Þjóðólfur - 01.06.1900, Síða 1

Þjóðólfur - 01.06.1900, Síða 1
■ ÞJOÐOLFUR 52. árg. Reykjavík, föstudaginn l.júní 1900. Nr. 25. Nýir kaupendur að síðara helming þessa yfirstandandi ár- gangs Þjóðólfs (frá i. júlí til ársloka 1900) geta fengið hann fyrir 2 krönur og fá auk þess í kaupbæti: Sérprentað sögusafn úr 50. árg. blaðsins 1898 með 11 skemmtisögum, prentað 1899, 106 bls, með nijóg þcttu letri. Viðíirkennt ágœtt sögusafn. Hinir íslenzku sagnaþættir úr blað- ihu 1898—I900incl. verða að fullu sérprentað- ir um næstkomandi áramót, og munu skil- vísir kaupendur blaðsins þá eiga kost á að eignast þá fyrir lítið verð, er síðar verður auglýst nánar. Þá er þættinum af Pétri sterka á Kálfaströnd, sem fólki þykir einkar skemmti- legur, er lokið munu birtast áður óprentaðar sagnir um hina nafnkunnu »Hafnarbræður« Hjörleif sterka og Jón Arnasyni, einnig ým- islegt um Árna í Höfn föður þeirra m. fl. — Fræðimenn eru beðnir að senda Þjóðólfi sagn- ir eða smáþætti uuj nafnkennda afreksmenn íslenzka, eða aðra sem að einhverju leyti hafa verið einkennilegir. Sumir hafa óskað þess, að Þjóðólfur flytti meira af útlendum neðanmálssögum þýddum, en hann hefur gert nú upp á síðkastið. Án þess að gera lítið úr slíkum fróðleik, þótt léttmeti sé, verður þó að teljast nauðsynlegra, að rædd séu fremur landsmál og annað, sem efst er á dagskrá þjóðarinnar. Og með því að baráttan í þessum málum er nú að ýmsu leyti harðari og víðtækari, en nokkru sinni fyr, og því áríðandi að fast sé fylgt merki, er hætt við, að regluleg alþýðuskemmtun sitji nokkuð á hakanum um stund. En þá er rirumunni léttir og eitthvað birtir í lopti, lofar Þjóðólfur að flytja meira af sögum »fyrir fólkið«, og þá yfirlýsingu munu allir sann- gjarnir og sannþjóðræknir menn láta sér lynda. En meðan stefnivargurinn veður sem mest uppi hér á landi getur Þjóðólfur ekki þjóð- arinnar og samvizku sinnar vegna hörfað und- an merkjum að sumra ar.nara blaða dæmi og svikið þann málstað, er hann hefur barizt fyrir lengst æfi sinnar, þótt rólegra væri auð- vitað og brotaminna. Þjóðólfur flytur útlendar fréttir beztar og áreiðanlegastar íslenzkra blaða, og forðastallt óþarfa skvaldur og málalengingar, segir skoð- un sína afdráttarlaust um það sem hann á- b'tur þjóðinni fyrir beztu, hvort sem sumum Þ'kar það betur eða ver, því að fyrir honum vakir ekkert annað en velferð og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Nú fara þingkosningarnar í hönd. Verð- ur bráðum farið nánar að ræða um þær. Nýir kaupendur að Þjóðólfi frá 1. jíilí gefi sig fram í tínia. Nýjar bækur. Þessi rit hafa nýlega verið send Þjóðólfi: 1. Finnur Júnsson: Den oldnorske og oldis- lanske Literaturs Historie II. B. 4 hepti (bls. 595— 786) Kjöbenhavn 1900. Þetta mikla ritverk, er á að taka yfir allar forníslenzkar bókmenntir frá elztu tímum fram að 1400, á að koma út í 3 bindum, en 2. bindi þess er í 2 hlutum, og eru nú eptir 2 hepti ókomin út af síðari hluta þess. í þessu síðasta hepti ritar höf. meðal annars um norsk sögurit fyrir daga Snorra Sturlusonar (Nor- egssögu Þjóðreks munks o. fl.), um íslenzkar kon- unga- og jarlasögur um sama leyti (Fagurskinnu o. s. frv.), um sögur frá sama tíma áhraerandi Grænland, Færeyjar og Orkneyjar, og sögur á- hrærandi Danmörk og Sviþjóð. Þá eru sérstak- ir kaflar um sagnaritarana, Styrmi fróða, Snorra og Sturlu Þórðarson og lýsing á ritstörfum þeirra, þar á rneðal alllangt mál um Snorra-Eddu, Heims- kringlu, Sturlungu m. fl. Því næst talar höf. um sagnarit íslenzk, er skrásett hafa verið eptir daga Snorra og ’ Sturlu til 1300. (Hænsa-Þóris- sögu, Kórmakssögu, Grettissögu, Hávarðarsögu, Svarfdælu, Flóamannasögu og ýmsa smáþætti). Síðast í heptinu talar höf. um ýmsar smásögu'r og þætti, er einkum snerta Noreg, Svíþjóð og Danmörk. Til útgáfu þessa mikla ritverks hefur höf. notið og nýtur styrks af Karlsbergssjóðnum danska og þess vegna er ritið á dönsku, enda mundi ekki hér verða neinn markaður fyrir jafnumíangs- mikið rit, þótt á íslenzku væri. Þá er ritið er allt komið út má vænta þess, að rækilega verði um það dæmt í vísindalegri ritgerð, því að eins og geta má nærri, kennir allmargra grasa í jafn- stóru riti, og ýmsar nýjar skoðanir koma þar í ljós, sem sumir geta sjálfsagt ekki fellt sig við. En bókin ber vott um afarmikla starfsemi, víð- tælia þekkingu á efninu og vísindalegan áhuga höf., og hún ætti að verða til þess, að Danir yrðu eptirleiðis dálítið fróðari um hinar fornu bók- menntir vorar, og legðu meiri rækt við þær en hingað til. Þeir hafa lengi verið eptirbátar ann- ara þjóða (t. d. Þjóðverja) í því. En hver sem- ur nákvæma, íslenzka bókmenntasögu frá mið- aldatímunum til þessa dags? Hennar þörfnumst vér, því að þótt bók Poestions sé ágæt það sem hún nær, þá má ekki búast við, að hún fullnægi öllum kröfum, eða geti lengi verið einhlít. Það er áð minnsta kosti hálfgerð minnkun fyrir oss Islendinga, að hin bezta og yfirgripsmesta bók- menntasaga vor frá síðari tímum, skuli rituð af útlendum manni, er aldrei hefur til landsins kom- ið, og naumast getur haft næga þekkingu á mál- inu. En svona er þessu samt varið. 2,. Tjaldbúdin (The Winnipeg Tabernacle) V. Eptir Hafstein Pétursson. Ritlingur þessi, sem er 3 arkir að stærð, er gefinn út í Kaupmanna- höfn, eins og nr. 4 af sama riti. Nr. 1—3 var prentað í Winnipeg. I þessu síðasta hepti lýsir höf. aðdragandanum að því, að hann fór til Vest- urheims og gerðist þar prestur Argylesafnaða. Lýsirhann verusinnihjá þeim söfnuðum og hvers vegna hann hafi tekið köllun Winnipegssafnaðar, hvernig hann komst í ónáð hjá kirkjufélaginu og myndaði Tjaldbúðarsöfnuð, og hverjum brögðum kirkjufélagið og forkólfar þess hafi beitt til að hnekkja Tjaldbúðarsötnuði og bola höf. frá prest- þjónustu þar. Er það allófögur lýsing, en eflaust sönn, því að séra Hafsteinn er ekki þekktur að öfgum eða skreytni. En auðsjáanlega er honum dálítið í nöp við prestana þar, sem von er, þvf að þeir munu ekki hafa reynzt honum svo vel. Höf. minnist meðal annars á »Aldamót« og prent- ar upp ritdóm, er hann reit um þau í »Heims- kringlu« og fær séra Friðrik þar einkum ofaní- gjöf. — Séra Hafsteinn hefur dvalið í Kaup- mannahöfn síðan í haust er leið, hefur kvænzt þar danskri stúlku og virðist una hag sínum vel. Hefur nann lýst því öllu nánar í 4. hepti »Tjald- búðarinnar« og er þar mynd af þeim hjónum. Allir vinir séra H. P. munu óska, að honum gangi héðan í frá allt til vegs og gengis, og að hann geti eptirleiðis lifað rólegra og ánægjulegra lífi, en hann hefur gert vestan hafs. 3. Almanak, gefið út af Ólafi Þorgeirssyni í Winnipeg. I því er áframhald af safni til land- námssögu Islendinga í Vesturheimi (landnám í Minneota og á Washingtoneyjunni) með myndum af nokkrum hinum fyrstu íslenzku landnáms- mönnum. Vér getum ekki dæmt um, hversu rétt eða nákvæmlega landnámssögur þessar eru ritað- ar, en þessar tilraunir eru góðra gjalda verðar og miklu betri en ekki. Ætti útgefandi að taka til greina í næsta almanaki sínu réttmætar athuga- semdir, er komið hafa við hinar fyrri ritgerðir, því að þá er margir leggja hönd á verkið, má fremur væntn, að rétt verði frá skýrt. Verður þá safn þetta harla mikilsvert og mjög eigulegt að lokum, og ætti útg. að sérprenta þessa þætti, svo að menn gætu haft þá í einni heild, ásamt hinni árlegu skýrslu um látna Islendinga þar vestra, sem verið hefur í almanaki þessu, og einnig er fróðleg og nauðsynleg. Nýr vesturfara-tulkur. I sambandi við þá tvo ritlinga, Tjaldbúðina og Almanakið, er eingöngu snerta Vestur-íslend- inga, og getið er hér á undan, virðist Þjóðólfi rétt að sneiða ekki alveg hjá þriðja ritinu, þótt honum hafi ekki verið sent það. En hann hefur samt séð það. Titill þess er engin ómynd. Hann er svona orðréttur: „ Vestur-Canada. Heimsins mesta kornyrkjuland. Heimsins mesta kvikfjárrœktarland. Heimsins mesta tiámaland. Heimkynni fyrir miljónir manna. Gef- ins bújardit, sem innjlytjendur geta vatið sér sjáljir. Alit Islendinga á Canada eþtir margra ára reynslu. Gefið út að tilhlutun Canadastjórnar. Til útbýting- ar. A ekki að seljast. 1900“. Það þarf ekki lengra að vitna en í þennan titil til að gera sér glögga hugmynd um innihald ritlingsins, að eins að fjarstæðurnar á titlinum eru ýktar og margfaldaðar. Kanadastjórnin og agentar hennar hafa nú færzt í aukana og ætlað að hleypa af stokkunum æsingariti, sem hrifi. Og snjallasta ráðið hefur þá verið talið, að prenta vottorð frá ýmsum Is-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.