Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.03.1900, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 23.03.1900, Qupperneq 1
■ ÞJÓÐÖLFUR 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. marz 1900. Nr. 13. mr T H u L E er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku rikisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Um framræslu á mýrarflóum. Eptir Ségurd Sigurðsson. IV. Það hefur verið tekið fram af ýmsum, að vér ættum að hætta öllum óræktarbúskap, eins og komizt hefur verið að orði. Það ereinn- ig sennilegt, og mun sjálfsagt, að öll viðleitni til umbóta búnaðinum, stefni í þá átt. Hér til heyr- ir, að hirða betur allan áburð, en gert hefur ver- ið, fara betur með túnin og stækka þau. Því samfara þarf einnig algerlega að friða fyrir á- gangi hin ræktuðu svæði. Túnin þurfa að vera girt gripheldum girðingum, og varin árið í kring. Vatnsveitingar þurfa að aukast og verða almennafi, en um leið þarf að útvega gott og mikið vatn, þar sem það vantar. Er það eitt- hvert hið fyrsta skilyrði til þess, að áveitur eða vatnsveitingar komi að verulegum notum í bráð og lengd. Með tíð og tíma ætti því búskapur og búnaður að breytast þannig, að meiri eður mestur hluti lieyjanna væri afiað af ræktuðu landi, túni eða reglulegu áveituengi. En þessu verður eigi komið fullkomlega við, eins ognú stendur. Eitt af því, sem leiðir í þessa átt og styður að breytingu í þessu efni, 'er framræsl- an, og þó fyrst og fremst, að gerðir séu fullnægj- andi affærsluskurðir. I láglendum flatlendissveit- um, eins og t. d. Flóinn er, þá er þetta það fyrsta og sjálfsagðasta, er gera þarf, því meðan þessa skurði vantar, er öll regluleg og veruleg framræsla óhugsandi. En eins og tekið hefur verið fram áður, þá er mjög áríðandi að stífla þessa skurði, og hleypa vatninu yfif, bæði haust og vor. Sérstaklega ríður á, að stífla snemma að vorinu, ef þær hafa verið teknar úr skurð- unum haustið áður. Það má, eftil vill búastvið því, að þegar skurðirnir fjölga, verði þess eigi ætíð gætt, að stífla þá þegar vera ber, ef enginn hefur sérstakt eptirlit með því, að það sé gert. Hið sama er að segja um viðhaldið á þeim. Þetta tvennt, að þeir séu stíflaðir á hentugum htna, samfara eptirliti með stíflunum, og að þeim haldið við, eru atriði, sem taka verður með á reikninginn. Mér hefur dottið í hug, að bezt mundi að tilnefna vissa menn t. d. í hverri sveit, «ða búnaöarfélagi, er hefðu umsjón og eptirlit með skurðunum. Þeir ættu að sjá um, að stíflað væri, og yfir höfuð hafa heimild til að gera ráð- stafanir viðvfkjandi stíflunum og viðhaldinu ept- lr Þvf. er þurfa þætti. Þessir menn ættu að vera utnefndir af sýslunefndum, og skyldi þeim gefinn ý>nskonar leiðarvlsir eða reglur að fara eptir. essar reglur gætu þó eigi verið margbrotnar oða yfirgripsmiklar, en að eins tekið fram ( þeim það helzta, er snertir stíflurnar og viðhaldið. ■usjónarmennirnir yrðu samkvæmt reglunum, að skipa fyrir um, hvenær stífla ætti, og sjá um, að það værf gert. Einnig yrðu þeir að líta eptir skurðunum, og gera ráðstafanir til þess, að þeir væru endurbættir þar, sem þess sýndist þörf. En til þess að afskipti sýslunefndanna hefðu gildi í þessu efni, og umsjónin og eptirlitið, sem minnzt hefur verið á, yrði betur tryggt, þyrfti þingið að búa til heimildarlög, sem ákvæðu sýslunefndum rétt til að gera samþykktir um vatnsveitingar og viðhald á skurðum. Skurðirnir þurfa viðhald eins og önnur verk, og það er áríðandi að endur- bæta þá, áður en þeir hálfeyðileggjast. Séu þeir látnir afskiptalausir að öðru leyti en því, sem hlutaðeigendur sjálfir gera, er hætt við að end- urbæturnar og viðhaldið verði sljóft og ófull- komið, og vanti alla festu og reglu. En væri aptur á móti umsjónin falin ákveðnum mönnum eins og minnst var á, útnefndum af sýslunefnd, sem hefðu vald til að framkvæma og láta fram- kvæma eitt og annað, er gera þurfti, er öðru máli að gegna. Umsjónarmennirnir ættu sVo að gefa skýrslu til sýslunefndar ár hvert um störf sín, og skýra henni frá því helzta, er ábótavant þætti, og þörf væri að lagfæra. Sanngjarnt væri, að þessir nefndu umsjónarmenn fengju einliverja þóknun fyrir ómök sln. Svar ti! Björns ritstjóra Jónssonar. Hinn 19. f. m., birti »Þjóðólfur« frá mér svolátandi greinarstúf: »1 10. tölubl. XXVI. árg. »Isafoldar«, dags. 18. febr. f. á., erritstjórnargrein, semheitir: »Land- skjálptaskaðabæturnar«, og er þar meðal annars lofað »glöggu« yfirliti ýfir samskotahjálpina«. Þó er gjafanna úr Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu að engu getið. Eg hefi tvisvar beðið rit- stjórn »ísaf.« að geta þess, að gleymzt hafi að geta gjafanna héðan, í síðara skiptið bréflega 20. sept., og var mér þá lofað leiðréttingu með bréfi, dags. 12. okt. Nú bið eg yður, herra ritstjóri, að láta þess getið í háttvirtu blaði yðar, að eg hafi safnað 618 kr. 21 e. og sent þessa upphæð gjaldkera samskotanefndarinnar, herra ritstjóra Birni Jóns- syni, 184 kr. 57. a. í okt. 1896 0^433 kr. 64 a. í jan. 1897«. Eg hafði búizt við því, að Björn ritstj. Jóns- son mundi, þegar er hann læsi þessar fáu línur, geta þess í »ísaf.«, að sér hefði skotizt illa, er hann samdi greinina og jafnframt biðja mig fyr- irgefningar á því, að hann hefði trassað að sinna endurtekinni beiðni minni um leiðréttingu. En í þess stað víkur hann að mér 205 —tvöhundr- uð og fimm — línum í Isaf. 27. f. m., og hafði hann þó í næsta blaði á undan eytt n Jínum upp á greinarkorn mitt. Þessar 216 línur eru vitanlega ekki annað en dylgjur, illyrði og rang- færslur. Eg á að hafa dróttað að Birni stelvísi til þess að hefna mín á honum út af fréttagrein í Isaf. f. á., er eg á að hafa reiðst »hroðalega«.— Leiðréttingin í Þjóðólfi á að hafa verið óþörf, Bj. hafi áður gert skil fyrir samskotunum og sent mér kvittun fyrir. — Eg hafi notað spítalalegu Bj. suður í Kpmh. til þess ódæðis, að biðja ísaf. að leiðrétta skýrslu sína. — Það sé missögn, að eg hafi tvisvar farið fram á leiðréttingu. — Skýrsla mín sé röng, héðan úr sýslu hafi gefizt 636 kr. 9. a. í stað 618 kr. 21 e.—Loks eru menn látn- ir þefa milli línanna, að greinarstúfur minn sé sprottinn af »þrælmennsku«, hann sé lúalegar get- sakir og æruleysis aðdróttanir. Og þójátarmað- urinn því enda tvisvar, að úrfellingin á gjöfunum héðan sé »leiðinleg slysavilla«, sér hafi engin vorkun verið að tilfæragjafirnar héðan rétt, »þær hafi verið hægt að tiltaka alveg nákvæm- lega«. En svo reynir hann í öðru orðinu að fóðra axarskaptið, skýrslan í Isaf. hafi ekki ver- ið ætluð til prentunar, enda hafi sérverið ofvax- ið og enda »ógerningur að tína saman úr 20 arkar blaðsíðum allt, sem gefist hafði úr hverri sýslu«. Svona hóglega tekur 53 ára gamall blað- stjóri réttmætum aðfinningum, er blað hans tví- beðið hefur ekki fengizt til að sinna. Undirstaðan undir voli Bj. er sú, að eg hafi verið að hefna mln á honum, og er það vitan- lega gert til þess að færa lélegustu lesendum ísafi heim sanninn um það, að grein mín sé slúaleg- ar getsakir« o. s. frv. Jafngamall ritstjóri B. veit, hvar skrílinn kitlar mest. Bj. mun eiga við ritstj.gr. í Isaf. 24. des. 1898 um vegagerð á ár- inu. Þar er getið vegagerðanna hér í sýslu, og haft eptir verkstjóra, að nokkuð af þeim hafi orð- ið 50% dýrara, en mátt hefði verða, vegna vagna- skorts. I næsta blaði, dags. 31. s. m., renndi Bj. þessu niður, þá á mismunurinn ekki að hafa orðið nema 36%. En það var líka rangt, enda skrifaði eg B. þegar í stað og bað hann að leið- rétta öfgarnar. Bj. svaraði mér um hæl og beidd- ist velvirðingar á því, að leiðrétting mín hefði ekki komizt samstundis í Isaf., hún skyldi að honum heilum og lifandi koma í næsta blaði. En svo fór, að Bj. sinnti ekki beiðni minni fyr en 18. marz árið eptir. Þá höfðu vitanlega allir gleymt Isaf.greininni, enda höfðu allar leiðrétt- ingar verið vandlega vinsaðar úr minni grein; þess að eins getið, að sýslunefndin hefði ekki keypt vagna, af þeirri einföldu ástæðu, að vagn- ar voru til heima í héraði og notaðir við vagna- gerðina. Bj. hefur eðlilega kennt til kinnroða fyrir þessa leiðréttingaraðferð, er á hans máli mundi heita: »lúa!ega þrælslegog níðingsleg fúl- mennska«. Og nógu skygn hefur hann verið til þess að sjá, að telja mátti almenningi trú um, að eg hefði reiðst af. En því fór fjarri að eg reidd- ist B. Eg leit þ á svo á, að þetta mundi vera öðrum að kenna en B., vorkenndi honum að eins þann ræfilshátt, að láta aðra svo ráða fyrir sig, að hann yrði að ganga á bréfleg heit sín. Og nú er eg sé, að B. muni hafa verið einum um aðkenna, reiðist eg honum ekki að heldur. Eg sé að manninum er ekki sjálfrátt. Hann er auð- sjáanlega ekki fullfrískur. Eg kannast heldur ekki við, aðeghafi drótt- að stelvísi að B., enda þótt ekki væri sleginn varnagli við því í Þjóðólfsgr. minni. Eg skil annars ekkert í, að manninum skuli hafa dottið slíkt í hug, úr því að hann hafði auglýst sam- skotin áður. Eða þykist hann hafa svo illt orð á sér, að nokkur maður mundi trúa slíku? Eg áleit satt að segja óþarft að taka það beint frara, að Bj. mundi ekki hafa dregið sér féð, en vel má eg gera honum það að skapi nú. Eg lýsi þá hér með yfir því, að eg álít Bj. hvorki fingra- langan né fengsaman á annan óleyfilegan hátt. »Þjóðólfsgreinin« á á að hafa verið óþört

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.