Þjóðólfur - 29.06.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.06.1900, Blaðsíða 3
vikutíma, en læknis var ekki vitjað og fór hún svo upp að Möðruvöllum í Kjós, en litlu síðar lögð- ust börnin þar, og gerði þá héraðslæknirinn í Kjósinni, Þórður Edílonsson, landlækni aðvart, og reið hann upp að Möðruvöllum og skoðaði börn- in; voru þá 2 um það leyti alhress, 2 lítið veik, en 1 veikast, er síðast hafði lagzt. Virðist svo sem skarlatssótt þessi sé mjög væg, sem betur fer, og taki aðallega ungt fólk og börn. Er land- læknir þeirrar skoðunar, að veiki þessi sé“alveg samskonar og sú veiki, sem hér gekk almennt í Reykjavík og á Suðurnesjum 1887, og læknarnir kalla »skarlatssóttarkennda rauða hunda« (srube- ola scarlatinosa«), og geta þeir verið mjög sótt- næmir, en lítt hættulegir, og engin ill eptirköst fylgja þeim, eins og skarlatssóttinni fylgir venju- lega. En fólk er mjög hrætt við skarlatssótt þessa, sem ekki er láandi. En ástæðulítið virð- ist að ætla, að veikinni sé enn leynt suður í Höfnunum, eins og »ísafold« er ávallt öðru hvoru að dylgja um og éta það ofan 1 sig annað veif- ið, eins og hún hefur orðið að gera gagnvart héraðslækninum (Þórði Thoroddsen). Að minnsta kosti geturnaumastkveðiðmikið aðhenni þarsuð- ur frá, úr því að enginn hefur sýkzt, svo menn viti, og enginn dáið, því að líklegt er, að prests- ins hefði þ á verið vitjað, þótt menn hefðu sneitt hjá því að leita læknis, til að reyna að leyna veikinni. Burtfararpróf við Reykjavíkur lærða skóla hafa tekið: I. Rögnvaldur Á. Ólafsson (utanskóla) I. ág. eink. 105 stig. 2. Páll Sveinsson I. — [02 3- Jón Jónsson (utansk) I. — 95 — 4- Sveinn Björnsson I. — 94 — 5- Lárus Fjeldsteð I. — 93 — 6. Páll Jónsson I. — 92 — 7- Páll Egilsson I. — 92 — 8. Adolph Wendel I. -— 88 - 9- Lárus Halldórsson I. — 87 - IO. Sigurjón Markússon I. — 85 - II. Guðm. Þorsteinsson I. — 84 - 12. Jón Stefánsson (utartsk.) I. — 84 - 13- Ásgeir Ásgeirsson (utansk.) II. — 83 - 14. Vernharður Jóhannsson (utansk.) II. — 81 — T5' Jón Isleifsson (utansk.) II. — 75 — l6. Björn Magnússon II. — 67 — l6. Stefán Björnsson II. — 63 — I*róf í forspjallsvlsindum tóku 31. þ. m. Jón Brandsson (stud. theol) ágætl. -f- Jón Rósenkranz (stud. med.) vel. Embættispróf 1 iækniefræði við læknaskólann tók í gær Chr. Schierbeck með 1. einkunn 186 stig Fyrri hluta embættisprófs við læknaskólann hafa tekið: 1. Sigurjón Jónsson 78 stig. 2. Andrés Fjeldsteð 76 — 3- Ingólfur Gíslason 72 — 4- Jónas Kristjánsson 66 — 5- Þorbjörn Þórðarson ÓO 6. Sigurður Pálsson 30 — Ferðamenn margir hafa verið hér í bæn- um þessa viku, sem nú er að líða, einkum prestar úr nærsýslunum t. d. séra Magnús Helgason á Torfastöðum, séra Brynjólfur Jónsson á Ólafsvöll- um, séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli, séra Jón Próf. Sveinsson á Akranesi, séra Arnór Þorláks- son á Hesti, séra Guðm. Helgason 1 Reykholti, séra Skúli Skúlason íOdda (báðir á amtsráðsfund) Ennfremur Guðl. Guðmundsson sýslumaður (amts- Jáðsmaður), séra Magnús Björnsson á Prestsbakka, Pórður Thoroddsen héraðslæknir (hefur verið Ptófdómari við fyrri hluta læknaprófs á læknaskól- 119 anum), Brynjólfur Jónsson dbrm. frá Minna-Núpi (áleiðis til fornleifarannsókna í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Veðurblíða óvenjulega mikil og hitar hafa verið mestallan júnimánuð, optast 12—180 C í skugganum. I uppsveitum Arnessýslu voru t. d. 2i° R. (= 26° C) í skugganum 13. þ. m., og er það mjög sjaldgæfur hiti um þetta leyti árs, og verður örsjaldan jafnheitt í júlímánuði, sem þó er að jafnaði heitasti mánuðurinn hér. Mannalát. Hinn 24. þ. m. andaðist hér í bænum ungfrú Ingibjörg Briem, einkadótt- ir séra Eiríks Briems prestaskólakennara, 25 ára gömul (f. 27. maí 1875) góð stúlka og gáfuð og hin mannvænlegasta, en veiktist af lungnatæringu fyrir 3 árum, og dvaldi þvi sér til heilsubótar á sunnanverðu Englandi sumarið 1898, og veturinn eptir suður í Mentone við Miðjarðarðarhaf, en fékk enga bót meina sinna, svo þegar influenzan bættist við í vor, var lífskrapturinn á þrotum. I gær andaðist hér i bænum Markús Finn- bogi Bjarnason forstöðumaður stýrimannaskól- ans, rúmlega fimmtugur að aldri, (fæddur 23. nóv. 1849). Faðir hans var Bjarni bóndi í Baulhúsum í Arnarfirði Símonarson frá Dynjanda Sigurðsson- ar úr Eyjafirði Gunnarssonar, en systir Símonar var Valgerðtir móðir Carls Ludvigs Mohrs, er prestur var í Danmörku. Móðir Markúsar var Sigríður Markúsdóttir prests á Alptamýri Þórðar- sonar stúdents í Vigri Ólafssonar lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði vestra, og er sú ætt kunn. Systir Þórð- ar stúdents var Ingibjörg föðurmóðir Jóns Sig- urðssonar. •— Markús heit. kom úm tvlt'ugsaldur suður til Reykjavíkur með föðurbróður sínum Sig- urði skipstj. Símonarsyni, komst þá í kynni við G. Zoéga útvegsbónda (síðar kaupmann) og fyr- ir hans tilstilli fór hann að læra stýrimannafræði hjá Eiríki Briem, er þá var biskupsskrifari, og reikningsfróður vel. Leysti hann það próf vel af hendi 1873, en varð 8 árum slðar að ganga aptur undir stýrimannapróf í Danmörku til að öðlast réttindi til hafskipaformennsku. Þá tók hann og próf í farmannalögvísi og verzlunarfræði á mjög stuttum tíma og fór litlu slðar að veita hér tilsögn í stýrimannafræði með dálitlum fjár- styrk frá alþingi, unz stýrimannaskólinn var loks stofnaður með lögum 1890 og varð Markús for- stöðumaður hans og aðalkennari 1891. Hefur skólinn síðan náð miklum viðgangi undir stjórn hans, og elju hans og þrautseigju er það mjög að þakka, að kennsla þessi er komin í svo gott horf, sem hún er komin. Var Markfls heit. mjög samvizkusamur og duglegur kennari og ástsæll af lærisveinum sínum. Eru ýmsar fratnfarir í sjómennsku vorri á síðari árum honum að þakka. Lagði hann á sig mikið erfiði jafnan, og var þó optast mjög óhraustur til heilsu, er ágerðist síðustu árin. Hann var kvæntur Björgu Jónsdóttur bróðurdóttur séra Magnúsar í Laufási, og eiga þau einn son, Sigurjón að nafni, er nú þessa dag- ana útskrifaðist úr lærða skólanum. Ljósfælin leigutól stjórnarmálgagnsins eru nú hvað eptir annað látin teðja völlinn í málgagninu, þá er ritstjórarnir sjálfir þykjast ekki lengur hrökkva við að bera á hann, og moka óþverranum úr sér eins sóðalega, og þeir hafa vilja til. Þeir ímynda sér líklega, að óhroðinn og lokleysurnar líti betur út undir annarlegum dul- arnöínum t. d. frá „alþýðumönnum" og öðrum mætum mönnum(!) merkismönnum(!) upp í sveit(!), sem eru látnir ausa úr sér alþekktum ísafoldarfúl- yrðum, alveg í sama tón, eins og það málgagn hef- ur, svo að það er auðséð, að þeir hafa gengið í skóla hjá því. En það er undarlegt, hve leigutól þessi eru ljósfælin. Þau hnipra sig saman í skugg- anum, svo að enginn geti séð framan í þessa mætu menn(!), þessi skriðdýr, sem þó ættu ekki að vera smeik við að sýna sig í birtunni, ef málstaðurinn er svo góður og réttur, sem þau láta. Einn þessara náunga, er kallaði sig réttan og sléttan „alþýðu- mann“ liefur Þjóðólfur lýst réttan og sléttan lygara til þess að fá piltinn fram á sjónarsviðið, og ritstj. stj.málgagnsins gefur í skyn, að kauði muni koma fram heldur ófrýnn með hegningarlögin(!) í hend- inni, því að Þjóðólfur hafi verið að „panta" þau hjá honum. ísafold hefur skrökvað mörgu meir. Það var einmitt tilgangurinn með því að lýsa manntetr- ið lygara. En vér ætluðum jafnframt að sjá, hvort piltur þessi gæti þá ekki fengið dálítinn aukareikning á eptir fyrir lygarnar. Og þessvegna ætlum vér að biðja ísafoldarmennina, að heilsa þessum mæta(!) manni og segja honum, að fyrri yfirlýsingin um hann standi óhögguð og Þjóðólfur vonist bráðlega eptir að sjá framan f þetta alþýðlega(!) andlit þessa merka rit- höfundar til þess að gera upp reikningana við liann, því að það er skylda hvers manns, að draga önn- ur eins skriðdýr á eyrunum fram fyrir almennings- sjónir, og halda þeim upp í birtuna öðrum til við- vörunar. Við slíka myrkrapúka og atvinnu-rógbera eru engin önnur ráð. En blöð, sem ekki hafa virðulegri vopnum að beita gagnvart mótstöðumönn- um sínum en nafnlausri óþverra-samsuðu og lyga- þvætting, sem leigutól þess eru látin setja saman, þau eru sannarlega búin að bíta höfuðið af allri skömm og hljóta að vekja viðbjóð og dýpstu fyrir- litningu hjá öllum heiðvirðum mönnum. Lengi getur vont versnað. Nú í næst síðustu ísafold er einn grímumaður- inn, er blaðið kallar „merkismann ofan úr sveit(!!)“ látinn flytja óhæfilega endileysu um „stóra bankann", með jafn heimskulegu hnútukasti til Þjóðólfs í eins konar bréfsformi, og þetta „merkisbréf" prenta menn- irnir sem „leiðara(!)“ í stjórnarmálgagninu. Ekki er nú vakurt, þótt riðið sé. Ritstjórana virðist ger- samlega skorta alla dómgreind til að gera greinar- mun á laglega sömdum ritgerðum og argasta bulli, eins og opt hefur verið tekið fram. Því vitlausara, því betra virðist vera meginregla þessara herra, bara að þar sé hrúgað saman nógu miklu níði um and- stæðinga þeirra. Um þetta virðulega háttalag stjórnarmálgagnsins sannfærist almenningur betur og betur. Til dæmis um, hversu þessi merkisnáungi er vel að sér í því sem halft ritar um, og hversu snilld- arlega honum ferst að koma hugsunum sínum á pappfrinn, ætlum vér að birta hér aðalkafla grein- arinnar um bankamálið sjálft, því að umgerðin — illindin til Þjóðólfs — er einskis verð. Það skiptir oss engu, hvað hvelpur sá er að gjamma þar í skugg- anum. En greinarkaflinn er svona með skýringar- greinum milli hornklofa, er nauðsynlegt þótti að setja: „Það eru íslenzkir bændur [heyr!] og atvinnu- veitendur [t. d. ritstj. ísafi, erfingi Einars heit. prent- ara og hans nótarj, er vilja taka [hver efast um það?] stjórn fjármála Islands [hvorki meira né rninna: allt fjárveitingavald alþingis, landsbankann, lands- sjóðinn og allt sem að fjárstjórn landsins lýtur] sem nú eru í ólagi [þessir kunna að fara með fé] úr höndum ofboð lítillar embættismanna samkundu [hvaða Gyðinga-samkunda skyldi það vera, sem nú hefur stjórn allra fjármála Islands, því að ekki get- ur það verið 3 manna bankastjórn?] og færa hana í hendur sjálfra sín [ísl. bænda og atvinnuveitenda!] og alþingis [sem þeir ætla að svipta fjármálastjórn- inni! sbr. hér á undan — punktur í blaðinu]. Taka fjármálastjórn og framkvæmd frá mönnum [,,sam- kundunni?" gera hana ómynduga] sem fyr eða síð- ar sjá það, að þeir faðma ský [hví ekki vind eða reyk?], er þeir halda dauðahaldi [heyr!] í ástand það, er nú eigum vér við að búa. [Punktur í blaðinu] Fá fjármálin í hendur þeim, er framkvæmdir þurfa að hafa [en hafa ekki náttúrlega] til þess að nægt fé sé í landssjóði [til hvers ?] til þess að launa þeim embættismönnum sómasamlega [nú, landssjóður á að eins að hafa nægilegt fé til embættismannalaúna(l!) en þó ekki handa öllum, heldur bara þeim, sem eru með „stóra bankanum"] er sýna, að þeir vita, að jafnvel þótt [ekki er að tala um fegurð stílsins!] þeir hafi þegið embætti sín af útlendri náð [hver veit nema

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.