Þjóðólfur - 22.06.1900, Side 3
sjá, sem fullorðnum sé síður hætt við veikinni,
úr því að þeir virðast geta flutt hana með sér
án þess að sýkjast. En læknar segja, að fólk á
öllum aldri geti samt fengið veikina, þar sem hún
hafi ekki gengið áður, sem barna-sjúkdómur, því
venjulegast fái menn ekki veikina nema einu sinni.
I 'Lónakoti hefur héraðslæknirinn brennt upp
bæinn með leyfi landshöfðingja, taldi ómögulegt
að sótthreinsa kotið á annan hátt, enda höfðu
húsakynni verið þar harla léleg að sögn. Bónd-
inn fékk 200 kr. skaðabætur úr landssjóði(I) fyrir
brunann.
Þáttur af Pétri hinum sterka á
Kálfaströnd.
7. Frá andláti Péturs og jleirii.
Einn dag á engjaslætti var allt fólk á Kálfa-
strönd úti í eyju við heyvinnu, nema Pétur, hann
var einn heima og þá gamall orðinn og eigi tii
verka. Hafði hann þá verið lasinn venju fremur,
undanfarna daga tvo eður þrjá, af blóðuppgangi,
er hann hafði kennt öðru hverju, síðan hann fór
Bustarfellsferð stna hina síðari. A venjulegum
tfma rekur smalamaður kvífé heim á stöðul og
jafnsnemma koma griðkur tvær heim af engjum
til mjaltanna. Gengur smalapiltur að sqfa, en
konur taka til að mjólka. Var þá sá siður á Kálfa-
strönd, að kýr voru mjaltaðar uti á stöðli og rekn-
ar síðan aptur í haga og látnar vera úti um næt-
ur. Var þá graðungur sá á Kálfaströnd, er mjög
illur var viðureignar og engum tjáði aðreka eður
fást við, nema fjóskonu; við hana ýíðist hann aldr-
ei, í hversu illan ham, sem hann fór.
Þegar griðkur hafa mjaltað fyrir, fer önnur
þeirra heim með mjólkina; ætla þær að mjólka
kýrnar áður en þær mjalta eptir og fer hin eptir
þeim; var það fjóskona sú, er fyr var nefnd. Þeg-
ar hún kemur til kúnna, er boli venju fremur
snúinn og illúðlegur í bragði, og gerir sig líkleg-
an til að ráða á hana. Þó drattar hann eptir
hinum nautunum á undan henni, þar til komið
er heim undir bæinn. Þá úthverfist hann fyrir al-
vöru, snarar að fjóskonu og hefur hana þegarund-
ir; þó hafði hún sig úr klóm hans og í bæjarhús-
in, var þá hin þar fyrir og hafði setta mjólkina.
Fjóskona var tápkona mikil og lét eigi allt fyrir
brjósti brenna; vill hún þegar fara út aptur og
freista að spekja bola, og það gerir hún og þær
báðar, en vaiia eru þær komnar út úr húsunum,
er boli ræðst á þær og er þá ekki frýnilegur.
Komast þær með naumindum inn í bæinn og þó
meiddar. Þykir þeim iþá eigi árennilegt að gera
fleiri atrennur að honum; ganga nú til baðstofu.
Liggur þá Pétur karí uppi í hvílu sinni, en þó
er hann í klæðum slnum. Tjá þær honum
vandræði sín og segja, hvar þá var komið. Segja,
að boli er í svo illum ham, að eigi má við hann
tæta og þori þær vtst ekki út úr bænum. Muni
mjaitir verða að bíða, unz fólk kemur af engjum.
Pétur kveður fyrir lítið koma að bera sig upp
undan slíku við sig. „Gagnar það eigi“ segir hann.
„Eru nú fáir menn þeir, er afl eður þrek hafa;
hefða eg, ef til vill, gengið út, ef eg hefða verið
minn yngri Pétur, en nú er eigi því að heiísa, að
lið megi að því verða. Hefi eg uú um hríð haft
mikil óhægindifyrir brjósti og varla á heilum mér
tekið, og í dag hefur blóð gengið upp úr mér
með meira móti; er Itkast, að skjótt þrjóti mtnar
llfsstundir, og kæmi mér eigt óvart, þó sá dagur
ýrði minn síðasti, og er þá vel, ef svo yrði“.
Þagnar nú Pétur og bærir ei£i á sér, en að stund-
arkorni liðnu rls hann upp og sezt framan á.
Segir, að ekki telji hann eptir sér að gangá út, et
þá væri nokkru nær en áður. Biðja þær hann
þá fyrir alla muni að fara hvergi, en það tjáir eigi,
>,og mun eg að vísu fara", segirhann. Reisistþá
á fæturna, en svo er hann óstyrkur, að þær verða
að styðja hann. Leiða þær hann út og ofan í
Þlaðbrekkuna, en svo er háttað á Kálfaströnd,
að hallandi nokkur og þó lítill er frá bænum nið-
llr að vatninu. Voru þar þá öll nautin. SeztPét-
1,r niður í varpann og snýr sér ofan til vatnsins
lætur fjóskonu krjúpa að baki sér. „Mun ekki
a löngu líða, að boli komi til fundar við okkur“,
sffllr hann, fyrir því, að fátt ertir þá meira, en að
•sJá menn krjúpa eður vera á fjórum fótum". Það
€r hka orð og að sönnu, því óðar en Péturhefur
ii5
svo um sig búið, sem honum líkar, verður bola
litið upp og heim til bæjarins. Kemur hannþeg-
ar auga á Pétur og veður jafnskjótt öskrandi upp
til hans. Er hann kemur jafnhliða honum hyggst
hann að snaka við honum og velta honum þegar
um koll. Pétur sér tilræðið og þrífur báðum
höndum sinni í hvort eyra bola og stýrir honum
hjá sér. Rykkir boli allsterklega, en Pétur gefur
eigi eptir og fannst þá á, að ekki væri hann með
ölln þreklaus orðinn. Færist boli nú í aukana
með öskri og illum látum, en má hvorki losa sig,
né heldur fær hann unnið Pétri hið minnsta mein,
og sefast nú heldur. Segir Pétur við griðkur, að
hann muni freista, að tefja fyrir bola urn hríð, en
þær skuli þegar taka að mjólka kýrnar og hraða
sér sem mest þær megi, „þvl óvfst er, hve lengi
eg endist að stympast við kálfinn", segir hann.
Skulu þið fara inn jafnskjótt, er þið hafið lokið
verkum ykkar og mun eg þá sleppa honum og
ef hann ræðst þá á mig aptur, mun vera úti um
mig, en ef eg geri ykkur vísbending nokkra, skulu
þið skjótt koma til fundar við mig“. Taka griðk-
ur þegar til mjaltanna og hafa hraðan á og að
loknum mjöltum tara þær inn. Sleppir Pétur þá
bola, en hann lötrar á brott og er þá lægðurofsi
lians. Heitir Pétur þá á griðkur, að koma sér til
fulltingis og bregða þær við skjótt; reisa hann
á fætur og styðja hann til baðstofu; er hann þá
harla máttdreginn og blóðgusa mikil fer upp úr
honum á leiðinni inn. Fer hann þegar í rekkju
sína og mælir við fjóskonu, að hún skuli freista
að vlkja kúnum 1 haga, sem vant var „og er ekki
víst, að hann leggi stórt til þín“, segir hann. Rek-
ur hún þegar kýrnar og ber eigi á því, að boli
bekkist til við hana. Snautar hann undan henni
dauíur í bragði og er harla ódjarflegur upplitsog
sjá var, að eyru hans hefðu allmjög reynzt, því
afllaus héngu þau með kjömmum niður. Mjólka
þær síðan ærnar eptir og að afloknum verkum
sínum fara þær inn að vitja um Pétur, en hann
er þá örendur. Var þessi hin síðasta þrekraun
hans og fannst mönnum mikið til um hraustleik
hans allan og þótti hann eigi hafa gert það enda-
sleppt með aflraunirnar.
Em'bættispróli á prestaskólanum luku
þessir stúdentar 18. þ. m.:
Eink.
Sigurbjörn Á. Gíslason. I. 95 st.
Ólafur Briem. I. 82 —
Friðrik Friðriksson. II. 74 —
Böðvar Bjarnason. II. 66 —
Jónmundur Halldórsson. II. 64 -
Gufuskipið ,ísafold* kom í fyrra dag
með vörur til Brydes verzlunar. Lagði af stað
frá Mandal 10. þ. m. Hafði engin ný útlend
blöð meðferðis.
Póstskipið ,Laura‘ lagði af stað héð-
an áleiðis til Hafnar 19. þ. m. Með því sigldu:
Þórhallur Bjarnarson lektor á gripasýningu í
Odense og guðfræðingafund í Kristjaníu, Morten
Hansen skólastj. Halldór Þórðarson prentsmiðju-
eigandi, ennfremur ekkjufrú Carolína Jónassen,
frk. Guðlaug Arason og frk. Jiirgensen frá holds-
veikraspítalanum, snöggva ferð. Til Englands
fóru þeir fjárkaupamennirnir Ponton og Fraser,
er hingað komu um daginn.
Ferðamenn allmargir úr fjarlægum hér-
uðum hafa verið hér í bænum að undanförnu,
þar á meðal Júlíus Halldórsson læknirí Klömbur,
er fór áleiðis heim með »Reykjavíkinni« 18. þ. m.
Hér 1 bænum eru nú staddir Þorvaldur prófast-
ur Jónsson frá Isafirði með dóttur sinni og séra
Hálfdán Guðjónsson á Breiðabólstað í Vestur-
hópi, er kom hingað með konu sína til lækninga.
Veitt prestakall. Mælifelli Skagafirði
er veitt af landshöfðinga séra Sigfúsi Jónssyni
í Hvammi í Laxárdal samkv. kosningu safnaðanna.
Óveitt prestaköll: Vatnsfjörður í
Norður-Isafjarðarprófastsdænii eptir nýju mati 1620
kr. 77 a. Prestsekkja hefur í eptirlaun x/s af
föstum tekjum brauðsins. Augl. 6. júní. Um-
sóknarfrestur til júlí loka. Veitist frá þ. á. far-
dögum. — Hvammur í Laxárdal (Hvamms-
og Ketusóknir) í Skagafjarðarprófastsdærni. Met-
ið 937 kr. 17 a. 600 kr. jarðabótalán hvílir á
prestakallinu, er endurborgast á 15 árum frá
1*904 með jöfnum afborgunum. Auglýst 19. júní.
Veitist frá næstu fardögum.
Lík bræðranna Guðmundar og Gests Sig-
urðssona, er drukknuðu af fiskiskútunni »Guðrúnu«
8. þ. m. eru nú fundin, höfðu slæðst í botnvörpu
hjá einu enska fiskiskipinu, er skilaði þeim á
Akranes, og voru þau síðan flutt hingað. —
Einn þeirra manna, er druknaði með þeim bræðr-
um Sigurður Sigurðsson, var ekki frá Bitru í
Flóa, eins og sagt var í fyrstu, heldur frá Butru
{ Fljótshlíð, sonur bóndans þarSigurðar Ólafssonar.
Mannalát. Hinn 9. þ. m. andaðist
Þórunn Jónsdóttir (írá Mýrarhúsum Sigurðs-
sonar) kona Þórðar bónda Jónssonar í Ráðagerði
á Seltjarnarnesi, 49 ára gömul, gáfuð kona og
gerfileg.
Hinn 15. þ. m. andaðist í Engey merkiskonan
Guðrún Pétursdóttir (óðalsbónda í Engey
Guðmundssonar) ekkja Kristins Magnússonar, er
lengi bjó sæmdarbúi í Engey, 82 ára görnul. ”
Nýdáinn er og Jón Arnason bóndi í Al-
viðru í Ölfusi, miðaldra maður, greindur og vel
látinn. Hann dó úr lungnabólgu, er hann fékk
upp úr inflúenzu, hafði farið lasinn að ferja
fólk yfir Sogið og orðið þá innkulsa af vosbúð
við flutninginn.
(Aðsent). Sá orðasveimur hefur gengið hér
um bæinn og víðar, að líkkista Ofeigs sál. Ofeigs-
sonar, sem andaðist í Fjalli á Skeiðum í f. m., hafi
tapazt með öllu í Hvítá. Þetta eru tilhizfulaus ó-
sannindi, og vildi eg mega biðja þær persónur, sem
gerzt hafa upphafsmenn þvættings þessa að gæta
betur sóma síns eptirleiðis.
R.vík í júní 1900.
Vinur hins látna.
V. / / / / / / S / / / / /■, / / M.
Takið eptirl
Frá því í dag verður flaskan af hinu al-
þekkta
„V. O. B. Whisky“
seld á Hotel Island fyrir 2 kr. 35 a.
J. G. Halberg.
Vegna veikinda, sem gengið
hafa hér í bænum og nágrenninu, hafa lækn-
arnir, sem eru f ritstjórn tímaritsins „Eir“,
eigi haft tíma til að sinna ritgáfu ritsins.
Þessvegna dregst útkoma þess þar til síðar
í sumar, og koma þá út í einu tvö ársfjórð-
ungshepti, nfl. fyrir apríl-júní og júlí-september.
Skilvísir kaupendur, sem borga ritið á
réttum tíma, fá með síðasta hepti þessa ár-
gangs senda ókeypis kápu til að binda inn í
tvo fyrstu árganga tímaritsins „Eir“.
Reykjavík 21. júní 1900.
Sigfús Eymundsson.
Ekta anilinlitir
r
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins
og í verzlun
STURLU JÓNSSONAR
Aðalstræti Nr. 14.
■uinu^ ^3
l **
f 43