Þjóðólfur - 27.07.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.07.1900, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. júlí 1900. Nr. 35. Haugaeldur. (Á siglingum Borgarýjörð). I. Nú beygir farið af Faxasjó — ina íjörðinn. Burtu með svefn og drunga! Það morgnar. — Fuglar sjást fljúga til unga, með fenginn sinn létta eða þunga. Nú flýtur inn ósinn. Flóðið er nóg. XJpp farveginn hátt upp 1 gljúfrakró, fellur inn hafið, hjá mýrum og mó, i móðunnar skál, eins og útrétt tunga. Byggðin hún sefur. Ei hræring né hljóð frá hamarsins brún að flæðarsaridi, en árljóma skrýðast sker og grandi senj skrautsteinar glitri á bandi. Það andar ei vindur um ægisslóð. En austurátt logar í purpuraglóð! Svo opnar sig Hvítáróssins flóð, sem eldport að morgunbjarmans landi. — Til landsins er stefnt, inn í ljósflóðsins skart, með leikandi geisla á súðum og þiljum. Straumurinn kastast sem stormur með byljum, en stöðug fjöl undir iljum. Allt fyrir framan er blikandi bjart, að baki er nóttin horfin vart. En djúpið er undir ískalt og svart, og áin drukknar í sæblámans hyljum. Jöklanna enni sjást upprétt og skær, efst upp’ til lands, yfir skýjanna kafi. Og snjóheiðar falda fannhvítu trafi með flakandi skikkjulafi. En undir er daggarúðans sær; 1 eiminum marar til hálfs hver bær, með fjúkandi reykjum fjær og nær, sem ferðlaus skip sjáist kynda’ út á hafi. Svo færumst við hærra að hamri og borg, þá hjaðnar þokan í sólskinsljóma og örnefni kunnug í eyrum hljóma, með ódauðlegt hrós og sóma. Og þó finnst það allt vekja saknandi sorg — því sést hér ei stórbasr með ljómandi torg, og eimskip þjótandi um ísvatnsins korg — A aldrei að létta því fargi og dróma? Héraðsins ásýnd er hrein og mild, í háblóma er lífið á völlum og sléttum og úi og grúi af grænum blettum hjá gráum, sólbrenndum klettum. Náttúran sjálf er hér góð og gild, sem glitborð, dúkað með himneskri snilld, breiðir sig engið. Allt býðst eptir vild. Borðið er þakið með sumarsins réttum! Slraumurinn harðnar — og heitar’ er kynt. Við höldum upp ána lángt inn í fjörðinn, ■Og þræðum dýpið við bakkana' og börðin. bíú blasir við stærsta jörðin. í-n neðan við kjölinn er knálega synt. í'ar kastar sér lax, eptir eðlinu blint! *Tómt silfur og gull, eins og mynt við mynt, * ntálmdysjaeldi glitrar öll hjörðin. II. Enn kennist sú vík þar sem kneri til hlunna réð Kveldúlfs lík. Undir heldúksins flík frá hömrum til unna, nam höfðinginn óðulin rík. Rífa, slétta, hvað þeir hlóðu, hátt og lágt — er fyrsta starf. Hans kyn óx hér vel bæði’ að krapti og þótta, með hjartnæmt þel, undir harðgerðri skel, vann hatur og ótta og ástsæld — sem eldur og él. Þeir heiðruðu rétt — en þeir hötuðu valdið; þá æðri stétt, allt sem ofar var sett, því eðlið var baldið, með ofstopa’ en ekki með prett. Þeir virtu sín goð, en þeir unnu þeim ekki. Hið æðsta boð: Sjálfs þfns’ afl sé þín stoð — sleit himnanna hlekki af öllum — á garði og gnoð. En elskir að auð voru Úlfsniðjar forðum; létti’ Egils nauð þegar Aðalsteinn bauð einn baug undir borðum. Við silfrið •— var sorgin hans dauð. Og Grímur varð fár þegar gjaldskiptin urðu. Að morgni nár, sat hann bólginn og blár. Við bjargþunga hurðu fólst arfurinn — ógrynni fjár. Að konungsins gjöf varð ei gæfa, sem skyldi. Um órahöf alla æfinnar töf með Agli hún fylgdi, en sökk svo í giataða gröí. Um dysjar er þögn — og í þrælanna blóði er kæfð hver sögn eru grafin öll gögn. En silfursins sjóði þó vernda hin voldugu rögn. Og fornt er það mál að við menjanna leiði þau glæði bál, eins og gneisti við stál — þá hljóðnar í heiði og húm er um engi og ál. Af rökkrunum rís eins og dýrðlegur draumur vor sögudls allra dulfregna vís. Og málmlogans straumur skín sterkt — gegnum örbirgð og ís. III. Iðar djúpt í mold og móðu magn og líf, sem hefja þarf. Niðjar Úlfs það niðurtróðu nærri málmsins eldum stóðu — þekktu ei rétt sinn ríka arf, ráku tign og auð á hvarf. Kynið er þó gott, frá grunni, grær í sól og fjallahlé. Heyrist enn hjá hlíð og unni hljóma frónska 1 bóndans munni, gullhrein eins og goðans vé. — Glitblóm anga, dafna tré; orkuhönd með orfi og hlunni iðjar snauð að stjórn og fé. í’orna tímans merki og myndir mótuð sjást í byggð og lýð — arna lífsins kynið kyndir, kröptugt streyma blóðsins lindir. Eðlið sama ár og síð. — Yfir fólksins plslarstríð, lifa gömul glöp og syndir. Gjaldskyld er hin nýja tíð. Óstjórn, heipt til allra valda, oksins klóm varð síðar hremmd. Anda og listum hömlur halda, hreppakongar borðum falda. Heiting þúsund þýja er efnd þunglega með nefnd við nefnd — fyrir vistráð eldri alda. 111 er þræladrápsins hefnd. Auðsins jötunafl var dregið aldatug úr kynsins hönd, létt því handtök hafa vegið; hjörð var smá og opið fleyið. Rán og víg, sem reyrðu bönd refsingar um niðjans lönd! Silfrið hefur lengi legið. Lifna skal um dal og strönd. Senn mun verðsins veldissproti vekja fræin dauð og köld. Nú er riðið neðst á broti. Neyðin stærsta er á þroti. Næst er morgun. Nú er kvöld. Nýir þegnar, önnur völd. Brennur dys hjá bæ og koti. Bjarmi sjest af gullsins öld. Einar Bencdiktsson. J»ingk:osnii3.ffariiai* næst. v. í ísafj arðarsýslu munu gömlu þing- mennirnir enn vonast eptir endurkosningu. Þeir treysta því eflaust, að ísfirðingar hafi jafnan sömu tröllatrúna á þeim til þingstarfa. En tímarnir hafa dálftið breyzt, síðan kosið var síðast á þing; það hefur strokizt til muna þjóðfrelsisgljáinn af ísfirzku »kempunum«, sem »ísafold« kallaði einu sinni, svo að þær eru nú ekki orðnar svoörugg- ar í sessi, sem þær voru 1894. Valtýr og póli- tíkinni hans hefur tekizt furðanlega vel að koma áliti þeirra Skúla Thoroddsen og séra Sigurðar i Vigur fyrir kattarnef á næstl. 3 árum. Auðvitað eru þeir ekki hinir einu, sem villzt hafa á þessari innlimunarpólitík, og beðið álitshnekki við það, en þeir áttu úr hærra söðli að detta, en sumir aðrir, af þvf að þeir voru um tíma meðal hinna helztu forkólfa í heimastjórnarbaráttu vorri — endurskoðuninni — og virtust fylgja henni fram af alefli. En nú hafa þeir svo rækilega snúið við

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.