Þjóðólfur - 02.02.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.02.1900, Blaðsíða 2
22 and Ava), erferðaðist hér á landi um 1856, og síð- ar var varakonungur á Indlandi og jarlí Kanada. Þessi sonur hans dó af sárum í Ladysmith. I ensku blöðunum er þess getið, að stór- þing Norðmanna hafi veitt nokkrum hershöfð- ingjum sínum 8000 kr. hverjum til Afrikufarar, til að kynna sér ófriðinn þar og horfa á viðureign- ina. Hinn 16. f. m. sprakk sprengitundurverk- ámiðja í Aviglianö á Italíu í lopt upp, og segja blöðin, að menn hafi orðið undir rústunum svo hundruðum skipti. Prestalaunamálið. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. II. En hvað prestana snertir þá skil eg eigi annað, en að þeir verði fegnir að fá vissar pen- ingjatekjur í staðinn fyrir samtíninginn, er þeir hafa nú, enda þótt borgunin verði eitthvað lægri eins og víst er gert ráð fyrir í frumvarpinu. Vlst er um það að þá losnum vér við innheimtuna, sem er mjög óprestlegt verk. Það er að eins minn gamli bekkjarbróðir, séra Eggert á Breiðabólstað, sem eg veit um, að heldur með hinum núver- anda gjaldmáta og finnst mér það undarlegt. Ein- hverjir munu hafa gefið í skyn, að hann mum hafa gert þetta á kjörfundinum að eins til að geðjast kjósendum og fá því fremur atkvæði þeirra til þingsetunnar. Sllkar miður góðgjarn- ar getgátur um óhreinar hvatir, eru því ver of almennar hjá fólki í landi þessu; það er opteins og enginn eigi að geta haldið neinu fram af ein- lægri sannfæringu fyrir almennri þjóðheill, held- ur í tómri hagsmunavon. Að þetta er skaðlegt og rangt geta allir réttsýnir menn vel skilið. Eg er nú á þeirri skoðun að þetta sé hrein sann- færing séra Eggerts. Bæði er það, að eg skil ekki í því, að bændur séu neinsstaðar mótfallnir að losna alveg við prestsgjöldin, en prestum sé borgað úr landssjóði og svo þekki eg séra Egg- ert að engu öðru en ráðvendni í meðulum, enda sannfærist eg enn betur af grein hans í 55. tbl. Þjóðólfs f. á., að þetta er hans fölskva- lausa skoðun. Sú grein er samin á móti »ó- nefnda prestinum í Arnessýslu« sem lét í ljósi að séra Eggert væri óvinur prestastéttarinnar og að kjósendurnir á kjörfundi Rangæinga í vor hefði gert góðan róm að orðum hans um launa- mál prestanna. En þó eg geti eigi fallizt á þetta, þá virðist mér samt, að ástæður þær, er séra Egg- ert færir fyrir málstað sfnum harla veikar og langar mig því til að athuga þær stuttlega. Hann segir, að gjaldmáti sá sem nú er, sé betri eða notadrýgri fyrir prestana en nokkur annar og að því að eins geti prestarnir lifað sómasamlega af 1,000 kr. að þessar tekjur eru eigi fólgnar í peningum, sem hægt sé að eyða jafnóðum og að peningatekjumenn með 2,000— 3,000 kr. lifi eigi eins góðu lífi. Það er nú hrein fjarstæða, að eigi sé hægt að eyða jatnóð- tim tekjum prestanna, af því að þær eru fólgnar í öðru en peningum. Víðast hvar þar sem eg þekki til er meginhluti prestsgjaldanna borgaður með innskript f kaupstað og þá geta víst allir séð, að hægt er að eyða þeim alveg eins fljótt og peningum eða reyndar miklu fljótara, þvl maður er optast bundinn við af ýmislegum á- stæðum og þörfum að taka nauðsynjar sínar út á innskriptirnar í sömu verzlaninni, sem þær eru honum gefnar, en aptur ef hann fær pen- inga, þá er hægt að fara með þá eða senda þangað, sem vörurnar eru ódýrastar og svo er al- kunnugt, að mikill afsláttur fæst alstaðar á móti peningum. Svo verzlunarfróðir erum vér Islend- ingar þó orðnir. Annars er hægt að skulda upp á tekjur sínar og eyða þeim í hverju sem þær verða greíddar. Og svo er þá hitt, að peningatekju- menn með 2,000—3,000 kr. hfi eigi eins góðu lífi og prestarnir. Þetta er stórt mishermi, sem dag- leg reynsla og sjón mótmælir fastlega, enda hefur höfundur orðanna eigi rökstutt þau með neinu. En setjum nú svo, að tekjur prestanna séu, svo sem opt mun vera, goldnar í góðum landaurum, þá heldur séra Eggert því fram, að með útsjón megi koma þeim í hærra peningaverð, heldur en ákvæðisverð þeirra er epitr lögunum (líkl. verð- lagsskránni). Þetta er alls eigi rétt. Það ervíst hvergi á landinu að presturinn geti, til dæmis, komið vorull og smjöri eða sauðfé út fyrir hærra verð í kaupstaðnum eða annarsstaðar, heldur en hann verður að taka þetta, sem eigi er held- ur von, því væri hægt að koma hlutunum út fyrir miklu hærra verð, þá myndi bónd- inn eigi vera svo grunnhygginn það sér hver maður, að fara með þá til prests- ins, heldur eitthvað annað og borga svo gjaldið sitt með peningum eða innskript. Ein- stöku vörur kann að mega fá hærra verð fyrir en ákveðið er, með því að senda þær á ann- að landshorn og hafa þær þar til sölu á, vissum tímum, en þá fellur svo mikill kostnaður á, að slíkt borgar sig ekki. Það er einnig illa gert af prestinum, að reyna að skrúfa vörur fátækra gjaldenda niður úr gangverði og rígbinda sig við ákvæðisverðið, eingöngu til að græða á því sjálfur. — Haust Syrtir að sunnan, situr á fjöllum illspá ömurleg úfinhæra. Drepur höfði í hrímgaða rót visið sinustrá og vetrar bíður. Syrtir að sunnan, sfgur að austan lævís læða yfir land og haf. Kveinar Ægir við klettótta strönd. Leggur nálfn yfir nfpur fjalla. Dynur í gili með dimmum róm. Sígur og sígur svartgrár flóki. — Drepur höfði í hrímgaða rót t visið sinustrá, — kveður von og sól. S t ö k u r. Allt er kyrt en engu rótt. — Engi þögult grætur. — Munar spegils mynda gnótt markar drungi nætur. Að fá muni verða fremdar ár fer mig þá að gruna. Fölur svipur fornrar þrár flögrar um baðstofuna. Fölnuð hvítnar fjallahlíð, fýkur lauf af meiði. — Með stýfðan væng í stormi og hríð starir þú suður um heiði. Ljóst eg skil, hve höpt þig hrjá og hlýju nema úr geði. Vængjalaus með vaxna þrá vakti eg opt á beði. Öll á Hildur æfi spil, æðistrylld, að veði, ef eg skyldi eins og vil ala snilld og gleði. S. F. íslenzk kritik Og Stsphan G. Stephansson. * Fyrsta bókin, er St. G. St. hefur prenta lát- ið hér á landi, er kvæðaflokkur hans «Á ferð og flugic. Er bók sú nýr og raunalegur vottur um þann tilfinnanlega skort á »kritik« hér á landi, sem hefur eyðilagt svo mörg góð efni. Þrátt fyrir alla þá mörgu stórgalla, semábókinni eru kynokar Jón Ólafsson sér ekki við, að bera tak- markalaust lof á hana, kallar hana »gimstein« o. s. frv. Hann getur nú aldrei talað um þesshátt- ar efni nema í öfgum og auk þess er hann kostn- aðarmaður að bókinni, svo menn munu ekki hafa furðað sig svo mjög á eptirmála hans við kvæð- in. En það þótti mönnum furða, að Jón skyldi ekki nota færið til þess, að hrósa sjálfum sér fyr- ir prófarkalestur og þessháttar, eins og hann er vanur, þrátt fyrir það, að höfuðpersóna sögunnar er ýmist nefnd Ragnheiður eða Ragnhildur, og jafn hroðalegar prentvillur séu á annari hvorri blaðsíðu. Einari Hjörleifssyni verður þó ekki mikið um að kalla bókina »gullfallega« að því er til útgefandans kemurl Það er vonandi að Jón sjái það við hann seinna. — Sögukorn sitt hefði St. G- St. ekki átt að ríma; hann rfmar optast illa og gerir rímið þá ekkert annað en að spilla fyrir ekki svo fá- um góðum athugunum, sem 1 bókinni eru. Svo er St. farinn að »persónificera* alla skap- aða hluti, líkt og Guðmundur Friðjónsson. Mætti virðast, sem komið hefði verið nóg af svo góðu, þótt St færi ekki að bæta við. Þá eru mestu feikn af óskiljanlegum dylgjum og langar romsur, ekkert nema orð, sem enginn skilur, nemakannskeeinhverjir »innvígðir«. Smekk- leysur í setningaskipun og hortittir keyra fram úr öllu hófi/ Nokkur dæmi: Bls. 14. »Tvær skemmtanir keppti hún að kostgæfa helzt«. Bls. 29. »Menn segja að hann (!) Vetur sé sár á sitt gull | en samt hafði Nátthélan grá | með silfurvír baldírað barminn á h 1 í ð | inn bjark- gróna og skókögra, um d | En framúrleg(l) sýnd- ist og svipdauf hún(!) Jörð«. o. s. frv. Bls. 31. »Því starf er það ekki og ei held- ur hvíld | ef uppfyllist það sem jeg vil | Og hangsandi biðlund(!) ið einasta er | sem eg þarf að leggja þar til«. Svona mætti halda áfram endalaust. Kvæðið »Kveldskuggar« er einn langur hor- tittur frá upphafi til enda. Aptur á móti er lýs- ingin á prestinum og samtal hjónanna ágætt á stöku stað — eitt út af fyrir sig. Að undanteknum fáeinum athugunum, sem væru góðar með öðru betra, er kvæðaflokkur þessi næsta lélegur — auðvitað þó ekki lfkt því eins hlægilegur og ritdómur Einars Hjörleifsson- ar. Það, að St. sneiðir að presthjónum, notar E. H. sér, til þess að »docera« í nær tveim dálkum um þá blessun, sem kristindómurinn hafi fært yfir land og lýð. Síðan hleður hann lofi á \V esturheimsprestana! Það eru annars nokkuð óstöðugir vindar í höfðinu á Einari, sbr. formála hans fyrir kvæð- um Bj. Thorarensens, er hann minnist á kvæði Jónasar »Skjaldbreiður«. Þá þótti honum það trufla listina, að guð er nefndur þar á nafn. En hvernig stendur á þvf, að E. H., sem ekki er þó með öllu ómenntaður, skuli ævinlega finna köllun hjá sér til að blaðra um alla hluti milli himins og jarðar, án nokkurs tillits til þess, hvort /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.