Þjóðólfur - 29.06.1900, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
52, árg.
Reykjavík, föstudaginn 29. júní
1900.
Nr. 30.
Minningarrit
um kristnitökuna árið 1000 og tildróg henn-
ar. Eptir Bjórn Magnússon Ólsen. Gefið
út í minningu poo áraafmœlis kristninnar á
íslandi af hinu íslenzka bókmenntafélagi.
R.vík ipoo. 108 bls. <?vo-
Rit þetta, sem höf. hefur helgað (tileinkað)
hinum alkunna vísindamanni dr. Konráði Maurer
1 Miinchen er mjög ljóst og skipulega samið með
ýmsum mikilvægum vísindalegum skýringum.
Með sögulegum rannsóknum eru þar raktar ræt-
urnar til þess, hvernig kristnin í landinu efldist
smátt og smátt, og hvernig á því stóð, að svo
greiðlega tókst að fá hana loks lögtekna án
blóðsúthellinga og innanlands ófriðar, jafn fjand-
samlegir sem flokkar heiðinna og kristninna
manna virtust þó vera hvor gegnt öðrum árið
iooo. Virðast þær rannsóknir höf. mjög skarp-
legar og sannfærandi, enda alveg nýjar, þótt
nokkrir vísindamenn (t. d. Konráð Maurer) hafi
lauslega drepið á sumt í sömu átt, en án þess
að leiða verulegar ályktanir út af því, eðakom-
ast að neinni vissri niðurstöðu. Hér eru því
miður ekki tök á að skýra rækilega frá efni
þessa merka minningarrits.
Höf. getur fyrst ýmsra landnámsmanna, er
verið hafi annaðhvort kristnir, eða hálfkristnir,
veilir í heiðnu trúnni, og hafa þeir flestir verið
lcomnir vestan um haf frá Irlandi, því að þar
hafði kristnin fest rætur, eins og menn vita, löngu
áður en Island byggðist. Lýsir höf. því, hvernig
heiðninni hafi smátt og smátt hnignað hér á landi
á io. öld, er hann telur stafa að nokkru leyti
frá áhrifum þeim, er heiðnin varð jafnt og þétt
fyrir af kristninni, og af kynnum þeim, er Islend-
ingar þá höfðu af útlendum þjóðum, er tekið
höfðu kristni t. d. við Engla, Skota og íra. —
Þá skýrir höf. rækilega frá hinum merka atburði
í sögu landsins: fjórðungaskipan Þórðar gellis
965, þá er goðorðatalan varákveðinog takmörk-
uð. Muni þau nýmæli hafa komizt á fyrir sam-
tök þeirra 39 goða, er þá urðu ofan á, um að
leggja undir sig landsstjóra og héraðsstjórn, en
allir aðrir hafi verið útilokaðir, svo að þá hafi
ýmsir höfðingjar eða höfðingjaættir orðið alveg
útundan við þessa goðorðaskipun, eða goðorð
þeirra runnið saman við goðorð annara höfðingja
og muni þeir höfðingjar, er þá báru skarðan
hlut fyrir hinum hafa unað því allilla. Hafi svo
staðið um hríð, að þessir 39 goðar hafi ráðið
lögum og lofum, en smásaman hafi svo ný goð-
Orð verið tekin upp, er fleyguðu shndur hin fornu
Þing víðsvegar um land, svo að þingaskipun
Þórðar gellis hafi slitnað sundur, og að því
lúti orð Grágásar, að svo hafi ekki áður verið,
Því að hún telur þau goðorð »fornog full, er þá
voru höfð, er þing voru óslitin« (þ. e. óskert, ó-
skipt) er eigi bersýnilega við þau 39 goðorð, er
^inráð urðu yfir landsstjórninni 965. Um nýju
Soðorðin, er þing voru slitin, talar Grágás einnig
Þeinlínis í Þingskapaþætti, þar sem skýrt er frá
skipun fimmtardómsins, því að þar er talað um
-goða þá, er hin nýju goðorð hafi, móts við þá,
€r forn goðorð hafi. — Sýnir höf. fram á, að
frásögn Njálu geti ekki verið rétt: að fimmtar-
^útnurinn hafi verið stofnaður og ný goðorð upp
l^in aðeins í því skyni að útvega Höskuldi
ráinssyni goðorð, til þess að Hildigunnur vildi
S’Ptast honum, heldur hljóti hin nýju goðorð að
hafa verið til, áður er fimmtardómurinn var sett-
ur á stofn, og færir höf. ýms rök þessu til sönn-
unar, sem oflangt yrði að telja. Los það, sem
komst á þingaskipun Þórðar gellis við upptöku
nýrra goðorða, átti, samkvæmt skoðun höf., ekki
að eins rót sína að rekja til óánægju þeirra
höfðingja, er urðu út undan 965, heldur jafnvel
öllu fremur til þess, hversu kristnin efldist á of-
anverðri 10. öld. Fyrir kristna menn voru tveir
kostir fyrir höndum annaðhvort að ganga til
hlýðni við goða sinn og sætta sig við heiðnina, að
minnsta kosti í orði kveðnu eða segja sig úr
þingi við goðannog í þing með öðrum goða, og
þann kost hafa kristnir menn getað valið, er þeir
tóku að fjölga. Og þetta hefur komið í góðar
þarfir höfðingjaættum þeim, er óánægðar urðu
963, í því að stofna ný goðorð og ný þing inn-
an urn hin fornu, og taka hina kristnu þingleys-
ingja undir vernd sína. Við það fengu þessir
nýju goðar einskonar mannaforráð, þótt þeir
ættu ekki neinn löglegan þátt í landstjórninni á
alþingi eða í héraðsstjórn á hinum reglulegu hér-
aðsþingum, þvf að þar hafa gömlu goðarnir ekki
leyft hinum að komast að. Við þetta hefur
myndast ágreiningur og óvild — valdakeppni —
millum hinna gömlu og nýju goða. Hinirsíðari
hafa séð, að kristnin mundi geta verið öflugt
vopn til að vinna svig á veldi hinna gömlu goða,
er heiðninni héldu uppi. Baráttan varð því
ekki að eins barátta milli kristninnar og heiðn-
innar sem trúarbragða, heldur barátta milli tveggja
höfðingjaflokka um yfirráð lands og lýðs. Er
skýring höf. á því, hversvegna heiðnu goðarnir
loks slökuðu til gagnvart kristna flokknum árið
1000 mjög eðlileg og á mjög góðum rökum
byggð, samkvæmt eðli sögunnar og ástandi lands-
ins þá. Farast höf. svo orð (bls. 98):
»Ut um allt land höfðu risið upp nýir höfð-
ingjar, ný þing utan við gömlu þingin. Allt af
misstu gömlu goðarnir fleiri og fleiri þingmenn í
hendur þessara nýju höfðingja. Og nú höfðu hin-
ir nýju höfðingjar beinlínis lýst yfir því fyrir hönd
sín og þingmanna sinna (þ. e. 23. júní 1000) að
þeir segðu sig og þá úr lögum við hina heiðnu menn
og mundu setja á stofn nýtt allsherjarríki með sér-
stöku alþingi, sérstökum lögsögumanni, sérstakri
stjórnarskipun og lögum. Þannig voru þá tvö ríki
í landi, hvort öðru fjandsamlegt, og mátti sjá fram
á það, sem Þorgeir líka tekur fram í ræðu
sinni, að af því mundi rísa innanlandsstyrjöld
og landauðn«.
Því næst skýrir höf. frá því, að heiðnu goð-
arnir hafi séð fyrir forlög Kartagóborgar, að heiðn-
in mundi lúta í lægra haldi fyrir kristninni, því
að á bak við kristna flokkinn stæði Noregskon-
ungur með allan sinn afla, og enda líklegt, að
hinir nýju höfðingjar hefðu lofað honum yfirráð-
um yfir landinu, og var þá sýnt, ef til' þrautar
reyndi, að úti var um hið gamla goðavald og
sjálfsforræði landsmanna. Og var eðlilegt, að
heiðnu goðarnir vildu sporna við þvf, en til þess
var ekki annað ráð, en að taka þeim kostum,
að láta sklrast, gegn því að kristnir menn tækju
aptur úrsögn sína, og hættu við að mynda þetta
nýja allsherjarríki. Svo heldur höf. áfram (bls.
99 )■ .
»Þeir sáu að kristninni var sigurinn vís, ef
þeir" sjálfir, hofgoðarnir, sem áttu að halda uppi
blótum og verja heiðna trú, gengi í flokk krist-
inna manna og að þeir með þessu móti mundu
geta náð aptur mörgum af þeim þingmönn-
um, sem frá þeim höfðu farið til hinna nýju
höfðingja, og líklega haldið þeim, sem þeir
enn höfðu eptir, þegar alþýða hefði sætt sig við
kristnina. Með þessu móti mundi þeim takast
að ná smátt og smátt aptur úr höndum nýju höfð-
ingjanna því mannaforræði, sem til þeirra hafði
horfið og reisa aptur við hina fornu stjórnarskip-
un á nokkurnveginn 'líkum grundvelli og áður.
Með þessu móti mundi þeim heppnast að afnema
þá óstjórn, sem drottnaði í landinu og afstýra
því, að útlendur höfðingi færði sér hana í nyt
og var slíkt ekki létt á metunum hjá þeim, sem
unnu ættjörðu sinni og sjálfsforræði hennar«.
Þetta er að eins örlítið ágrip af helztu að-
alatriðunum i rannsóknum höf. og aðalniðurstöðu
þeirri, er hann kemst að í þessu merka minn-
ingarriti, er varpar nýju ljósi yfir þýðingarmikinn
þátt sögu vorrar á þeim tímum, og á því höf.
miklar þakkir skilið fyrir þetta rit sitt, sem hon-
um mun verða til maklegs heiðurs, að dómi allra
óhlutdrægra manna.
Þess skal loks getið, að í sambandi við kristni-
tökuna minnist höf. allítarlega á hið forna snilld-
arkvæði vort »Völuspá«, og færir rök að því, að
það sé ort á næstu árum fyrir lögtekning kristn-
innar (á árunum 997—1000), og að það sé hvergi
til orðið annarsstaðar en á Islandi. Skorar hann
á þá, sem haldi því fram, að kvæðið sé ort ann-
arstaðar, að sýna fram á, að það eigi sér þar
eins góðan eða betri sögulegan bakhjarl, en
það eigi hér í sambandi við kristnina á þeim
tíma, og hafi höf. þökk fyrir þessa nýju áréttingu,
er hann hér gerir um tilorðning Eddukvæðanna
hér á landi. Það vantar ekki þá, sem vilja svipta
oss þeim og öðrum gimsteinum hinna fornu bók-
mennta vorra, er jafnvel gengur svo langt, að
Norðmenn vilja toga frá oss Heimskringlu Snorra(!)
Þingráðanautar — íslenzkir ráðgjafar.
Það kom fram tillaga í Þjóðólfi í fyrra sumar
um að stjórna landinu sem mest með fjárlögun-
um. Þessu Hef eg haldið fram síðan um
1890; og mest með það bak við eyrað kom eg
fram sem meinsmaður allra þeirra útgjaldaliða á
þingi 1893, er eg áleit litla eða enga hagfærilega
þýðingu hafa fyrir þjóðfélagið, áleit því fé betur
varið til að bæta stjórn og hag þjóðarinnar, er
eg hafði hugfast að reyna að háfa áhrif á, ef eg
hefði lengur átt við þingstörf.
Síðan hefur þingið verið svo upptekið af
valdútflutnings-pólittk þeirri, er einn af hinum
nýju þm. frá 1894, hinn danski1) þingm. fyrir
Vestmannaeyjar, mest hefur barizt fyrir, að mér
hefur eigi virzt þar gróðurvænlegt fyrir hugmynd-
ir um íslenzka ráðgjafa, skipaða af þjóðinni sjálfri
og launaða af hennar eigin fé — landsjóði, og
sem aldrei koma á ríkisráðssamkomu! Það er
eitthvað svo ólíkt hugmyndinni um danska ráð-
gjafann fyrir Island, sem skilur niálið, en ekkert
í málunum, kemur hér 1—2 mánaða tíma á tveggja
ára fresti, ef hann vill, og situr hinn tímann í
ríkisráðinu danska. Eða hugmyndinni um 100
ára fjárhagslega herleiðing þjóðarinnar til hinn-
ar miklu »Babýlonar við Eyrarsund!«
En nú líður að nýjum kosningum eptir 3
1) Dr. V. G. er d a n s k u r borgari, d a n s k u r
embættismaður, og má því teliast d a n s k u r maður.