Þjóðólfur - 20.04.1900, Side 3

Þjóðólfur - 20.04.1900, Side 3
% er Pétur allreiður. Synir hans fylgja honum. Þeg- ar þeir eru allskammt komnir, kemur maður hlaup- andi eptir þeim; hann kallar og biður þá bíða og svo gera þeir. Var hann sendur af forráða- mönnum hvalsins; „mæltu þeir, að þú skyldir aptur hverfa, Pétur, og vilja þeir finna þig“. Pét- ur snýr aptur og þó heldur seint, og er hann kemur á hvalfjöruna, er honum gerður kostur á að fá það af hval, án þess verð komi fyrir, sem nann og drengir hans orki að bera upp eptir. En þó var sá galli á gjöf Reykdæla, að sá skiidagi fylgdi, að aldrei máttu þeir leggja af sérbyrðarn- ar, fyr en heim var komið. Gengur Pétur að þessu, en segir, að ekki megi þeir taka hart á drengjunum óhörðnuðum, þótt þeim verði það að tylla sér niður, „en leggi eg af mér minn bagga, skal ykkar hvalur sá fullu verði goldinn", segir hann. Tekur nú Pétur að tína saman hvalþjósir og leggja í byrðar; ætlar hann drengjunum, þeim eldri 16 fjórðunga, en hinum yngri 14 fjórðunga. Að því búnu tekur hann að bera saman þjósir í bagga handa sér, og þegar hann hefur fengið svo mikið sem honum líkar, eru það 3 vættir „og mundi eg hafa bætt þeirri fjórðu við hefði eg aldrei komið að Bustarfelli“. sagði hann. Halda þeir nú af stað og fara sem Ieiðir liggja; segir ekki af ferðum þeirra, fyr en þeir eru komnir fram og upp á Mývatnssand. A sandinum er alda sú, er Mývatnsalda nefnist og sér þaðan fyrst ofan á Mývatnið, er að neðan kemur. Þangað höfðu þeir feðgar haldið í einum áfanga hvíldarlaust í fremur þungri færð. Biðja nú drengir föður sinn, að þeir megi hvílast lítið eitt og leggja af sér byrðarnar; segir hann, að svo verði að vera, að þeir kasti mæðinni um stund, en sjálfur gengur ^ann um gólf með sinn bagga. En er þeir hafa dval- ið þar þá hríð, er Pétri llkar, halda þeir af stað og létta eigi fyr, en heima á Kálfaströnd. Þá var Pétur sextugur að aldri, er hann fór ferð þessa. ____________ Forngripasafnið er nú allt flutt fyrir nokkru úr alþingishúsinu, og lokið við að skipa því niður áefra lopti í bankahúsinu. Hefur nið- urröðun þess þar tekið alllangan tíma, endavirðist veravel frá hennigengið. Er nú safnið miklu ásjá- legra en fyr, þá er svo hefur rýmkazt um það. Mun allvel mega una við húsnæði þetta fyrst urti sinn. Var og full þörf á þessari breytingu, því að hús- rúmið í alþingishúsinu var orðið öldungis ónógt fyrir safnið, svo að hrúga varð þar hverju innan um annað. Utlendingar, er skoðuðu safnið þar, voru einnig hissa á, að svo markvert safn skyldi ekki hafa veglegra húsnæði. En mikil vöntun mun mörgum þykja, að ekki er til nein hand- hæg prentuð skrá yfir safnið, er menn geti áttað sig eptir, eins og alstaðar tíðkast við söfn erlend- is, jafnvel þótt lítilsháttar séu. Líklega verður bætt úr þessu von bráðar, því að ekki þyrfti það að verða neinn gífurlegur kostnaður. Landskjalasafnið er nú flutt saman á einn stað upp á lopt í alþingishúsinu, þar sem forngripasafnið var áður. Er nýi skjalavörð- urinn dr. Jón Þorkelsson tekinn að skipa því þar niður og skrásetja sýsluskjalasöfnin, sem flest hafa verið fremur illa hirt og mjög óskipulega frá þeim gengið. Vanta enn skjalasöfn úr all- mörgum sýslum, en þau koma vonandi bráðlega. Elzta dómabók sýslumanna í safni þessu (ný- fundin) er dómabók Jóns Vigfússonar eldra sýslu- manns í Arnessýslu, og hefst 1666, en er mjög skemmd og stórglompótt. — Af því að biskups- skjalasafnið er ein deild landskjalasafnsins, eiga allar prestsþjónustubækur, reikningsbækur og bréfabækur frá prestaköllum, sem nú eru ekki beinlínis notaðar, að séndast þangað, og mun landsstjórnin gera gangskör að þeirri smalamennsku, «r fyr skyldi hafa gerð verið, því að mikill fjöldi slfkra bóka mun glatazt hafa, einmitt á sfðari hluta þessarar aldar. Sjónleikar. Leikfélag bæjarins hefur nokkur kveld leikið nýjan leik, er einusinni áður ^efur verið leikinn hér fyrir löngu (1866). Það 7i er leikurinn »Skríll« (»Pak») eptir Thomas Overskou. Hefur leikur þessi verið mjög vel sóttur og þykir allskemmtilegur, þótt gamall sé, og þess vegna orðinn nokkuð á eptir tímanum, með því að hann er miðaður við þann hugsunar- hátt, er all almennur var fyrir miðja þessa öld, þá er stéttarígur og fyrirlitning hinna svo köll- uðu heldri manna fyrir lægri stéttum var miklu algengari en nú, þá er heita má, að slíkur rfgur sé að miklu leyti horfinn, eða komi að minnsta kosti allt öðruvísi fram en fyr. En þrátt fyrir það hefur þó leikur þessi jafnan almennt gildi og flytur þennan alkunna sannleika: um aðalmanns hjarta undir úlpu grárri og að opt fari saman konungs hjarta og kotungsefni. ■— Leikur þessi er yfir höfuð vel leikinn og sumum leikendunum tekst afbragðsvel t. d. Jóni Jónssyni (frá Ráða- gerði) er leikur Lillie barón, heimsmann mikinn léttúðugan og lauslyndan, er ekki hugsar um neitt nema að blekkja aðra með kurteisu látbragði og fagurgala og vera sér úti um auðugt kvon- fang. Tekst Jóni mjög vel, að sýna lausagopa þennan, eins og hann er til orðs og æðis, strok- inn og fágaður með »fínu« látbragði. En hing- að til hefur verið erfitt að fá menn hér til að leika slík hlutverk. Og það hefur vanalega tekizt illa. En nú er maðurinn fenginn, er kann að haga sér að heimsmanna sið á leiksviði og tala með þeirri tilgerð, er slíkum herrum er lagin. Vagtel sekre- teri (Kr. Þorgrímsson) er vel leikinn og all eðli- lega og frú hans (Gunnþórun Halldórsdóttir) sömuleiðis. En hún er ofungleg á leiksviðinu. Palle Bloch bátstjóri (Árni Eiríksson) tekst einnig vel, en gerir sig of loðmæltan, svo að málróm- urinn verður óskýrari en þyrfti. En að öðru leyti er Palle hinn röggsamlegasti og alls ófeim- inn. Er leikandinn einnig orðinn þaulvanur á leiksviðinu, og hefur sýnt, að hann getur tekið að sér ýms ólík hlutverk, með ólíkum lyndiseink- unnúm og farið vel méð. En það er ekki á allra færi. Frú Sigríður Jónsdóttir leikur Elen Bloch vonum betur, og sjálfsagt einna bezt af því, sem hún hefur hingað til leikið. Að Matthildi (frú Þ. Sigurðard.) kveður ekki mikið, en þó ekki ó- eðlilega né ólaglega með efnið farið. Quittbók- sali (Fr. Guðjónsson) er all hávær og aðsúgs- mikill. Er málrómur hans ekki sem eðlilegastur, og heldur um of skrækur. En fjörlega er Quitt leikinn. Yfirleitt má segja, að leikur þessi hafi tekizt vel, þótt ýmsa smávegis agnúa megi á hon- um finna. Sæluhúsið á Mosfellslieidi. Eg finn það helga skyldu mína, að láta þess getið opinberlega, hve óhæfilega illa er hirt um sæluhúsið á Mosfellsheiði, sem á að vera til skýlis og hælis ferðamönnum, er yfir heiðina fara á vetr- ardegi. Þá er heilsa og líf manna er í veði er það ófyrirgefanlegt hirðuleysi að láta hús þetta vera, eins og það nú er, því að það væri miklu betra, að þar væri ekkert sæluhús;þá reiddu ókunnir menn sig ekki á að leita þar skýlis, sem þeir nú kunna að gera. Og geta þá afleiðingarnar orðið hinar voðalegustu. Þá er eg kom að húsinu síðastliðið laugardags- kvöld, var þar svo umhorfs, að hurðin var brotin af hjörunum og lá inni í húsinu, er var sneisafullt af snjó upp í mæni, og því ómögulegt fyrir nokkurn mann að haldast þar við, því síður að koma hest- um inn. Glugginn á húsinu var mölbrotinn, svo að þótt rnenn hefðu getað grafið sig þar niður í snjó- inn, var miklu verra þar að vera, en út á víðavangi. Eg hafði ætlað mér að borða í húsinu óg jafnvel að láta þar fyrir berast um nóttina, en það voru engin tiltök og eg kaus heldur að sitja úti við snæð- ing. Það vildi til að veður var allgott, svo að eg gat haldið leiðar minnar og komst kl. 1 um nóttina, ofan að Miðdal. Eg ímynda mér ekki, að það sé prakkaraskap ferðamanna að kenna, að húsið er hurðarlaust og gluggalaust. Mér er nær að halda, að það stafi af eptirlitsleysi og trassaskap þeirra, sem eiga að sjá um það, því að eg býst við að einhver eigi að gera það, þar sem líf manna getur legið við, ef húsið er óhæfileg vistarvera fyrir menn, er þangað leita í nauð. Það er seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann, og væri því sæmra að koma í tíma í veg fyrir, að stórslys hljótist af þessu hirðuleysi. Eg vil því alvarlega leyfa mér að skora á þá, er annast eiga um að halda húsinu í viðunanlegu standi, að þeir gæti betur skyldu sinnar hér eptir en hingað til, svo að það geti borið nafnið „sæluhús" með réttu. Eg geri ekki ráð fyrir, að ferðamenn mundu skemma húsið af tómum þorparaskap. Að minnsta kosti ætti hver maður að telja það helga skyldu sína, að hlynna sem bezt að þessu bráðnauðsynlega skýli á svo löngum og fjölförnum fjallvegi, sem Mosfellsheiði er. Staddur í Reykjavík 9. apríl 1900. Ferðamaður. Farþegar hingað með »Hólum« frá út- löndum voru: Ólafur Árnason kaupm. á Stokks- eyri með frú sinni og Grímur Laxdal verzlunarstj. frá Vopnafirði. — »Hólar« fóru austur um land í fyrra dag, 4 dögum á eptir áæt.lun. Nýjar sýslanir. Samkvæmt veitingu á síðustu fjárlögum handa tveimur póstafgreiðslu- mönnum hér í Reykjavík, hefur landshöfðingi nú eptir tillögum póstmeistara, skipað þá Þor- leif Jónsson alþingismann á Sólheimum og Vilhjálm Jónsson cand. phil. til að gegna sýslunum þessum. Er þessu svo skipt, að Þ. fær 1500 kr. árslaun, en V. 1000 kr. Veturinn, sem kvaddi í fyrra dag hefur verið óvenjulega góður, líklega einhver hinn bezti á allri öMinni, frost aldrei til muna og snjóalög með langminnsta móti, að því er frétzt hefur úr sveitum. Heybirgðir alstaðar nægar og víða hér syðra búið að sleppa fé fyrir nokkru. Ljósmóðipin. I. Ný kennslubók. Nýprentuð er kennslubók handa yfisetukonum „löguð eptir þörfum yfirsetukvenna á íslandi", eptir hinn góðkunna kennara í fæðingarfræði, landlækni dr. J. Jónassen. Bók þessi er í mörgu tilliti betri en hin eldri kennskubók í þeirri fræði, talsvert styttri og auðveldari, og með fleiri myndum til skýringar. Það sem dregið hefur verið úr hinni bókinni, er mest endurtekningar og annað, er enga þýðingu hefur, en aptur á móti eru í þessari bók ýmsar nýjar greinar þess efnis, sem mikla þýðingu hefur og er nauðsyn- legt fyrir hverja yfirsetukonu að vita. Bókin kostar að eins 2 kr., og vil eg ráða öllum yfirsetukonum til að eignast hana. Hún er skemmtileg aflestrar, og vér þurfum ætíð hvort sem er, að lesa upp, — og reyria að læra og hagnýta okkur allt, sem að gagni má koma fyrir stöðu okkar, til að ryðga ekki í fræðunum og fylgja með framförunum á því svæði. Sú yfirsetukona, sem þetta vanrækir, er ekki starfa sínum vaxin. 11. Val yfirsetukvenna. Jafnframt vil eg leyfa mér að benda á, að ekki væri vanþörf á að vanda betur val yfirsetukvenna- efna, en gert hefur verið stundum að undanförnu. Á þetta hefur að vísu verið minnzt áður (sbr. Fjall- kon. í maí 1894), en dæmin sýna að ekki er van- þörf á að endurtaka það. Það þyrfti að reisa skorð- ur við því, að ekki væru „kosnar" eða sendar til náms — konur eða stúlkur, sem svo að segja skort- ir allt til að geta orðið góðar yfirsetukonur, geta því ekki tekið það að sér, eða gefast upp eptir 1 — 2 ár. Dugir ekki að taka til þess hverja sem býðst, þótt hvatirnar, ef til vill, eigi sé aðrar en að fá að ferðast til höfuðstaðarins og dvelja þar um tíma á landsj. kostnað, eða að ná í þennan litla styrk, yfir- setukvennalaunin. Að minnsta kosti rnætti gera þeim að skyldu, að hafa með sér heilbrigdisvottorð frd héradslœkni, svo þær færu ekki til náms með stórkostlegan heilsubrest, og þyrftu þessvegna að vera til lækninga jafnframt náminu. Helzt ætti yfirsetukonan að vera gædd með- fæddum hæfileikum, svo sem: handlœgni, hjúkrun- arndkvæmni, stillingu og kjatki, samvizkusemi, hreysti o. s. frv. Rvík, 9. aprfl 1900. Þ. Á. Björnsdóttir. (ljósmóðir).

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.