Þjóðólfur - 20.04.1900, Blaðsíða 2
7o
sjálfsögð, hefðu leyft. — Og þar er skerið, sem
brýtur á: íslenzka fátæktin og íslenzka einangr-
anin, hefur að litlu gert andans gáfu þessara
manna, og ótalmargra fortíðar- og nútíðar bræðra
þeirra, svo allt er hjáverk; hina sönnu nauðsyn-
legu tónmenntun vantar; fjárskortur og aðrar ís-
lenzkar ástæður, gera ljós þeirra að eins að tfru,
er snöggvast bregður fyrir bjartri, en verður fljótt
að slokkna, af því hún er ekki glædd. Hinn
eini ísl. maður, sem hefur öðlazt öll nauðsynleg
skilyrði til að njóta sín í fullum mæli f þessari
grein, er Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hann einn
hefur að þessu getað talizt sannarlegt tónskáld, en
sem landar hans fá svo eigi að njóta, og hann
getur eigi þrifizt hjá.
En nú virðist vera risinn upp »spámaður í
sínu eigin föðurlandi«, maður, sem getur átt sæti
á bekk með Sveinbirni, maður, sem telja má sann-
arlegt tónskáld, maðurinn er Bjarni prestur Þor-
steinsson. Að vísu mun honum sjálfum finnast
hann vanta mikið til að hafa náð hinni nauð-
synlegu menntun, til að geta staðið á sporði tón-
skáldum menntaþjóðanna; en mér finnst enginn
vafi á því, að eptir hátíðasöngnum hans að dæma,
sé hann þegar kominn svo langt, að hann vel
megi tylla sér á tónskáldabekkshornið með út-
lendum andans bræðrum sínum. Eg hafði fyrir
löngu séð nokkur sönglög eptir séra Bjarna, og
svo nú síðast þessi 6 sönglög hans, og hafði eg,
eptir þeim, sett hann í huga mínum ofarlega í
hagtæningaflokkinn. Lögin eru flest eptir mín-
tim tilfinningum lagleg, en alls eigi svo, að eg
taki ekki mörg önnur íslenzk lög fram yfir þau,
borin saman við anda tilsvarandi kvæða. En
þegar eg hafði farið í gegnum hátíðasönginn hans,
varð eg fyrst sannfærður um, að hann er sann-
arlegt skálrí, sem vér Isl. megum vera hreyknir
af. Já, hátíðasöngvarnir hafa hrifið mig svo, að
eg tel þá með hinni fegurstu kirkju-»musik«, er
eg hefi heyrt, og var þó spilarinn í meira lagi
lélegur, sem sé eg sjálfúr. Því miður hef eg ekki
tiæga tónfræðisþekkingu til að rökdæma skáld-
verk þetta til hlýtar, og læt mér færari mönnum
það eptir, en því að eins læt eg línur þessar
frá mér fara, að óhæfa má heita, að láta slíkt
verk, sem þetta óhreyft, svo mönnum sé hul-
ið, hvort nokkur sé þess kostur eða löstur, þar
sem verk þetta varðar eiginlega hverja kristna sál
1 landinu, en eigi sízt okkur prestana. Eg hef
ekki nema lauslega farið yfir bókina, og líka mér
safnaðarsöngvarnir yfir höfuð mæta vel, en
vera má, við nákvæma rannsókn, að eitthvað veru-
legt finnist athugavert; en eitt stakk í augu mér,
er eg fletti fyrst bókinni og veiklaði von mína
um, að söngurinn kæmist almennt á í fljótu bragði
í sveitakirkjum vorum: það eru hinar vandasömu
tóntegundir, sem flestir kaflarnir eru í; en vara-
samt er að setja nokkrum manni skammt um slíkt,
og játa eg, að tóntegundirnar séu vel valdar fyr-
ir eyrað, en viðvaningshöndum erviðar.
Við fyrstu 2 kaflana í jólasöngnum: »Intro-
itus«, og »Gloria in excelsis«, hef eg ekkert ann-
að að athuga en þetta, er eg hef sagt. Þeir eru
samdir, auðsjáanlega af stakri vandvirkni, ef til
vill með óþarflegri nákvæmni, að því er snertir
áherzlubreytingar. T. d. kemur fyrir í 4 töktum,
er koma hver á eptir öðrum þessar 5 áherzlu-
breytingar: »f«, »piu lento«, »dimin.«, »mf«, »a
tempo«, og það stundum 2 breytingar í sama
takti C. Orðin, sem sungin eru í þessum tökt-
um eru: »Miskunna þú oss, því þú ert heilag-
ur« (bls. 6). »Amen« á eptir »Gloria in excelsis«,
þykir mér mjög fagurt. Kaflinn: »Prefatio«, þykir
mér allur góður, en einkum þykirmér fagur kafl-
inn þessi: »Sannarlega er það rétt — fyrir J. Kr.
vorn drottinn« (bls. 8 og 9). Þó kann eg ekki
við samræmi raddanna (Harmoni)í5. takti á bls.
9, 1. takthluta: »ei«(lífi guð). Fremur óviðfelld-
ið fyrir eyrað finnst mér og á bls. 10 neðst: »veg«-
(inn), og sfðasti taktinn (undirraddirnar) á bls. ix:
»þinnar«. Síðasti söngurinn á Jólum: »Sanctus«,
þykir mér fyrirtak. Enn fremur kann eyra rnitt
ekki vel við takthlutann: (skuluð þér) sjá«, 1 »Exi-
tus« á Jólanótt, bls. 24: »Hallelúja« á Jólum, er
tilkomumikið, en nokkuð erfitt. Síðasti hlutinn
af »Litaníunni«: »Ó! dr., heyr vora bæn«, og þre-
falda »Amenið« á eptir, er að mínu viti afbragð.
Hér er fljótt yfir sögu farið, en ef einhver
tónfróður landi vildi nú rannsaka söngva þessa
náið, hef eg náð tilgangi mínum með þessum
línum. En sem önnur skáldverk, heyrir verk
þetta að mestu undir dóm tilfinninganna, svo að
því leyti geta dómarnir orðið margir og misjafn-
ir, en enginn mun þó neita því, að með söng
þessum höfum vér Islendingar eignazt fagran og
fáséðan gimstein, sem setja má á tíginn stað með-
al bókmennta vora.
Eg skal að þessu sinni ekkert dæmaumhin
nýju tónlög og messusvör. Eg er í vafa um, að
tónlagið taki fram því, sem yngri prestar hafa
haft (P. Guðjohnsen), en fyrir mitt leyti kann eg
bezt við gamia tónlagið (skólabænarlagið), þó aldr-
ei hafi eg haft það. Við sum messusvörin kann
eg betur o: ef þau eru tónuð og sungin með
samræmi (harmoni) séra Bjarna, því auðsjáanlega
er aðalgáfa og þekking hans fólgin í því, að sam-
ræma fagurlega fleirróma söng. Eins sakna eg 1
bók þessa, úr því hún inniheldur nýtt tónlag og
messusvör, en það er nýtt lag við innsetningar-
orð kveldmáltíðarinnar og sfaðir vor«.
Fyrir mitt leyti þakka eg svo bróður Bjarna
fyrir þennan fagra söng.
Quo vadis séra Fr, Bergmann?
Bróðurlega Bergmann ritar þú,
um bræður þína hér á fróni Isa,
sér þar ávöxt sé hann af þinni trú,
sér í verki búin er hún að lýsa.
Þú allvel sérð að ábyrgð þeim er létt,
í Ameriku, sem að tala og lifa,
og fyrir vestan lands vors lög og rétt,
að ljótt um oss er hættulaust að skrifa.
Af Islands prestum er mín staðföst trú,
þó úr þeim vilji fremur lítið gera,
að margir finnist læsir líkt og þú,
þótt láti þeir á sér nokkuð minna bera.
Sannleiks-elska sé þér nokkur hjá,
og sé það dyggð, sem penna þínúm ræður,
þá teldu fram á Fróni presta þá,
er fljúgast á um dauðra klerka skræður.
Hvað þá snertir, sem að heldur hel,
hvílast ætti í friði sérhver dáinn,
og séra minn, það sómir ekki vel,
svona’ að leggjast frekt á rotinn náinn.
Þó hjá oss bróðir, allmargt sé hér að,
er vér játum með þér einum rómi,
með hógværð mætti hygg eg, laga það,
heldur en þínum freka sleggjudómi.
Hvalgröfum í nóv. 1899.
Gudl. Gudmundsson.
Frá útlöndum.
Strandferðabáturinn „Hólar" komuhingað
loks 16. þ. m. frá Leith; hafði verið þar
6 dagaí haldi vegna ásiglingar á ensktskip fyrir
4 árum, eða áður en „Hólar" komst íeign sam-
einaða gufuskipafélagsins. Komst sætt á, og er
sagt, að skaðabættirnar fyrir ásiglinguna hafi
verið metnar 1300 pd. sterl. (23,400 kr.), sem
hinir fyrri eigendur „Hóla "(norskt gufuskipa-
félag)verðasjálfsagt að greiða,—Af Búastríðinu
er það að segja, að Búum hefur gengið betur
upp ásíðkastið. Á einumstað (við Reddersburg)
tóku þeir 450 manna til fanga af Bretum, særðu
33 en drápu 8. Hafði Gatacre hershöfðingi
sent lið þetta lítt vopnað til njósna, en Búar
ráðizt skyndilega á það. í blaðinu „Edinburgh
Evening News" frá 10. þ. m., er beinlínis
tekið fram, að þessi ógætni Gatacre’s ætti að
koma honum í koll síðar, þá er ófriðnum er
lokið, því að þá sé sjálfsagt að draga fyrir
lög og dóm bæði hann og aðra brezka hers-
höfðingja, er hafi farið heimskulega að ráði
sínu þar syðra og látið lið sitt gefast upp
fyrir Búum. („ísafold" talar eins og fávísar
konur tala. að því er fregnir af ófriðnum
snertir, og fer eptir einhverjum gömlum blöð-
um. Blað frá 10. þ. m. hefur hún nátturlega
ekki séð, og svo verður allt vitlaust hjá henni).
Hafa Bretar nú alls sent til Suður-Afriku
260,000 hermanna. Kvartað er um, að lið
Breta vanti bæði föt og hesta og þessvegna
geti Roberts ekki að svo stöddu haldið inn í
Transvaal. 22,000 skóladrengir í Fíladelfíu
sendu Búum hluttekningarávarp, og var einn
piltur sendur með það beinlínis suður í Trans-
vaal. — Banatilræði var prinsinum af Wales
veitt á járnbrautarstöðíBrússel, en var afstýrt
fyrir snarræði brautarstöðvarstjórans. — Vikt-
oría drottning komin til Dýflinnar og tekið
þar með kostum og kynjum. Ætla írar að
rifna af fagnaðarlátum yfir heimsókn drottn-
ingar.
Þáttur af Pétri hinum sterka á
Kálfaströnd.
6. Pétur fer á hvalfj'óru.
Það var eitt sinn, að hval rak á land innan
vert við Skjálfanda á Sandsreka; var hann eign
Grenjaðarstaðakirkju. Það var á útmánuðum. Var
þá hart manna á milli, og fyrir því lætur Grenj-
aðarstaðaprestur það boð út ganga, að enginn ut-
ansveitarmaður þurfi að ómaka sig eptir hval, því
hann verði alls eigi látinn út úr hreppnum. Frétta
Mývetningar nvalsöguna, er þeir eru við tíðagerð
1 Reykjahlíð og svo hver ummæli prestur hefur
haft. Var þá mjög hart í Mývatnssveit, því ör-
deyða hafði verið í vatninu langa hríð. Þykir
þeim Reykdælurn ómannlega fara, er þó hafi opt
mikla björg til þeirra sótt. Pétur á Kálfaströnd
er þar einnig staddur, og tekur hann undir með
sveitungum sínum, að hið versta fari þeim Reyk-
dælum „og hafa þeir", segir hann, „of margar
bröndur haft í brott frá mér, til þess að eg fái
ekki á diskinn minn hjá þeim, er þeir hafi þetta
happ hlotið, en hér hjá okkur er aflalaust með
öllu". Beinast menn nú að Pétriog skoraáhann
að fara ofan eptir og vita, ef hann fengi hval
með nokkuru móti. Telja ólíklegt, að þeir léti
hann synjandi frá sér tara „enda máttu trútt um
tala, að því er snertir uppáhjálp þína og silungs-
gjafir við Reykdæli". Verður það úr, að Pétur
fullræður ferð sína ofan á hvalfjöruna. Leggur
hann af stað, þegar er hann fær þvl við komið,
við þriðja mann. Eru það synir hans tveir, hvort-
tveggja unglingar, sem eru 1 för með honum, ann-
ar 15 vetra, en hinn 17 vetra að aldri. Fara þeir
fótgangandi og hafa ekki meðferðis utan bönd til
að bera í hval, ef þeir fengi. Segir ekki af ferð
þeirra, fyr en þeir koma á hvaltjöruna og eru
menn þá sem óðast að hvalskurði og brottfærslu
hans. Tekur Pétur menn tali og gerir uppskátt
um erindi sín þangað, biður að menn veiti sér
úrlausn nokkra. Vikust menn heldur ógreiðlega
undir bænir hans og vísaði hver frá sér, segja sem
var, að bannað var að láta nokkuð til utanhér-
aðsmanna, „og muntu það heyrthafa; stoðar ekki
að fara slíks á leit", segja þeir. Var það einkum
Ness-presturinn, er lagði móti Pétri og svo aðrir
þeir, er höfðu umsjón og ráð á hvalnum. Held-
ur Pétur á sínu máli og gengur lengi milli manna,
en fær litla áheyrn. Snýr loks í brott í styttingi
og segir um Ieið, að ekki nenni hann lengur að
knékrjúpa þeim, og fari þeim lítilmannlega. „Á
eg ofmarga silungsbita niðri í ykkur Reykdælum
til þess að þið látið mig fara synjandi, þá einu
sinni eg leita til ykkar. Hafi þið löngum leitað
til mín og sveitunga minna 1 skorti ykkar og
bjargarleysi og höfum við jafnan bætt úr þvíept-
ir föngum; má vera, að það verði sjaldnar hér
eptir en hingað til, Verður ekki af kveðjum og