Þjóðólfur - 08.06.1900, Page 1

Þjóðólfur - 08.06.1900, Page 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. júní 1900. Nr. 27. Læknir Oddur Jónsson er fluttur að Reykhólum í Barðastrandarsýslu frá maí-byrjun 1900. Nýir kaupendur að síðara helming þessa yfirstandandi ár- gangs Þjóðólfs (frá 1. júlí til ársloka ipooj geta fengið hann fyrir 2 krönur og fá auk þess í kaupbæti: Scrprentað sögusafn úr 50. árg. blaðsins 1898 með 11 skemmtisögum, prentað 1899, 106 bls, með nijóg þcttu letri. Viðurkennt ágœtt sógusafn. Hinir íslenzku sagnaþættir úr blað- inu 1898—1900 incl. verða að fullu sérprentað- ir um næstkomandi áramót, og munu skil- vísir kaupendur blaðsins þá eiga kost á að eignast þá fyrir lítið verð, er síðar verður auglýst nánar. Þa er þættinum af Pétri sterka á Kálfaströnd, sem fólki þykir einkar skemmti- legur, er lokið munu birtast áður óprentaðar sagnir um hina nafnkunnu »Hafnarbræður« Hjörleif sterka og Jón Arnasyni, einnig ým- islegt um Arna í Höfn föður þeirra m. fl. — Fræðimenn eru beðnir að senda Þjóðólfi sagn- ir eða smáþætti uui nafnkennda afreksmenn íslenzka, eða aðra sem að einhverju leyti hafa verið einkennilegir. Nýir kaupendur að Þjóðólfi frá 1. júlí gefi sig fram í tíma. ,ísafold‘ og Mercator. Eptir Mercurio. Fyrir ýmsum merkilegum ritgerðum um hluta- félagsbankann hefur Isafold opnað dálka sína (sbr. ritgerð Þorláks í Hvammkoti), en skemmtilegast- ur er þó Mercator; ber það einkum til, að hann er bersýnilega sjálfur svo einstaklega sannfærður um, að hann hafi allra manna bezt vit á banka- málum og fjármálum yfir höfuð. Svo ritar þessi 'víðfrægi Mercator talsvert ísmeygilega, skiptir efn- inu svo hagkvæmlega niður í smáar, afskammt- aðar greinir. — Það er eins og maður sé kominn inn í vörubúð, þar sem allt er með skínandi reglu og hver skúffa og hvert hólf geym- ir sína sérstöku vörutegund. Mig langar því til að opna nokkrar skúffur hjá honum og skoða innihaldið. Ritgerðir hans eru aðallega í 3 tölubl. Isa- foldar, sem sé í 71. tölubl. 1899 og 31. og 32. fölubl. þ. á. I. 1. Hin fyrsta ritgerð hans byrjarmeð þess- orðum: »Það eru fá mál, sem vér íslendingar eig- lIrn öhaegra meðaðritaum, en bankamál. (Sleip- ur er hann, ef hann er enn þá betri annarsstað- ar). Þjóðin er alin upp við hina alræmdu vöru- skiptaverzlun, og er því ekki sanngjarnt að ætl- ast til, að hún þekki peninga«. Þetta er alltsvo niðurstaðan: Islending- ar þekkja ekki peninga. Það á nú 1 ík- lega ekki að skiljast bókstaflega. Sjálfsagt þýð- ir orðið »þekkja« hér hjá hinum víðfræga eitt- hvað, sem er djúpt hugsað, en eg þori ekki að leggja út í, að geta mér til, 'nvað það á að vera. Eg vil ekki ætla, að sá víðfrægi sé að nudda mönnum því um nasir, að þeir kunni ekki að fara með peninga og því síður, að þeir þekki ekki myntina, krónumyntina. Eg ætla að lofa mér skarpari mönnum að þýða þennan »stað« hjá þeim víðfræga; meiningin er svo djúpt und- irskilin. 2. Svo segir sá víðfrægi: »að finna þráð- i n n, sem þetta málefni (nfl. hlutafélagsbankinn) leikur á«, það er það, sem hann hefur gert. Hann hefur fundið þráðinn, sem hlutafélags- bankinn leikur á. Sá víðfrægi játar, að Indr. Einarsson og Jón Ólafsson tali um bankamál af viti, en eg minnist þó ekki, að þeir hafi fundið það út, að hlutafélagsbankinn »leikur á þræði«, né heldur, að þeir hafi þá fundið þennan þráð. Eg hygg því, að sá víðfrægi geti keypt séreinka- rétt (Patent) til þráðarins og hugmyndarinnar yf- ir höfuð. 3. Sá víðfrægi heldur áfram: »Gerum nú ráð fyrir, að stórkaupmaður yrði að lána vöru sína í 14 daga með 2°/o hag; er þá auðsætt, að hann fær í hag af peningum sínum 4°/o um mán- uðinn, eða 4 8°/o um árið«. Sá víðfrægi Merca- tor (kaupmaður) er sem sé að kenna oss fáfróð- um hina svonefndu verzlunarfræði, og ber þess að gæta, að hér er verið að tala um stórkaup- mann (Grosserer) íútlöndum, er selur smá- s ö 1 u k a u p m a n n i í ú 11 ö n d u m »þar sem verzl- unin hvllir á bönkum og greiðum verzlunarskil- yrðum«. Alltsvo: Smásölukaupmennirn- ir (Detailhandlere) í útlöndum, »þar sem verzl- unin hvílir á bönkum og greiðum verzlunarskil- yrðum«, greiða stórkaupmönnunum (Grosserere) 48°/o á ári. »Og hver ber svo þessa vexti? Þjóðin (útlenda) auðvitað«. Bágt eiga þær, rauna- lega bágt. En hvernig er með smásölukaupmenn vora, er fá lán hjá — mér lá við að segja bannsettum stórkaupmönnunum ? Sá víðfrægi svarar því skjótlega: »Þegar vér lítum nú til innlendra kaupmanna, sem flestir þurfa að fá lán 6—10 mánuði ársins hjá útlendum stórkaup- mönnum,—innlendra kaupmanna, er hinir útlendu stórkaupmenn þekkja harla lítið og vita enn minna um hag landsins, nema fátækt þess, þá væri það alveg óhugsandi og líkist ekki neinni kaupmennsku, ef þessir útlendu stórkaupmenn reiknuðu sér ekki að minnsta kosti 2% hag á mánuði af lánum til kaupmanna á Islandi eða um 12—2o°/0 hag (á lánstímabilinu öllu 6—-10 mán)«. Þetta eru með öðrum orðum 24^/0 á ári, »sem kaupmenn hér og pöntunarfélög, sem ekki eiga veltufé sjálfir, greiða í vexti af vöru- lánurn sínum erlendis«. »Og hver ber svo þessa vexti? Þjóðin auðvitaðc. Vlst á ísl. þjóðin bágt, því að þetta eru háir vextir, en bágara eiga veslings erlendu þjóðirnar, sem verða að borga h e 1 m i n g i m e i r a, 4 8 0 / o. Þegar nú þetta er svo, að útlendir smásölukaupmenn borgahelm- i n g i h æ r r i vexti af vörulánum sínum, heldur en i n n I e n d i r smásölukaupmenn og kaupfélög- in, hví er þá verið að kvarta? Ætli að við sé að búast, að innlendir, íslenzkir smásölukaup- menn geti fengið m e i r a e n h e 1 m i n g i betri kjör hjá stórkaupmönnum erlendis, heldur en hin- ir samlendu smásölukaupmenn fá hjá þeim? Mér finnst þessir útlendu stórkaupmenn geri vel, þar sem þeir láta fátæka Islendinga komast að svona kjörum, er góð mega kallast í samanburði við kjör þau, er landar þeirra fá sjálfir hjá þeim. Það liggur enda beint við að ætla, að þeg- ar hinn voldugi hlutafélagsbanki er kominn á laggirnar rnuni stórkaupmennirnir segja við fs- lenzku smásölukaupmennina: »Nú höfum vér nógu lengi látið yður hafa helmingi betri kjör heldur en eigin landa vora, en þar semþér Islendingar hafið nú eignazt sjálfir voldugan banka og sverzlunin hvílir einnig hjá yður á bönkum og greiðum verzlunarskilyrðum«, þá skal nú héð- an af eitt yfir yður ganga og landa vora. Þér skuluð héðan af borga oss helmingi rneira en hingað til, 48% í stað 24%, alveg eins og landar vorir borga oss«. Hinn víðfrægi mundi þannig hafa bláberan skaða af breytingunni. Eg verð sem sé, að ganga út frá þvl, að allt þetta sé satt, er sá víðfrægi segir um verzlunina, en ekki tómur heilaspuni úr honum sjálfum. En eitt undrar mig samt og það er, hvers vegna smásölukaupmennirnirnir útlendu reyna ekki að fá sér ódýrari peninga hjá bönkum þar, sem bæði eru margir og stórir, heldur en að búa við þá afarkosti, að borga stórkaupmönnum 48% af lánum þeirra. Hér er án efa verkefni fyrir hinn víðfræga að reyna að hjálpa þessum veslings út- 1 e n d u smákaupmönnum. 4. Svo segir sá víðfrægi: »Geri maður uppdrátt af æðakerfi verzlunarástandsins(l) eins og það er, þá mundi það líta út líkt og frálaus- ir krabbafætur, sem kæmu úr öllum áttum(l) til þess að leita að bol krabbans, miðjunni, erhvergi væri að finna(!), nema þá ef til vill í 300 mílna fjarlægð, og þá einhver óskyld(l) miðja, sem kann- aðist naumlega við, að krabbafæturnar væru sln- ir fætur. Hér er bersýnilega verkefni fyrir listamenn í teikning og málning; að skapa ódauðlegt lista- verk, byggt á þessari stórkostlegu hugmynd. Eink- um gæti eg hugsað mér, að krabbafæturnir mundn taka sig vel út, þegar þeir eru að leita að miðj- unni, sem ekki er til; og svo myndin af miðjunni sjálfri. Hér er nokkuð fyrir Þórarinn að spreyta sig á. Sá víðfrægi kemst næst út í iðnaðinn i land- inu og segir: »Þetta (nfl. að vinna á veturna) er trésmiðum alveg fyrirmunað með því bankaástandi, sem vér eigum nú við að búa«. — Sömu skúffu tilheyra allar setningar hjá þeim víðtræga um það, að enginn iðnaðarmaður, sveita- bóndi né útvegsbóndi fái né geti fengið lán »með því bankaástandi, sem vér eigurn nú við að búa«; þetta liggur beint í orðum hans. En sé nú flett upp í stjórnartíð. 1899 og litið í reikning landsbankans frá 1. júlí til 30. sept. 1899, þá sést, að um það leyti, sem hinn vlðfrægi er að skrifa áðurnefnd ummæli, hefur bankinn átt úti, einmitt í slíkurn bráðabirgðarlánum og víxillán- um, yfir 337 þús. kr. Nú er það vitanlegt, að það er aðallega Reykjavík og næstu sýslur 5—6, er ge1a notað slík bráðabirgðarlán bankans, og geri maður fólksfjöldann á þessu svæði um 26 þús-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.