Þjóðólfur - 27.03.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.03.1900, Blaðsíða 3
ss von. Gestur sá gengur þá ofan til vatns og vill hitta Pétur, þegar er hann kemur að. Það er frá manni þeim að segja, að hann var skagfiízkur, og sagð- Ur afburðamaður um vöxt og afl, svo engan jafn- oka sinn fynndi hann vestur þar. Hafði hann heyrt mikið orð fara af karlmennsku og aflraun- um Péturs, og fýsti að vita, hvað satt væri í sög- um þeim, er þar af gengu, og reyna sig við hann, •ef svo bæri undir. Nú er að segja af Pétri, að hann rær til lands, þegar er hann hefur sýslað um lagnet sín þaðer þurfti. Varhannþá næralvot- ur, bæði af netjunum og svo af ágjöf sökum storms þess hins mikla, er á var. Þegar hann er kom- inn mjög nær fandi, sér hann mann niðri hjá lendingunni; er hann í úlpu grárri yzt fata og verður Pétri maður sá eigi alllítill í augum, þar er hann stendur í flæðarmáli og hallast fram á brodd- staf einn feikimikinn. Skilur hann, að maður sá muni vilja hafa fund hans og að eitthvað muni undir búa, en engin deili þekkir hann á honum. iRær nú að landi og hugsar hinum ókunna manni þegjandi þörfina. Ber nú þar upp að, sem hann er fyrir, og er fundum þeirra ber saman, segir hann: »Það er illa, að þú skulir vera þur, en eg blautur«, grípur um leið annari hendi framan 1 rilpu hans, sem ekki var fysjuð saman, og vill kippa honum fram í vatnið, en úlpumaður var þéttur fyrir og sat kyr. Hélt og Pétur á því, er hann hafði hendi á komið. Eigi eru greind orðaskipti þeirra nein, og til engra annara átaka kom með þeim, en þessara og var haft fyrir satt, að hvorugum hafi litizt hinn árennilegur. Skildu að því, og fór úlpumaður vestur aptur. Póstskipið ,Laura‘ kom hingað loksi fyrra dag snemma dags eptir 15 daga ferð frá Höfn og var nú orðin viku á eptir áætlun. Með henni komu: Haraldur Níelsson cand. theol. úr utanlandsför sinni til hebreskunáms, Þórður Edí- lonsson læknaskólakandídat, Gunnar Gunnarsson kaupmaður, Kristján Kristjánsson járnsmiður, Ben. S. Þórarinsson kaupm. og ungfrú Bentína Björns- dóttir. Ennfremur Sigurður Kristófersson vestur- faraagent með syni sínum frá Ameriku og Krist- ján Benediktsson (úr Húnavatnssýslu), ennfremur nýr katólskur prestur. Ný lög. Þessi lög frá síðasta alþingi hef- ur konungur samþykkt 9. f. m. og 2. þ. m. Um horfelli á skepnum o. fl. Uvi brú og ferju á Lagarfljóti. Um brot á veiðirétti í ám og vötnum. Um stofnun rœktunarsjóðs Íslands. Alþingiskosningarnar. Samkvæmt opnu bréfi ds. 2. þ. m., sem nú er birt i A. deild Stjórnartíðindanna hefur konungur fyrirskipáð, að almennar kosningar til alþingis skuli fram fara hér á landi í septembermánuði næstkomandi. Endurskoðað brauðamat á íslandi er nú birt í A. deild Stj.tiðindanna. Eru brauð- in talin eptir því sem þeim er skipað með lög- um 27. febr. 1880 og síðari lögum um breyting á eða viðauki við þau. Eru nú að eins 2 brauð á landinu, Desjarmýri og Dvergasteinn, þar sem hin áskilda breyting eptir lögunum 1880, er ekki enn komin á. Bráöabirgðarlög fyrirísland um tilhög- un á löggæzlu við fiskiveiðar í Norðursjónum, á- samt ítarlegri tilskipun um þetta efni er nýkom- ið út í A. deild Stj.tíðindanna. Bráðabirgðarlög þessi eru gefin út af konungi samkv. heimild í 11. gr. stjórnarskrárinnar. Astæðzn til þessa er, að fiskiskip, sem eiga heima á Islandi (t. d. Yída- línsskipin) eru farin að fiska í Norðursjónum Nýr konsúll. Th. Thorsteinsson kaup- maður hér í bænum er orðinn sænsk-norskur vísi- konsúll 1 stað Guðbr. heit Fimbogasens. Laus læknahéruð, er ráðgjafinn veitir: Seyðisfjarðarlæknishérað, árslaun 1900 kr. og Dalalæknishérað, árslaun 1500 kr. Bæði auglýst 13. jan. og umsóknarfrestur til n. maf. Laust prestakall. Stadur í Súganda- firdi í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi stofnað á ný með lögum nr. 34 frá 5. des. 1899 með 300 kr. uppbót úr landsjóði, metið (með uppbótinni) 608 kr. 42 a. Prestsetrið er í góðri byggingu nú og næsta fardagaár. Veitist frá næstu fardögum. Auglýst 19. þ. m. Umsóknarfrestur til 12. maí. Aflabrögð eru ágæt austanfjalls, bæði á Stokkseyri og Eyrarbakka og einkum í Þorláks- höfn. I Selvogi hefur og aflazt vel á færi. —' Þilskipin hér afla einnig vel, og kom eitt þeirra hingað í gær með 7000. Ófimleg vörn. Illa hreint fyrir sínum dyrum þykir vinur Björn hafa gert f síðustu Isafold gagnvart sýslu- manni Snæfellinga. Af því að karlinn gat ekki látið vera að reka hnýflanaíÞjóðólf, þótt honum sé mál þetta alveg óviðkomandi, þá má ekki minna vera, en að Birni sé bent á það í einlægni, að hann á enn ept- ir að svara grein sýslumanns, og gera meðal annars grein fyrir, hvernig á því stendur, að Björn telur sent úr Snæfellsnessýslu 636 kr, en sýslum. sannar ept- ir Isafold, að það hafi hlotið að vera að minnsta kosti 652 kr., auk einhverrar óákveðinnar upp- hæðar, sem send hafi verið (frá frú Sofifíu Ein- arsd.,) og sýslumaður veit ekki, hve há hefur ver- ið. Menn bíða því með óþreyju eptir a3 Björn skýri þessa ósamkvæmni viðunanlega, því að hauga saman fúlyrðum út í loptið sannana- laust, er engin vörn eða skýring. Það var líka hlegið dátt að þessari svonefndu vörn hans síð- ast, ekki af fyndninni í henni, því að hún er þar ekki til, heldur af því, hve ambögulega hún var rituð. »Björn er orðinn öldungis ómögu- legur að skrifa fyrir sig« sögðu sumir. »Hann hefur alltaf skrifað svona, aldrei getað gert það öðruvísi« sögðu aðrir. Og svo var hlegið enn meira, allt á kostnað Bjarnar. Það liggur þvl við, að Þjóðólfur kenni í brjósti um karltetrið. 48 fyrir framan hann, rétt eins og óþekkur krakki, sem á von á snuprum. Það var ekki vegna þess að hann væri neitt byrstur eða kuldategur, því hann var þvert á móti mjög vin gjarnlegur, gerði að gamni sínu og talaði við föður minn um fornar samveru- stundir. Eg hafði hugsað mér margar fagrar ræður til varnar fyrir Guy og mig sjálfa, en þegar faðir minn sagði honum af ást okk- ar og grun sínum um Guy, þá vissi eg ekki, hvað eg átti að segja. Cromwell hlustaði á með athygli, en það hughreysti mig þó, er eg stóð með tárvot augu frammi fyrir honum, að mér virtist eg verða vör við dálitla glettni í augnaráði hans. „Jæja, jómfrú Dorothy", sagði hann, „við verðum að rann- saka málið og ef það sannast, að pilturinn sé skaðvænn almenn- ingi, þá verðið þér auðvitað að fara að óskum föður yðar“. „Eg fullvissa yðar hátign um“, dirfðist eg loks að segja, „að hr. Guy er alveg saklaus, þótt hann sé af ætt konungs- sinna og með því, að hann er maður vandur að virðingu sinni, rrundi honum aldrei geta komið til hugar að bindast samtökum við launmorðingja til þess að ryðja yður úr vegi". „Þegiðu!" sagði faðir minn byrstur, „hvað ætli slíkt barn sem þú, hafir vit á þess konar hlutum? Eg hef sagt, að eg hafi sannanir fyrir því, að Guy er í óaidarflokki þeim, sem hér er á vakki í grenndinni og yðar hátign mundi vera í mikilli hættu stödd, ef þeir vissu, að þér væruð hér“. „Það er satt, frændi", sagði Luke frændi með hinni hun- angssætu ísmeygilegu rödd. „Eg skammast mín fyrir, að barna- vinátta okkar hefur hingað til lokað vörum mínum, að því er snertir þetta afvegaleidda ungmenni; eg er hræddur um, að eg hnföi ekki átt að þegja svo lengi. Eg þarf víst ekki að spyrjai Dúf an. Dagbókarbrot eptir Dorothy Howard. Einn dag færði Jakob Wright mér dúfu; eg tók glöð við henni og rétti honum silfurpening til endurgjalds, en eg varð þó hálfsmeik, því eg þóttist verða vör við tortryggni í augum föð- ur míns, og var hrædd um, að hann mundi fara að spyrja mig spjörunum úr. Hann gat ekkert veitt upp úr Jakob, því mað- urinn var heyrnarlaus og mállaus og þar að auki var hann ekki neitt greindur. Hann lifði á því að ala upp og selja söngfugla og dúfur. Hefði faðir minn komizt að því, hver ætti fuglinn, þá hefði eg sannarlega haft orsök til hræðslu og þá hefði eg líklega ekki ritað sögu þessa, og það, sem meira er um vert, að allur heitnurinn hefði verið blekktur með fregn, sem ef til hefði breytt mjög rás viðburðanna. Eg varð því mjög fegin, er eg komst að raun um, að mér hafði skjátlazt. „Eg er hræddur um, að þú hafir hugann allt of mikið á þessu glingri, svo að þú gleymir mikilvægari málefnum, bæði andlegum og líkamlegum. Dorothyl", sagði faðir nrnn því næst kuldalega: „Eg vil ekki að þú kaupir meira af þessum gagns- lausu dýrum. Þú hefur nóg af þeim, — ogjafnvel allt of mikið. Eg vissi ekki hvað eg átti að segja, því eg heyrði vængja- þyt þeirra í loptinu. Eg var þar að auki svo glöð yfir því, að eg hafði sloppið svo vel og er eg hafði kvatt Jakob í skyndi, flýtti eg mér inn og lét dúfuna inn í körfubúr í herbergi, sem •eg mun nánar minnast á, áður sögu minni lýkur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.