Þjóðólfur - 05.06.1900, Blaðsíða 2
102
líkindum hér um bil á enda kljáður. — Hefur
Roberts þegar lýst því hátíðlega yfir, að Oranje-
ríkið væri innlimað í Bretaveldi, og hafa stór-
veldin hér í álfu ekki haft neitt á móti því, er
Bretastjórn skýrði þeim frá þessum landauka, eins
og siður er, þá er lönd eru hernumin.
En nú verða Bretar ef til vill að beina skeyt-
um sínum í aðra átt þar í Afriku. Eins og mörg-
um mun kunnugt hefur hið volduga svertingja-
ríki Aschanti íEfri-Guíneu (upp af Gullströnd-
inni) áður átt í höggi við Englendinga. Er það
land námaland mikið og gullauðugt mjög, en 1-
búamir (Ashantar) eru manna grimmastir, trúa á
stokka og steina og blóta mönnum. Eru þeir tald-
ir 472 miljón og skiptast í ýmsa sérstaka flokka.
Heitir höfuðborg þeirra Kumassi, er Bretar tóku
1873 eptir harðar sviptingar og brenndu. Þá
urðu Ashantar að sleppa öllum yfirráðum yfir
Guilströndinni, er Bretar lögðu þá algerlega undir
sig. Þá var Wolseley yfirforingi Bretaliðs 1 þeim
leiðangri, sami maður sem nú er æztur að völd-
um í öllum Bretaher bæði á sjó og landi. Síðan
1873 hafa Bretar jafnan haft lið nokkurt suður 1
Aschanti til að hafa gætur á landsbúum, verja
Gullströndina og varna þeim leið til sjávar. En
nú hafa Ashantar gert uppreisn og vilja hrinda af
sér oki Englendinga, losa sig við návist þeirra og
ef unnt er ná Gullströndinni frá þeim. Setulið
Englendinga f Kumassi, er ekki mun vera mjög
fjölmennt, er því í hættu statt, og fregnir komn-
ar um, að Ashantar hafi algerlega náð borginni
á sitt vald. Hefur hjálparlið verið sent sunnan
frá Kap, og er auðheyrt á hraðskeytunum, að á-
standið þykir ískyggilegt. Eptirþvlhversu Ashant-
ar vörðust Englendingum snarplega 1873—4 með
ónýtum og úreltum vopnum, tinnubyssum og tré-
sverðum o. s. frv., þá hyggja menn að þeir verði
illir viðureignar nú, því að þeir hafa aflað sér
einmitt nútíðarvopna, og þykir allt benda á, að
uppreisnin sé löngu undirbúin, en tækifærið tekið
meðan Bretar hefðu í fuflu tré við Búa,—- Hvað
úr þessu verður er ekki unnt að segja enn.
Þá er heldur ekki allt með felldu í Kína.
Mikill hluti þjóðarinnar, einkum í norðurhluta
ríkisíns er mjög óvinveittur öllum útlendingum
og vill rýma þeim algerlega úr landi. Þenn-
an hluta þjóðarinnar kalla Englendingar »Boxer’s«
þ. e. hnefieikamenn eða áflogahunda og er auð-
vitað óvirðingarnafn. En í rauninni eru þetta
ramkínverskir föðurlandsvinir, er vilja brjóta af
sér ok útlendinganna og er ekkjudrottningin og
margir mikilsháttar menn í Kína hlynntir þessum
flokki. Nú hafa þessir »Boxer’s« gert uppreisn
allalvarlega í Norður-Kína, tvístrað hermönnum
þeim, er sendir voru gegn þeim, brennt járnbraut-
arstöð eina til kaldra kola, náð ýmsum járnbraut-
um á vald sitt, höggvið í sundur fréttaþræði og
eru á leiðinni til höfuðstaðarins Peking. Eru
Norðurálfubúar, sem búsettir eru í Kfna orðnir
allsmeikir við uppreisn þessa, og allir sendiherrar
útlendra ríkja 1 Peking hafa fengið sér llfvörð.
Sagt er að 9 metodistar hafi verið drepnir af
uppreistarmönnum á einum stað, ög menn voru
hræddir um að mannvirkjafræðingar nokkrir frá
Belgíu mundu ekki komast llfs úr höndum þeirra,
því að uppreistarmenn höfðu króað þá á hæð
einni. Sagt var, að Rússar mundu ætla að sker-
astíleikinn, og hefðu 20,000 manna vígbúna við
Port Arthur.
Hermálaráðherra Frakka, de Galliffet hefur
sagt af sér, og heitir sá Andfé hershöfðingi, sem
kominn er í stað hans. Afarmikill gauragangur
í frakkneska þinginu gegn ráðaneytinu, og hefur
forseta þess, Waldeck-Rousseau jafnvel verið skor-
að á hólm af einum herforingja, er þótti höggvið
nærri sér í umræðunum um uppgjöf saka fyrir
inenn þá, er riðnir höfðu verið við Dreyfusmálið.
Fjársala í haust.
Bretar kaupa fyrir peninga.
Þau fagnaðartíðindi getur Þjóðólfur nú orð-
ið fyrstur til að flytja sveitabændum og öðrum
fjáreigendum hér á landi, að nú má telja vlst,
að Bretar kaupi hér allmargt fé í haust gegn
borgun út í hönd. Fyrir milligöngu þeirra Cop-
land’s og Berries stórkaupmanna í Leith, aðaleig-
enda hinnar góðkunnu verzlunar »Edinborgar«
héríbænum, hafa auðugir, enskir fjárkaupamenn,
Parker & Fraser í Liverpool-Birkenhead ákveðið,
að kaupa hér fé á fæti í haust, og hafa í því
skyni sent hingað nú með »Lauru« umboðsmann
sinn, Alexander Ponton, er fyrir mörgum árum
var umboðsmaður Slimons við fjárkaup hér á
landi, og er því töluvert kunnugur hér frá fornu
fari. Níeð honum er Mr. Thomas Fraser, sonur
annars aðalforstöðumannsins í þessu fjárkaupa-
félagi í Liverpool-Birkenhead. Ætla þeir að
kynna sér, hvernig hér liagar til,og hversumargt
fé þeir muni geta fengið. Vilja þeir kaupa 15,
000, tveggja, þriggja og fjögra vetra gamalt, en
ekki ær eða yngra fé. Segjast þeir muni gefa
vel fyrir það. Er hr. Asgeir kaupm. Sigurðsson
leiðbeinandi þessara manna hér fyrir hönd þeirra
Coplands og Berries, og mun í fyrstu hafa átt
mikinn þátt í að koma þessu máli áleiðis. Er
það mikilla þakka vert, og vonandi, að lands-
mönnum verði hagnaður að þessum viðskiptum
og að þau geti haldizt, því að það er lífsskilyrði
fyrir sveitabóndann, að hann geti selt fé á fæti
með góðu verði. Þá rýmkast aptur hagur land-
búnaðarins, eitthvað dálitið á annan hátt en með
nýjum bankalánum og öðru vafsi. Þetta verður
dálítið affarasælla. Og þess vegna eru þetta
gleðitlðindi fyrir sveitabóndann. í þetta skipti
kaupa menn þessir ekki hross, af þvf að það er
heldur orðið um seinan nú, en þeir ætla að gera
það eptirleiðis. — Þeir Parker & Fraser hafa áð-
ur keypt íslenzktfé til slátrunar af ZöllneríEng-
Jandi, og hafðj það verið alldýrt, því að Zölln-
er hafði sagt, að hann keypti það svo dýrt hér(l).
Nú mun þeim viðskiptum lokið og í þess stað
keypt af bændum hér og munu þau viðskipti
reynast báðum hagfelldari, ekki sízt bændunum,
því að það er mikill munur á, að selja féð hér
heima fyrir peninga út í hönd, eða senda það
á eigin ábyrgð til umboðsmanna á Englandi.
Þingmálafundur.
Ur Norður-Þingeyjarsýslu hefur Þjóðólfi ver-
ið send svolátandi fundarskýrsla:
Árið 1900, þ. 8. aprfl var að Skinnastöðum
haldinn almennur kjósendafundur fyrir 3 hreppa,
nefnil. Kelduness-, Axarfjarðar- og Presthólahrepp,
og voru margir atkvæðisbærir menn mættir úr
nefndum hreppum, en þó hefði fundurinn orðið
betur sóttur, ef veikindi hefðu eigi hamlað.
Fundarstjóri var kosinn í einu hljóði, Árni
Kristjánsson á Lóni og nefndi hann til skrifara
Pál Jóhannesson á Austara-Landi.
Komu þá til umræðu:
1. S t j órnarskrármálið :
Eptir nokkrar umræður kom það fram, að
allir fundarmenn, er atkvæðisrétt höfðu, létu í
ljó'siþað eindregið álit sitt, að halda fram stjórnar-
baráttunni í sömu stefnu og stjórnarskrárfrumvörp-
in frá 1886 og 1894, og var samþykkt með öll-
um atkvæðum eptirfylgjandi tillaga:
»Fundurinn lýsir yfir því, að það er hans
eíndreginn vilji, að alþingi framvegis haldi stað-
fastlega fram sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar á
grundvelli hinnar endurskoðuðu stjórnarskrár (frá
1886 og 1894) og að þegar á næsta þingi verði
samþykkt frumvarp, sem tryggi fyllilega þessi
meginatriði:
a. Að sérmál Islands verði eigi borin upp
í ríkisráði Dana:
b. Að hin æzta stjórn sérmála Islands sé
búsett í landinu sjálfu og verði krafin ábyrgðar
á sérhverri stjórnarathöfn fyrir al-innlendum dóm-
stóli, er jafnframt sé skipaður með sérstökum
lögum.
Enn fremur lýsir fundurinn yfir því eindregnu
áliti slnu, að þessi stefna eigi að ráða úrslitum
við næstu kosningar til alþingis þannig, að þeir
einir séu kosnir, er öruggir vilja fylgja henni«.
2. Kom fram tiilaga um, að kjósa 1 mann
úr hverjum hreppi til að mæta að Ærlækjarseli
á morgun árdegis til þess, ásamt sýslunefndar-
mönnunum, að ræða stjórnarskrármálið, þing-
mannskosningu kjördæmisins og máske fleira.
Var það samþykkt og kosnir þessir menn :
Jón Ingimundarson á Brekku, Páll Jóhann-
esson á Austara-Landi og Þórður Flóventsson í
Krossdal.
3. Brúinájökulsáí Axarfirði.
»Fundinum blandast ekki hugur um, að nauð-
synin á brú yfir Jökulsá sé svo afarbrýn, að land-
sjóður sé skyldur, að leggja fram fé til hennar,
þegar á næsta þingi, og það því fremur, sem
nær ekkert er lagt til samgöngubóta af landsfé í
Norður-Þingeyjarsýslu í samanburði við aðrar
sýslur landsinsc.
4. Bankamálið:
Um það kom fram þessi tillaga:
»Fundurinn er einhuga á því, að nauðsyn
hlutafélagsbankans sé ekki fyrir hendi, og
því sé réttast að fresta þvl að setja hann á
stofn, að minnsta kosti fyrst um sinn, en felur
fundinum að Ærlækjarseli á morgun, að taka
bankamálið til umræðu, ef tími leyfir«.
Tillaga þessi var samþykkt með meiri hluta
atkvæða.
Fleiri mál voru eigi rædd. Fundi slitið.
Árni Kristjánsson. Páll Jóhannesson.
*
* *
Daginn eptir 9. apríl var fundur haldinn f
Ærlækjarseli, eins og ákveðið var, og þar sam-
þykkt þessi fundargerð, sem hér er prentuð. Var
jafnframt ákveðið að senda hana í alla hreppa
kjördæmisins til umræðu og samþykktar, skyldi
svo hver hreppur kjósa 2 menn til að sækja einn
allsherjar aðalfund í kjördæminu, sem halda á nú
í júnímánuði. Það er auðséð, að Norður-Þingey-
ingar eru vakandi og hafa ekki flekazt látið af
hrópi Hafnarstjórnarmannanna, þeirra manna, er
gerast svolítilþægir og skammsýnir, að berjastmeð
oddi og egg fyrir einskisverðum og enda stór-
hættulegum skóbætum á stjórnarfar vort, er ein-
mitt miða til þess að flytja stjórnina út úr land-
inu og fara því í þveröfugá átt við allar fyrri
kröfur vorar um alinnlenda stjórn. Jafn heilskyggn-
ir og skilningsglöggir hafa og Norður-Þingeyingar
verið 1 því að hafna algerlega dönsku okurbanka-
flónskunni, eins og síðasta þing skildi við hana,
enda rnunu fleiri héruð fara að þeirra dæmi í
því. ____________
Drukknun Á föstudaginn var, 1. þ. m.
drukknaði í ál hjá Elliðavatni Ólafur Sveinar
Haukur Benediktsson bóndi á Vatnsenda, son-
ur Benedikts heit. Sveinssonar sýslumanns, á 28.
aldursári. — Hafði Ólafur heit. þennan dag átt
að vera við úttekt á Elliðavatni og var á ferð
þangað frá Reykjavík í því skyni. Hafði hann
svo til þess að stytta sér leið farið beint afþjóð-
veginumáleið til bæjarins, sem kunnugir menn opt
fara og er þá venjulega farið á ferju eptir ál
nokkrum, er liggur milli tveggja vatna rétt fyrir
túnfætinum þar. Mun Ólafur heit. hafa kallað
yfir um og staðið nokkuð við hinumegin álsins,
þvl það sást á traðki eptir hest hans, en enginn
var úti við á Elliðavatni og enginn sá þar held-
tir til hans. Var fólk þar veikt, en gestir inni í
bæ. Hefur hann svo riðið yfir á ferjustaðnum,
þar sem altítt hefur vqrið áður að sundríða og
sundleggja, enda sáust förin eptir hest hans skýrt
út á réttum stað; er þar botn góður, en fárra
faðma sund er í miðjum álnum. Leitarmenn þeir,
er fundu lík hans í gær, sáu, að hestinum höfðu
skrikað fætur og hann runnið til einmitt þar, sem.