlausum þvætting og flækjum Isafoldar í þessu máli, sýna bezt, hversu málgagn- ið hirðir mikið um glögg rök og réttan málstað, þá er það leggur fólk í einelti. Þjóðólfur hefði fyrir löngu neitað að veita rúm stælu um þetta þýðingarmiklaf!!) velferðar(H)- og áhugamál ísa- foldar, ef hér hefði ekki verið um hlægilega og hatursfulla ofsókn að ræða af hálfu málgagnsins, er því mátti ekki haldast uppi að ósekju, eða án þess að hlutaðeigandi fengi að reka á það stamp- inn með röksemdum fyrir allra augum. Og það hefur hann einnig rækilega gert, svo að þeirri deilu er nú sem betur fer lokið hér í blaðinu með örfáum niðurlagsorðum frá rektor. „En það er ekki öll nótt úti enn“ sagði draug- urinn, og svo hefur Isafold hugsað, eptir þessa sneypuför E. H. gegn rektor, því að nú hefur hún fitjað upp á nýju efni til að reyna að sverta hann og skólann í sambandi við þá athöfn, er fram fór 1 skólanum 17. þ. m. og vér minntumst á í síð- asta blaði, Þessa athöfn leitast „Isafold“ við að draga niður í sorpið, segir að það hafi verið „upp- reisnarminning gegn stjórn skólans", rektor hafi „riljað upp frægðarsögu pereatsins", að þetta hafi átt að vera ;„fagnaðarminning fyrnefnds atburðar, ’pereatsins’" með öðrum .orðum gefur í skyn, að rektor hafi f ræðu sinni við þetta tækifæri gert allt til að gylla 'pereatið’ fyrir lærisveinum sínum. Það er svo líklegt, eða hitt þó heldurl Þáermenn skrökva, þá verða menn að gera það dálítið senni- lega, svo að einhverjir fábjánar fáist að minnsta kosti tilaðfestatrúnað.áþað. Til þess að ganga úr skugga um, að Isafold færi hér með ósann- indi, er ekki máttu óhrakin standa, höfum vér fengið að sjá ræðu þá, er rektor hélt við þetta tækifæri, en hún mun sfðar birtast á prenti ann- arsstaðar. Sannleikurinn er sá, að rektor notaði þeita tækifæri til að sýna piltum fram á, hve sorglegar afleiðingar „pereatið” hefði haft fyrir skólann, bæði fyrir piltana sjálfa og fyrir Svb. Egilsson. I ræðunni voru meðal annars þessi orð: „Guð gefi, að slfkir tímar komi aldrei optar yfir skólann. Guð gefi okkur kennurunum vit og vilja til að beita valdi okkar í þá átt, sem piltun- um er fyrir beztu. Guð gefi piltunum vit og vilja til að skilja það, að áminningar okkar miða þeim sjálfum til góðs og að sá er beztur vinur þeirra, sá elskar þá mest, sem bezt heldur þeim til að gera skyldu sína". Hverja þýðingu hlutaðeig- endur sjálfir vildu leggja í þessa athöfn, sést bezt á orðum þeim, er rektor talaði, um leið og hann í nafni skólass lagði blómsveiginn á gröf Svein- bjarnar Egilssonar. Þau voru á þessa leið: „£g vildi óska, að hinn framliðni mætti líta upp úr gröf sinni og sjá þann hóp, sem hér er saman kominn. Mér er sem eg sjái hann standa hér mitt á meðal vor og renna bláu og snöru augunum sínum yfik hópinn. Hann mundi ef til vill segja við okkur á þessa leið: Kæru vinir, kennarar og piltar, eg þakka ykk- ur fyrir, að þið eruð hingað komnir að leiði mínu með þessa kærleiksfórn, þakka ykkur fyrir, að þið eruð hingaðkomnir til að bæta og friðþægja fyrir það, sem misgert var fyrir 50 árum. Eg get ekki óskað ykkur annars betra að launum, en að upp af mínum moldum megi spretta frækorn kærleika og eindiægni, sáttar og samlyndis milli kennara og lærisveina. Einhvern veginn á þessa leið mundi hann hafa mælt. Þessa síðustu ósk vildi eg gera að minni og bæta því við, að eg vildi óska að frækornið mætti verða að fögru tré og skólalífið blómgast í skjóli þess“. Hátíð þessa var að skoða sem einskonar kær- leiksfórn á leiði Sveinbjarnar Egilssonar, en alls ekki „fagnaðarminning pereatsins". Hið snotra kvæði, sem ort var og sungið við þetta tæki- færi og prentað er hér á eptir („Minning Svein- bjarnar Egilssonar") ber heldur ekki vott um, eins og „Isafold" gefur í skyn, að þetta hafi aðeins verið gamanleikur einhverra spjátrunga í skól- anum til að krækja í aukamánaðarleyfi(H). Ekki vantar góðgirnina og göfugmennskuna í hugsun- arhættinum gagnvart piltum og skólanum. Henni hefur jaínan verið miklu sýnna um það, kindinni að færa hlutina til verri en til betri vegar, þá er mótstöðumenn hennar hafa átt í hlut. Ur þvl að „Isafold hefur ritað svo langa grein um afmælis- og minningarhátíðir, þá viljum, vér benda henni á, að hún sjálf getur einmitt haldið eittafmæliðámorgun, —ársafmæli ofsóknar sinnar gegn rektor, því að það var einmitt 27. jan. í fyrra, sem hann hélt fyrirlesturinn í stúdentafélaginu um réttritunarkák Blaðamannafélagsins, er allur ófagn- aðurinn stafar frá. Það er enginn vafi á þvl, að „ísafold”, sem einmitt kemur út á morgun, velur honum nú einhverjar dýrindis gjafir áþessu afmæli, af ríkdómi þess skammaforða og götustrákaorða, sem hún er svo auðug af, þóttbirgðirnar séu ekki sérlega fjölbreytilegar, heldur nokkuð úreltar og einkynja. Hitt skiptir ekki miklu, hvað henni þóknast að leggja af sér í garð Þjóðólfs fyrir að hafa flett ofan af atferli hennar gagnvart rektor og skólanum, því Þjóðólfur veit, að hún hefur ekkert fram að bera í þessu máli, nema sama, gamla súrdeigið: sömu fúlyrðin, sömu smekkleys- urnar, og sama bullið, sem hún „trakterar" alla kunningja (!) sína á, og það er orðið svo undur leiðinlegt, að Þjóðólfur nennir naumast að líta á það lengur. Minning Svb. Egilssonar. Lag: Slumra ljuft du lilla. Oss er yndi að minnast Islands bezta manns, fáir munu finnast Fróns af niðjum líkar hans. Það er Sveinbjörn sá hinn mæri, sem er löngu horfinn braut, honum ávalt hróður færi hver, sem elst við Snælands skaut. Lærdóms maður mesti menntum unni heitt, ást við fagurt festi flest, sem andans líf gat veitt. Ekki nokkur áa vorra eins sem hann reit fagurt mál allt frá dögum aldna Snorra unnum því af lífi’ og sál. Skýrði skálda kvæði, — skáld var sjálfur hann, helzt við háleit fræði hjartans unun beztu fann. Hómers Músa honum fylgdi heilög gegnum vizku lund, aldrei hún við öðling skildi unz liann féll í slðsta blund. Harmar gyðjan grátin gæðings bana mein. Hann er löngu látinn land vort geymir dáins bein. Allir vér af alúð biðjum eins í nafni fösturlands: Langa tíð hjá lýðs vors niðjum lifi frábær minning hans. L. H. Kveðinn í kútinn Nú er Einar gjörsamlega kveðinn í kútinn. í síðustu Isafold hefur hann ekkert annað fram að bera enn marghraktar, órökstuddar staðhæf- ngar, útúrsnúninga, hártoganir, ósannindi og skammir. Það er langt firir neðan mig að svara slíku með öðru enn — firirlitningu. Gott væri, ef Einar ljeti sjer eftirleiðis ráðn- ingu þá, sem hann hefur fengið, að kenningu verða og rjeðist ekki eptirleiðis á alsaklausa menn með ósönnum áburði. Reikjavík 22. jan. igoa. Bj'órn M. Ólsen. Húnavatnssýslu 2. janúar. Þá er nú tugaárið búið að heilsa, en gamla árið kvaddi oss hér norðurbyggjana með 3 sannís- lenzkum hríðardögum af hörðustu tegund. Gamla árið skilur eptir hjá oss ýmislegt annað en stóru fannaþiljurnar, en fátt er oss megi að gagni koma fremur en þær. Samt getur árið alls eigi talizt hér óhappaár, þótt tíðarfarið í vor og sumar væri öðru- hvoru frernur stirt. Heyfengur varð almennt í með- allagi, því grasspretta var góð. — Sjávargagn við Húnaflóa mun og mega teljast með bezta móti, þótt Húnvetningar geri enn lítið sjávarútveg sínum til eflingar, og ekkert skip gangi héðan, nema hinar gömlu opnu öðuskeljar, sem er sorglegur vottur samtakaleysis og þess, að vér þekkjum ekki þá efna- hagslégu þýðingu, er það hefur, að sameina sig til stærri fiskiskipakaupa. Um verzlun á árinu er ekki annað að segja, en hún hafi verið lítilmótleg og ill. Gegn kaupfélagi voru er nú kominn hærri kurr, en áður hefir heyrzt hjá almenningi, og ef dugnaður verður samfara sannfæringu og vilja sýslubúa, munu þeir fara að knýja á aðrar „Flosahurðir" með þá verzlun sína, þar að mörg atriði hennar eru öfug og illþolandi, eins og hún er nú framkvæmd og stórskaði á ári hverju á þeim sauðum, er Kaupfélagið sendir, mót því, að leggja þá inn hér í verzlanir. Þetta mun reyndar stafa af klaufalegum útflutningi sauðfjárins, eða því, hve mikið af því fórst á leiðinni nú við síðasta útflutning; og það sem alla leið komst, bú- ið að tapa miklum hluta síns verðmætis. En skað- inn þykir oss lítið bragðbetri, þó hann sé af því- líkum rótum runninn. Svo virðist, sem öll húnvetnska pólitíkin hafi orðið undir fyrsta haustsnjónum, því á slíkt er nú ekki minnst. En ef til vill munu bændur og búalið samansafna molunum, þegar vorar, í ltarfir sínar, og litast um eptir nýjum skenkjara og bakara, eins og Faraó forðum. Mun óhætt mega fullyrða, að hin svo nefnda Valtýska hafi hér harla lítinn byr. Goodtemplarasýkina hér í sýslu má telja með ný- ungum þessara tíma. Af henni hafa hér og hvar myndazt ýms afkvæmi; en sumar þess konarhauga- gorkúlur hafa mót náttúru sinni orðið að kerlingar- eldi von bráðar; t. d. þegar fylkingar hafa verið svo þunnskipaðar, að taka hefir orðið farandfjárhirða úr öðrurn sýslum til hárra embætta, og til að fá lög- um samkvæman stofnendafjölda, en þessir heiðurs- félagar svo orðið að yfirgefa „bræðra- og systra" hópinn og vitja aptur átthaga sinna, áður annar fé lagi hefur fengizt ! skarðið. — Þar á mót hafa hér á stöku stöðum myndazt Goodtemplarastúkur með góðum þroska, og aflað sér verðugs heiðurs fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.