Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.05.1900, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 23.05.1900, Qupperneq 1
M ÞJOÐOLFUR 52. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 23. maí 1900. Nr. 24. Dr. G. Brandes um íslenzkar bókmenntir. Fréttaritari Þjóðólfs { Kaupm.höfn ritar blað- inu í f. m. á þessa leið: í 23. hepti af ritsafni hins nafnkunna rithöf- undar, dr. Georg Brandes’, sem bókaverzlun Gyld- endals hér í Kmhöfn er að gefa út, eru tveir stuttir þættir um ísl. bókmenntir, annar eingöngu um Gest Pálsson, hinn um nýjan ísl. skáldskap. Það er ekki í fyrsta sinni, að dr. Georg Brandes hefur leitt athygli að íslenzkum bókmenntum, og hann hefur ávallt gert það hlýlega, en eins og við er að búast, vantar hann nægilega þekkingu, þar sem hann skilur ekki mál vort, og gerir sér auðsjáanlega í hugarlund, að ísl. bókmenntirnar frá seinni tímum séu langtum fjölskrúðugri og kostabetri, en þær eru. Gest Pálsson þekkir Brandes einkum frá þýð- ingum H. Wiehes. W. þýddi fyrir nokkrum ár- Um fjórar af skáldsögum Gests á dönsku og virð- ist honum hafa tekizt það vel. Um þessar skáld- sögur segirnú dr. G. B. meðal annars: (samiritdóm- urstóðaðöðru leyti orðréttí Pólitiken 29.jan. 1897). »Þær eru ágætar í sinni röð. Kemur þar fram há- menntaður, skarpskyggn maður, maður, sem kann að lýsa lífinu og lætur ekki blekkjast, maður, sem er sannarlegt skáld, með viðkvæmum til- finningum og heimsádeiluhæfileikum. — — — Sérhver þessara smásagna hefur sína kosti -- — —. Tilhugalífð er rækileg heimsádeila, viðkvæm að efni, en beiskyrt í lýsingunni á valdi hins illa í heiminum, og þannig hugsuð og sam- in, að hinir nafnkunnu rússnesku skáldsagna- og smásagnahöfundar gætu eignað sér hana. Sfð- asta sagsn: Vordraumur skarar samt fram úr hinum; hún er svo vel rituð, og lýsir svo lip- urt og skýrt aðalpersónunum, að hún ein er full- komlega virði þeirrar litlu upphæðar, er öll bók- in kostar. Aðdáanlega yndisleg er lýsingin þar á kvennmanni einum, er getur skoðast sem há- menntuð, frjálslynd, íslenzk stúlka — — — —. I seinni þættinum getur dr. Brandes þess fyrst, að í tímaritinu »Vagten« 1899 hafi birzt grein eptir Olaf Hansen um ný-ís- lenzkan skáldskap, og séu þar nokkur ísl. kvæði þýdd, sem sýnishorn. Svo bætir dr. Br. við: »Þannig er þá loks byrjað á því verki, er vér lengi höfum óskað og vonað, því verki, sem á að gera nútíðarskáldskap íslendinga kunnan í Danmörku og hugþekkan hinni upprennandi kyn- slóð, vekja frjófgandi innbyrðis áhrif milli ís- lenzkra og danskra fagurfræðilegra bókmennta ■°g rýma burt öllum kala frá Islendinga hálfu«. Af ísl. skáldum nefnir Brande’s fyrst og fremst Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgríms- s°n. Hann getur þess meðal annars um Jónas eins og vænta má — að hann hafi verið miklu nieiri málsnillingur en Bjarni, og að skáldskapur hans beri meiri vott um þekkingu hans á út- *endum skáldum. Því næst nefnir hann stuttlega híatthías Jochumsson og Indriða Einarsson. Af hinum yngri skáldum nefnir hann loks Plannes Haf- s*2’n, sem honum þykir mikið til koma, og Þor- stein Erlingsson. Kvæðið »Skarphéðinn« eptir H. H., sem O. H. hefur þýtt( kallar Br. stór- kostlegt kvæði, (»etmægtigt Digt«) og um »For- lög guðanna« eptir Þ. E., sem O. H. líka hefur þýtt, segir hann, að það sé laglegt og fjörugt, en dálítið óheflað að orðfæri. Dr. Brandes endar þáttinn með þessum orð- um: síslenzk andastefna og skáldskapur, er mynd- ar allan hinn norræna grundvöll undir menningu vorri, ætti að skipa tignarsætið einnig í nútíðar- menntun vorri«. Orð Georgs Brandes hafa svo miklu meiri þýðingu, sem hann er viðurkenndur, sem einn af mestu ritsnillingum norðurálfunnar. Og vér ættum að kunna honum miklar þakkir fyrir þessi hlýju og vingjarnlegu ummæli hans í vorn garð og bókmennta vorra. Vorið. Af Fróni sviptir Frosta hönd, foldar skiptir kjörum. Vængir lypta ungri önd inn á giptu meginlönd. Suðurheimi fuglar frá flug um geyminn herða 1 áfram teyrnir áköf þrá: ísland dreymir margan þá. Fram á sænum báran ber bláa væna feldinn. I möttul grænan foldin fer. — Fjóla í blænum vaggar sér. — Vorið annast vina fund, — yefur hann í gleði. — Kondu svanni og sittu’ um stund hjá sælum manni í birkilund. Þar sem iðar á um dal yndi og friður ríkja; dagur liðugt líða skal við ljóðaklið í fjallasal. Máske hljóður halur þá og hringatróða finni, bak við ljóð, sem lukkan á lífsins móðurhjarta slá. H a r p a . Það lýsir af degi og lygnir í dölum svo lyptir þokunni’ í miðja hlíð; og hvíslandi raddir frá sólarsölum ber sunnan hin nýja tíð. Ur þokunni fjallsgnípa’ í fjarlægð stígur hið fyrsta röðulskin nemur brún; og þokan, hún beltar sig hörfar og hnígur til hafs — svo skín röðull um engi’ og tún. Og Ijósvakinn titrar og loptið blánar og ljósgeislar sverfa hvern helsis taum. Og fönnin þiðnar, úr fjalli til Ránar ber fossandi, hlakkandi straum. Og svo kveður lóa í lágum runni og léttur þröstur á bleikum meið: — svo fjölgar unz allt, sem að kveða kunni er komið og syngur á eina leið. Þá tóna — svo fagra eg fyr heyrði öngva— svo fagnaðar eflda um loptið ber. — Nú finn eg þig Harpa í samhljómi söngva og sál minni halla að þér. — Svo hlý eins og brágeisli vinar í vosi þú vekur hvert afl, er svaf í lóð: og hýrt eins og ennisól barns í brosi við bládýpi vonar — svo er þitt ljóð. — Þú vinur! sást ritað í fornum fræðum um Freyju með eplið í gjöfulli mund, og hver, sem þess neytti fann eld í æðum og eilífðar morgun í lund. En það þarf ekki’ að grafa til gamalla sagna því gróandi’ á alstaðar sömu hjú. — Já‘ æskan g strengi, sem aldrei þagna og enn fyllri tóna’ en þig grunar nú. ____________ 5. F. Um friðun fugla. Eptir Fu^lavin. Eptir að hafa lesið og hugleitt frumvarp, sem þingið samþykkti í sumar um friðun fugla og hreindýra, og umræðurnar um það í báðum deild- um alþingis, get eg ekki annað séð, en t.ilgang- urinn sé góður, því lögin frá 17. marz 1882 og 16. des. 1885 um þetta efni, þurftu lagfæringar með. Þrátt fyrir þessa endurskoðun finnst mér vanta ýmislegt í lög þessi, sem gerði friðun fugla ítarlegri, t. d., að banna að hirða eggundanfrið- uðum fuglum og leggja sekt við, efút afer brugð- ið; án þessa ákvæðis virðist már friðunin hálf- verk, og mun svo enda reynast. Margopt hef eg vitað til, að unglingar og fullorðnir enda stund- um hafa farið í »eggjaleit« og hirt þá auðvitað sem fyrir verður. Verðaþað þá egg friðuðu fugl- anna, sem fyrir þessu verða. Egg ófriðaðra fugla eru sjaldan á vegi almennings, allra sízt ymglinga. Þetta, sem nú hefur verið frá sagt er framið á- tölulaust af flestum, enda hefur stöku kaupmað- ur auglýst hjá sér markað fyrir öll egg, ekkert undanskilið. Það er óskandi, að almenningur sé ekki búinn að loka svo augum og eyrum fyrir náttúrufegurð lands vors, að þeir sjái ekki, að meira er gefandi fyrir söng fuglanna ogviðkynn- ingu við þá, en væntanlegan bráðræðisbit^. gráð- ugra unglinga, eða annara, sem ræna þá. — Svo er fleira, sem mér finnst að vanti 1 áð- urnefnd lög, svo sem verðlaun fyrir dráp á ýms- um ránfuglum, og nefni eg fyrst: Veiðibjöllu (Lar- us marinus), kjóa (Lestris Buffoni), smiril (Falco aesalon). Fálki mætti líka missa sig, þó eg sjái hetzt eptir honum, enda er hann ekki mjög á láglendi. Örnin (Haliaétus albicilla) er frernur sjaldgæfur fugl og gerir lítinn skaða. Norðmenn hafa um langan tíma veitt fé af því opinbera til höfuðs ránfuglum, mismikið til hverrar tegundar, eptir því, hvað þeir eru torsótt- ir 0. fl. Þingmönnum hlýtur að vera þetta kunn- ugt, og ættu að haga þessum lögum svo sam- kvæmt því. Það var enda sjálfsagt, úr því frið- un var nefnd á annað borð. Hrafninn (Corvus corax) nefni eg seinastog út af fyrir sig, því Þorlákur Guðnmndsson alþm. í Fífuhvammi hefur í »Þjóðólfi« fyrir nokkrum árum gert þann fugl að umtalsefni, og lýst þar rækilega skaðsemi hans og minnstum leið á þörf að eyðileggja hann. Þorláki hefði því, sem ár- vökrum þingm. sómt vel, að minnast á þetta í sumar, þegar samþingismaður hans hafði áður nefnt frv. til meðferðar, og það hefði hann gert, ef hugur hefði fylgt hönd, þá er hann ritaði um

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.