Þjóðólfur - 04.05.1900, Blaðsíða 1
M
ÞJOÐOLFUR
52. árg
Reykjavík, föstudaginn 4. maí 1900.
Nr. 20.
THULE
er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum.
Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður,
Þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE
er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar-
'nnar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis
Ljá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs-
manninum.
BERNHARÐ LAXDAL.
Patreksfirði.
Stóri bankinn
Og
stjórnarmálgagnið,
iii.
(Síðasti kafli).
Það er ekki til neins að veifa þvt framan 1
Þjóðina, að fyrirtæki þetta verði íslenzkt og öll
umráð yfir þvíhjáísl. þjóðinni, af þvl, »að ætlazt
se til, að 3/s af hlutafénu verði 1 höndum íslend-
mga«, því aðþetta verður aldrei öðruvísien á papp-
tfnum, nema ef til vill að því er hluttöku landsjóðs
snertir, svo framarlega sem honum verður dreift
v>ð þetta fyrirtæki, eins og þingið ætlaðisttil, og
Leinlínis stendur í frumvarpinu, er neðri deild
satnþykkti, þ. e. að landsjóður hafi rétt til að
skrifa sig fyrir hlutum í bankanum, er nemi allt
að 2 miljónum króna. Og samt er þessi Isa-
fóldarhöf. svo bíræfinn, þvert ofan ífrum-
varpiðsjálft, og umræðurnar á þingi,
a9 hann segir blátt áfram: »Enginn maður hef-
Ur fram á það farið með einu orði, að hlutafé-
lagsbankinn fái einn eyri af landsjóði eða land-
sjóðstekjum til umráða«. Einmittþað. Hann er
e'nstaklega skemmtilegur þessi náungi. Sá er
ekki smeikur við, þótt hann snúi öllu öfugt. Eða
er það meining mannsins með þessum ósannind-
11 u>, að bankinn eða bankaráðið hafi alls ekkert
Vald yfir þessum 2 miljónum, sem landsjóði er
^stlað að eiga í bankanum? Eiga þessar miljón-
lr frá landsjóði að vera þar alveg út af fyrir sig,
öteð sérstakri stjórn, bankaráðinu óviðkomandi(l)?
■^nnaðhvort veit maðurinn ekki, hvað hann er
að segja, eða hann skrökvar hreint og beint gegn
Letri vitund, að eins til að villa lesendunum sjón-
lr og atyrða Þjóðólf, því að óskiljanlegt er, að
Oiaðurinn sé svo skynlítill, að hann hafi enga
hugmynd um, hvað gerzt hefur á þingi i þessu
^úli, úr því að hann þykist vera þingmaður,
Hann klifar stöðugt á því, að íslendingar eigi
að hala 3/5 af hlutaíé bankans, en neitar því
Sa®t, að landsjóður sé þar nokkuð viðriðinn. Veit
ekki þessi veslings maður, að einmitt % af þess-
um 3j$ eru þær 2 miljónir, sem landsjóði var ætl-
að að leggja i fyrirtækið, en */5 eða 1 miljón
Var ætlazt til að landsmenn sjálfir skrifuðu sig
Trir, sem aldrei mundi verða í reyndinni, að
^innsta kosti ekki nándarnærri svo mikil upp-
L^ð, eins og fyr var ávikið. Það ríður sannar-
ega ekki við einteyming þekkingarleysi ísafold-
arhöf. á þessu máli. Hann kemst í hverja mót-
sögnina annari verri, bæði við sannleikann og
®jálfan sig.
Þessi virðulegi höf. klykkir grein sína út með
Lv > að seðlaútgáfurétturinn sé alls ekki seldur
onum í hendur, af því að íslendingum sé ætl-
a að eiga mestallan bankann(!?), og að réttur
þessi sé ekki veittur til 100 ára, af því að land-
sjóði sé veitt heimild til að kaupa hlutina eptir
40 ár. Þessum þýðingarlausa (var)nagla var
smeygt inn í frumvarpið á þingi. Og það hefur
verið vitnað í hann síðar, eins og öllu væri borg-
ið, ef þessi öryggisnagli stæði þarna í frumvarp-
inu. Hins hefur slður verið getið, hversu senni-
legt það væri, að landsjóður keypti upp þennan
»stóra« eptir 40 ár, auk þess, sem ætla mætti,
að stjórnendum bankans veitti ekki svo erfitt, að
fá þessu kippt burt úr lögunum, áður en þessi
40 ár væru liðin, svo framarlega, sem þeir sæju
sér nokkurn leik á borði með því.
Hvers vegna skyldu Islendingar þurfa að vera
í makki við danskinn með þessa bankastofnun?
Geti landsjóður lagt 2 milj. kr. til hennar og
landsmenn 1 miljón, skyldu þá ekki vera nein
ráð fyrir landsjóð að bæta t. d. 1—2 miljónum
við með því að taka lán, og stofnsetja svo banka,
reglulegan íslenzkan þjóðbanka, fyrir eig-
inn reikning? Þurfum vér á dönskum Gyðing-
um að halda til þess? Þurfum vér að sækja þá
til að öðiast þau hlunnindi (!) að fá lánaða hjá
þeim peninga gegn 8%(!!) vöxtum? Ogþaðmá
sanna, hvenær sem vill, enda ámargra
vitorði hér í bænum, að einmitt svona
gífurlega vexti hafahinir dönsku for-
kólfar, erhingað komu í sumar, heimtað
af peningum þeim, er þeir lánuðustöku
m ö n n u m h é r . Og þessa snöru vilja allmarg-
ir Islendingar nú snúa að hálsi sér.
Hinum virðulega Isafoldarhöf., sem er að
illskast við Þjóðólf fyrir afskipti hans af þessu
máli, hefði verið sæmra að kynna sér málið dá-
lítið betur, áður en hann fór að blaðra um það
í stjórnarmálgagninu. Það var hreinasti óþarfi,
því að það var nóg komið þar af öðru eins góð-
gæti, öldungis jafn viturlegu og vel úr garði gerðu,
eins og grein þessa svo nefnda »þingmanns«,
sem skríður í myrkrinu og þorir ekki að nafn-
greina sig, en hleður saman staðlausum aðdrótt-
unum og ókvæðisorðum til Þjóðólfsf skjóli stjórn-
armálgagnsins. Hann er auðsjáanlega af sama
sauðahúsinu, sem ritstjórar þess, ef það eru ekki
þeir piltar sjálfir í dularklæðum, sem sennilegt
er. Oss hefði ekki komið til hugar, að gefa rausi
þessu nokkurn gaum, ef greinin hefði ekki verið
svo fruntalega rituð, og borið svo frekleg ósann-
indi á borð fyrif þjóðina í þessu þýðingarmikla
máli, að slíkum ósóma mátti ekki ómótmælt vera.
En að öðru leyti kemur oss ekki til hugar að
deila við skugga-svein þennan frekar, þótt hann
fari enn á stúfana í stjórnarmálgagninu, heldur
snúa oss að hinum réttu málsaðilum, Isafoldar-
kempunum, sem látið hafa þvætting þennan nafn-
lausan á »þrykk út ganga«.
Til millibilsritstj. „þjó3viljans“,
frá Skagjirðingi.
Það er kynleg meinloka í höfðinu á nefndum
ritstjóra (Sig. Stefánssyni), þar sem hann talar um
orð mfn í 2. tbl. »Þjóðólfs« þ. á., eins og þau
væru argasta níð um prestastéttina hér á landi,
og bendlar við þessa meinloku sína ritstjóra »Þjóð-
ólfs«, séra Pétur heitinn á Víðivöllum og ýmsa
Skagfirðinga lffs og liðna.
Þegar eg hripaði upp áminnst greinarkorn,
datt mér í hug, að haga orðunum svo, að giein-
in yrði lesin og tekið eptir henni, ekki síður en
öðrum fréttapistlum hingað og þangað að. Grein-
in talar um prestana með líkum orðum og lík-
um anda og opt heyrist á þá minnst í ræðum
og ritum. En svo sýnir hún líka nokkurnveginn
ljóst, að undir niðri telji höfundur hennar margt
það ómaklegt, sem látið er fjúka um þessa stétt.
Þetta hafa einnig þeir skilið, sem eg hef
heyrt minnast á greinina, að undanteknum rit-
stjóra »Þjóðviljans«.
En hví stökkur hann nú upp á nef sér, þegar
alls ekki e r hallað á stétt hans, en hefur endr-
arnær vanalega leitt það hjá sér, að bera blak
af stéttarbræðrum sfnum, þótt þess liafi þurft?
Máske hann sé í rauninni minna að hugsa um
heiður prestanna, en um hitt, að fá færi á að
skeyta skapi sínu á ritstjóra »Þjóðólfs?«
Af því að ritstjóri »Þjóðviljans«, virðist aldr-
ei hafa tekið eptir neinni hnútu, sem presta-
s t é 11 i n n i hefur verið rétt, þá vil eg benda hon-
um á fréttagrein úr Eyjafirði, er stendur í Þjóð-
ólfi 16. febr. í vetur, af þvl að greinin kemur
honum sjálfum við, ásamt þeim öðrum prestum,
sem langar til að vera á alþingi. — Hún endar
þannig:
»Rétt væri af okkur, að kjósa einhvern
bónda......... í öllu falli munnm við ekki kjósa
prest á þing, því það þyrfti sannarlega að fækka
um þá vöru á þingi«.
Sömu hugsun, sem felst í þessum orðum,
mætti segja þannig:
»Þótt oklcur byðist alþingismannsefni, sem
væri öllum beztu þingmannskostum búinn, þá
mundum við ekki kjósa hann, ef hann skyldi
teljast til hinnar skaðvænu prestastéttar«.—
Og þetta eru þó góð og meinlaus orð í sam-
anburði við ýmislegt annað, sem prestastéttin hef-
ur fengið á síðustu áratugum, enda hefur »Þjóð-
ólfur« ekki verið málgagn prestanfðinga. — Það
er ekki ofsögum sagt, að þessi stétt hefur ein
verið tekin fyrir að undanförnu, og látlaust smán-
uð og svívirt í ljóðum, skáldsögum, blaðagrein-
um, á þingi og víðar. Þetta væri ekki erfitt að
sanna með því að safna í eina bók því helzta,
sem sagt hefur verið í þá átt. Verið gæti, að
sá ritlingur gengi talsvert út, og ýmsum þætti
hann skemmtilegur og eigulegur, því að ekki
hefur borið mikið á gremju hjá alþýðu manna
yfir ummælunum um prestastéttina. Þvert á
móti veit eg ekki betur, en að margir lesi þau
og heyri með ánægju, og að þeim sé dátt í geði,
þegar eitthvert hnittilegt skammaryrði kemur um
prestana. í því valdi skáka líka hinir mikils-
virtu höfundar. — Varla minnist eg þess heldur,
að frá alþýðu manna hafi heyrzt opinberlega
nokkur rödd, sem hafi mælt prestunum bót.
Mundi nú þessi aðferð höfð og mönnum hald-
ast hún svo vel uppi, ef prestastéttin væri almennt
álitin gagnleg og nauðsynleg fyrir landið ? En sé
hún það ekki, þá verður að skoða hana sem
plágu, því að stórfé kostar hún þó landið alls yfir.
Og þannig hef eg leyft mér að segja, að
margir skoði þessa stétt, og ætla eg ekki að biðja
ritstjóra »Þjóðviljans« forláts á þeim orðum mín-
um, enda þótt hann kalli þau níð frá mér um
prestastéttina.
Það, sem eg hef sagt um fátækt prestanna,
sný eg ekki heldur aptur með. Þar sem eg þekki
til um landið, lifa flestir prestar við mikla ör-