Þjóðólfur - 27.03.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.03.1900, Blaðsíða 2
54 fet, eptir því sem jörðin er blaut og landslagi er háttað. I ruðninginn verður að gera skörð, þar sem lægst eða lautir eru, þegar vatninu er hleypt af, og landinu umhverfis er ætlað að vera þurru. Aptur á móti þarf að fylla upp í þessi skörð, þeg- ar hleypt er á, til þess vatnið ekki renni óðara ofan í skurðina aptur. Skurðbakkarnir þurfa að vera með hæfilegum fláa eða halla, og laglega gerðir. Stýflurnar, sem settar kunna að verða í skurðina, ættu helzt að vera úr tré, plönkum eða borðum, og búa vel um þær við botninn og til hliðanna. Að nota hnaus í þessar stýflur, er miklu lakara, einkum þá um stærri skurði er að ræða. Eykur það óþarfa fyrirhöfn og veldur töluverðu jarðraski, því tíðast verða sömu hnaus- arnir ekki notaðir nema eitt ár 1 senn. Stýflur úr hnaus leka optast, það er, vatnið sýjast í gegn- um þær; en það getur valdið þvi, að skurðurinn grafist við stýfluna, einkum út við bakkana, og skemmir það skurðinn. Auk þess verður það opt í undandrætti að taka þessar stýflur úr; en J>egar vatnið vex fara þær um koll, og hnaus- arnir, sem berast lengra eða skemmra með straumn- um, falla til botns og setjast þar að. En það spillir skurðinum og hindrar greiða framrás vatns- ins. Vatnið brýtur á hnausunum, það myndast straumköst, en það orsakar, að smáholur, ker og hvörf koma í farveginn, sem allt skemmir skurðinn og flýtir fyrir eyðilegging hans. Hvað Flóann sérstaklega snertir, þá verður éigi annað sagt, en að vanti að meiru og minna leyti, öfluga affærsluskurði, eins og áður er tekið fram, og sama er að segja um minni þurkskurði. Það er því ljóst, að eitt af þvíþarf- asta, er Flóamenn geta gert nú fyrst um sinn, er það, að ræsa fram betur^en gert hefur verið til þessa hina víðlendu mýrarflóa, sem þar eru. Mýrarnar um Flóann eru notaðar meir og minna til slægna, eptir tíð og hentugleikum, og sumir hlutir þeirra til beitar, bæði vetur, sumar, vor og haust. Framræslan er því nauðsynleg, enda á hvað sem litið er, og má eigi dragast. Hún erundir- staðan undir allri jarðrækt, eigi síður þar en annarstaðar, þar sem jörðin er blaut og vatns- full. Samfara öðrum kostum framræslunnar, hlyti hún einnig, að þvl er Flóann snertir, töluvert að bæta umferðina, eða með öðrum orðum vera vegabót þar á mörgum stöðum. En framræsl- an, sé hún í lagi, hlýtur að verða kostnaðarsöm tölvertum Flóann, eins og tekið var fram í fyrsta kafla þessarar ritgerðar. Líða því að líkindum nokkuð mörg ár, þar til henni er komið í við- unanlegt horf. — Eitt hið öflugasta rneðal til þess að hrinda framræslunni áfram á þessu svæði, er vatnsveiting úr Þjórsá eða Hvítá. Og vlst er ttm það, að eins og nú er, þá vantar bæði Fló- ann og Skeiðin vatn til áveitu að mestu leyti. í flestum árum er skortur á vatni einhvern tíma vorsins, og það vatn, sem völ er á, er mestpart frjóefnasnautt rigningarvatn. Að eins fáar jarðir geta átt kost á vatni til áveitu, allgóðu; en þó xnjög takrnarkað. írá hendi forsjónarinnar er Flóinn svo að segja skapaður fyrir vatnsveiting- ar, að þvf er landslag snertir og halla, og sama er að segja um Skeiðin. Ef byrjað væri á reglu- legum vatnsveitingum, og vatnið tekið úr annari hvorri ánni, hlyti það að hafa mjög mikil áhrif á framræsiuna, og stuðla til þess, að gerðirværu skurðir þvers og endilangt um meiri hluta Fló- áns. Fyrirtækið mundi einnig að öðru leyti hafa ósegjanlega mikla þýðingu fyrir héraðið, og ger- breyta búskap og búnaði á þessu svæði. Flóinn mundi þá verða á tiltölulega stuttum tíma, óefað bezta og frjósamasta hérað landsins. Útlendar fréttir. Frá ófriðnum engar verulegar nýjar frétt- ir. Bretar draga her sinn saman umhverfis Bio- emfonten, höfuðborg Oranjeríkis, og búast til að taka hana. Steyn forseti hefur skorað á lands- menn að verjast drengilega, og lýst því yfir, að eitt skuli yfir bæði rlkin ganga, Oranje og Trans- val. Til vonar og vara hefur hann látið flytja skjalasafn stjórnarinnar frá Bloemfontein til Pret- óríu, því að þar ætla Búar að veita Bretum við- nám síðast. Og Krúger gamli hefur sagt, að Pretóría skuli ekki komast á vald Breta, að sér heilum og lifandi, og meðan einhverjir séu þar uppi standandi til varna. Mannskæð infiúenza hefur geisað á Italíu. A einum degi dóu 52 menn úr henni í Turin, og í Livorno sýktust 12,000 mj.nns á einum hálf- um mánuði. Sakir veiki þessarar er mælt, að Leó páfi hafi leyft katólskum mönnum að eta kjöt á föstunni, en aðrir telja, að leyfið sé veitt sakir þess, að nú er gleðiár mikið í hinum kat- ólska heimi, því að á þessu kirkjulega fagnaðar- ári, aldamótaárinu, hefur páfinn haldið hátíðleg- an 90. afmælisdag sinn 2. þ. m. Var þá mikið um dýrðir í Róm og bárust páfa hamingjuóskir víðsvegar að, þar á meðal frá Vilhjálmi Þýzka- landskeisara. Er karl enn furðu ern, og lítt tek- inn að sljófgast. En kjötnautnarleyfi hans hefur haft ill áhrif á saltfisksmarkaðinn íslenzka. Smá- fiskur og ýsa, sem vanalega selzt vel í Genúa, seldist þar nú alls ekki. Er mælt, að Ásgeir Ásgeirsson kaupm. hafi sent þangað um 2000 skipd., en orðið að hörfa með allan þann farm aptur til Liverpool, og leggja hann þar upp til geymslu. Á Filippseyjum rekur hvorki né gengur, og tekst Bandamönnum illa að kúga eyjarskeggja, er samkvæmt ráði Aguinaldós hafa tekið sig saman um, að leggja ekki til neinnar höfuðorustu við Bandamenn heldur berjast í smáhópum hér og hvar, og þreyta þá þarmig. Taka jafnan fleiri og fleiri eyjaskeggjar þátt í frelsisstríði þessu, og eru fastráðnir í að berjast til hins ítrasta. Ný- lega tvístruðu þeir einni herdeild Bandamanna, tóku 50 manns til fanga, þar á meðal aðalforingj- ann, og nokkra undirforingja. Þar tóku þeir og herfangi mikið af vistum og skotfærum og 100 hesta. Lítur út fyrir, að Bandamenn séu ekki búnir að bíta úr nálinni með þá, og að þeim væri snjallast að hætta, enda er ófriður þessi alJ- illa þokkaður hjá fjölda manna í Bandaríkjunum og talið víst, að Mac Kinley verði ekki endurkos- inn forseti, einkum vegna þessa ófriðar, sem hann er sakaður fyrir að hafa valdið. Á Indlandi geisar enn hin voðalegasta hung- ursneyð, og deyr fólk hrönnum saman. Einua verst er ástandið í borginni Bombay, því að þang- að flykkist múgur og margmenni úr hallærissveit- unum 1 grenndinni. I síðastli^num mánuði dóu þar í borginni nálega 11,000 manna ýmist úr austurlenzku pestinni, bólunni eða öðrum drep- sóttum, er geisa ákafast meðal þessara aumingja, sem áður eru aðframkomnir af hungri. Bretar hafa áður skotið saman stórfé heima áEnglandi, til að afstýra hallæri þar eystra, en nú hugsa þeir ekki um annað en Búastríðið. Og þótt stjórnin á Indlandi geri það sem í hennar valdi stendur til að bæta úr neyðinni, þá hjálpar það lítt gagnvart slíkum ógnum, er enginn mannleg- ur kraptur getur ráðið við, þar sem ekki er um þúsundir, heldur miljónir manna að ræða, er ekk- ert hafa sér til viðurværis. Það er eitthvað bog- ið við þá siðmenningu, sem ekki er komin á hærra stig en svo, að sama stórveldið ver mörg hundruð, já, jafnvel þúsund miljónum króna til að brytja niður hrausta, sjálfstæða þjóð, er ekki vill kúgast láta, meðan þegnar þess annarsstaðar hrynja niður hrönnum saman úr hungri. Það er sannarlega dálítið íhugunarvert. Meðal látinna merkismanna má nefna J. P- E. Hartmann, hið fræga tónskáldDana. Hann lézt 10. þ. m., nærri hálftíræður að aldri (f. 14. maí 1805).—Látinn erog22. f. m. Jens Braage Halvorsen, fyr háskólabókavörður í Kristjaníur fræðimaðurmikill, hálfsextugur að aldri. Hann er einkum kunnur sem höfundur að »Norsk Forfatt- er Lexikon 18x4—80«, sem er sannkallað fyrir- myndarverk í sinni röð, og ber vott um frábær- an fróðleik og framúrskarandi vandvirkni og ná- kvæmni höfundarins, enda hefur þetta mikla rit- verk fengið einróma lof.—Ennfremur er nýdáinn í Ameríku hugvitsmaðurinn D. E. Hughes (f. 1831) fæddur og uppalinn áEnglandi. Við hann er kenndur hinn svonefndi Hughes-fréttaþráður, er hann fann upp, og er ólíkur Morse’s meðal annars að þvf leyti, að reglulegir bókstafir koma út á hraðskeyt- inu, svo að hver maður getur lesið það. Hann fann og upp hljóðmargfaldarann (»mikrofonen«), er komið hefur að miklum notum 1 sambandi við málþráðinn. Hughes var orðinn auðugur af upp- fundningum sínum. Hefur hann gefið vísinda- skólanum í París um 80,000 kr., og á að verja vöxtunum af því fé til verðlanna fyrir ritgerðir í eðlisfræði, rafmagnsfræði og rafsegulfræði.— Geta má og þess, að látin er í Mexico ekkja Bazain- e’s hershöfðingja Frakka, er kunnur er af ófriðn- urn 1870 og uppgjöf Metz, er hann var dærndur í æfilangt fangelsi fyrir, en slapp úr þvíi874fyr- ir snarræði og kjark konu sinnar, og varð hún fræg fyrir. Fyrri kona Bazaine’s var myrt í Mexi- co, og varð ekkert uppvíst um, hver olli, en fljótt kvæntist Bazaine aptur. Þáttur af Pétri hinum sterka á Kálfaströnd. 5. Af veidiskap Péturs og Jieiru. Pétur stundaði veiðiskap af kappi, sem fyr segir, og lét hann börn sín vinna að því með sér, þegar er þau höíðu aldur og þrek til. Nú var það einn dag snemma að vorlagi,£að liann kemur að með mikinn afla, Er hann þá á stóru skipi fjórrónu, er þá var á Kálfaströnd og eink- um ætlað til að flytja á hey úr eyjum í vatninu, og til annara flutninga. Var þá Herdís dóttir hans með honum, og hafði hiin dregið fyrir með föður sínum um nóttina. Þegar þau eru komin að landi, mælti Pétur til Herdísar, að hún skyldi ganga heim til bæjar og sækja bræður sína »og skulu þeir setja með okkur skipið«. Herdís segir, að þeir muni enn í svefni vera, með því að ekki sé kominn venjulegur fótaferðatími »og er leitt að vekja þá, eða mun enginn kostur að við fáum sett skipið, þótt þeir komi ekkitil?« Pétur svarar, að það muni allhæpið »en þó megum við freista«, segir hann. »Skaltu taka undir eitthvert hinna fremstu banda og leitast við að halda skipinu réttu, en eg mun ganga aptan á; munum við verða alls að kosta, ef duga skal. Var þetta nær naustun- um á Kálfaströnd og allerfitt uppsátur og er þar kallað Streitur. Taka þau nú til að setja skipið, og gera þrjár atrennur, enda er þá skipið komið á þurt land með öllum aflanum; en þar voru 6 hestburðir. Fannst það á Pétri, að honum þótti þeim betur hafa gengið að setja, en hann hafði gert sér í grun, og að munað hefði um Herdísi. Sagði hann og, er þau gengu frá sátri. »Þú ert dável sterk, Dísa mín«. Fórusthonum og orð á þá leið öðru sinni, að drengirnir væru táplitlir og til engrar áreynslu, en hefði Herdfs í brókum verið, mundi hún hafa haft sæmilegt þrek. Var það og almælt um Herdísi, að hún gengi til jafns við karlmenn í hvívetna. Það var einn dag í kalsaveðri miklu, að mað- ur kom að Kálfaströnd, er enginn bar kennsl á. Vill hann hafa fund Péturs, en hann var þá úti á vatni við veiðiskap einn á byttu; er honum sagt það og það með, áð hans muni þá brátt heim

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.