Þjóðólfur - 02.02.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.02.1900, Blaðsíða 3
23 hann ber skyn á málið? Er þessi synd hans einna átakanlegust, þegar hann fer að blanda saman persónulegri velvild til einstakra manna við skoðanir, er skáld setja fram í kvæðum. Náttúrlega kemur þetta annaðhvort til af erfða- syndinni, eða af því að E. H. vantar »kritikina« og það jafnvel enn þá fremur en Stephan G. Step- hansson. G. * * tít Atgr. ritstj. I sambandi við ritdóm þennan, er oss virðist á allgóðum rökum byggður, að því,er snertir þetta ljóðasafnhr. St. Stephánssonar, skal þess getið, að oss furðar á, að höfundurinn tók ekkium leið í þetta safn sitt ýms þeirra ljóðmæla, er birzthafa eptir hann á prenti áður t. d. í »Öldinni« í Winnipeg árin 1893—96 og vfðar. Sum þeirra ljóðmæla eru einmitt hin beztu, er Stephán hefur ort. Vér viljum t. d. nefna sum kvæðin 1 flokkn- um »Uti á víðavangi« og kvæðið »Heimskauta- fararnir«, en ekki sfzt sum kvæðin í flokknum »Ur sögnum og sögum« t. d. Norna-Gestur, Mjöll dóttir Snæs konungs, Illhuga-drápa o. m. fl. Það er t. d. óvíða í íslenzkum ljóðum jafn til- þrifamikil og stórfengleg náttúrulýsing, eins og í 2 fyrstu erindum Illhuga-drápu. Eða þá niður- lagið, þá er Illhugi er leiddur til höggs og vill ekki þiggja líf af Þorbirni, með þeim skildaga að hefna ekki Grettis: — Þungt var að líða frá lífdaga gæzkunni. Ljósinu, deginum, frægðinni, æskunni. Allt breiddi út faðminn að lífinu laðandi, Landið og hafið í sólgeislum baðandi. Stórar og víðfleygar vonir í barminum Vígmannlegt sjálfstraust á kraptinn í arminum Oskin: að lifa í ljóðum og sögunum Landsins síns þegar að eytt væri dögunum. En hvað var það allt mót hinu að hefna’ ekki Heit sitt eða sem níðingur efna ekki, Dauðinn varð leiðin að ljósinu og sanninum Lífið varð blettur á hetjunni og manninum Skap hans þann dug og þá djörfungu gafhonum Drengskapinn lífselskan níddi ekki af honum Þulu þó missti hann um æfiför öfuga Illhugi á söguna— stutta en göfuga. Þótt rímið f sumum hendingum þessum sé ekki sem allra liðugast, þá er hugsunin svo hrein, hetjuleg og göfug, svo sönn og skáldleg, að það «r undarlegt afmanni, sem getur ort jafnvel, að láta prenta Ijóðasafn eptir sig, án þess mörg beztu kvæði hans séu birt þar. Winnipeg-Öldin er í svosárfárra manna höndum, sérstaklega hér heima, að öllum þorra manna hér er alls ókunnugt um þessi kvæði Stepháns, sem þar hafa birzt. Það var því sjálf- sagt að prenta úrval úr þeim í þessu safni, en kippa sumu burtu, sem þar stendur. Þá hefði safnið verið gott. En nú fá menn hér skakka hugmynd um Stephán sem skáld, og má hann sjálfum sér eða útgefandanum uni það kenna, er þeir hafa gerzt svo misvitrir í valinu. Það er hraparlegur mis- skilningur, sem opt bólarreyndar á hjá skáldum, að allt sem þeir yrkja sé jatnboðlegt, jafngott, eða að minnsta kosti fullgott, ef þeir hafa ort nokk- ur góð kvæði, og öðlazt viðurkenningu sem skáld. Það er leitt, ef Stephán G. Stephánsson er kominn á þennan villustíg, maður, sem hefur öðlazt í vöggugjöf jafn einkennilega og tilþrifamikla .skáldskapargáfu, eins og allmörg kvæði hans bera vott um. Þáttur af Pétri hinum sterka á Kálfaströnd. 3. Bnstarfellsferð hm fyrrt. Þá var Pétur fertugur að aldri, er honum komu boð austan frá Bustarfelli í Vopnafirði frá Birni sýslumanni Péturssyni, er þar bjó þá. Býður sýslumaður honum til jólaveizlu og gefur 1 skyn, að hann skuli ferð þá eigi til einskis farið hafa, og muni hann víkja honum nokkuru. Var það á jólaföstu, að boð þessi bárust Pétri. Ræð- ir hann þetta við sveitunga sína, og spyr, hvað þeir leggi til málanna. Eru allskiptar skoðanir manna í því efni. Segja nokkrir, að grunsamlegt virðist þeim beimboð Bjarnar sýslumanns „og mun nokkuð undir búa“ Segja þeir. „Er það al- kunna, að hann er enginn jafnaðarmaður, og hið mesta afarmenni að burðum. Leikur honum öf- und mikil á sterkum mönnurn, fyrir því að hann má engan vita sér meira mann, og er einskis ills örvænt af honum". Aptur telja nokkrir all-líklegt, að sú för mundi honum til sæmdar og gagns verða, og kveða Birni opt stórmannlega fara „og margt er honum vel gefið" segja þeir. „Mun hann engan ójöfnuð sýna ókenndum og saklaus- um manni þeim, er sótt hefir bann heim um langa vegu og þó að sjálfs hans orðsending". Er það ráð þeirra, að Pétur skuli ferð þá eigi undir höfuð leggjast. Verður það, að Pétur hefur ráð þessara manna, og var honum það í alla staði skap- feldara. Kveðsthann víst mumi austur fara „og sé eg enga ástæðu tiJ að óttast sýslumann, ef hann níðist eigi á mér; hirði eg eigi, hvar við Björn hittumst einir tveir" segir hann. Leggur Pétur nú af stað austur, síðla jólaföstu, og segir eigi af ferð hans, fyr en hann kemur að Bustar- felli laust fyrir jól. Tekur Björn sýslumaður hon- um tveim höndum, og er hann á Bustarfelli um jólin í hinu bezta yfirlæti og miklum dáleikum af hendi Bjarnar og allra heimamanna. Ræðir hann löngum við Pétur og fellur vel á með þeim. Jóladag hinn þriðja ráðgerir Pétur að byrja ferð sína heimleiðis. Annan dag jóla kemur Björn að máli við Pétur, og biður að þeir gangi út um hríð til skemmtunar sér. Gera þeir svo, ganga út um tún og umhverfis hús og fellur þá enn margt til ræðu með þeim. Segir Björn þá, að húskörlum sínum hafi viljað til slys eitt meinlegt í haust, „hlóðst járnkarl í vegg hjá þeim ogverð- ur honum með engu móti í brott náð. Göngum þangað og sjáum, hve háttað er“ segir hann. Komu þeir nú að skálatópt einni mikilli, er hlað- in hafði verið haustið fyrir úr blautum streng. Er járnið neðarlega 1 veggnum óg liggur lárétt 'og er handfangið eitt út úi. Tekur Björn að nýju að tala um, að þetta hafi verið allillt slys, og frameptir þeim götunum, en Pétur kvað sér harla ólíklegt þykja, að járnið hlæðist þannig í vegginn, svo að eigi yrði vart við, fyr en um sein- an. Björn iátar það raunar, en segir að þannig sé því varið engu að síður. „Er mér það hinn mesti bagi, að járnið situr þar, en eg hafði hugað, að húskarlar mínir tæki upp grjót í vetur og æki, og eyðist nú sú ætlan fyrir mér“ segir Björn, — „eða hvað hyggur þú Pétur, hvort vera muni svo knár maður, að nái járninu með handafli sínu“? Pétur hyggur sönnu nær, að sá muni torgætur, er því fái orkað. „Þær fregnir hafa af þér borizt, Pétur", segir Björn „að þú sért allhraustur mað- ur, og þér satt að segja er það í almæli, að vart g°ti sterkara mann en þig, eða muntu með öllu ófáanlegur að takaá járninu". Pétur svarar, að eigi sé því að neita, að guð hafi sér gott afl gefið og ber mér það að þakka. En þö mun allmjög á skorta, að eg fái járnið hreyft, og ætla eg mér eigi þá dul. Og þótt einhver yrði til að kippa í burt járninu, sem mér virðist þó fár líklegur til, þá mundi slíkt eigi með öllu áhættulaust; mundi eg engan öfunda af að verða fyrir kleggja þeim, er eg get að fylgja mundi; væri það og hin mestu Spjöll á veggnum". Björn kvaðs^eigi að þvl telja, og þyki sér það vel tilvinnandi; ’ kveður ekkert saka og engu spillt, þótt hann freisti, en Pétur af- tekur það með öllu, og segir slíkt engu gegna. Snúa þeir þá í brott frá skálatóptinni, og segir Björp enn, að illt væri það og bagalegt fyrir sig um járnkarlinn, og harla vænt hefði sér þótt um, ef hann hefði gert tilraun að ná honum, en Pétur eyðir því. Slítur svo talinu. Daginn eptir fer Pétur, sem hann hafði ætlað og að skilnaði stingur Björn í lófa hans 3 krón- um. „Mundi eg hafa bætt við öðrum 3, ef þú hefðir náð járninu" segir hann, en Pétur biður hann eigi slíkt að mæla. Skiijast að því. Er eigi annars getið, en Pétri gengi ferð sín vel heim. En það var tlðinda á Bustarfelli nokkru eptir burt- för hans, að húskarl Bjarnar kemur inn til hans með fasi miklu, og spyr, hverju það sæti að járn- ið sé brotið úr veggnum. Birni verður allhverft við þá tíðindasögu, og fréttir hvort svo megi vera „og muntu fara með hégóma" segir hann. „Það hermi eg eitt, að satt er“ kvað húskarl. Segir að járnið var niðri, og afarmikill kleggi fylgdi með, Björn sprettur upp skjótt, og gengur út; sér þá vegsummerki, að járninu er brott kippt, og var þar ekki um að villast. Hann horfir á um hríð og segir síðan: „Þar sá eg ekki við honum, og hef- ur hér orðið slægðarmunur; en þetta hefði eg þó haft gaman af að sjá“. Sætti Pétur færi, er engir voru við og vann þetta, er Birni aflaði svo mik- illar undrunar. Hins þarf varla að geta, að eigi væri það af neinni slysni húskarla Bjarnar, né að óvilja sjálfs hans, að járnið hlóðst í vegginn, heldur var það að hansskipanog undirlagi. Mun hann þáþegar hafa ætlað Pétri þraut þá, þótt allt færi það nokkuð á annan veg, og yrði honum að minna augnagamni. en hann mundi kosið hafa. Oveitt prestakall: Saurbær áHval- fjarðarströnd (Saurbæjar-og Leirársóknir). Lán hvílir á prestakallinu, tekið 1892 og 1893, upp- haflega 2500 kr., er endurborgast á 20 árum með 125 kr. árlega auk vaxta. Uppgjafaprest- ur (séra Jón Benediktsson) og prestsekkja fá ept- irlaun af brauðinu samkvæmt lögum. — Metið 1338 kr. 62 a. Auglýst 31. jan. Umsóknar- frestur til 18. rnarz. Veitist frá næstu fardögum. Nilssonsmalið. Einar Benediktsson yfir- réttarmálsfærslumaður hefur verið skipaður setu- dómari til að rannsaka mál Nilsson’s skipstjóra, er mönnunum drekkti á Dýrafirði í haust. Fór hann til Vestfjarða nú með »Laura« til að halda próf um þetta þar. Óráðið mun enn, hvort Nils- son verður sendur upp hingað, til að þola hér dóm, eða hann verður dæmdur í Danmörku, og telja sumir það enda líklegra. Mannalát, Meðal Vestur-íslendinga hafa þessir menn látizt fyrir skömmu: J'ótgen Jónsson í Winnipeg 26. okt. 36 ára gamll (ættaður úr Þing- eyjarsýslu). — Aldís Jónasdóttir Laxdal, á Moun- tain 30. okt. (f. 1837) ekkja Gríms Laxdals l»ókbind- ara á Akureyri og móðir Daníels Laxdals málfærslu- manns í Cavalier. — Gtóa Ásbjarnardóttir við Fishing Lake 12. nóv. (f. 1823) ekkja Eiríks Ingi- mundarsonar, er áður bjó lengi I Árhrauni á Skeið- um, en lézt í Ameriku. Eitt af börnum þeirra hjóna er Ólafur söðlasmiður í Reykjavík. — Sigurdur Jónsson í Lundi við íslendingafljót 5. des. (f. 1840) son Jóns Sigurðssonar, er lengi bjó í Njarðvík f Norðurmúlasýslu. Eptirmæli. Hinn 11. júní f. á. andaðist að heimili sínu, Vatnshorni í Skorradal, merkisbændaöldungurinn Björn Eyvindsson á 74. aldursári, eptir stutta legu í lungnabólgu; hafði hann þá búið þar snilldarbúi f 42 ar. — Hann var fæddur á Syðribrú’ í Grímsnesi 7. nóv. 1825, og voru foreldrar hansEyvindur Hjart- arson og Bóthildur Magnúsdóttir. Hann missti móð- ur sína, er hann var 9 ára gamall, og föður sinn 3 árum síðar. 12 ára gamall fluttist hann til merkis- bóndans Jóns Kristj ánssonar, er lengi bjó í Skógar- koti, og var hann hjá honum upp frá því, unz hann vorið 1857 fluttist að Vatnshorni og reisti þar bú. 3 árum áður eða 8. sept. 1854 gekk hann að eiga Solveigu Björnsdóttur, prests Pálssonar á Þingvöll- um, er reyndist honum ástríkur, tryggur og sam- hentur lífs förunautur. Þau eignuðust 11 böm og eru 7 af þeim á lífi. Af börnunum dóu tvö ung, tvö fulltíða. Tvö hafa stundað búið með honum, Bóthildur og Bjarni, tvö búa í Borgarfirði: Eyvind- ur og Hólmfríður, Steinunn í Ameriku, Þórunn yfir- setukona í Rvík, Björn búfr. í Gröf. 11. apríl 1889 varð Björn sál. ekkjumaður, en bjó búi sínu sem áður til dauðadags. Björn sál. var iðjumaður hinn mesti og vand- virkur að sama skapi, enda mun Vatnshorn lengi bera menjar hans, gerði hann þar stórmiklar jarðar- bætur, einkum á túni, er hann sléttaði allt, græddi út og girti. Að framsýni og hyggindum öllum í búskap má án efa telja Björn sál. meðal fremstu bænda, enda gerðist hann vel efnaður. Vegna mann- kosta sinna, santigirni, góðvildar öllum til handa og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.