Þjóðólfur - 23.05.1900, Side 2
94
eyðing hrafnsins forðum, sem eg held nú að ekki
hafi verið. — Um hrafninn er það að segja, að
honum mætti gereyða á i eða 2 árum, það
t^ldi jeg bið mesta þarfaverk, og þarfara fyrir
bændur og búaliða, en sumt, sem eptir þing vort
liggur.
Eg get heldur ekki stillt mig um að geta þess,
að ákvæði vanti í lög þessi gagnvart hinurn svo-
nefndu skothundum eða »sport«hundum, sem optast
eru að eins hafðir til skemmtunar, fremur en
t i 1 g a g n s, einkum í júní og júlí, eða um þann
tíma, sem fuglar eni friðaðir, því þá munu þeir
niinna skotnir? —
Þessar stássferðir hundaeigenda eptir vegum,
sem liggja um mýrar og varplönd fuglanna, hafa
til þessa orðið margri eggjamóðurinni dýrar og
huggunarsnauðar, og verða svo líklega enn þá.—
Nokkrum sinnum hef eg séð, að hundar þeir,
sem áður hefur verið áminnst, og sem annars eru
mjög þefvísir, sem þeír hafa náttúru til, hafa hlaup-
ið út frá veginum á báðar hliðar, og hlaupið með
honum í einlægum krókum og bugum aptur og
fram, stöðugt með trýnið ofan í jörðinni. Eggja-
mæður, sem liggja á fjölskyldu sinni, sjást hver-
vetna fljúga upp flaxandi og baxandi, allt er á
einlægu iði og ókyrrð, feður og mæður.
Rándýr þessi bíða vanalega iítið eitt við
hreiður þau, sem þau finna, að eins á meðan
þau bryðja upp egg eða unga. — Þessi eltinga-
leikur, svo blóðugur sem hann er, stendur var.a-
Jegast yfir, þar til hundurinn hefur fengið fylli
sína, eða er orðinn þreyttur á eltingaleiknum. —
Ekki finnst mér viturlegt, að gefa út lög um
friðun fugla, og látast vilja sýna þeim ve 1 v i 1 d
og vörn, en setja ekkert ákvæði til verndar þeim
fyrir þessum gráðugu flökkudýrum, svo sem að
gera eigendum þeirra að skyldu, að hafa læstan
leðurmúl um kjapt hundanna, svo þeir geti síður
étið eða drepið, nema þegar eigendur þeirra leyfa,
eða þá jafnvel banna með öllu að hafa hunda
þessa með, um friðunartímann, því til leiðarvís-
is þurfa þeir ekki að vera um þann tíma árs.—
»Sú var tíðin«, segir gamla fólkið nú, »að varla
fór eg svo út á smalaþúfuna, að eg fynndi ekki
þetta 10—20 egg, nú finnur maður varlaegg, þó
leitað sé vorlangan daginn«.
Þetta kunna nú að vera ýkjur hjá gamla fólk-
inu, en því miður held eg, að eitthvað sé hæft
í þessu, og sumarfuglunum sé að fækka, og mun
smækkun jurtagróðans eiga góðan þátt í því o.
fl. Þarf því að hafa friðun þessara meinleysingja
sem tryggasta og ftarlegasta; það væri náttúrlega
bezt, að þurfa ekki friðunarlög um þetta eða ann-
að, náttúran bætti upp það, sem eytt er, en því
er sjaldnast svo varið. Öllum er kunnugt um
gereyðing geirfuglsins, og svo er eflaust um fleiri
fuglategundir, sem liðið hafa undir lok, þó ekki
séu fyrir hendi beinar sagnir um það. Fyrst er
fækkun, svo að lokum gereyðing. Eg get þess
að lokum, að mitt sinni er þannig, og líklega
fleiri, að fari eg að hætta að heyra eða sjá sum-
arfuglana, sem vanalegast segja mér fyrst til vors-
ins, langar mig ekki til að lifa í landinu. —
Þrátt fyrir agnúa þá, sem nú hefur verið á-
minnst viðvíkjandi friðunarlögum þessum, áþóþing-
ið þakkir skildar eða öllu heldur nokkrir þing-
menn fyrir tilraunir þær, sem það gerði í friðun-
aráttina. I neðri deild er það helzt 1. þingm.
Arnesinga, Tr. Gunnarsson, sem berzt fyrir frum-
varpinu, og honum er það að þakka, að það
hafðist í gegn. — Efri deild sýnist ekki hafa mik-
jnn áhuga á málinu, enda fer frumvarpið í gegn-
um hana umræðulítið og skýringasnautt. —
Mér finnst, að allar barnamæður, sem bezt
allra ættu að þekkja til móðurástarinnar, finfii sér
skylt, að áminna börn sín að taka ekki egg úr
hreiðrum smáfugla, allra sfzt ef liðið er á varp-
tímann og ef eggjamóðirin ber sig illa, því þá
er víst, að eggin eru orðin unguð og óæt. Eg
get að endingu ekki stillt mig um að sejta hér
eitt af erindum úr hinu fallega kvæði: »Æsku-
ljóð« (lesin upp fyrir börnum) eptir þjóðskáld vort,
séra Matthías Jochumsson:
Grætið svo aldrei þá aumustu mús,
og angrið ei fuglinn, sem ekki á sér hús.
Ef skepnunum sýnið þið vinsemd og vörn,
verðið þið lángefin höfðingja börn.
Frá útlöndum hafa borizt fréttir í ensk-
um blöðum til 15. þ. m. með gufuskipinu »Playor«
er kom hingað frá Englandi 21. þ. m. með kol
handa brezku herskipi (botnverpla-gæzluskipi),
sem væntanlegt er á hverri stundu. — Af Búa-
stríðinu er það helzt að segja, að Roberts tók
10. þ. m. bæinn Kroonstad, þar sem Steyn for-
seti Oranjerlkis hafði haft aðsetur sitt síðan hann
varð að flýja frá Bloemfontein. Er svo að sjá,
sem töluvert mannfall hafi orðið af Bretum þann
dag, en fregnir um það ekki áreiðanlegar. Ekki
tókst Bretum þó að hafa hendur í hári Steyns,
og hefur hann nú þokað sér lengra norður á
bóginn nær Transval, og sezt þar að í bæ, er
Heilbron heitir, 50 enskar mílur fyrir norðan
Kroonstad, og 20 mílum vestar en beinust leið
liggur frá Kroonstad til Pretoríu. Hefur Steyn
lýst yfir, að Heilbron sé til bráðabirgða höfuð-
staður ríkisins, og er svo að sjá, sem honum
komi ekki til hugar að gefast upp að svo stöddu,
en alltaf sverfur nú meir og meir að Búum, og
segja menn, að Krúger óski nú gjarnan friðar,
en ekki nærri því komandi hjá Bretum, er nú
vilja láta sverfa til stáls að fullu. Þá er Roberts
hefur hvílt sig í Kroonstad ætlar hann að halda
með lið sitt inn í Transval til Pretoríu og taka
þá Heilbron um leið, en snúningar geta orðið á
því fyrir honum, og leiðin orðið torsóttari, en
hann hyggur, því að Búar hafa nú viðbúnað
mikinn norðan megin við Vaalfljótið, er skilur
Transval og Oranje ogbafahlaðið þar skotgarða
til að varna Bretum norður yfir fljótið, en naum-
ast geta þeir þó lengi spornað gegn framsókn
þeirra. — Ekki hafði hjálparliði frá Roberts enn
tekizt að leysa Mafeking úr umsátri eptir síðustu
fréttum þaðan að sunnan, og gerast Bretar heima
fyrir mjög óþolinmóðir yfir því, og eru dauð-
hræddir um, að Mafeking faíli f hendur Búa, og
þykir það sneypa mikil, ef svo yrði. Baden-
Powell heitir ofursti sá, er stýrir setuliðinu brezka f
Mafeking og er vörn hans þar mjög ágætt, því
að hann hefur fremur fátt manna, og hungur og
veikindi hafa höggvið stórt skarð í flokk hans.
Um miðjan fyrra mánuð voru matvælin orðin
þar svo dýr, að ein tylft eggja kostaði t. d. 18
kr. Auðvitað hefur það engin veruleg áhrif á
gang ófriðarins, hvort Mafeking verður að gefast
upp eða ekki, en Bretum mun lengi svíða sú
skömm, miklu fremur en mikill ósigur, og mun
sú gremja einkum bitna á Roberts. — Ensk blöð
segja, að Krúger hafi leitað frétta hjá hollenzkum
spámanni nokkrum og hann hafi sagt honum, að
fríður mundi komast á 14. júní og 3 mánuðum
slðar mundi Krúger andast, og segja blöðin að
Krúger trúi þessu. En auðvitað er þetta hégilja
ein og uppspuni, til að sýna, hve Krúger sé hjá-
trúarfullur.
Skagafirði, 9. maí.
Héðan helztu fréttir nú sem stendur veikindin.
Landfarsóttin — influenzan læðist um byggðir og ból,
og leggur nálega alla í rúmið, og suma í gröfina.
Af merkum mönnum látnum má nefna Hannes
bónda Pétursson á Skíðastöðum, valinkunnan sóma-
mann, rúml. fertugan að aldri. —
Allan næstl. vetur var hér einmunatíð. 29. f.
m. gekk í norðangarð með frosti, en úrkomulaust
hér í sveitinni. Hríð sagt hafa verið á útsveitum.
í dag er kominn sunnan-þíðvindur og blíða. Vor-
fuglarnir syngja svo unaðslega hérna á mýrunum,
svo að nú vonum vér, að vorið sé komið og grund-
irnar grói.
Vestur-Skaptafellssýslu (Meðallandi) 12. maí.
Veturinn hefur verið mikið snjóalítill, má segja
snjókomulaus hér nálægt sjó, aptur hefur snjórkom-
ið til fjalla, helzt fjærst byggð eða á nyrztu bæj-
um; hafa sumir orðið að gefa þar lengi. Hér hefur
líka víðast hvar verið gefið meira og minna, valda
því umhleypingar, sem hrakið hafa hold af fénaði.
Um jólin var frostíhlaup 15 gr. R. Aptur í marz
mikil frost, þ. 16. 15° 17. 16°, 18. 170 og 19. 140.
Þrátt fyrir það, þótt vetur þessi megi teljast góður,
man eg þó marga betri. Veturinn 1839—40 mikið
góður og mildur, 1840—41 enn mildari og betri,
1841—42 ágætis-vetur, 1844—45 sérlega góður,
1846—47*hinn bezti, sem eg man; þá var veturinn
1855^-56 ágætis-vetur. Alla þessa álít eg betri en
þennan nýliðna vetur. Það eru fleiri vetrar, sem eg
man góða, til dæmis 1879—80. Síðan sumarið kom,
hefur tíðin verið köld og stirð. 1. maí myrkviðris-
bylur, kafald og stormur. Nú tvo daga hefur verið
stillt veður, en heldur hlýindalítið. Lítið hefur aflazt
hér í Meðallandi. Eg held að einn bátur telji frá
80—100. Aðrir þrír, sem hér ganga til sjós, mjög
lítið. I Mýrdal, lágir — að minnsta kosti — rýrir
— hlutir, sama undir Eyjafjöllum. Inflúenzasótt-
in, sem eystra hefur gengið í vetur, kvað komin út
í öræfi, og dánir þar úr henni 4 rnenn: Þorgils
Guðmundsson bóndi í Svínafelli, dóttursonur séra
Páls heit. í Hörgsdal, Runólfur gamli Þórhallason
á sama bæ (föðurbróðir séra Gísla í Langholti),
Róshildur Bjarnadóttir kona hans og Jón Jónsson
Örsefingur á Hofi, tengdasonur Runólfs.
Eptirmseli.
Hinn 17. febrúar þ. á. andaðist að Gunnars-
stöðum í Dölum Kristján Krist/dnsson, fyrrum ráðs-
maður í Hítardal, 83 ára gamall. Foreldrar hans
voru Kristján Ólafsson og Guðrún Bjarnadóttir, merk
hjón fyrir margra hluta sakir. Bjuggu þau að Dunki
í Hörðudal, og þar fæddist Kr. árið 1817. Hann ólst
upp hjá Eiríki bónda Tómassyni á Ketilsstöðum í Döl-
um til 25 ára aldurs, þá giptist hana Steinunni Einars-
dóttur (Magnússonar bónda á Dunki), Dó Steinunn á
undan honum eptir 47 ára sambúð. Þau eignuðust
3 sonu, dó einn í æsku, en tveir náðu fullorðins-
aldri, en dóu þó báðir á undan föður sínurn. Hétu
þeir Kristján Einar, hreppstjóri á Dunki, og Jónas,
er bjó í Straumfirði á Mýrum. Voru þeir bræður
báðir vinsælir menn og vel að manni. — Kristján
heitinn vann mest lífstarfsitt í Mýrasýslu, þótt
hann fæddi|t og dæi í Dalasýslu. Hann bjó fyrst
fyrir sjálfan sig nokkur ár, en auðgaðist ekki á því.
Árið 1854 brá hann búi og gerðist ráðsmaður hjá Þor-
steini prófasti Hjilmarsen í Hítardal og hélt því starfi
meðan þeir lifðu báðir. Þau ár voru fegurstu árin
í æfi Kristjáns. Efnahagur próf. var fremur þröng-
ur, er Kr. kom að Hítardal, en fljótt breyttist það
svo, að efnahagur prófasts blómgaðist næstum svo
undrum gegndi á stuttum tíma. Safnaðist Kristjáni
sjálfum þá einnig talsvert fé. Er ráðsmennska Krist-
jáns í Hítardal jafnan að annálum höfð, svo sem
maklegt er. — Kristján sál. var stór maður og lcarl-
mannlegur á vöxt, og vel gáfaður, þrekmaður hinn
mesti til sálar og líkama, og þótti stundum stíflynd-
ur nokkuð og einráður; en höfðingi mesti var hann
í lund, vinavandur en vinfastur, og hjálpsamur við
þá, sem örbirgð amaði að, eða voru ( einhverjum
vanda staddir. 2 börn ól hann t. a. m. upp á sínu
fé fyrir fátækan bróður sinn, og var yfir höfuð
bjargvættur þeirra, sem hann lagði sérstaka rækt
við að hjálpa. Hann var hreppstjóri í Hraunhrepp
mikið af þeim tíma, sem hann var í Hítardal; mátti
þá svo heita, að ekkert ráð væri svo ráðið um vest-
anverðar Mýrar, að ekki væri leitað atkvæðis hans
— Jafnvel utanhéraðsmenn leituðu ráða til hans
í vandamálum, og reyndist öllum vel það sem hann
lagði til. Hann var meðráðamaður margra ekkna og
fjárhaldsmaður ómyndugra. Flestum varð um megn að
etja kappi við hann, og reyndu þá, eins og vanalegt er,
að hefna sín með ýmsu lasti, en hann lét slíkt ekki
á sér festa; hann gerdi það sem honum sýndist, en
lét þá tala það sem þeir vildu. Hversdagslega var
hann glaður og skemmtinn, en einarður og skorin-
orður við hvern sem í hlut átti, ef á milli bar. Síð-
ustu ár sín var hann orðinn hrumur, en hélt þó
heyrn og sjón nokkurn veginn. — Hann var jarðað-
ur að Snóksdal 27. febr. þ. á. — Að öllu samlögðu
má telja Kristján sál. meðal hinna merkustu bænda-