Þjóðólfur - 27.03.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.03.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 27. marz 1900. Nr. 14. Svipur útlagans. Hann fæddist í fátækt 1 meinum, —hann fékk ekki athvarf hjá neinum A hjarninu fáklæddur hýmdi ’ann, við hungrið um líf sitt glímdi ’ann. I þröngri’ átti’ hann vök að verjast, við vonzku og hatur að berjast. En sofandi seinráðri þjóð með sverðsoddi tók hann blóð, Það varð enginn til þess að verja ’ann, þeir vöknuðu—til þess að berja ’ann en aflvöðva herti ’ann í hönd, sem heíði lagt fús á hann bönd. Þeir gáfu honum guðlast að sök, — hann gaf þeim hin skýrustu rök, — þeir gátu’ ekki’ á flaki því flotið, þeir fengu’ ekki pennann hans brotið. Því vissu þeir alls ekki af, að auðurinn, sem hann þeim gaf, var aflið, sem áfram þá bar, en — ekki það gullhrúga var! Til hjartnanna gróf hann sér göng, er hann grét og hló og hann söng-, þeir fólust f fylgsninu svarta, þeir fundu’ ekki veg til hans hjarta. Þeir reyndu’ að svipta hann ró;, — þeir ráku’ hann í útlegð, — hann hló! A eigin kostnað við eymd hann bjó, á annara kostnað hann dó. En samt er það svipurinn hans, hins svívirta landflótta manns, sem blæs í þá dáðlausu dug, sem drottnar í framgjörnum hug ! Gudmundur Gudmundsson. „Hnakkatakið“. I rokinu, sem póstskipið Laura hreppti í síð- ustu för sinni til Englands, slitnuðu margir raf- símar á Englandi og meðai annars símarnir á milli London og Edinborgar, svo að ekkert sím- skeyti gat komizt milli þeirra borga í tvo sólar- hringa. Hve mörg slfk óveður ætli komi uppi 1 ^byggðum á íslandi? Hvemarga tvo sólarhringa ætli Reykjavík yrði sambandslaus ? Ætli hyggja mín sé skökk, er eg hugsa, að þeir myndu fleiri ór hún yrði án sambands, en hinir ? Og þá væri gott að athuga, hvert gagn væri að rafsíma, sem svo að segja aldrei kæmi að tilætluðum notum °g hvort þessar 300,000 krónur gætu eigi orðið hefndargjöf. — Það er óneitanlega fallegt að gjalda allt ferfalt aptur, er manni er vel gert, og Isafold heldur ósleitulega fram þessari meginreglu fyrir hönd þjóðarinnar, en regla þessi getur þó emungis verið rétt, ef gjöfin kernur að nokkrum áotum, og víst er eigi rétt, þó að einhverjum sé gefið fé til að varpa 1 sjóinn, að taka ferfalt meira fé og varpa á eptir. — Annars er það órétt að hafa velfarnaðarmál Þjóðarinnar að fíflskaparmálum, eins og ísafold er ferin að leggja 1 vana sinn. Dag eptir dag hafa komið greinar í ísafold, er fjallað hafa um ^estu velfarnaðarmál þjóðarinnar, en flestar hafa Þser verið með því markinu brenndar, að lítið hef- ur verið á þeim að græða, að líkindum sökum þess, að ritstjórarnir hafa óljósa hugmynd um, að það eru rökin, er styðja þá og fella. Þeir vilja ekki hætta á að koma með þau, svo að þau eigi verði vegin og léttvæg fundin. Alþýðan veit ó- Ijóst, hverju hún á að fylgja, hún er reikul í ráði, veit óljóst hverju trúa skal, enda er allt gert til að rugla hana. Mér dettur eitt í hug: Annar ritstjóri Isafoldar er skáld; skyldi hann ekki hafa orðið hrifinn og tekið sér til inntektar eina setn- ingu úr Faust svo hljóðandi: »Sucht nur die Menschen zu verwirren sie zu befriedigen ist schwer«*). Ef til vill hefur hann fundið vanmátt sinn. — Þungt fellur honum, að ritstjóri Þjóðólfs er eigi við sömu heimskuna bundinn og sýnir hann það berlega með því, að honum gremst það, að hann (o: ritstj. Þjóð.) safnar einhverjum gögnum í landsímamálinu, en hleypur eigi á hundavaði, sem hann sjálfur. Isafold er að barma sér yfir »fróðleiks hraflinu«, en sjálf leitar hún sér engra upplýsinga í velfarnaðarmálum þjóðarinnar, eins og greinir hennar bera vitni um. Hún harmar þá illu meðferð, er þessi þjóð og þetta land sæt- ir, sem þó á svo margt gott skilið, og þó hefur hún upp til skýjanna vestheimska »poka-agenta« og safnar að sér ógeðslegum og flónslegum rit- smlðum í þessu skyni frá hempuskjónum hvaða- næfa. Á þennan hátt reynir hún að rýja land- ið sitt og veikja krapta þjóðarinnar, sem elur hana. Þetta ber vitni um sjúkan hugsanagang, veiklað vit eða lamaðan vilja hjá ritstj. hennar.— Aldrei hafa nokkrir skýrir kaflar komið í ísafold, þeir er snerta mál þau, er hún ber svo mjög fyrir brjósti, og getur tvennt til komið: Ann- að er það, að ritstjórarnir hafa eigi svo vit á málinu, að þeir geti útskýrt það fyrir öðrum. Hitt er það, sem þó er næsta ólíklegt og vart til getandi, að þeir fylgja eigi málinu af sann- færingu. En sannfæringin verður því að eins til staðar, að þeir skilji eitthvað í málunum og beri skynbragð á þau. En hvernig svo sem því er nú varið, þá bögglast þeir þó við að mynda sér einhverja skoðun og berja hana svo fram, fylla hvern dálkinn í ísafold á fætur öðrum — og allt er sama tuggan, sama ruglið. í tíu blöð- um, að minnsta kosti, hefur verið smurt margra dálka löngum greinum, hverri ofan á aðra, um hlutafélagsbankann og landsímann — og þó seg- ir síðasta greinin eigi neitt annað, skýrir ekkert betur málið heldur en sú fyrsta. Orsökin til þess er sú, að vefla þessi er í raun og veru fyrir utan allt efni, líkt og ræður, sem byggjast á orðunum e f og hefði. Ef við hefðum öfluga peninga- stofnun í landinu eða ef við hefðum ritsíma o. s. frv., o. s. frv. En hins lætur hann eigi getið, hvað við þurfum að leggja í sölurnar og hverju við þurfum að hætta. En ef nú »meðritstjóri« Isafoldar nauðsynlega þarf að gefa ímyndunarafli sínu lausan taum, þá væri heppilegra bæði fyrir hann og þjóðina, að hann héldi sínu fjöruga í- myndunarafli sem lengst frá velferðarmálum hennar. Næst getur hann skáldað um, hversu við værum staddir, ef við værum suður við mið- jarðarbaug eða 1 fyrirheitna landinu hans, Vestur- heimi, þar sem hann endurfæddist. — Það er ógerlegt að tína til þessar skoplegu *) Reynið einungis að rugla fólkið, það er (svo) slæmt að gera því til hæfis. og röngu ályktanir og sönnur, er birzt hafa í Isafold upp á síðkastið, en ein ályktan er mér í fersku minni. — Hún viðvíkur þingmannsefnum og styðst auðvitað eigi við nokkur rétt rök. Hún er sú- að einungis eitt mæli með því að kjósa á þing innanhéraðsmann, fremur öðrum og það sé, að hann eigi hægra með að efla áhuga kjósenda sinna, og skýlaust er tekið fram, að ekkert styðji fleira þar að. En ef þingmaðurinn á að vera formælandi kjördæmis síns og »repræsentant« þess, þá eru víst meiri líkur þess, að hann geti því betur fullnægt skyldum sínum sem hann er þar kunnugri. Enginn getur þekkt betur þarfir kjördæmis síns, heldur en sá, sem þar er búsett- ur, helzt. uppalinn. Hann þekkir betur lifnaðar- háttu, skoðanir og þarfir kjósenda sinna. Hann er líka langkunnastur kjósendunum. Þeir vita, að þeir mega treysta honum, því að þeir þekkja skoð- anir hans og hann vilja þeirra. •— Þetta er eigi eins dæmi, að því er snertir hugsunar- og ályktana vitleysur Isafoldar. Ein hin stærsta villa, erísafold ernú að spreytasigá, er landsímamálið. Allar greinir hennar um það mál og bankamálið eru tómt gambur og tóm orð, að því er virðist, svo að þar mætti ritstjór- inn hugsa til orða skáldsins: »Orð, orð innantóm fylla storð, fölskum róm«. Hví sýnir hann eigi með skýlausum rökum og glöggum útreikningi, að viðhald og tilkostn- aðurinn við landsímann sé vel kljúfandi, sem margir beztu og skynsömustu menn fá eigi séð?. Eða getur hann það ekki? Abankamálinu flýtur ritstjórinn betur held- ur en hver meðal vindbelgur, svo að eigi er von að »sólidir« menn geti þar við hann jafnazt. En þungt mun vera að róa einn á borð, er allir skyn- bærir menn hamla á hinum megin. — Eg kalla greinarstúf þinnan »hnakkatakið«. Eigi svo að skilja, að eg hafi ætlað mér að taka í hnakkann á iandsímamálinu. Nei, öðru nær. Ef eg hefði ætlað að taka í hnakkann á nokkru, þá var það helzt á Isafold fyrir allan yfirdrep- skapinn og grunnhygnina, er hún hefur gertsig seka í 1 sinni tíð. Um leið vil eg geta henni þá bending, að hún leggi sig meira 1 lfma held- ur en að undanförnu, þá er hún fjallar um mestu velfarnaðarmál þjóðarinnar, og vona eg, að menn virði mér til vorkunnar, þótt greinarkorn þetta hafi ef til vill eigi tekizt sem bezt því að eg er: Ungur á orðaþingi. Um framræslu á mýrarflóum. Eptir Sigurð Sigursson. V. (Síðasti kafli). Áður en eg skilst við þetta mál, vil eg leyfa mér að taka fram nokkur atriði viðvíkjandi skurð- argerð í blautum mýrum og flóum, einkum þó, að því er snertir hina stærri affærsluskurði. — Helzt skyldi hyllst til, verði því komið við, að gera slíka skurði beina. Þurfi að beygja þá, tel eg betra, að beygingin sé ekki kröpp eða vinkilmynduð, en dálítið bogadregin. Rofinu úr hreinum skurðum er bezt að kasta beggja vegna við skurðinn, og ekki nær bökkunum en 4—6

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.