Þjóðólfur - 09.02.1900, Blaðsíða 4
28
1896.
1 87 1 — Júbileum —
Hinn eini ekta
Brama-Lífs-
(Heilbrigðis matbitter).
Allan þann árafjölda, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér
fremstu röð sem matarlyf Og lofstír hans breiðzt út um allan heim.
Honum hefur hlotnazt hæstu verðlaun.
Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol,
sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður glaðlyndiir, hugrakkur og starffús, skilningar-
vitin verða nœmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins.
Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs-
elixir, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra
eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim.
Kaupið Brama-lífs—elixir vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim
sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir:
Akureyri: Hr. Carl Höepfner.
— — Gránufélagið.
Borgarnes: Hr. Johan Lange
Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Gram.
Húsavík: örum & Wulffs verzlun.
Keflavík: H. P. Duus verzlun.
-----Knudtzon’s verzlun.
Reykjavík: Hr. W. Fischer
Raufarhöfn: Gránufélagið.
Sauðárkrókur:-----------
Seyðisfjörður:---------
Siglufjörður: — —
Stykkisbólmur: Hr. N Chr Gram.
Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde.
Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson.
Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson
Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum.
Mansfeld-Bullner & Lassen,
hinir einu, sem búa til hinn
verðlaunaða Brama-lífs-Elixír.
Kauþmannahöfn, Nörregade 6.
Það var almennt álitinn heiðarlegur bóndi, sem
rak fé á markað, til þess það yrði vigtað; hann gat
þess þegar í byrjun, að í fé sínu væri kind, sem hann
ætti ekki, er hann nefndi eiganda að, og átti hún
aðgangaí rekstri lengra. Féð var látið í dimmt hús,
en af því að aðrir hjálpuðu bóndanum til þess, að
að láta féð á vigtir.a, og af því að rekið var eptir
þeim, þá var nefnd kind (af einhverjum þeim, er
hjálpuðu til) sett á vogina og vigtuð sem eign nefnds
bónda; þannig er sönnun höf. fengin, um fjárstuld
á mörkuðum í Húnavatnssýslu.
Oskandi væri, að höf. nefndrar gr., væri tekinn
af hlutaðeigandi yfirvaldi og látinn færa sönnur á
ummæli sín, enda hygg eg, að sýslunefndin í Húna-
vatnssýslu hafi fremur í hyggju, að snúa sér þannig
í þessu máli, heldur en eins og greinarhöf. fer fram á.
6. febr. 1900.
H. Á. FjeIdsted.
(sveitakennarí í Hiínavatnssýslu).
Sjónleikar. Leikfélag bæjarins hefur
nú upp á síðkastið verið að leika : »Nei« eptir
Heiberg og »Mtlli bardaganna« eptir Björnson
»Nei« er alþekktur leikur hér, efnislítill og ó-
eðlilegur, stendur og fellur með því, hvernig leik-
ið er. Leikfélaginu tekst viðunanlega að leika hann,
en ekki neitt1 sérlega vel. »Neiin« eru mjög
vel sögð hjá St. G., Holger (J. J.) dágóður og
hringjarinn, (A. E.) sömuleiðis, en nær þó hvergi
nærri þeim leikanda (M. Hansen skólastj.), er
áður fyr lék hringjarann, og A. E. hefur að
miklu leyti tekið sér til fyrirmyndar, enda hefur
hr. M. H. satt að segja myndað þetta hlutverk
hér í því móti, sem það kemur nú fram. Ann-
ars þykkir oss undarlegt, að Leikfélagið skyldi
fara að taka »Nei« til sýningar, ekki merkara
óg veigameira en það er.
Þá er mikill munur á efninu í hinum leikn-
txm: »MilIi bardaganna«. Þar leikur Jón Jónsson
sagnfræðingur Sverri konung og tekst mjög vel.
Framburður hans á hinni þrumandi ræðu, sem
Sverrir er þar látinn halda, er góður, enda er
rödd leikandans sterk og hljómfögur, og henni
beitt og breytt, eptir því sem efnið heimtar, en í
því liggur jafnan list leikandans. Hallvarður erog
vel leikinn (Arni Eiríksson). Það eru reyndar
einstaka kækir hjá honum, sem ekki eru sem
viðkunnanlegastir, en þá gæti leikstjórinn eflaust
lagað. Hlutverk Þorkels úr Leiru er ekki stórt,
en opt hefur leikandanum (Kr. Ó. Þ.) betur tek-
izt að leysa stærri og vandasamari hlutverk af
hendi. Það er nauraast tilætlun höf., að Þorkell
sé leikinn á þann hátt, sem þarnaergert. Leik
andinn minnir mann alltof vel á hlutverk hans í
ieiknum »Drengurinn minn«, en það á ekki þarna
við. Inga kvað sumum þykja vel leikin, en
það er misskilningur. Þá sem hana. leikur vant-
ar bersýnilega flest skilyrðin fyrir því að leika
þessa norrænu, kjarkmiklu höfðingjadóttur. Þar
vantar nfl. tígulegan vöxt, svipmikið yfirbragð og
framar öllu sterka, hljómfagraogbeygjanlegarödd.
Sakir þess að hina réttu rödd brestur verður ofsi henn-
ar að grátekka, optar en áaðvera, af þvf að leik-
andinn getur ekki náð hinum réttu tónum í
ofsalegri geðshræringu. Það verður að eins
úr því óviðkunnanleg og þróttlaus æsing, sem
verkar illa á suma áhorfenduma að minnsta
kosti. Hlutverkið er á allan hátt leikandanum
ofvaxið, og það getur ef til vill enginn þeirra
kvennmanna, sem nú er í »Leikfélaginu« tekið
það, eða gert það öllu betur, en þessi gerir. Það
er auðséð, að hún gerir það, sem hún getur, en
það dugar ekki. Nú sem fyrri kemur það í ljós,
að félagið vantar krapta, einkum stúlkur með
góðum leikarahæfileikum, er jafnframt sóma sér
vel á leiksviði, sakir vaxtar og fríðleiks, því að
augun vilja ávallt hafa nokkuð, og það er svo
alstaðar, að hálfursigur leikandans og meira til er
fólgið f snyrtilegri framkomu og fögru útliti.
Einkum gildir það um stúlkur, er eiga að sýna
kvennhetjur á leiksviðinu. Þar verður útlitið nr. 1,
leikurinn sjálfur nr. 2, þótt það sé ekki í sjálfu
sér rétt. En hver leikstjóri verður að haga sér
eptir þessu lögmáli, hversu óljúft sem honum er
það. Það er ekki unnt að brjóta bág við það.
í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs kaupmanns hefur
félag eitt meðal sjómanna leikið nokkra smáleiki að
undanförnu, og skal þess að eins getið, að þeir eru
ekki hneykslanlegir að efni, eins og stundum hefur
áður verið í þessu félagi. Meðferð efnisins er auð-
vitað mjög ábótavant, en það er þó alténd góðra
gjalda vert, að framför sést í þá átt, að velja sóma-
samlegt efni, enda þótt lítilsháttar sé. Það má ekki
ætlast til þess, að slík félög velji efnismikla og erf-
iða leiki, því að þeir yrðu auðvitað að hreinasta af-
skræmi í höndum eintómra viðvaninga.
Hér með auglýsist, -^Sjjf
að stjórn Iandsbankans í Reykjavík hefur á-
kveðið, að taka aðstoðarmann við skrifstörf
og reikningsstörf í landsbankanum frá 15. júní
næstkomaudi. Launin eru ákveðin 1500
krónur árlega. Umsóknir um sýslan þessa
eiga að vera komnar til bankastjórnarinnar
fyrir 27. apríl þ. á. —
Tryggvi Gunnarsson.
VOTTORÐ.
Eg hafði nokkur ár þjáðst af magaveiki
og til þess að ráða bót á þvf leitað ýmissa
lækna en árangurslaust. Fyrir rumu ári á-
setti eg mér því að reyna hinn heimsfræga
Kína-lífs-elixír frá Valdemar Petersen, Fred-
erikshavn, og er eg hafði brúkað úr 4 flösk-
um fann eg mikinn bata, og með því að
neyta stöðugt þessa ágæta meðals, hef eg
getað stundað vinnu mína þjáningalaust, en
eg finn, að eg get ekki verið án þessa heilsu-
samlega bitters, er hefur veitt mér heilsu
mína aptur.
Kasthvammi í Þingeyjarsýslu.
Sigtryggur Kristjánsson.
KÍNA-LÍFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaup-
mönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel
V.P,
eptir því, að—standi á flöskunum 1 grænujakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku
miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn.
NORDISK BRANDFORSIKRING
tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr-
ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að
gera hér á landi.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um-
boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull-
bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Lefoliis verzlun á Eyrarbakka hefur um-
boð fyrir Arnessýslu og Rangárvallasýslu.
Umboðsmenn á íslandi
fyrir lífsábyrgðarfélagid
Thule:
Hr. Einar Gunnarsson, cand. phil., Reykjavík
» Otto Tulinius, kaupm., Hornafirði
» Gustav Iversen, verzlunarm., Djúpavog
» Guðni Jónsson hreppstjóri, Eskifirði
» Stefán Stetánsson, kaupm, Seyðisfirði
» Olafur Metúsalemsson, verzluna'rn.,
Vopnafirði
Séra Páll Jónsson, Svalbarði í Þistilfirði
Hr. Jón Einarsson, kaupm., Raufarhöfn
» Bjarni Benediktsson, verzlunarm.,Húsavík.
Séra Árni Jóhannesson Grenivík.
Hr. Baldvin Jónsson, verzlunarm., Akureyri
» Guðmundur S. Th. Guðmundsson kaupm.
Siglufirði
» Jóhannes St. Stefánsson kaupm.
Sauðárkrók
» Halldór Árnason, sýsluskrifari Blþnduósi
» Búi Ásgeirsson, póstafgr.m. Stað í
Hrútafirði
» Jón Finnsson, verzlunarstjóri Stein-
grímsfirði
» Björn Pálsson, myndasm. ísafirði
» Jóhannes Ólafi son, póstafgr.m. Dýrafirði
Séra Jósep Hjörleifsson Breiðabólstað, Skóg-
arströnd.
Hr. Oddgeir Ottesen, kaupm. Akranesi.
Aðalumboðsmaður fyrir „T H U L E“.
Bernharð Laxdal.
Patreksfirði.
D. Danieisson Ijósm. hefur til sölu fræð-
andi og skemmtandi skuggamyndir, t. d. af Búa-
strfðinu o. fl.__________________________
Fjármark: Jóns Sigurðssonar á Jaðri í Ytri-
hrepp: tvö stig fr. h., stúfrifað v.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.