Þjóðólfur - 22.06.1900, Page 2

Þjóðólfur - 22.06.1900, Page 2
H4 og Gissurhvíti komu á land úr Vestmannaeyjum. Hafa þeir komið á alþing laugardaginn 22. júní. Af Kristnisögu má ráða, að ræðurnar á Lögbergi hafi farið fram á sunnudaginn, og þá hafi Þor- geir lagzt fyrir til að hugsa málið, en kristni svo lögtekin daginn eptir (24. júní). A þessu virðist ekki geta verið neinn vafi. Reiknað eptir tíma- tali voru nú (nýja stíl) yrði lögtekning kristninn- ar 4. júlí, en það er réttara að fylgja þáverandi tímaákvörðunum og halda afmælið 24. júní. En 17. júní geturalls ekki komið til greina, hvernig sem á er litið, og er undarlegt, að guðfræðingar vorir skyldu ekki athuga það og koma i veg fyr- ir, að þessa afmælis yrði minnzt þann dag. Ur J>ví að 24. júní ber nú upp á sunnudag þurfti þetta heldur engum vandkvæðum að valda. En oss er kunnugt um, að Lögbergsflokkurinn í Vesturheimi, sem hefur barizt fyrir því að halda Islendingadag 17. júní (fæðingardag Jóns Sigurðssonar) hefur verið að hamra það fram máli sínu til stuðnings — þvert ofan í söguleg heimildarrit, — aðþann dag hafi kristni verið lögtekin hér á landi. Og getur verið, að það bull hafi villt biskup, og að hánn hafi ætlað Winnipegpáfann óskeikulan. * ,Svarti Pétur* í Isafold. Aldrei ,ærlegt spil!‘ Það er flest jafnan dáindis skynsamlegt og skarplegt, eða hitt þó heldur.sem hinn margmæddi Valtýs skjaldsveinn við Aitsturvöll lætur á þrykk út ganga í þarfindablaði Valtýs og sveina hans —stjórnarmáfgagninu. Hanner ávallt jafnspaugi- legur, karlinn, ávallt jafn einfeldnislega barnaleg- ur og ávallt jafn ómögulegur til að svara fyrir sig nokkru orði, sem vit og veigur er í, þótt ekki vanti stóryrða-moksturinn. Væri honum því hentara að halda á flórspaða en penna. Af því að síðasti Þjóðólfur kom dáiítið ónotalega við sum líkþorn gamla mannsins, þá hefur hann ætl- að sér heldur en ekki að slá frá sér með spað- anum sínum. En verra vindhögg hefur hann aldr- ei slegið, karltetrið, því að það hittir ekkert og engan, og er harla auðvelt að sýna fram á það. svo að allir hljóti að sjá, hvernig Isafold fer að ráði sínu, þá er hún stendur algerlega ráða- laus uppi gagnvart Þjóðólfi, eins og jafnan er. Það, sem Isafold er að streitast við, er að telja athugalausum og greindarlitlum lesendum trú um,—aðra getur það ekki villt,—að Þjóðólfur hafi snúizt í stóra bankamálinu, þannig, að hann telji það nú óalandi og óferjandi, er hann áður hafi verið fylgjandi, og eignar þahn snúning á- hrifum annara manna. Já, margur heldur mig sig. Þessu til stuðnings dregur ritstj. stj.málgagns- ins með feikilegum gorgeir upp úr vasa sínum 15 mánaða gamalt skjal með undirskriptum nokk- urra manna, þar á meðal ritstj. þessa blaðs, og þylcir oss réttast að birta hér orðrétt þetta stór- merka »dokúment«, svo að menn geti sjálfirdæmt um, hversu ískyggilegt það er: „Vér undirritaðir, sem höfum á fundi 26. marz síðastliðinn hlýtt á og rætt tillögu um stofnun eigin- legs þjóðbanka á Islandi og vér aðrir,1) sem ritum nöfn vor hér undir, lýsum yfir því, að vér álítum mjög æskilegt, að frumvarp til lagaum stofnunslíks banka ásamt með tilboði um framfag þess fjár, sem með þyrfti, yrði Iagt fyrir næsta alþingi til meðferð- ar og álita, þar eð fjárhagur landsins nú er í því ástandi, að bráðar umbætur með lagaráðstöfunum eru óhjákvæmilega nauðsynlegar á þennan hátt eða annan, sem alþingi og væntanlega tekur til íhugunar". Ritstj. stj.málg. gefur í skyn, að það sé all- líklegt, að vér neitum því, að hafa skrifað und- 1) Einn meðal þeirra var ritstjóri þessa blaðs, því að hann kom e k k i á þennan umræðufund 26. marz, enda mun málið þar lítið hafa skýrzt, því að Páll hafði svo lítið við að styðjast, er hann bar þetta mái fyrst upp við tnenn hér. En að í s 1 e n z k þjóðbankahugmynd gæti komið fram í löglegu formi á þingi til athugunar því gat enginn verið mótfall- inn, heldur var sjálfsagt að óska þess. ir þetta. Ónei, því fer fjarri. Undir svona lagað skjal, með svona öldungis óákveðn*im orðatiltækjum skyldum vér fúslega skrifa enn í dag. Og vegna hvers? Af því að í þessum fyrgreindu tilmælum liggur ekki nein tilvitnuníneitt ákveðið frumvarp, ekki heldur nokk- urhinminnsta skuldbinding um að fylgja málinu fram, helduraðeinstil- rnæli um, að þingið fái mál þetta til athugunar og álita. Það er allt og sumt. Þá er hr. Páll Torfason var hér í marzmán- uði í fyrra, þá var hann ekki með nokkurn minnsta snefil af nokkru frumvarpi í vasanum, mun þá naumast hafa verið kominn í nokkurt samband við þá Arntzen og Warburg, að minnsta kosti voru nöfn þeirra þá ekki nefnd. Páll hugs- aði, að stjórnin mundi ef til vill verða fáanleg til að leggja frumvarp fyrir þingið, og hugmyndin þá sú, að það yrði eitthyað svipað lögum »Nati- ona!bankans« í Höfn. Þetta var að eins hug mynd og ekkert annað. Hvorki Páll né aðrir vissu, hvort stjórnin mundi nokkuð vilja skipta sér af þessu. Menn vissu, að hún hafði annað frumvarp á prjónunum, veðdeildarfrumvarpið. Það var öllum ljóst, að eitthvað þurfti að gera þá til þess að ráða einhverja bót á peningahag Iands- manna, og þess vegna virtist þessum mönnum, er rituðu undir þessi fyrgreindu tilmæli ekki að eins æskilegt, heldur sjálfsagt, að þinginu gæfist kostur á, að athuga eitthvert annað fjármálafrumvarp, jafnhliða veð- deildarfrumvarpinu —• eins og beinlínis er gefið í skyn síðast í yfirlýsingunni — svo að menn gætu séð, hvort hagfelldara vieri. Það var þings- ins, að fallast á eða hafna. Það hefði verið dá- lítið undarleg meinsemi, já, rneira að segja mesta flónska, að vilja ekkí láta þingið sjá frumv. frá stjórninni um stofnun þjóðbanka á Islandi. Hvers vegna mátti ekki þingið sjá, hvernig stjórnin ætl- aði sér að leysa hnútinn? En nú vildi hún ekk- ert við málið eiga, og þ á koma þeir Arntzen og Warburg til sögunnar með sitt frumvarp, og það er borið upp á þingi. Þjóðólfur lýsti þá þeg- ar nokkurnveginn eindregið skoðun sinni á mál- inu (sbr. Þjóðólf 14. og 17. júlí f. á.) alveg í sam- ræmi við það, sem hann hefur síðan gert, var t. d. alveg samdóma Guðl. Guðmundssyni, eins og hann tók fyrst í málið á almennum borgara- fundi 14. júlí, flutti ágrip af ræðu hans gegn mál- inu og hældi henni. Og var Benedikt Sveinsson þá á uppréttum fótum, og er þess getið til að sýna samvizkusemi(l) Isafoldar gagnvart Þjóðólfi, en alls ekki af því, að vér blygðumst oss fyrir að hafa fyllt flokk Benedikts í sjálfstjórnarmál- inu o. fl., því að hann var sá maður, er heiður var að fylgja en ekki skömm, eins og þeim flokks- foringjum sumum, sem Isafold er nú að dandal- ast aptan í. Þeir voru tímarnir, að hún tylgdi Benedikt að málum, þótt hún síðar níddi hann á allar lundir mjög ódrengilega, eins og henni ,er lagið. En hún hefur lítið vaxið af því. — Þótt Benedikt væri þjóðbankahugmyndinni allmjög hlynntur í fyrstu, þá vita þeir, sem kunnugir eru, að það er mjög ófyrirsynju, að vera ávallt að veifa nafni hans framan í þjóðina »stóra bankan- um« til meðmælis, og hefur optar en einu sinni verið sýnt fram á það hér í blaðinu. Vindhögg Isafoldar gagnvart Þjóðólfi út af stefnuleýsi(I) eða stefnubreytingu 1 þessu stóra bankamáli er svo nauðaeinkennilegt, að enginn nema ritstj. ísaf. hefði getað reitt upp annað eins axarskapt. Það liggur öllum í augum uppi, hve vitlaust það er. Ef þingið t. d. lætur í ljósi með þingsályktun til stjórnarinnar, að einhver þýðingarmikil löggjöf t. d. fátækra- og framfærslu- lögin þurfi breytinga og umbóta við, og óskar að stjórnin komi fram með eitthvert frumvarp, einhverjar tillögur í þá átt, getur þá nokkrum óbrjáluðum manni komið til hugar, að þingið hafi með þessari ósk sinni samþykkt það fyrir- fram óskorað, er stjórninni þóknast að leggja fyr- ir þingið, eða skuldbundið sig á nokkurn hátt til þess?! Vitanlega hefur þingið og hver ein- stakur þ.m. þar öldungis óbundnar hendur til að fella frumv. beinlínis, ef það er óaðgengilegt, eða breyta því svo, að það verði viðunanlegt. Þetta sér hver heilvita maður. Ef eitthvert fé- lag t. d. kaupfélag hér í Reykjavík mælist til þess við einhvern kaupmann að hann sendi þvf tilboð um vörusölu, því að það vilji gjarnan sjá, hver kjör hann vilji bjóða, þá væri það nokkuð skrítið, ef félagið væri skuldbundið til að taka boði þessa kaupmanns, hvernig sem það væri(!) I þessum öldungis óákveðnu tilmælum um nýtt bankafrumvarp lagt fyrir þingið, sem Isafold er að glenna sigá, erekkivikið aðþví einu orði, ekki nokkur stafur í þá átt, að þeir sem riti undirþettaskjal lofi að styðja þetta mál til sigurs, er það komi fyrir þing- ið, eða skuldbindi sig minnstu vitund til að veita því nokkurt fylgi, hvað þá heldur meira, eins og hver rnaður getur séð, sem læs er á prent, enda hefði það verið meira en meðal fásinna, svona alveg út í bláinn, áður en menn vissu nokkuð urn, hvernig frumvarpið mundi verða. »ísafold« gefur sjálfri sér á munn- inn með því að ætla sér að toga út úr þessum tilmælum skuldbindingu af hálfu Þjóðólfstil fylg- is við málið(H). Það eru víst fáir lesendur henn- ar s'vo grænir, að þeir sjái ekki, að »ísafold« hef- ur einmitt nú sem optar snoppungað sjálfa sig með bersýnilegri óráðvendni f rithætti og vlsvit- andi ósannindaflækju til blekkingar athugalitlum lesendum. Og er það í rauninni engin nýlunda, en það er ekki ávallt tækifæri til að reka það jafn greinilega ofan 1 hana, eins og nú þá er hún leggurá borðið »tromfin sín(!!)« NB. er hún hugði tromf, en eru hundar einir, eins og ávallt, því að hjá henni er aldrei »ærlegt spil«. Og nú hef- ur hún orðið »svarti Pétur«, og verður að láta sér lynda að brennimerkjast á enninu af almenn- ingi. Og er leiðinlegt fyrir ritstj. að verða ávallt. »stimplaður« í viðskiptum sínum við Þjóðólf. Mun nú snjallast fyrir hann að taka á sig gerfi »alþýðumannsins(!)« sem lýstur var lygari í síðasta Þjóðólfi og lætur sér það vel lynda(!) til þess að þurfa ekki að nafngreina sig(l). Mun hann fús- lega ljá ritstj. Isaf. dularstimpilinn sinn undir einhverjar nýjar Iygar gagnvart Þjóðólfi, og eru það hlunnindi mikil, enda vitum vér, að ritstj. stj.m.g. verður ekki »óstimplaður« gagnvart Þjóð- ólfi úr þessu. _____________ Skarlatssóttin er nú komin upp í Borgarfjörð. Kom sú frétt hingað um næstl. helgi, að 3 börn í Bakkakoti í Bæjarsveit (skammt frá Hvítá) hefðu fengið veik- ina, og er talið víst, að húsbóndinn þar Jóhann Björnsson frá Svarfhóli hafi flutt með sér veikina úr ensku botnverplunum, er hann hafði mikil mök við í vetur suður í Höfnum. Hafði hann bæki- stöð slna á Kalmannstjörn og stundaði botnverpl- ana þaðan. Eptir lokin færði hann sig inn á Akranes og hélt þar sörnu atvinnu áfrarn mjög ósleitulega, var stundum nætursakir hjá viðskipta- mönnum sínum. Um hvltasunnuleytið fór hann heim til sín að Bakkakoti, og rétt á eptir sýkt- ust þar 3 börn á heimilinu. Litlu síðar fór Helga systir hans ofan í Borgarnes og veiktist þar hjá. Helga verzlunarstjóra Jónssyni. Var hún síðan flutt heim til sín að Bakkakoti, og bærinn þar settur í sóttvarnarhald, en sótthreinsað hús Helga faktors. Mun þurfa að beita allmiklum strangleik til þess, að sóttkvíunin verði að nokkru gagni, því að menn ætla, að Jóhann kunni illa heima- setunni, en stafi veikin frá honum, sem læknarn- ir telja áreiðanlegt, þá verður að gæta þess, að hann haldi kyrru fyrir heima. Auk piltsins frá Vegamótum, er getið var um 1 síðasta Þjóðólfi, hefur eitt b'arn hér í bæn- um (frá Melstað vestan við bæinn) sýkzt af veik- inni, og er gizkað á, að sóttkveikjan hafi flutzt með húsbónda þess, er hefur stöðugt stnndað sjó og þá líklega heimsótt botnverpla. Er svo að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.