Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.03.1900, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 09.03.1900, Qupperneq 4
44 Frá ófríðnum. Ófarir Búa. Kimtoerley og Ladysmith leystar úr herkvíum. Cronje hershöfðingi og lið hans á valdi Breta. Að eins vikugamlar fregnir af Búastrídinu syðst sunnan úr Afríku (eptir enskum blöðum til 3. þ. m.), getur Þjóðólfur flutt lesendum sinum í dag. Fréttir þessar konm með enskum botnverpli í gær, og og eru hinar sögulegustu, en því miður verður hér að eins birt stutt ágrip, sakir þess, að blaðið var að mestu leyti sett í gærkveldi, er fréttirnar komu. Aðalatriðið er, að nú hafa Búar lotið al- staðar mjög í lægra haldi íyrir Bretum, oger þar fyrst frá að segja, er French hershöfðingja Breta tókst að brjótast áfram til Kimberley og leysa bæ þann úr herkvíum Búa. Láta blöðin mjög yfir því, hve för hans hafi verið fljót og frægileg, því að með riddaraliði og fótgönguliði hafi hann á 4 dögum komizt 90 (enskar) mílur og sópað Bú- um hvarvetna burtu af leið sinni, en misst að eins 50 manns á þeirri ferð. Herlið hans var alls um 10,000. Að kveldi 15. f. m. hélt hann innreið sina í Kimberley og var tekið með fögnuði mikl- um af Cecil Rhodes og hermönnum þeim, er þar höfðu svo lengi kvíaðir verið; grétu margirþeirra af gleði við þessa samfundi. Litlu síðar kom Methuen lávarður frá Magersfontein til Kimberiey. Hafði Cronje hershöfðingi með aðalherstyrk Búa þeim meginn leitað undan frá Magersfontein nið- ur með Modderá inn í Oranjeríki, en Bretar sóttu eptir. Lagði French að vörmu sporiafstað frá Kimberley til móts við þá Roberts og Kit- chener, er komu að sunnan með miklu liði. Var þá Cronje kominn í úlfakreppu, og loks algerlega timkringdur af Bretaher á allar hliðar, sunnudag- inn 18. f. m. Sló þar þegar í mikinn bardaga, er stóð allan þann dag til kvelds. Var þá hiti mjög mikill og þjáðist lið Breta mjög af þorsta, en ó- mögulegt var að ná í vatn. Ákaft þrumuveður skall á síðari hluta dagsins með regni miklu og svalaði það liðinu nokkuð. jMacdonald hershöfð- ingi (Breta) særðist, en ekki hættulega. Daginn eptir var skothríðinni haldið áfram, og var þá French kominn til orustustaðarins. Skoraði Ro- berts þá á Cronje að gefast upp, en hann tók því fjarri. Hvenær sem hlé varð á skothríðinni voru Búar önnum kafnir að hlaða sér vígi og bú- ast um, sendu þeir boð tiJ Kitchener og báðu um 24 stunda frest til að greptra hina föllnu, en ætl- nðu sér að nota þann tíma til viðbúnaðar, en Kitchener svaraði, að þeir yrðu annaðhvort að halda áfram orustunni eða gefast upp, og kusu þeir þá fyrri kostinn. Þeir Roberts hugsuðu sér nú að gera út af við Cronje í einni svipan, og og hófst því enn voðaleg skothríð þriðjudaginn 20. f. m. Segir fregnriti einn, er þar varstaddur, að hann hafi aldrei vitað þess dæmi, að 110 fall- byssum hafi verið miðað í senn á svæði, er ekki hafi verið stærra en ensk míla á hvern veg, en svo var þá kreppt að Búum. Samt sem áður stóðust þeir þessa voðaskothríð allan daginn, og Cronje neitaði hvað eptir annað að gefast á vald Breta, þótt honum væri sýnt fram á, að frekari mótspyrna væri ekki til annars, en slátra mönn- om til ónýtis. Kvaðst hann fyr mundi láta saxa sig og alla sína menn sundur. Þó fór svo að lok- um, eptir 9 sólarhringa innikróun og dæmafáa vörn gegn nær óþrotlegri skothríð frá öllum hlið- um, að hann varð að gefast upp fyrir Roberts skilyrðislaust með liði því, er hann þá hafði ept- ir og var um 4000 manna. Þetta var snemma úiorg- uns 27. f. m. Jafnvel ensk blöð dást mjög að hinni frá- bæru hreysti hansog Búa við þetta tækifæri og segja, að vörn þessi muni lengi uppi vera, gegn jafn- miklu ofurefli, er við var að eiga, svo að segja á beisvæði. Þá er fregnin um uppgjöf Cronjes og handtöku liðs hans barst til Englands varö mikill fögnuður um land allt, og þótti nú sýnt, að Búar mundu ekki lengi við hrökkva. Þess var og skammt að bíða, að Búar biðu nýjan hnekki. Nú víkur sögunni til Bullers á austurtakmörk- um ófriðarstöðvanna. Hann hafði þrisvar sinnum komizt norður yfir Tugelafljót og freistað að leysa Ladysmith úr læðingi, en ávallt orðið að hrökkl- ast aptur suður yfir fljótið og beðið mikið mann- tjón. Síðustu daga f. m. gerði hann 4. atrennuna, og hörfuðu Búar undan smátt og smátt. Féllþar meðal annara dóttursonur Krilgers forseta. Loks- ins sást frá Ladysmith, að lið Breta var að komast upp eptir hæðunum fyrir sunnan bæinn, og var þá lostið upp margföldu fagnaðarópi af White og ,hans mönnum, þvf að nú þóttust þeir vita, að lausnardagurinn væri upprunninn, eptir meir en 4 mánaða umsát. Og svo varð einnig, þvf að Buller náði hæðunum og Ladysmith á vald sitt aðfaranótt fimmtudagsins 1. þ. m. Þykir mikil fuiða, hve lengi White gat lengi staöizt umsátrið. En Búar eru nú allmjög á kné komnir, er þeir hafa algerlega orðið að rýmaNatal. Búast menn við, að Kriiger kveðji Joubert heim til að verja Pretoriu, en Oranjemenn skiljist við Búa, þvíað Roberts vofir nú yfir höfuðborg þeirra, Bloemfon- tein, og býst til að taka hana, en heitir því, að ef Orjanemenn vflji góðfúslega leggja niður vopn- in, þá skuli öllu eira, mönnum og fénaði, og eng- in frekari herspjöll gerð verða þar í landi, og ætla menn, að landsbúarmuni þeim kostum taka, fremur en halda jafn óvænlegum leik lengur til streitu. Þessar miklu ófarir Búa hafa, eins og vænta má, vakið mikla gleði heima fyrir á Englandi. Þykjast Bretar nú hafa ráð Búa í hendi sér, og muni ófriðurinn skjótt til lykta leiddur. Er ekki ósennilegt, að svo verði einnig, en samt er hætt við, að allógreitt verði Bretum að sækja Búa heim í Transwal, og eigi munu þeir gefast upp fyr en í fulla hnefana. En hvort sem þeir lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu fyr eða síðar, mun hinnar drengilegu og harðfengu baráttu þeirra fyrir frelsi og sjáltstæði getið með heiðri í sögunni. Stór útsala. Hreinsunarsala byrjar í verzl. „Edinborg“ þ. 12. þ. m. og verður þar seld allskonar kram- og vefnaðar- vara með mj'óg nichtrsettu verði. Þetta er gert til að gera rúm fyrir nýju vörurnar, sem koma með vorinu. Utsalan stendur að eins yfir 3 vikur og verða þá þessar vörur settar upp aptur, í sitt upprunalega verð. Notið tækiærið á meðan það býðst. Þetta er kostaboð, og mun kaupandan- um hagnaðarmeira að verzla á þennan hátt, en að kaupa með uppskrúfuðu verði á upp- boðum. Ásgeip Sigurðsson. Hið íslenzka Bókmenntafélag heldur hinn firra ársfund sinn þriðjudaginn 20. þ. m. kl. 5. e. m.d. í Iðnaðarmannahúsinu. Verður þar skírt frá hag fjelagsins, rædd mál, er upp kunna að verða borin, kosnir ní- ir fjelagar o. s. frv. Skriflegt fundarboð mun verða látið ganga meðal fjelaga hér í bænum firir fundinn. Deild fjelagsins í Reykjavík 6. mars 1900. fíj'orn M. ÓLsen. p. t. forseti. Ný hálfstlgvél hafa tapazt hér í bænum. Finnandi er beðinn að skila þeim á afgreiðslustofu Þjóðólfs gegn fundarlaunum, Ungur, reglusamup piltur, sem kann vel reikning og dálítið í dönsku og ensku, óskar eptir atvinnu, helzt við innan- búðarstörf. Ritst. vísar á. Stiidentafélagsfundur næsta laugar- dagskveld kl. 8V2. Umræður um Staðamdl hinfornu og afleiðingar peirra við aðskilnað rikis og kirkju. Lektor Þórh. Bjarnarson málshefjandi. Boðnir til að taka þátt í umræðunum: yfird. Kristján Jónsson, dr. Jón Þor- kelsson (yngri) og séra Lárus Halldórsson. Hlemmiskeið í Árnessýslu, 3ojá hndr. að fornu mati tæst til á- búðar í næstu fardögum með lækkuðu afgjaldi. Ágætar slægjur. Mikið af útheyi kýrgæít. Semja mávið Ágúst Helgason, Birtingaholti. NORDISK BRANDF0R31KRING tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr- ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að gera hér á landi. Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um- boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull- bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Lefoliis verzlun á Eyrarbakka hefur um- boð fyrir Arnessýslu og Rangárvallasýslu. Allar tegundiraf farfavöru, einn- ig ýmsar tegundir af lökkum, bronze, terpentmolia, fernisolía, blackfern- is, gJjákvoða, (þólitur), benzin, sal- míakspiritus, stearinolía, Vinar- kalk, skósmiðavax, seglgerðar- mannavax og margt fleira, sem hvergl fæst annarsstaðar. Allt betta selzt mjög ódýrt í verzlun Stuplu Jónssonap. VOTTORÐ. Eg undirrituð hef mörg ár þjáðst af móðursýki, hjartslætti og þar af leiðandi taugaveiklun. Hef eg leitað margra lækna, en árangurslaust. Loksins kom mér til hug- ar að reyna Kína-lífs-elixír frá Waldemar Petersen í Frederikshavn, og er eg hafði brúk- að úr 2 flöskum, fann eg stóran bata. Þúfu í Ölfusi. Ólafía Guðmundsdótttr. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaup- mönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-llfs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að-^-1 standi á fiöskunum i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Ekta anilinlitir m * r+ »3 P3 3 fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun Lsturlu jónssonar Aðalstræti Nr. 14. C ctí cð •i-j tt. ■uinuu Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmið;an

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.