Þjóðólfur - 01.06.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.06.1900, Blaðsíða 2
96 lendingum þar vestra um landskosti þar o. fl. Hvernig þau vottorð eru gefin skal ósagt látið, en aðferðin hefur verið sú opinberlega, að Wil- helm Paulson agent stjórnarinnar og kunnurhér að fornu, hefur ýmist bréflega eða munnlegabeð- ið ýmsa (kunningja sína?) að gera svo vel að lýsa nú landinu dálltið, því að hann eða stjórninþurfi á því að halda. Og svo streyma vottorðin að honum, þvl að mörgum hefur sjálfsagt þótt heið- ur mikill að þessum tilmælum agentsins, ásamt voninni um að sjá nafn sitt á prenti. Hversu mörg vottorð hafi verið sálduð frá, áður en prent- að var sést ekki, en »agentinn« þykist fulltrúa um, að þessi, sem prentuð eru (um 20) séu nægi- leg. Að því er ráða má hefur spurningunum ver- ið hagað á ýmsa vegu, en ekki eins við alla, sjálfsagt eptir þeirri þekkingu, er agentinn hefur haft á hverjum einum. Auðvitað hafa vottorð þessi miklu minni þýðingu, en agentinn og stjórn- in ímynda sér, því að hversu mörgum vottorðum í gagnstæða átt mundi mega smala einmitt sam- hliða þessum Paulsonsvottorðum? Vér efumst ekki um, að þau gætu orðið miklu fleiri og fróð- legri. Hvers vegna tók agentinn ekki fáein af slíkum vottorðum með?. Þá hefði orðið dálítið meiri sannleiksblær á pésanum.—Því hefur aldrei verið neitað, að mörgum Islendingum vegni dá- vel þar vestra, sumum líklega betur, en þeim hefur vegnað hér. En að þeir menn séu tiltölu- lega í meiri hluta, höfum vér fulla ástæðu til að efast um, og þurfum engin vottorð einstakra manna eða agentagyllingar til að fræða oss um gefinsbú- jarðir(i), sem innflytjendur geti valið sér sjálfir(l), eða að flugurnar fari »minnkandi«(!) á seinni ár- um í Nýja-íslandi(i), eins og einn vottorðsgef- andinn segir. Sami segir og, að þær séu miklu færri þar en við Mývatn og í Laxárdal, ekki nema svo sem */4 af Mývatnsflugunum(i), en þær bíti reyndar ver(!) og elti menn og skepnur inn í hús. En hvað gerir það til, þegar þær eru svona fáar og þeim fer þar að auki fækkandi(i). Og þessi vottorðsgefandi er eini maðurinn af þessum 20, er minnist á nokkurn skapaðan hlut, er ami að mönnum þar vestra. Um haglstorma, skógarelda, næturfrost á sumrum, óþverravatn, atvinnuleysi og aðra erfiðleika á lífinu, er ekki getið einu orði, nema þá til að gera ekkert úr því. Flest vottorðin eru í mjög almennum orðatiltækjum, hve »gott og fagurt og inndælt« sé þar að vera. Frost komi þar að vísu, nokkuð snörp, en menn þoli þau miklu betur en á Islandi(!) o. s. frv. Þeir sem nánar vilja kynna sér þennan pésa, sér til andlegrar styrkingar og hughreystingar hér í fásinninu, geta eflaust fengið hann hjá Sigurði Kristóferssyni agent, öldungis ókeypis og sjálf- sagt munnlegar leiðbeiningar og skýringar í of- análag. Kanadastjórn borgar brúsann. Ásta. Að þér hugurinn allt af leitar, augum stjórna eg tæpast lengur; æðar þrútna ofsaheitar, allt í handaskolum gengur. Vonir mínar vakna og deyja, víf, með skiptum þinna róma. Leyf mér nær þér ljúfa meyja, leystu mig úr kvíðans dróma. Við sátum við borðið, — En ef hún ann og ef að eg mætti — —. Á tungu var orðið að berjast. í farvegi flóð og fuglar í móum sungu. Við sátum við borðið. — En sólin hné og sólroðna tindinn kyssti, að skilnaði — hné svo 1 draums míns djúp, sem deilin á tímanum missti. Þá tók eg ósjálfrátt hönd urn hönd og höndinni’ að vörum þrýsti; hún tók hana aptur —• svo ófur hægt og efann um leið, sem.mig nísti. Það er svo þröngt hér inni að ungur hugur rís. Við áarnið og engjaskraut er okkar paradís. I austri röðull rennur, hver rós til himins sér. En allt það, sem eg átti 1 von það á eg nú hjá þér. Þó örlögin beri mig burt frá þér eg bið ekki’ — 1 þögn eg hlýði. En ef að þú vissir hvað veikur eg er; eg veit það og þegi — og kvíði. Þú kvartar um fjarlœgð. — Eg kvarta’ ekki neitt: þú kemur í þögn — og í glaumi. I fyllingu gleðinnar finn eg þig og eg finn þig 1 vonanna draumi. Hver dagur, sem rís yfir græna grund á geislaleik bjartra kinna. Og ljóðin mín fegurstu les eg öll í ljóshafi brúna þinna. S. F. Fátækram álið. Eptir Þ. I. I 12. tölubl. »Fjallkonunnar« þ. á., er grein- arkorn um fátækraframfærslueptir Björn Bjarnar- son. Kemur þar fram ný tillaga til breytingar á fátækrahjálpar-fyrirkomulaginu. Tillagan er: »að nema fátækraframfærsluna úr lögum«. Höf. ger- ir ráð fyrir, að margir andmæli henni; þar á hann víst kollgátuna. Hann telur ekki saka, þó þessi till. sé rædd, en til hvers er að ræða þá tillögu, sem hver meðalgreindur maður sér und- ir eins, að er með öllu ótímabær og ómöguleg? Slíkir útúrdúrar í hvaða máli sem er, eru ekki einungis ónýtir, heldur og skaðlegir, með því þeir tefja og trufla framgang þess í rétt horf. Eg mundi engu síður en hr. B. B. telja æski- legt, að hver einstaklingur meðal vor Islendinga væri nú þegar og yrði framvegis svo siðferðis- lega þroskaður og fullkominn, að vér ekki leng- ur þyrftum neitt aðhald opinberra bókstaflegra laga, — ekkert annað en siðferðis- og mannúð- arhvatir, byggðar á sönnum bróðurkærleika, til þess að viðhalda öllu því jafnrétti, einstaklings- frelsi og vellíðan, sem nauðsynlegt er, sem skil- yrði fyrir góðri félagsskipun. En heldur nú hr. B. B., að ásigkomulag vort sé þannig yfirleitt? Óneitanlega virðist sú hugmynd hljóta að vaka fyrir honum með tillögu hans. Það getur þá ekki verið meining nokkurs manns með viti, að ekki þurfi annað en nema lög vor úr gildi til þess á svipstundu, að gera oss svo »civiliseraða«, sem frekast er æskilegt. Það getur fyrst verið umtalsmál, að nema einhver lög úr gildi, og setja ekki önnuríþeirra stað, þegar þau eru alveg þýðingarlaus fyrirþá, er staðið hafa undir vernd þeirra, og í því efni getur naumast nokkurt stórt stökk í svip verið viturlegt. •— Nú er þess að gæta, að ö 11 íslenzka þjóðin stendur undir vernd fátækra- eða fram- færslulaganna: fátækrastyrksþegar að því leyti, að þar á hver að fá nauðsynlega hjálp eptir kringumstæðum; — styrkveitendur að því leyti, að þar á hver að leggja fram sinn skerf, eptir efnum og ástæðum. Enda þótt fátækralögin nái ekki, né hafi náð að þessu leyti fullkomlega til- gangi sínum, þá eru þau mikið betri en ekkert. »Almenningur sveitargjaldenda hugsar ekk- ert um fátækramál annað, en að hver um sig ger- ir allt, sem hann getur til þess að hliðra sérhjá, að gjalda«, °egir B. B. Gerum nú ráð fyrir, að tillaga hans kæmi út sem lög á morgun, og þar með væri enginn framar lagalega skyld- ugur að láta í té fátækrahjálp, en hjálparþurf-. ar jafnmargir ei að síður, — og ekki er þó vfst meining B. B., sð þeir skuli líða við breyting- una? — Nú,— þá á þessi sami almenning- ur, sem í dag fótumtreður lögin, beitir svikum, lýgi, og yfir höfuð ómannúðlegustu meðulum til að hliðra sér hjá að hjálpa, — eptir kenningu hans, — af fúsum og frjálsum vilja að vera reiðu- búinn, — hver einstakur eptir því, sem hon- um ber og nauðsynlegt er — til þess að leggja fram nægilega hjálp handa þurfandi mönnum. Þetta getur nú ómögulega samrýmst; það sér hver heilvita maður, og hr. B. B. sjálfsagt llka, þegar hann íhugar það. — Óskandi væri, að »hinir betri eiginleikar þjóðarinnar« yrðu sem fyrst svo þroskaðir, að hverjum einstakling mætti trúa til, að láta af hendi — eptir réttu hlutfalli við aðra — fé til hjálpar nauðstöddum, og til almennings þarfa, án íhlutunar opinberra laga, og þegar sá tími kemur, þá getur tillaga B. B. orðið um- talsmál; en eins og nú er ástatt, verð eg að á- llta slfkt ótímabært, og vona eg, að hann sjái það líka. Eg skal svo þessu næst leitast við, að sýna B. B. fram á, að það, sem hann er að berjast við, að finna tillögu minni í »Þjóðólfi«x) til for- áttu, hefur við lítið að styðjast. — »Milli sýslna yrði alveg sama stríðið, eins og nú milli hreppa«, segir B. B. Þó maður gerði ráð fyrir, að milli 2 sýslna kæmu fyrir jafnmörg ágreiningstilfelli, eins og nú milli 2 hreppa á jafnlöngu tímabili— út af þurfamönnum, þá yrðu þau eins mörgum sinnum færri en nú, eins og sýslur landsins eru færri en hrepparnir, En að búast við nokkru þess konar »stríði« milli sýslna, er alveg ástæðu- laust. Sýslunefndir gætu alls ekki komið af sér þurfamönnum, eins og hreppar gera nú, nema með slíkri fyrirhöfn, sem mikið bæri á, og þar sem það væri mjög lítið fjárhagsspursmál fyrir heilt sýslufélag, að losna við 1—2 þurfam., máske að eins um eitt ár, þá mundi engin sýslunefnd vilja vera þekkt fyrir slíkar »spekulationir«. Allt öðru máli er að gegna með hreppana nú, t. d.: Hólahreppur á kot í Fellshreppi. Þar er hreppsn. í H.hr. innan handar að koma fátækra fjölskyldu, sem annars yrði sveitlæg þar, yfir á F.hr. á kotið. Aptur á móti, hreppsn.m., eða annar efnaður bóndi í F.hr. á kot í H.hr. Þess- um manni er annt um hag sveitarfélags síns, með því það er hans eigin hagur; svo til að firra það þeim voða, sem virðist vofa yfir af einhverjum fátækling, Ijær hann kotið handa honum, þar til hann verður þar sveitlægur (o: eignast framfærslu- rétt), þá má fara að byggja honum út. Þannig gengur koll af kolli með þessa fátæklinga: Þeim er ýmist haldið kyrrum móti vilja þeirra á ein- hverju óþverrabýli, sem enginn getur lifað á, eða þeim er svipt þaðan, sem lífvænlegt er fyrír þá að vera og þeim líður nokkurnveginn vel, þangað til þeir gefast upp og verða að fara á sveitina. Út af öllu þessu eru svo hrepparnir f endalausu málaþrasi, sem opt veldur hatri milli hinna merkustu og beztu manna, og spillirþann- ig samvinnu þeirra í öðrum málum innbyrðis í hverju sýslufélagi fyrst og fremst, og ennfremur í mikilsverðum landsmálum yfirleitt. — Þessum og þvílíkum brellum gætu sýslufélög alls ekki kom- ið við, mundu heldur ekki reyna það; það sér hver maður. Til skemmtunar og fróðleiks. Hraðskreiðasta skip í heimi er talinn gufubátur nokkur, er vélafræðingur í Boston Ric- hard Weiss að nafni hefur látið smíða. Var hann reyndur 1 næstliðnum marzmánuði nálægt New- York og þykir hafa reynzt afbragðsvel. Hefur Weiss verið nálega heilan mannsaldur að gera hann svo úr garði, sem honum líkaði. Hin nýja uppfundning við gerð bátsins er fólgin í hreyfi- skrúfunni, sem ekki er komið fyrir eins og venju- *) Mér er ánægja að vita, að fram hefur komið á prenti till. í sömu átt frá merkum manni, herra hreppstj. Jósafat Jónatanssyni, því hann er mjög greintlur og gætinn, og hefur verulegan áhuga á landsmálum. En þegar eg birti grein mínaí„Þjóð- ólfi“, vissi eg ekki um ritgerð hans í „Fjallkonunni".

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.