Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.03.1900, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 23.03.1900, Qupperneq 3
5i inn. — Nú væri sem stæði »Benediskuf]allveg- urinn« ófær, en »Valtysku sveitaveginn« væri mögulegt að fara, en það kostaði svo mikinn tíma og fyrirhöfn, afsal ýmsra réttinda o. fl. fyr- ir manninn, að þegar hann kæmi til Reykjavík- ur væri það honurn einkis vert í samanburði við tilkostnaðinn að komast þangað. Hefði nú mað- urinn vitað þetta allt fyrirfram, gæti þá nokkur álitið vitlegt af honum að hafa farið? Ætli það hefði ekki verið skynsamlegra að bíða þar til fönnina leysti aí fjallveginum, og fara svo hann, því það er þó fljótlegra og ódýrara að fara hann, þegar hann er fær. Það játa »ísafoldar« menn- irnir; einnig hafa þeir víst hugmynd um, að á eptir vetrinum komi sumar, og það muni vera hlýrra, svo þá geti fjallvegirnir orðið færir, þó á vetri séu ófærir. Setjum enn fremur svo, að mað- ur í Reykjavík fyndi sérstaka mannúðarhvöt hjá sér til þess að ferðast norður f Húnavatns- sýslu 1 því skyni að biðja »Valtýskunni« bein- inga, hann yrði að farasveitir, en væri orðinnsvo naumt fýrir, að með því hann ekki gæti farið skemmstu leið, nfl. fjöll yrði enginn Húnvetning- ur fáanlegur til ölmusugjafa, þegar loks þangað kæmi; — ferðin því ekkert annað en erviði og kostnaður. Hefði þessi maður nú vitað,áður en hann fór, shvernig fara mundi«, ætli þá hefði ekki verið hyggilegra fyrir hann að kúra kyr heima í »Vík«. Hvað heldur mr. Einar Hjör- leifsson um það? Þar sem í »ísafold« er ekki eitteinasta orð, sem hrekur hið mínnsta atriði í grein Húnvetns- ings, enda þó að öðru leyti sé þar kveðinn upp allharður dómur um gáfnafar hans af þeim sspek- ingum*, þá skal eg ekki fara frekar út f þetta, og allra sízt eyða mörgum orðum um að dæma um gáfur þeirra; það væri llka sama og að bera í bakkafullan lækinn, þar sem svo órækar sann- anirum bæði gáfur og góðvilja(l) þeirra gagnvart þjóðinni í mestu velferðarmálum hennar geta menn nú á tímum lesið í »ísafold« eptir sjálfa þá, að ekki þarf framar vitnanna við. Að end- ingu óska eg og vona, að þó »ísafoldar« spek- ingunum« kunni ef til vill að takast það að fá meþp hluta þjóðarinnar til þess í samvinnu við sig, að flytja landsréttindi og fjárhag íslands »norður og r.iður«, þá verði aldrei meiri hluti Húnvetninga í þeirri íerð, hvort sem farið verð- ur þá um »fjöll« eða »sveitir«, ellegar hvorttveggja. Eókmenntafékagsf'iinciur. Sakir þess að »Isafold« hefur að sumu leyti skælt og skefckt á sína alkunnu vísu það sem gerðist á fundi þess- um og atkvæðagreiðsluna þar, þykir réttast að birta hér fundargerðina f heild sinni, eins og hún var bókuð af skrifara félagsins, lektor Þórh. Bjarnar- syni og samþykkt í fundarlok. »Ár 1900, ío. d. marzm. var hin fyrri aðal- fundur deildarinnar haldinn í Iðnaðarmannahús- inu kl. 5. e. h. Þar gerðist er hér segir: 1. Forseti minntist dáinna félagsbræðra, fyrst alþm. og sýslurn. Benedikts Sveinssonar, sem var einhver elzti félagi og jafnan tryggur vinur Bm.- félagsins, og í annan stað fornfræðingsins dr. 01. ®.ygh’s í Kristjaníu. Fundarmenn tóku undir teinningarorð forseta með því allir að standa upp. 2. Þá gat forseti þess, að nú væri burtfallinn 5°o kr. ársskatturinn til Hafnardeildarinnar við Það, að deildin hér hefði nú frá ársbyrjun tekið að sér útgáfu Fornbréfasafnsins, sem eigi gæti talizt byrði fyrir félagið með þeim 1000 kr. styrk, er deildin hefði til útgáfunnar. Jafnframtgat for- seti þess, að þær 24 arkir, sem út kæmu í ár, væru fullprentaðar. 3- forseti lagði fram og las upp endurskoð- aðan reikning deildarinnar um árið 1899; í annati stað las forseti upp yfirlit yfir eignir deildarinnar og skuldir. Skuldir við árslok 1899 námu um 47° kr., sem nú eru greiddar af landssjóðsstyrk Þ- Skuldir lækkuðu um fullar 500 kr. umliðið At- Þó að fjárhagur deildarinnar þannig hafi far- tð stórum batnandi, leggur stjórnin til að gefa ekki út á þessu ári annað en hinar venjulegu ársbækur, og mætti þá treysta því, að deildin við lok þessa árs væri alveg skuldla.us, og ætti þá óskertan landssjóðss,tyrkinn til starfa 1901, og væri þá hægt að færast meira í fang. Þá skýrði forseti frá því, að nefnd sú, er skipuð var á sum- arfundi síðast til að segja álit sitt um »Handnt til framhalds Nýju sögu Páls Melsteðs« eptir Hallgrím bókavörð Melsteð, hefði með vitund höfundarins frestað að kveða upp dóm um ritið. Forseti las síðan upp fundargerð Tímaritsnefnd- arinnar frá 30. maí f. á. í tilefni af ritdeilu milli forseta og eins Tímaritsnefndarmanns, ritstjóra Einars Hjörleifssonar, og lýsti forseti jafnframt yf- ir því, að hann gæti ekki unnið með þeim rit- nefndarmanni áfram. Sú tillaga var horin upp og samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum: »Fundurinn lýsir yfir trausti sínu á forseta og lýsir óánægju yfir þeirri árás, sem gerð hefur verið á hann á síðastliðnu ári, en sak- ii heilla félagsins biður það forseta að fresta að öðru leyti úrslitum þessa máls, þar til sumarfundur getur útkljáð það«. Breytingartillaga að fella burt »og lýsir .... ári« téll með 8 atkv. gegn 4. Hinn endurskoðaði reikningur var samþykkt- ur með öllum atkvæðum. 4. Halldór bánkagjaldkeri Jónsson vakti máls á því, að Tímaritsnefndin, sem kosin væri að eins til eins árs, mætti eigi taka til prentunar fleiri ritgerðir, en að kæmust í Tímariti hvers árs, en eigi var gerð nein ályktun um það“. 4 nýir félagar voru teknir í félagið«. Gufuskipið ,MjöInir‘, eitt skipa þeirra, er Thor E. Tulinus stórkaupmaður hefur 1 förum hingað til lands, kom hingað í fyrrakveld með kol handa »Heimdalli«; hafði lagt af stað frá Höfn n. þ. m. beina leið hingað, degi síðar en »Laura«, sem átti að koma við í Skotlandi og í Færeyjum og nú er væntanleg á hverri stundu. Farþegar með skipi þessu voru Magnús Jóhanns- son læknaskólakandídat, og Eiríkur Kjerúlf stud. med. Frá ótlöndum bárust þau ný tíðindi, að leikhúsið mikla í París »Théatre Francaise« brann til kaldra kola 8. þ. m. Ein af leikkonunum brann inni og allmargir af slökkviliðinu meidd- ust. Mörg dýrmæt listaverk týndust í brennunni. Er tjónið því tilfinnanlegra, sem sýningin stend- ur fyrir dyrum. Látinn er Schóusboe biskup í Alabnrg. Ftá Búaófriðnum engar verulegar fréttir frekara en áður hafa heyrzt. 5. þ. m. náði Gatacre hershöfðingi Stormberg orustulaust, því að Búar hörfuðu þaðan sjálfkrafa. Er almenn ætlun, að þeir séu að búa sig undir aðalorustu og draga her sinn saman til að stöðva framsókn Bretahers, en ekki vita menn með vissu\ hvar þeir muni taka sér aðalstöð, llklega helzt í nánd við Bloemfontein, höfuðborg Oranjeríkis. Eru þar vígi allgóð og örðugt aðsóknar. En þar er þeim Roberts og Kitchener og meginstyrk Bretaliðs að mæta; er ætlun Roberts að buga Oranjemenn til fulls, áður en haldið verður inn í Transval fyrir alvöru, svo að þeir þurfi ekki að óttast neinar bakskellur. í neðri málstofu parlamentsins enska var sam- kvæmt uppástungu stjórnarinnar samþykkt 6. þ. m. með 161 atkv. gegn 26, að ríkið tæki lán að upphæð 35 miljónir pd. sterl. (630 miljónir króna) til að standast kostnaðinn af ófriðnum. Hefur England aldrei aukið jafnstórri upphæð við ríkisskuldirnar á allri þessari öld, enda urðu ali- miklar umræður um þessa lántöku í parlamentinu og var Harcourt helzti andmælandi, vildi heldur ná meiri hluta þessa fjár með auknum sköttum og tollum, en stjórnin sigraði. Sama daginn var samþykkt umræðulaust að hækka toll á te, tó- baki og áfengum drykkjum. Má sjá af þessu, að Englendingar búast ekki rið, að ófriðurinn verði mjög skjótlega til lykta leiddur. Embœttispróf í lögum við háskól- ann hefur Magnús Arnbjarnarson tekið með 1. einkunn, Próf í mannvirkjafræði við háskól- ann hefur Knud Zimsen tekið með 2. betri einkunn. Ólafur Pálsson cand. jur. er orðinn að- stoðarmaður (assistent) í fjármálaráðaneytinu danska. Hann var áður aðstoðarmaður á yfirborg- stjóraskrifstofunni og heldur þeirri sýslan jafn- framt hinni. Ðalasýslu S. marz. Fréttir héðan rnega góðar heita, því nú síðan um febrúarbyrjun má heita einstök gæða tíð, nema norðanhríðar og harðviðri eina viku. Það lítur því út fyrir að heybirgðir manna verði nógar, verðiteigi þvf vorharðara. Heilsa á fénaði hefur veri góð í vetur og sömuleiðis er heilsufar manna gott. Merkustu menn, sem andazt hafa hér um slóðir eru Jósep bóndi Jónsson á Geitastekk, hálfsextugur að aldri, hann dó 2. f. m. og Kristján Kristjánsson, maður kominn yfir áttrætt. Hann var mjög merkilegur maður og þó einkum frægur fyrir ráðsmennsku sína fyrrum á búi Þorsteins heitins Hjálmarsens, prófasts í Hítardal. Kristján átti nú heima á Gunnarsstöð- um og dó 17. f. m. — Eigi er hér Amei-íkuhugur neitt að ráði, en fáein- ar hræður munu samt strjálast héðan til Vestur- heims í vor og mun það helzt vera fólk, er gjarnan má missast. Mannfundir eru litlir nú, en þá er þeir eru er helzt talað um verzlun, heyafla og tíðar- far; nokkuð er samt um landsmál talað, en eigi eru menn hér neitt fyrir alvöru farnir að hugsa um, hvern þeir eigi að velja fyrir alþingismann næst. Af framfaratnálum héraðsins má helzt nefna : samlagssmjörgerdina- og kauþfélagið nýja. Um smjörgerðina er það helzt að segja, að hvorki rekur eða gengur með það mál. Vel getur enn farið svo, að þaþ deyi út í tómu samtakaleysi. En kaupfélag- er hér nýstofnað og heitir, „Kaupfélag Hvamms- fjarðar", og er ætlazt til, að nái yfir fimm syðstu hreppa sýslunnar. Félagið er enn að eins örlítill vísir til annars, sem getur orðið meira, því það er sniðið alveg eptir enska Rochdale’sfélaga forroinu. Hefði slíkt verið byrjað undir góðri stjórn fyrir 30 árum, þá væri það íslenzkt félag (0: Dalamenn sjálf- ir) sem nú ættu verzlunina í Búðardal í staðinn fyrir, að það núna er danskt auðkýfingafélag, en slíkt mun mega segja víðar á landinu. En einhvern tíma verður þó að byrja og betia seint en aldrei. Skipströnd. í norðanveðrinu 15. þ. m. strandaði á Hraunsnesi milli Lónakots og Hvassa- hrauns, flskiskúta af Patreksfirði, eign Björns Sigurðssonar félagsins, skipstjóri Edílon Gríms- son, er átti eitthvað i skútunni. Skipið var mjög klakað og lét ekki að stjórn. Gátu skipverjar (16 alls) varpað kaðli í land til manna, er þar voru fyrir, því að þetta var um hábjartan dag. Gátu þeir svo fikrað sér í land á skipsbátnum með stuðning af kaðlinum. Voru þeir alvotir og allmjög þrekaðir, en hörkufrost á. Þó hafa allir náð sér aptur. Skútan brotnaði þegar í spón þar í brimgarðinum. Sama daginn rak á land í Njarðvíkum þil- skipið »Sleipnir« héðan úr Reykjavík, eign Tr. Gunnarssonar bankastjóra. Haldið er, að skipinu verði náð út aptur, þá er gert hefur verið við skemmdirnar á því. Reknetafélagiö. Aðalfundur þess fé- lags var haldinn hér í bænum 17. þ. m. Reikn- ingar samþykktir í einu hljóði. Félagið var stofnað næstliðið sumar, en gat ekki byrjað veiðarnar fyr en eptir 20. júlí, því það átti ekkert skip og fékk ekkert skip leigt fyr en eptir þann tíma, og var þá síldin á förum úr Faxaflóanum, svo aflinn varð ekki meiri en 130 tn. síJd, reiknað á rúmar 1600 kr. Fólkshald og skipsleiga var dýr, svo rúmar 700 kr. vantaði til að tekjurnar hrykkju við útgjöldunum. En mest

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.