Þjóðólfur - 29.06.1900, Blaðsíða 2
mánuði, og er rétt, að þjóðin skoði þessa ís-
1 e n z k u hugmynd til þess tíma og athugi, hvort
eigi muni vert að taka tillit til hennar við kosn-
ingarnar.
Margir af þeim, er aðhyllzt hafa stjórnarskrár-
breyting þá, er nefnd er ýmist stjórnartilboð(?)
eða Valtýska, hafa eflaust gert það af því þeim
finnst hið núverandi stjórnarástand ekki lengur
viðunandi, en vænta þess, að hið nýja fyrirkomu-
lag mundi framkvæmt verða eptir beztu vonum:
ráðgjafinn Islendingur, vel heima í öllum málum
landsins, áhugasamur um að láta gott af sér leiða,
undirbyggi málin svo vel fyrir þingið, að ekki
þyrfti að setja nefndir til að semja frv. upp, og
auk þess eins og nú málabálkanefndir, og þingm.
að pæla í því allan þingtfmann, að hugsa sjálfir
allt. Þetta ofhleður þingið störfum, segja menn,
svo allt fer í handaskolum. Yrði allt hægara, er
fsl. ráðgjafinn gerði allt svo vel og fullkomlega.
Skárri gæti undirbúningur fárra mála orðið, en
nú er; en annars eru þetta tálvonir. Einn mað-
ur útlendur? mundi eigi fá gert meira. Og stjórn-
arbótin sú er ekki á þann há'tt til orðin, að á
henni þurfi háar vonir að byggja. Eða hvenær
hefur dúfa komið úr hrafnseggi? Klekjum ekki
út þeim fugli, er kroppi úr oss augun.
Véreigumað hættaað vona á stjórnina, hætta
að treysta henni til að undirbúa mál vor til þings,
hætta að skipa málabálkanefndir á þingi, hætta
að bjástra við hundruð mála á 48 dögum.
Hugmynd mín er, að þingmenn 1901 og
framvegis komi sér saman um það um þingtfm-
ann, að velja einn mann, hvort heldur úr sínum
flokki eða utan hans, þann, er þeir bera bezt
traust til, til að sjá um undirbúning mála af hverri
tegund, t. d. einn til að annast undirbúning
menntamála og gefa ráð í þeim efnum, einn
fyrir landbúnaðarmál, einn fyrir sjáfarút-
vegsmál, einn fátækramál, einn fj ármá 1
(skattamál og tollmál o. s. frv.), einn póstmál,
samgöngumál o. s. frv. Við þessa menn ætti
reglulega að semja og fá þá til að takaþettaað
sér fyrir sanngjarna, væga þóknun. Hver þess-
ara manna fengi sér svo meðstarfsmenn, 2—4, er
þannig mynduðu nefnd, er starfaði að rannsókn
og undirbúningi á því sviði, er honum væri fal-
ið að starfa á til næsta þings, og legði þá fram
árangur starfa síns. Hverjum þessara þingmanna-
kosnu ráðgjafa yrði á fjárlögunum að veita nokk-
urt fé til nauðsynlegra útgjalda við starf hansog
meðstarfsmanna, og geri eg ráð fyrir, að til þess
þyrfti fyrstu árin allt að 10,000 kr. Það erekki
mikið, en eg býst við, að beztu menn þjóðar-
innar vildu vinna að þessu af áhuga og löngun
til að gagna þjóð sinni, þó borgunin væri ekki
nema lág; enda eru fæstir Islendingar vanir há-
um launum. Mennirnir yrðu líka valdir og sam-
ið við þá til 2 ára annaðhvort ár, og mætti þá
skipta um, ef reynslan yrði eigi eptir vonum eða
kröfurnar þættu of háar. En með þessu fyrir-
komulagi hygg eg, að mikið mætti vinna að
mála-undirbúningi og lagfæring, án þess að eiga
það undir danska ráðgjafanum. Hann gæti svo
neitað öllu, segja menn. Jú; en eigum vér að
láta hann neita oss um að hugsa og álykta?
En það vald hefur hann fengið yfir oss, ef
vér ekkert förum að hafast að, annað en það, er
vér fyrirfram erum vissir um, að finni náð fyrir
hans eða ríkisráðsins augliti. Og slður ætti að
þurfa að óttast lagasynjanir fyrir formgalla eða
hroðvirkni, er nefnd valinna manna hefði 1 2 ár
starfað að undirbúningi frumvarpanna.
Auðvitað þyrfti hvert þing ekki að fá sér
ráðgjafa eða undirbúningsmenn fyrir önnur mál
en þau, er þingmönnum kæmi saman um að
brýnust nauðsyn væri á að taka til meðferðar á
næsta þingi, og væri máske rétt að byrja í smá-
um stíl; en æskilegast álít eg, að hafa fasta ráða-
menn, 6—8, fyrir stærstu málaflokkana, þegar
fram líða stundir. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti
ekki að senda stjórninni aðrar eins volæðistillög-
ur eins og þingsál. út af hlutafélagsbankamálinu.
u8
Og þingið ætti ekki að þurfa að hafa eins mik-
ið fyrir hverju máli á þinginu, er þjóðráðgjaf-
arnir hefðu undirbúið það.
Þessu væri heldur ekki vanþörf á. Nú er
ekki að vænta annars en að margt fari illa úr
hendi á þinginu: mál gangi í gegn vanhugsuð
og önnur dagi uppi nauðsynlegri. Þingstarfið
þarf í mörgu tilliti alveg að breytast. Til þess
mundu þjóðráðgjafar eða þingráðanautar mikið
hjálpa.
4. júní 1900.
Björn Bjarnarson.
Söngur Kleopötru.
(Úr ensku.).
Nótt var á himni, nótt um Ránarflóð;
við næturandans söngva snekkjan flaut,
og báruhörpur léku okkur ljóð.
en loptsins koss í hárs míns skuggum þaut.
Þú horfðir á mig. Hjarta og vör mér laut;
í hjúpi stjörnuljómans þú mig sást —
og rödd þín heyrðist hljóma, líða braut
með heitri bæn, í djúpri sælu og ást:
Sjá, uppi logar sól við sól
sjá silfurhafsins brunn !
Vort líf er kvikt sem loptsins hjól
og lagardjúpins unn,
því andi og hold, lopt, haf og fold
fer hring — knýr guðs síns dyr.
Þitt hjarta sjálfs slær hátt frá mold
einn hvílir tíminn kyr.
Hjá bökkum dauðans berst vor skeið
að baki er æfi gleymd
en fyrir stafni er lífs vors leið
og löndin ókunn geymd.
Og yfir hálopt eyðikalt
en undir feigðar sær;
vor ást, vort líf er allt svo valt.
Jeg ann þér! Kyss mig mær.
Hve hljóður er hinn víði ver
og voðaköld vor gröf —
hve veik er súðin, sem oss ber
um svefnþung dauðahöf.
Burt segl og ár! Heill særinn blár!
Lát sjá hvað farið nær.
Við land er bára og brimgnýr hár.
Eg bfð þín! Kyss mig mær.
Og söngur þinn mig nær og nær þér bar;
sjálf nóttin skildi okkar hjartna mál.
Langt burtu frá mér allur efi var;
af ást eg kom. Hún réði minni sál.
Þú stóðst svo hljóður upp að mæta mér.
Jeg mundi ei annað, vissi ei neinu af.
Ó, sælustund, er stóð eg ein hjá þér
við stjörnuljóma og opið reginhaf.
E. B.
Kristnitöku-afmælið.
I sambandi við afsökun biskups í síðustu
Isafold áhrærandi kristnitökuafmælið látum vér
nægja að birta hér kafla úr bréfi, er Þjóðólfi
barst einmitt nú í hendur frá presti einum hér í
nærsýslunum. Bréfið er dagsett 24. þ. m. (Jóns-
messudag), Þar kemst prestur meðal annars svo
að orði:
»Á sunnudaginn var (17. þ. m.), sem biskup
gerði að kristnitökuhátíð hélt eg guðsþjónustu á
kirkjum 1 prestakalli mínu. í dag er Jónsmessa
og sunnudagur og hefði að réttu einroitt þennan
dag átt að vera kristnitökuhátíð Istands, en bisk-
upinn segir í bréfum sínum, að það hefði getað
komið í bága við ferðir presta, sem mæta vilja
á xsynoduss, en prestastefnuna mátti ómögulega
færa til svona í eitt skipti!! Þetta er að sigla
með föstu dragreipi, hvernig sem hvessir, eða svo
finnst mér það«.
Meira af vilja en mætti hefur ísa-
fold leitazt við að bera hönd fyrir höfuð sér fyr-
ir frumhlaupið gagnvart Þjóðólfi út af þjóðbanka-
stofnuninni, og tilmælum hans um, að frumvarp
í þá átt yrði lagt fyrir þingið. Hin hógværa og
rökstudda grein í Þjóðólfi síðast með yfirskript-
inni »Svarti Pétur í Isafold« mun nægilega hafa
sannfært alla um, hvor málstaðurinn væri réttari
og hverja sæmdarför Isafold hafi þar farið sem
optar, enda ber hún ekki við að hrekja þar
nokkurt minnsta atriði. I grein hennar er því alls
ekkert svaravert og þarf því ekki annað en að
vísa til Þjóðólfsgreinarinnar, enda sjá allir heil-
vita menn, að það er dálítið sitthvað að óska
eptir, að þingið fái frá stjórninni til athugunar
og álita eitthvert frumvarp um stofnun reglulegs,
íslenzks þjóðbanka, eða fallast á frumvarpsherfu
þeirra Amtzens og Warburgs, eins og hún var f
fyrstu, og enda eptir, að þingið skildi við hana,
því að tryggingar þær, er þingið setti voru að
öllu leyti ófullnægjandi. — Ef vér getum sett á
stofn öflugan i n n 1 e n d a n banka upp úr lands-
bankanum, þá verður það að vera þjóðbanki,
íslenzkur þjóðbanki, sem beri nafnið »íslands
banki« með réttu, og þá yrði landssjóður íslands
að vera aðalstofnandi hans og aðalráðandi. Gætí
það þá verið góð undirstaða, sem enginn þyrfti
að vera hræddur við, að landssjóður legði t. d.
veðband á sínar eigin jarðir — þjóðjarðirnar, til
þess að fá fé í veltu í fyrstu. Eitthvað 1 þá átt-
ina verður framtíðar-bankamál Islands að snúast,
en ekki eptir geðþekkni og gróðafíkn danskra
Gyðinga og okrara, sem vilja ná í afarmikilsverð
hlunnindi hjá oss (seðla-útgáfuréttinn) svo að segja
endurgjaldslaust og tryggingarlaust.
í síðasta blaði Isafoldar (í fyrra dag) er eitt
nafnlaust leigutól hennar, er nefnir sig »Þjóðólfs-
vin«(!!) komið á stúfana til þess að reyna að
hjálpa ritstjórum hennar í vandræðum þeirra og
reyna að villa fólki sjónir, sem ekkert les, nema
öfgarnar og vitleysurnar í stjórnarmálgagninu.
Hversvegna geta mannatetrin ekki skrifað eins
fyrir eigin reikning, eins og að láta fingraför þess
»vestheimska« sjást á samsetningi þessum, eins-
konar tilraun til »djúpsettrar« fyndni, sem alveg
mistekst, og er langt fyrir neðan það, að vera
svara vert. Efnið er ekkert annað en þessar gömlu
ódrengskapar-brellur, málstað sínum til stuðnings(!):
að bendla nafn Benedikts Sveinssonar á þann
hátt við þetta »stóra bankamák, að almenning-
ur gleypi þá flugu í hugsunarleysi, að h a n n haft
verið einhver hinn öflugasti formælandi þess, þótt
það sé á allra manna vitorði, er vita vilja,
og rýnt hafa í þingtíðindin, að Benedikt talaðl
ekki eitt einasta orð málinu til meðmælis.
Nú er hann góður genginn hjá blaðinu, þá er
hann er ekki lengur til andsvara, þótt það vildi
gera honum allt til skammar í lifanda lífi og
drægi dár að honum, af því að hann féllst ekki
á öfugsnáðahátt þess f ísl. pólitík.
Aðferðin 1 þessum nýjustu ísaf. ritsmíð-
um sýnir ljósast í hve mikið öngþveiti stjórnarmál-
gagnið er komið, og hversu Þjóðólfur hefur kveð-
ið það greinilega í kútinn í öllum viðskiptum.
Aðferðin er sigraðra, vesalla manna síðustu dauða-
teygjur, og blaðtetrinu skjátlast stórum, ef það
hyggur, að það geti unuið fylgi nokkurra manna
með heilbrigðri skynsemi með lubbalegum laun-
vígum, þá er öll heiðarleg vopn eru brotin af
skapti fyrir blaðstjórum þessum. Þjóðólfur er
ekkert smeikur við, þótt þeir haldi áfram að
hrækja eða láta aðra hrækja 1 lófana á þeim, þeg-
ar mennirnir eru orðnir sjálfir alveg hlífarlausir,
vopnlausir og uppgefnir í »ærlegum« vopnavið-
skiptum. »Þóttust menn, en voru ekki, vildu
glíma, en gátu ekki«.
Skarlatssóttin, sem svo erkölluð, kvað
hafa stungið sér niður hér í bænum í Vesturgötu
nr. 30. Hafa veikzt þar 2 börn og þau verið
flutt í Framfarafélagshúsið. I þessu sama húsi
dvaldi um tíma stúlka nokkur í vor, oglá húnveik