Þjóðólfur - 11.04.1900, Page 1

Þjóðólfur - 11.04.1900, Page 1
■ ÞJOÐOLFUR 52. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 11. apríl 1900. Nr. 17. Stóri bankinn og stjórnarmálgagiiid. I. Frekleg ósannindi flytur »ísafold« eins og endrarnær 1 17. tölubl. 31. f. m., er hún segir afdráttarlaust, að allir alþingismenn, er voru á síðasta þingi, hafi verið með stóra bankanum danska, og séu því »liðar« hennar í því máli(!!). Þetta og því um líkt ber vott um svo mikið sam- vizkuleysi, svo mikla ósvífni í blaðamennsku, að það héldist hvergi uppi nema hér á Islandi. En þetta sýnir, hve ráðvandlega blaðið hagar sér í ritdeilum, og hvernig það virðir öldungis að vett- ugi óræk gögn og staðfest sannindi (facta). Það er þó víst öllum nægilega ljóst, að margir þing- menn bæði töluðu gegn málinu alvarlega og greiddu atkvæði gegn því á síðasta þingi. En hvað stoðar það. Hið sannleikselskandi stjórnar- málgagn telur þá alla á sínu bandi, alla með niálinu, að eins til þess að geta skammað Þjóð- ólf fyrir, að hann hafi brugðið ísafold um óþjóð- rækni og skammsýni í máii, sem allur þing- heimur sé samsekur henni í, nfl, bankamálinu. Blaðið virðist hafa lært þessa rökfærslu af »þing- manninum« sem látinn er skrifa um mál þetta í 15. tölublaði, því að hann gasprar mikið um, að að allt alþingi sé ófrægt með nokkrum línum í Þjóðólfi 9. f. m., þar sem talað er um »hvað stjórnarliðarnir vilji«, og að hverju leyti banka- málið sé sérstaklega athugavert. Úr þessu verð- ur hinum svokallaða »þingmanni« allmikill mat- ur, og getum vér ekki stillt oss um, að minnast á grein þessa örfáum orðum, því að hún er sttl- uð öldungis á Isafoldarvísu, og með jafn staðgóð- um og skynsamlegumástæðum(!) sem ritsmlðar henn- ar, svo að þessvegna gæti ritstj. Isaf. verið feður hennar. Hör. byrjar fyrst á þvt að varpa á borðið hsesta »tromfinu«, sem hann heldur, að hann hafi á hendinni í þessu máli. Og það er naln Bene- dikts heit. Sveinssonar! Sama gerði Indriði einn- ig í haust, en fékk þá svo laglega leiðréttingu eða áminningu hjá Þjóðólfi, að því hefur ekki síðan hreyft verið, þangað til þessi höf. víkur að þvt, en fer þó það varlegar en Indriði, að hann talar að eins um, að Benedikt hafi flutt málið mn á þing. Höf. hefur ekki fyllilega treyst sér til að veifa nafni Benedikts jafn óviðtirkvæmilega Iraman í þjóðina í sambandi við þetta mál, eins hg I. E. gerði. En meiningin hjá báðum er hin sama með þessu nfl. sú, að það hafi engu stður verið sjálfstjórnarflokkurinn á þingi, heldur en yaltýsflokkurinn, er fylgjandi varð þessu máli. I þessu er sá sannleiki fólginn, að flokkarnir hráðnuðu saman að nokkru leyti í þessu máli Þannig að ýmsir þingmenn úr báðum flokkum Ufðu því fylgjandi. Þjóðólfi hefur aldrei komið tl' hugar að draga fjöður yfir það. Hann neitar a'^rei staðfestum sannindum. En þá er eptir að yÞfga, hvernig á þessu stóð, og hversvegna Val- ^'ugar og málgagn þeirra hafa sérstaklega tekið fletta mál ag s^r 0g gert þag ag stnu flokksmáli, ^ert það að pólitisku máli, eins og það í eðli stnu ið er. Málið hefur af Valtýingum ver- ^ notaður sem fleygur tilað kljúfa ^e 1 rn a s t j ó r n a r fl o k k i n n . í sumar var heima- lórnarmönnum þetta alls ekki ljóst, þeir hugðu SUrnir þeirra) að þeir gætu óhætt tekið höndum saman við Valtýinga í þessu. En þessi bræð- ingur við Valtýinga var afaróheppilegur, eins og síðar kom í ljós, þá er málið og öll stefna þess tók að skýrast betur, og ljóst varð, að hverju það miðaði. En það sá þorri þingmanna ekki 1 fyrstu, þeir játuðu það sjálfir að þeir bæru ekki skyn á það, en flutu þó með margir, bein- línis sakir þess, að þeir vissu hvort sem var, að málið gat ekki orðið til lykta leitt á þessu þingi. Og til að losa sig úr allri ábyrgð sér þingið engin önnur fangaráð, en þessa einkennilegu og aumingjalegu þrotayfir- lýsingu, að biðja stjórnina(H) að hugleiða þetta fyrir sig, og hrinda því áleiðis, ef henni(!!) sýnd- ist það gott, þingið viti ekki hvort svo sé /eða ekki. Vesaldarlegri eða óviðurkvæmilegri yfir- lýsing eða beiðni hefur víst aldrei verið send frá löggjafarþingi Islendingi, og líklega ekki frá neinu löggjafarþingi í heimi. Þetta var vatn á mylnu Hafnarstjórnarmannanna — Valtýinga. — Nú höfðu þeir komið ár sinni vel fyrir borð, höfðu fengið vind 1 seglin með þvf að fá stofn- un þessa danska banka lagðan undir atkvæði stjórnarinnar, og nokkra heimastjórnarmenn á sitt band 1 því. Og það er auðsætt á öllu, að þeir eru staðráðnir í að færa sér mál þetta drjúgum í nyt við næstu kosningar — fleyta Valtýskunni á því inn á þing að nýju. Hann er ekki til- gangslaus, allur gauragangurinn um þetta mál í stjórnarblaðinu. Heimastjórnarmennirnir verða því vel að gæta þess, að hinum takist ekki að kljúfa flokk þeirra með þessum fleyg. Það er engin minnkun fyrir neinn að breyta skoðun sinni, þá er hann við rækilega íhugun sannfær- 1 ist um, að honum hafi skjátlazt. Sumir, ef ekki flestir þeirra heimastjórnarmanna, er á sfðasta þingi greiddu atkvæði með bankamálinu, munu nú horfnir frá þvf, er þeir hafa betur íhugað það í heild sinni og það, sem um það hefur verið ritað. Og það er alls enginn efi á, að á næsta þingi verður það ekki 1 flokki þeirra mála, »er mestri eindrægni hafa sætt á alþingi« eins og »þingmaðurinn« í Isaf. segir að það hafi verið á þinginu 1899. Svar gegn t , „naglaskap og nirfilshætti" isafoldar. Vfst er um það, að heimska mannanna get- ur orðið mikil, en á sitt hæsta stig kemst hún þó í »vestheimskunni«. Heimska er að skilja eigi það, sem satt er og rétt, »vestheimska« er það, að vilja eigi skilja það, en heimskastur er sá, sem eigi vill skilja. -—• I Isafold 31. f. m. gægist »vestheimskan« upp á milli línanna í grein, sem ber nafnið: »Nagla- skapur og nirfilsháttur« — og þettanafnber hún þvf sannarlega með rentu. Hver talar annars um, að kostir (o: gáfur)þingmanna fari eptir því, hvort þeir eru búsettir innanhéraðs eða utan? Enginn og allra sízt eg. Isafold hélt því fram, að það væri einungis í því að efla áhuga kjós- endanna, sem innan-héraðsmaður stæði betur að vígi en utanhéraðs, að öllu öðru jöfnu. Eg ætl- aði því einungis að benda á, að fleira bæri að taka f reikning þennan, eins og svo marga aðra reikninga Isafoldar. Vaðalinn, sem næst kemur, skoða eg bæði mér og málinu alveg óviðkom- andi. Það er auðsætt, að ritstjórann hefur vant- að mann til að ausa sér út yfir — og hefur svo skvett á ritstjóra »Þjóðólfs«, því að samkvæmt venju sinni hvarflaði hann frá málefninu, en tók manninn f þess stað. Ef til vill hyggur hann, að slíkt sé þjóðinni geðþekkt. — sMargur heldur mann af sér«. — Greinin virðist bera það með sér, að einungis hafi verið drepið á málefnið til þess að geta rutt úr sér afarflónslegum háðglós- um f ritstjóra Þjóðólfs — og með því að þessu er svo varið og ritstjóri Isaf. sýnir hinn rnesta »nirf- ilshátt« í öllu, nema »vestheimskum« bjánaskap og útúrsnúningum, þá verð eg að yfirgefa hann á þessum hans »glapstigum«, því að þar komast engir lengra en leirskáldin. — Þá kemur nú síðari hluti þessarar greinar. Ritstjórinn hefur áreiðanlega komizt í bobba, er hann átti að fást við málefnið, endadvelur hann eigi lengi við það. Þó drepur hann nægilega á. það til þess að sýna, hvað hann á við og hver sé tilgangur hans. Ræðuna, sem hann vitnar í, flutti doktor Valtýr — og er hún einhver sú allra vitlausasta ræða, er flutt hefur verið á alþingi. Ef til vill hefur hann (o: ritstj. Isaf.) hugsað á þessa leið: »Nú skal eg kveða alla mótstöðumenn mína í í kútinn með því að vitna 1 þingtíðindin. Eg trúi varla, að alþýðumenn fari að fletta þeim upp, og ef þeir gera það eigi, þá hefi eg þá alla á mínu bandi. Þeir hyggja þá, að þarna séu óræk- ar sönnur fyrir mínu máli. Einungis að vera nógu ósvífinn. Þá gengur það. Þetta er nú sfð- asta »tromfið» mitt; auðvitað er það hundur, en allt er undir því komið, hvort mönnum dettur f hug að stinga það — og svogun vinnur, vogun tapar«. — Bezt væri nú, ef menn vildu kynna sér umræðurnar um þetta mál, því að einmitt þarer flest hrakið af því, sem ísafold ætlar Þjóðólfi að hrekja. En með því að allir eiga eigi kost á þvf, að leita sér þessara upplýsinga, þá hefi eg f hyggju að drepa lítið eitt á ræðu þessa, því að í hana virðist ísafold hafa sótt alla sfna vizku.— Það einkennir mest ræðu þessa, hversu margt þar er á huldu. Ræðumaðurinn er að tala um skilyrði og skýrslur um alla mögulega hluti. Auð- vitað er allt þetta »heimulegt«, eins og hann komst að orði. Ef til vill hefur Isafoldar-skáld- íð orðið gagntekið af þessura dulda, ieyndar- dómsfulla krapti doktorsins. — Skilyrði þau, er síminn var bundinn, átti að veru »heimuleg«, því að auðvitað stóðu þau eigi í dönsku fjárlög- unttm. En hví þurftu þau að vera leynd? Orsök- ina birtir doktorinn alveg óvart sfðar í ræðunni. Noregur vildi eigi taka þátt í fyrirtækinu, enda gerðist þess alls eigi þörf. En þá skauzt Valtýr til stjórnarforsetans íNoregiogvar svo slingur, að hann gat með »góðum orðum og betaling« talið hann á sitt mál. En borgunin var landsímalagn- ingin. Svo til þess nú að styrkur Norðmanna kæmi að notum, setur norræna rafsímafélagið sama skilyrðið. En auðvitað var þessu haldið »heimulegu«, því að Valtýr er einn af þessum á- gætismönnum, er hirða eigi, að látagetið afreka sinna(!). Valtýr telur það víst, að kostnaðurinn þurfi eigi að vera nærri eins mikill og áætlan verkfræðinganna kveður á. (Fróður er docentinn, og eigi er kyn, þótt Isafold skírskoti til hans, en þó leyfi eg mér að hyggja, að Valtý muni vera annað hentara, en að »docera« verkfræði og sýnir hann það berlega síðar í ræðu sinni). Seg- ir hann þvl til sönnunar, að '’erklræðingitnum séu

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.