Þjóðólfur - 02.03.1900, Qupperneq 2
3»
linga, sem svo mjög hefur valdið hrakningum
þeirra frá einu koti til annars, úr einum hrepp í
annan o. s. frv., og sem einatt hefur orðið til
þess, að flýta fyrir þessum veslingum á sveitina,
í stað þess að menn ættu ávallt með ráði og
dáð, fúsi og frjálsri hálp, og samskotum, að forða
þeim frá sveit, sem sýna góða viðleitni að bjarga
sér, en sem vegna einhverra óviðráðanlegra ó-
happa verða hjálparþurfar.
Þessi frjálsu samskot handa fátæklingum hafa
einstöku sveitafélög gert sér að reglu, og hefur
gefizt vel, eins og öll þau fjárframlög, sem kristi-
legur bróðurkærleiki, siðgæði og sönn mannúð
valda. —
Samkvæmt því sem að framan er ávikið,
tölul. x) yrðu tekjur fátækrasjóðs hér um bil þær
sömu og nú, að eins það sem framyfir yrði 3%
vexti af peningum sveitasjóðanna og helming af-
gjalds af fasteignum þeirra vantaði til; aptur á móti
minnkuðu útgjöld fátækrasjóðanna, bæði beinlín-
is og óbeinlínis, t. d. kostnaður við þurfamanna-
flutninga hyrfi alveg o. fl. Það er auðsætt, að
eptir því sem hér er gert ráð fyrir, kæmi mest
aukaútsvör niður á þá hreppa, sem tiltölulega
flesta efnaða íbúa hefðu; þannig gæti átt sér stað, að
eitt sveitarfélag þyrfti að gjalda til fátækrasjóðs
meira en það fengi úrsjóðnum handa þurfamönn-
xim á sama tíma, og aptur á móti, að annar
hreppur fengi meira en hann léti, auðvitað yrði
þessi munur aldrei mjög mikill. En það er ein-
mitt þessi jöfnuður, sem er svo mjög nauðsyn-
legur, því það er ekkert nýnæmi að heyra beztu
bændurna í þeim hreppum, sem mest sveit-
arþyngsli hofa, segja, og það með réttu, að þar
sé óþolandi að vera, og því sjálfsagt að komast
þaðan í burtu; af þessu leiðir svo það, að næst-
um enginn nýtur bóndi getur haldið sér við eða
vill setjast að í sumum sveitum, og sjá allir, hve
hættulegt og skaðlegt það er fyrir aðalbjargræðis-
veg vorn, landbúnaðinn. Þetta ólag hyrfi alger-
lega, ef það fyrirkomulag yrði að lögum, sem hér
er stungið upp á, og það er 1 mínum augum alls
ekki svo lítið atriði, enda hlýtur hver maður að
sjá, hversu óeðlilegt og ranglátt það er, að af 2
bændum jafn efnuðum borgi annar 100 en hinn
200 kr. á sama tíma til fátækraframfæris, og
þetta einmitt, eða sem næst því, er þó tilfellið
eptir núgildandi lögum, og mismunandi sveitar-
þyngslum og fjárhagsástandi hreppanna. — Auð-
vitað er það mjög margt fleira, sem eg vildi drepa
á til skýringar skoðun minni í þessu efni, og sem
ekki er rúm fyrir í einni lítilli blaðgrein. En ef
það sem hér er ritað mætti verða til þess, að
vekja athygli manna á þessu þýðingarmikla máli,
þá er þó tilgangi mínum að nokkru leyti náð.
Þ.
Siðferðisleg skoðun á erfðaspiliingu,
Eðli lastarins.
Þegar vér skoðum erfðalögmálið, er oss á-
ríðandi að aðgreina löst og synd. Maðurinn erfir
ekki syndir föðnr síns, þótt hann kunni að erfa
lesti hans. Synd er viljandi brot á móti betri
vitund, og hvort heldur hún kemur fram í lítil-
fjörlegu eptirlæti við sjálfan sig eða í heilum glæp
gerir lítið til. Það er lítill greinarmunur á stór-
glæpum og smábrotum, því að þó lestirnir séu
séu margir, er syndin ein og söm. Synd er andi
óhlýðninnar, löstur er sjúkdómur sálarinnar, og
nú er vilji minn að reyna til að sýna, að synd
og löstur séu eigi samnefndir hlutir, heldur sé löst-
urinn syndarinnar afleiðing, en líka — lækning.
Lösturinn á sinn uppruna að telja til lausra
og ótaminna geðshræringa og fýsna. Hvar
sem einhverri blóðshræring (emotion) er lofað að
ná yfirráðum í skapi manna, svo úr henni verði
ástríða, afl í manni, sem stjórnar sjálft, en lætur
sér ekki stjórna, leiðir slíkt ævinlega til spilb
íngar. . Þetta gildir eins um eptirlátssemi við hin-
ar smágerðari sem stórgerðari hræringar. Trúar-
vandlæti, sé því eigi vel stjórnað, elur af sér trú-
aræði og grimmlyndi; tónaskáldið getur orðið
svo frá sér numið, að það gleymi mannlegu æði
og skáldið orðið taugasjúkt af draumsjónum
sínum. Sjálfstjórn manns er leyndardómur sið-
gæðis-styrksins; vöntun sjálfsstjórnarinnar fyllir
fangelsi vor. Vér finnum flesta glæpi framda
meðal þeirrar stéttar, sem lakast hefur lært að
stjórna sjálfri sér, þar sem geðshræringarnar, hvort
heldur þær spretta af glaðværð eða reiði, brjót-
ast óðara út; þar sem mmnst taumhapt er á girnd-
unumogþarsem viljinn hefur orðið þræll hverrar
augnabliks ástríðu. Þeirra versti og einasti galli
er haptleysið á sjálfum sér, og samt eru afleið-
ingarnar svo hræðilegar: þeir orðnir bráð og blót-
fórn lastanna böðulssvipu, afhrak og viðbjóður
allra!
»Oss ægir ekkert né ofbýður«, sagði spítala-
handlæknir einn. Læknirinn finnur engan við-
bjóð við sjúkling sínum, hversu illa sem hann er
leikinn, þó að öðrum bjóði hugur við; hann rann-
sakar sjúkdóminn með köldu blóði; það er þekk-
ingin, sem útrýmir ótta vanþekkingarinnar. Ur
því vér einu sinni hefðum lært að þekkja eðli
lastarins, mundum vér hætta að sýna þeim sem
fyrir þeim hafa fallið andstyggð og miskunar-
leysi; vér mundum þá sjá, að þessir menn eru
eigi eins viðbjóðslegir, eins og sýnist; vér mund-
um læra að greina manninn frá meinsemd hans,
og nmndum bera meðaumkun með hinum sakaða,
um leið og vér með alefli stríddum við vandræði
hans.
Sumir munu ætla, að slík meðferð á löst-
unum mundi auka þá og æsa, -— að linun á
strangleikanum við hinn seka yrði sama sem að
fyrirgefa sök hans; en ef vér athugum hina til-
svarandi sök læknisins gagnvart sjúkleikum, sjáum
vér, að sá ótti er ástæðulaus. Því ókunnari sem
einhver sýki er, því minna er jafnan um hana
hirt, og er það þá læknirinn einn, sem reynir að
stöðva útbreiðslu hennar og skaðræði. Umhyggja
hans fyrir hinum sjúka dregur ekkert úr vandlæti
hans vegna sjúkdómsins, heldur þvert á móti;og
þótt tilraunir hans valdi sársauka, eru þær að
því leyti ólíkar hinni heiðingjalegu aðferð, að hér
er ekki móti sjúklingnum grimmdinni beitt, held-
ur sjúkdómi hans. En hversu ólíkt fara að vor-
ir siðalæknar? Hvílíka vanþekking, hvílika
grimmdarhörku bjóða þeir eigi og sýna í aðferð
þeirra við þeirra sjúklinga? Sleppum þó mann-
úðarhliðinni, en spyrjum: hvað getur verið jafn-
óviturlegt, já, hjárænulegt, eins og hin núgildandi
hegningarlög! Hvað mundum vér hugsaum
lækni, sem einungis notaði eina og sönm forskript,
eina og sömu aðferð við alla sjúklinga, — neytti
til dæmis hnífsins jafnt við sóttir sem beinbrot?
En það er einmitt aðferð rlkisins við sín börn,
sem þjást af siðferðisveikindum. Hegningarlög
vor eru hin eina allra meina bót, sem byggt er á,
enda svikalaust framfylgt jafnt í hverri sök, og
það þrátt fyrir það, að það hefur sýnt sig og
sannað, að þau eru alls engin bót, heldur miklu
fremur hin öflugasta meðal til að auka og ala
glæpi. Enda var sá, lagabálkur auðvitað aldrei
saminn til þess að betra menn, heldur til að refsa
mönnum. Menn ímynduðu sér, að hræða mætti
frá að diýgja glæpi, svo menn mættu umflýja
refsingarnar. Er og optlega þessi kenning studd
með því dæmi, að fyrir hörku laganna hafi ill-
ræðismenn (í London) hætt að kyrkja menn á
borgarstrætum. Þetta má satt vera, en mun nokk-
uð siðferðislega vera unnið fyrir það? Er hugs-
anlegt, að gróðursetja megi nokkurn mannkost
með grimmd og ofbeldi? Hýðir þú mann eins
og þú lemur hund, hlýtur það að ala upp í hon-
um strákskap og þráa. Vera má að gera megi
ragmenni úr illmenni, en hver framför er fólgin
í því? Þar er einungis einum lesti breytt í ann-
an, og máske annan verri.
Taka mætti fram til varnar refsingarstefn-
unni, að náttúran sjálf hefur þar gengið á und-
an með því að krefjast hræðilegra bóta af þeim,
sem lögin brjóta. En samt sem áður mun hver
óhlutdrægur fræðimaður játa, að sérhver hegning
í náttúrunni sé bætandi (remedial). Hennar vendi
er aldrei leyft að rlða að ’ninum seka í hugsunar-
lausu hefndarskyni eða heiptarbræði. Oss er
kennt, að náttúran kjósi minna bölið til þess að
afstýra hinu meira. En í þeim tilgangi felst ský-
laust aðall og eðli góðleikans. Sársaukinn,.
sem knífur læknisins veitir, skilur engan verk
eptir í sárinu; sú hegning, sem hefur betran hins-
brotlega fyrir markmið, skerðir ekki manngildi
hans. Enhinn einarðasti talsmaður hegningarlaga
vorra mun trauðlega telja þeim betrunar augna-
miðið til gildis: þeirra markmið er miklu fremur
verndun mannfélagsins. Slíkur réttarháttur er
bernskulega skammsýnn —nema miður sé; hann
starfar að utanverðu, en eigi innan frá; því hinn
eini óbilandi vegur til að vernda félagið er að betra
hvern einstakan. Sakamenn eru, að því er lækn-
arnir staðhæfa, flestallir »úrkynja — niðjar af
úrættuðum vanmeta ættum komnir«, þ. e. a. s. frem-
ur bráð én upphafsrnenn sinna lasta. En þegar
menn nú hafa , fengið þessa fræðslu, er það þá
ekki saknæmur óvitaskapur, að fara með slíka
menn eins og fullt tilreiknanlegar persónur ? En
fastast standa á fótunum í að verja sitt mál sum-
ir af vorum andlegu kennimönnum, þeir sem hafa
þá köllun -— skyldum vér ætla, ef þeir nokkra
hafa — að innræta mönnum hluttekningaryl, vork-
unnsemi og brjóstgæði. En hversu optlega hitt-
um vér þá ekki meðal hinna harðbrjóstuðustu
dómenda hinna sakfelldu!
Einn Dissenta-prestur ritaði nýlega þessi ord
viðvíkjandi hýðingarrefsingum í fangahúsum: »A1-
mennari brúkun slíkrar hegningar fyrir ofbeldi og
rán myndi líklega gera hugsunarháttinn heilbrigð-
ari hjá vorum sakamönnum. Fangahöpt er lítil
refsing til að bjóða hertum siðleysingjum, og
kemur litlum ótta inn hjá gerspilltum og grimm-
um þorpurum, sem óhæfilegir eru í öðrum félags-
skap en milli sinna líka«. Kynleg orð í sann-
leik, í munni eins kennimanns, sem opinberlega
er settur til að breyta eptir honum, sem kom-
inn var til þess að leita að hinu týnda og frelsa
hið glataða ! Það er eigi svo mjög sakir þessr
að hann mælir fram með barsmíðinni, — það
gæti hann gert með óskertri samvizku, — held-
ur sakir þess, að hann kallar þessar blótfórnir
erfðaspillingarinnar »gerspillta og samvizkulausa
þorpara, — óhæfilega í öðrum félagsskap en með-
al sinna líka«. Sé hér ekki nokkuð að vinna
fyrir hinn andlega lækninn, hvert á þá að leita?
Eða eru það hinir réttlátu, en eigi hinir ranglátu,
sem iðrunarinnar við þurfa? Andi útilokunarinn-
ar, sem segir: »Stattu fjarri, eg em helgari en
þú!« er hinn forni Farísea-andi, eptirleifar hinnar
heiðnu harðúðar, sem horfði á hvern sjúkdóm
með hrylling og viðbjóð, sami andinn, sem ofsótti
hina llkþráu, rak þá út í óbyggðir og meinaði
þeim allra bjargráða, kallandi þá »óhreina« —
óhæfilega í öðrum félagsskap en meðal
þeirra líka.
Hánn sem getur horft á sál, ofurselda hina
illa, og finnur ekkert hjá sér nema ánægju yfir
sinni eiginni mannprýði — sem horft getur með
köldu blóði og án innilegustu löngunar eptir að
geta hjálpað, hann er enn þá heiðingi í hjarta,
þótt hans trúarjátning sé samkvæm hinni ströng-
ustu rétttrúan og hann sé lastalaus maður í breytni.
Að vera lastalaus og vandaður er ekki annað en
hin þurru hálmstrá kristinnar trúar, bókstafur án.
anda, »hljómandi málmur og hvellandi bjalla«j
nema siðgæðið sé hreinsað oghelgað af kærleik-
ans lffgandi náðaranda. Svo lengi sem hinir
»hrösuðu« eru látnir lifa saman í bendu, ogþeim
meinuð önnur umgengni en sinna líka, hverra.
siðbóta mega menn á meoan vænta? Refsingar,
ofbeldi, píslir — með þessu útreka menn eigi
djöfla ástríðanna. Löst má yfirstíga einungis með
áhrifum dyggðar og gæzku; ekkert getur rofið
ranglætisins myrkur, nema ljós heilagleikans. Hvað
er guðrækni manns nema heilagt pund, sem verja
á til líknar og lausnár hinum óúppfræddu og af-