Þjóðólfur - 05.06.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.06.1900, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 5. júní 1900. m Nr. 26. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 26. maí. Eptir stutta vörn við Zandá 10 þ. m. hrukku Búar undan og Bretar héldu ferð sinni áfram norður eptir. 12. þ. m. hélt Róberts inn í Kroonstad og mætti þar engri mótstöðu. Steijn forseti var áður farinn úr bænum og hafði fyrst um sinn sezt að í Heilbrom. Síðan þessu fór fram, hefur ekk- ert verulega sögulegt borið við á þessum slóðum, en eptir allra seinustu fréttum kvað Róberts nú kominn norður að Waaljljóti á landamærum Transvaals. — Það þótti furðu sæta, að Búar veittu enga mótstöðu við Kroon- stað; sumir halda, að orsökin sé sú, að meg- inher þeirra, sem átti að standa þar, sé ekki til, að Búar með öðrum orðum hafi nú eng- an annan her en þessa smáflokka hér og hvar á hersvæðinu. 18. þ. m. var Baden-Powell loks leystur úr herkvíum í Mafeking eptir rúma árs drengilega vörn. Það var herflokkur undir forustu Mahons ofursta, sem áður nokkurn varði var kominn þangað norður honum til hjálpar. Lið það, sem Roberts, eins og áð- ur er sagt, hafði sent þangað undir forustu Hunters, var naumast komið hálfa leið. Englendingar hafa, eins og vænta mátti, hvervetna fagnað þessum viðburði stórkost- lega; Baden-Powell, sem var ofursti, er gerð- ur að generalmajór fyrir frammistöðu sína. Það er sagt, að sveit sú af Búaher, er sat um Mafeking og laut þar í lægra haldi fyrir Bretum, búist nú til varnar 10 mílum austar og ætli að reyna að stemma stigu fyr- ir ferð Breta austur á við. í Natal hefur Bretum einnig orðið vel á- gengt í seinni tíð. Buller hefur tekið Dundee og Glencoe og hrakið Búa frá stöðvum þeirra í Biggarsfjöllum; að eins í skörðunum eða fjallvegunum milli Natal öðru megin og Trans- vaal og Oraníu hinu megin standa enn her- sveitir af Búum til þess að banna Buller yf- irferð. Það er þannig útlit íyrir, að vörn Búa gegn ofureflinu sé á þrotum; þó er sagt, að þeir séu einráðnir í að halda áfram ófriði, aðrir segja, að Kruger ætli að bera það und- ir atkvæði þjóðarinnar. Það hefur og heyrzt fleirum sinnum, að Oraníumenn væru orðnir leiðir á ófriðnum og að sundrungin milliþeirra og sambandsliða þeirra hefði staðið þeim fyr- h þrifum; en óvíst er, hvað satt er í þessu. Stundum lítur út fyrir, að þeir séu hvergi ttærri af baki dottnir. Þannig höfðu þeir ný- ^ega gert Bretum mikinn óskunda á stað Þeim er Wryheid heitir; höfðu Búar tekið Þar milli 60—70 Engl. höndum og auk þess riað fleiri fallbyssum frá þejm- Það er ekki lengur efasamt, hvernig ^retar ætla að fara með Búa, þegar ófriðn- v’m lýkur. Chamberlain lýsti því yfir í ræðu, Sem hann hélt í Birmingham 11. þ. m., að þjóðveldin Transvaal og Oranía yrðu svipt öllu sjálfstæði og innlimuð, fyrst yrði þar hermannastjórn, seinna meir væri það ætlun stjórnarinnar að koma þar á sama stjórnar- fyrirkomulagi sem í brezku nýlendunum. Friðarsendiboðar Búa hafa fengið góðar viðtökur í Ameríku, en hjá Mac Kinley fengu þeir þau svör, að hann gæti ekki skipt sér af viðureign þeirra við Breta, 19. þ. m. var manntjón Breta í stríðinu talið 20614 manns; í þessum hóp eru þó ekki meðtaldir þeir, er liggja særðir á sjúkra- húsum. Að öðru leyti er lítið um fréttir. — Frá Spáni hefur frétzt um óeirðir, einkum í Bar- celona og Valencia. Orsökin, eins og vant er, þungir skattar á alþýðu. Þegar Spánverj- ar höfðu misst nýlendur sínar, fóru framfara- menn því á flot, að herkostnaður yrði minnk- aður tii muna, en ráðaneytið Silvela hefur verið á annari skoðun og ekki séð annað úrræði til þess að fullnægja ríkisþörfum en nýja skatta. Við almennar sveitastjórnarkosningar á Frakklandi hafa hinir svokölluðu nationalist- ar (stólpa-þjóðvinir!), andstæðingar ráðaneyt- isins Waldeck-Rousseau, náð allmikilli fótfestu í París; utanborgar varð þjóðveldismönnum þar á móti betur ágengt. En af því að Par- ís ein opt má sín meira en allt landið, var haldið, að þessi straumbreyting gæti orðið hættuleg fyrir ráðaneytið. W-R. situr þó enn þá óbifanlegur í sessi og hefur jafnvel unn- ið nýjan þingsigur eptir kosningarnar. Frumvarp stjórnarinnar um að gefa öll- um þeim upp sakir, er brotið hafa þótt lög í Dreyfusmálinu, hefur fengið meðmæli hlut- aðeigandi nefndar. Oróasamt í Marokko', stórvesírinn, mátt- arstólpi stjórnarinnar, dauður, og þykir ekki ólíklegt, að mótstöðumenn stjórnarinnar muni reyna að bola soldán frá völdum og setja bróður hans Muley Muhameð í hans sess. Það væri því ef til vill tækifæri fyrir Frakka til að auka vald sitt þar syðra, ef ekki ýms- ar aðrar þjóðir, einkum ítalir og Englend- ingar, fylgdu þeim með tortryggnisaugum. Skandlnavíubúar ætla að reisa Margréti. drottningu (1387—1412) minnisvarða; 1897 voru, eins og kunnugt er, liðin 500 ár síðan Kal- marsambandið komst á. Samskotaáskorunin er meðal annara merkra manna undirskrifuð af tveim Islendingum: Páli amtmanni Briem og A. Ásgeirs- syni stórkaupmanni. Stúdentaferðin til íslands, sem ferða- félagið danska gengst fyrir er nú staðráðin. Ferða- menn leggja af stað héðan með »Botnia« 27. júlí og halda heim eptir 8 daga dvöl á íslandi í á- gústm. 90 farþegar eiga kost á að vera með. Heimskautsfari Bade kapteinn 'í Wismar ætlar í sumar að leita að Andrée á Spitzbergen, Karlslandi og Frans-Jósepslandi. Dr. Johs. Bock er skipaðurprófessorí lækn- isfræði (farmakologi) við Hafnarháskóla. Dáinn er Mansfeld-Bullner,sá er byrl- aði Bramalífselixírinn, 58 ára gamall. Stóreflis vinnuteppa (lock-out) í aðsígi í Stokkhólmi — líkt og hér í Höfn í fyrra. Fáheyrt glæpaverk var nýlega framið í Sví- þjóð. Gufuskipið »Prins Carl« var á siglingu á Málaren með fleiri farþega, þegar allt 1 einu einn af þeim, Nordlund að nafni, 25 ára gl., réðst á samferðamenn sína og drap og særði 11 mannsmeð rýting og skammbyssu; meðal þeirra, sem létu lífið, var skipstjóri og rændi illvirkinn peningum þeim, er hann bar á sér. Þótt ótrú- legt megi heita, tókst morðingjanum loks að flýja frá skipinu á bát, sem hann leysti og renndi i sjó. Seinna varð hann þó höndlaður og fær nú makleg málagjöld. Um sömu mundir var gamall almúgamaður hér á Sjálandi myrtur til fjár, hafði verið rot- aður með steini og líkið rænt. Þetta hroðalega morð hefur einkum vakið eptirtekt, af því að morðinginn reyndist að vera 17 ára gamall pilt- ur, sem eptir því sem hann hefur sjálfur skýrt ffá, eingöngu myrti manninn af því að hann langaði til þess að kaupa sér reiðhjól (cycle). En hjólið kom upp um hann; hann var tekinn fastur dag- inn eptir að hann hafði keypt það. Á aðalfundi í »store nordiske Telegrafselskab« 28. f. m. gat formaður félagsins, Suenson kom- mandör þess, að allar líkur væru til, að fé feng- ist til þess að leggja fréttaþráð frá Shetlandseyj- um til Islands. Ymsar þjóðir væru málinu hlynnt- ar, einkum Svíar og Rússar. Sænska stjórnin hefur þegar lagt fyrir þingið frumvarp um, að veita 7200 kr á ári í 20 ár, alls 144,000 kr. Viðauki. Rvík y.júní. Eptir enskum blöðum frá 27. f. m til mán- aðamótanna er það frekar af ófriðnum að segja. að French hershöfðingi brauzt norður yfir Vaal- fljót inn í Transval 24. f. m. á afmælisdegi Vikt- oríu drottningar, Hamilton hershöfðingi á öðrum stað 2 dögurn seinna og Roberts sjálfur 27. f. m. Varð þar lítið viðnám af Búa hálfu og hélt Ro- berts svo að segja dagfari og náttfari norður í land til Jóhannesburg, náði á vald sitt járnbrauta- vegum þeim, er þaðan liggja til Natal á aðra hönd, en til Klerksdorp á hina. Og síðustu fregn- ir segja, að hann hafi tekið Johannesburg við- stöðulítið næstl. miðvikudag (30. f. m.) og laus- leg fregn einnig komin um, að Pretoría höfuð- borg og stjórnarsetur Búanna hafi fallið í hendur Breta um sama leyti, en Búar þeir, er ekki vildu gefast upp flúið á fjöll, og þar á meðal gamli Kriiger, en ekki er sú frétt áreiðanlega sönnuð. En hvort sem það er rétt hermt eða ekki, þá er það víst, að Búar munu nú fyllilega að þrotum komnir til varna, og ótriðurinn að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.