Þjóðólfur - 05.06.1900, Side 4

Þjóðólfur - 05.06.1900, Side 4
104 0 Kristján Þorgrímsson selur: ELDAVÉLAR og OFNA frá beztu verkstniðju í Danmörku fyrir innkaups- verð, að viðbættri fragt. Þeir, sem vilja panta þessar vörur, þurfa ekki að borga þær fyrirfram, aðeins lítinn hluta til tryggingar því, að þær verði keyptar, þegar þær koma. ■»»* 1 VERZLUN RAFNS SIGURÐSSONAR komu nú með „Laura" nýjar birgðir og ný tegund af Túristaskóm ódýrari en áður. Chartreuse Og Benediktiner púlver á I krónu hver pakki. Úr þessu má búa til »likör« öldungis samkynja hinum ekta. Brödr. Berg, Amagextorv 14. Köbenhavn. Hér með tilkynnist ferðamönnum, er til Geysis koma, að þeir geta fengið gistingu hjá mér, en sem stendur hef eg ekki tök á að hýsa fleiri en 6—10 menn í einu. Mjólk og kaffi sel eg einnig. Laug við Geysi, 30. maí igoo. JÓN SIG URÐSSON. Reykvíkingar og sveitamenn. Takið nú vel eptir! Undirskrifaður selur fyrir óvanalega lágt verð í peningum alls konar reiðtygi: Hnakka. Söðla. Púða. Töskur. Höfuðleður. Tauma. Ólar og annað, sem að reiðskap lýtur. Aðgerðir eru fljótt og vel af hendi leystar. Efni og verk hið vandaðasta. Gjaldgeng vara er einnig tekin og borgunarskilmálar eru sérlega aðgengilegir. Ennfremur hefur undirritaður frá 30. júní næstkomandi 6—8 göðd reiðhesta eða eigi færri en að undanförnu með reiðtýgj- um og klifsöðlum til leigu handa ferðamönnum, yfir tveggja til þriggja mánaða tíma. Þeir sem vildu sinna tilboði þessu, komi og semji við mig fyrir miðjan júní næstkomandi. Munið eptir, að hús mitt er Nr. 31 við Laugraveg. Það tefur ykkur ekki að koma við hjá mér, því þið munuð komast að raun um að það borgar sig. Ennfremur hef eg frá þvi í dag alls konar nauðsynjavöru, sem verður seld bæði fyrir peninga og alla gjaldgenga vöru, svo sem vorull, sundmaga o. fl. Reykjavík, 1. júní 1900. Virðingarfyllst. Jón Ásmundsson. Söðiasmiður. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. VOTTORÐ. Eg hafði nokkur ár þjáðst af magaveiki og til þess að ráða bót á því leitað ýmissa lækna en árangurslaust. Fyrir rúmu ári á- setti eg mér því að rcyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír frá Valdemar Petersen, Fred- erikshaVn, og er eg hafði brúkað úr 4 flösk- um fann eg mikinn bata, og með því að neyta stöðugt þessa ágæta meðals, hef eg getað stundað vinnu mína þjáningalaust, en eg finn, að eg get ekki verið án þessa heilsu- samlega bitters, er hefur veitt mér heilsu mína aptur. Kasthvammi 1 Þingeyjarsýslu. Sigtryggur Kristjánsson. KÍNA-LIFS-ELIXIRINN fæsthjá flestum kaup- mönnum á fslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel V.P. eptir því, að~þý- standi á flöskunum i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan 54 menn yðar. Eg bind bréfið við annan fótinn á fuglinum og hann flytur það hratt sem örskot á hinn ákveðna stað. Innan tíu mínútna verður Guy kominn til Farmwood og fylgdarlið yð- ar getur komizt hingað innan tuttugu mínútna". Hann hnyklaði brýrnar og sagði: „Sagði frændi yðar ekki fullum fetum, að þessi Lacy væri í bandalagi við samsærismennina ?“ „Það eru ósannindi", sagði eg blátt áfram. „Leyfið mér að skrifa honum, og þá skal eg sanna, að það eru ósannindi og sanna yðar hátign það ljóslega, að Guy á engan þátt í á- formum samsærismannanna". „Jæja, þér skuluð fá vilja yðar framgengt, „sagði hann ept- ir litla þögn. Það getur að minnsta kosti ekki gert neitt illt. En skrifið þér strax. Það er meira komið undir þessu lítilmót- lega mannslífi, en annað eins barn og þér getur gert sér í hug- arlund". Eg skrifaði með titrandi hendi: „Cromwell er hér í Iífshættu. Samsæri. Ef þú elskar mig, þá ríð þú til Farmwood og komdu með fylgdarlið hans. En flýttu þér, flýttu þér. Dorothy". Eg var enga stund að binda bréfið við fótinn á dúfunni, opna gluggann og hleypa henni út. Við og við sáum við hana bregða fyrir, er hún flaug um akra og engi, þangað til við að síð- ustu misstum algerlega sjónar af henni. „Eg vildi eg hefði vængi eins og dúfan; þá myndi eg fljúga í burtu og leita hvíldar, hvíldar! Það er hvíld, sem við þráum, er vér förum að eldast, en sem vér aldrei fáum, Dorothy! “ Við heyrðum hvernig þeir, sem að oss leituðu, hlupu fram og aptur, kölluðu hver til annars, er þeir fundu einhver fylgsni 55 og hvað þeir blótuðu og rögnuðu, er þeir komust að raun um, að rannsókn þeirra var árangurslaus. Eg titraði af ótta. Eg veit ekki, hvað lengi þeir voru að leita, ef til vill hef- ur það verið í hálfa klukkustund eða um það bil, en mér fannst það vera eilífðartími. Loks heyrðist ekkert fótatak eða hurðar- skellir, en það var einungis örlitla stund og síðan heyrðist vopnabrak. „Þér eruð ung og hraust", sagði Cromvell. Farið niður stigann og hlerið við dyrnar. Eg er hræddur um, að þeir muni misþyrma föður yðar". Eg læddist niður hinn mjóa stiga og hafði ákafan hjart- slátt. Þegar eg kom að dyrunum lagði eg eyrað við og hlustaði. Hávaðinn var nú búinn og eg gat greinilega heyrt, hvað sagt var inni í stofunni. „Eg vil engum orðum eyða við yður" sagði einhver, sem eg hélt að væri Sexby. Hjúin hafa játað það. Segið mér hvar þér hafið falið hann, annars sver eg það við guð almáttugan, að eg skal hengja yður upp í næsta tréð héðan. Matthew Ho- ward, þér eruð elztur og eigandi þessa kastala, talið þér, eða eg geri undir eins út af við yður". í þögn þeirri, sem síðar varð, sló hjarta mitt svo ótt, að eg var alveg hissa, að þeir skyldu ekki taka eptir því. „Heyrið þér ekki"? öskraði Sexby og stappaði í gólfið af reiði. „Viljið þér ekki tala"? „Ekkert svar heyrðist. Sexby sleppti sér alveg, og eptir því, er eg síðar fékk að vita, barði hann föður minn í andlitið. „Farið burtu með hann", öskraði Sexby, og hengið hann upp í eitthvet tréð í aldingarðinum. Eg er viss um, að innan skamms uppskerum við ríkulega. Hérna er annar málleysingi, sem langar víst líka til þess að sparka hælunum í eplin".

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.