Þjóðólfur - 27.07.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.07.1900, Blaðsíða 2
'38 blaðinu, að þeir eru nú orðnir svæsnustu með- haldsmenn Valtýskunnar, og fjandmenn heima- stjórnarstefnunnar, gauga ósleitilega fram f því að rífa niður það, er þeir áður fylgdu, og ata sauri alla, sem ekki hafa orðið þeim samferða í hringsnúningnum, heldur staðið stöðugir i barátt unni. Það geta þessi göfugmenni ekki þolað- vilja láta alla vera í sömu fordæmingunni. Hversu margir keppi við þá um þingmennskuna, vita menn ekki enn með vissu, en almælt er, að Hannes Hafsteinn sýslumaður muni gefa kost á sér, og muni þá séra Sigurður einkum tæpt stadd- ur og enda talið víst, að hann falli fyrir Hannesi jafnvel fremur en Skúli, því að Skúli er »kram- ari« og hefur að sögn fjölda manns skuldbundna sér á gamla klafanum íslenzka, — sem »Þjóð- viljinn« einu sinni þóttist ætla að leysa af fólkinu — einmitt þá helzt, er næst búa kjör- staðnum. Er það einmitt haft eptir helztu vildarmönnum og flokksmönnum Skúla sjálfs, að það verði skuldirnar — skuldabréfin, sem hann hafi í höndum sér, er ef til vill fleyti honum inn á þing næst, og það er jafnvel talið líklegt, að pappírar þessir haldi honum uppi í þetta sinn. En það er spá manna, að hann bindi ekki skó- þvengi sína lengí á Isafirði, úr því að kosningar eru afstaðnar, heldur flytji sig hingað suður á herragarðinn að Bessastöðum, og munu þá Isfirð- ingar brátt komast að raun um, hversu karl verð- ur linur í fjárkröfunum við þá, hvort sem þeir kjósa hann eða kjósa hann ekki. Það kemur líklega hér um bil í sama stað niður, því að þakklátssemi og óeigingirni munu naumast vera þeir kostir, sem Skúli er ríkulegast gæddur af skaparans hendi. — Að því er Hannes Hafstein snertir, þá er hann kunnur sem mikill hæfileika- maður, sköiulegnr og einarður, og mundi eflaust verða hinn nýtasti þingmaður. Bjóði einhver duglegur maður sig fram í Isafjarðarsýslu auk þessara þriggja, er nefndir hafa verið, gæti svo farið, að livorki Skúli né séra Sigurður næðu kosningu; að minnsta kosti má gera ráð fyrir, að þeir slitni þó í sundur í þetta sinn, og að annað- hvort komi Skúli Sigurðarlaus, eða Sigurður Skúla- laus á þing, og hefði líklega verið hollara fyrir þá báða, að svo hefði fyr verið, og engu síður hollara fyrir þingið. En betra er seint en aldrei. Isfirðingar sýna það vonandi með kosningunum nú, að þeir hafi þrek til að láta annanhvorn hýr- ast heima, þótt þeir geti ekki varpað báðum af sér í senn. Hinn verður þá léttari fyrir síðar, þá er annar helmingurinn er burtu. I Strandasýslu er að sjálfsögðu um eng- an annan að tala en hinn sama sem fyr, Guð- jón Guðlaugsson. Það dettur víst engum í hug að keppa þar við hann og jafnvel »ísafold« gef- ursig »upp á gat« gagnvart honum, treystir sér ekki til að setja neinn þar á »skrá« framar honum, sem hún er þó að bögglast við að gera í öðrum kjördæmum. Hví sendir hún ekki Einar móti Guðjóni? Einhversstaðar verður að láta hann bera niður, hvort sem er, úr því að örvænt er um, að fyrsti slátturinn verði að nokkru gagni. En Guðjón mundi naumast verða uppnæmur fyr- ir sllkum sendingum, þótt magnaðri væru, því að Strandamenn vita vel, að þeir eiga ekki völ á öðrum jafnfærum manni úr bændastétt til að senda á þing, sem Guðjóni, er óefað hefur bezta þingmannshæfileika þeirra manna á þingi, sem »ólærðir« kallast, og enda framar flestum hinna lærðu, bæði að greind, staðfestu og kjarklyndi. Útlendar fréttir. (Eptir enskum blöðum frá 16.—18. þ. m.). Öll athygli manna beinist nú að atburðum þeim, er. gerast austur í Kína um þessar mundir. Sambandsher stórveldanna hefur verið að bætast lið smátt og smátt; hefur hann átt í slfeldum or- ustum umhverfis Tientsin og þeim allhörðum, svo að mikið mannfall hefur orðið bæði af Ev- rópumönnum og Kínverjum. Loks náðu banda- menn 13. og 14. þ. m. hinum kínverska hluta borgarinnar og öllum vígjum þar í grend, nema einu. I bardögum þessum hafa fallið um 6—800 manna af bandamönnum, en líklega nokkuð meira af Kínverjum. Þykja þeir sýna meiri rögg af sér, en búizt var við í fyrstu, enda þykj- ast menn þess fullvissir, að það séu eigi »boxarar« einir, er veiti bandamönnum mótstöðu, heldur reglubundið lið, sem beinlínis er gert út af kín- versku stjórninni, þótt hún þykist þar hvergi nærri koma, heldur leitist við að vernda Evrópumenn fyrir boxurum. Erá Peking eru allar fregnir mjög óljósarog á reiki. Hvað eptir annað hafa borizt fregnir um, að allir erlendir sendiherrar og allir útlend- ingar í Peking hafi verið strádrepnir, en svo hef- ur það verið lýst ósatt annað veifið. En menn eru samt hræddir um, að morðsögurnar séu sann- ar, einkum sakir þess, að engar fregnir hafa kom- ið frá sjálfum sendiherrunum, síðan um miðjan júní. Það eru eingöngu kínverskar heimildir, sem blöðin verða að byggja á. Hvenær sendiherrarn- ir hafi verið drepnir ber sögnum ekki saman, sumar segja 30. júní, sumar 6. júlí og sumar segja, að þeir hafi verið heilir á húfi 9. júlí o. s. frv. Að keisarinn hafi verið myrtur, ekkjudrottningunni verið gefið eitur og hún orðið vitstola, eins og einu smni var tullyrt, mun vera tóm endileysa. — Uppreisn er hafin í Mantschuri, og hafa Kín- verjar þar ráðizt á Rússa. Li-Hung-Chang hef- ur verið kvaddur frá Kanton til Peking, og gerð- ur að landstjóra (vísikongi) í Chi-li, eins og hann var áður. Búast menn við uppreisn í Kanton, þá er hann er burtu. Frá Búastríðinu engar merkar nýjar fréttir, en eitthvað var Roberts tekinn að hreyfa sig frá Pretóríu, þá ersíðast fréttist, því að hann sá, að hershöfðingjum hans tókst ekki að vinna svig á Búum þar í grenndinni. Virðast þeir alls ekki að þrotum komnir, og höfðu nýlega barið dug- lega á Bretum við Nitrals Nek, og tekið marga til fanga. Þykir Bretum heima fyrir sækjast seint róðurinn fyrir þeim Roberts. Hjálparlið Breta komst loks til Kumassi, höfuðborgar Ashantaríkis 15. f. m., og leysti þar úr læðingi hið örfáa setulið (100 manns), er brezki landstjórinn á Gullströndinni skildi þar eptir, við lítinn vistaforða, er hann flúði sjálfur frá Kumassi með mikla sveit manna, og er hug- prýði hans lítt lofuð. Þykir nú líklegt, að Kum- assi sé á valdi Breta, þótt uppreisnin í Ashanti sé eflaust ekki bæld niður til fulls. Heitir sá Willcocks, er hjálparliði Breta stýrði, og komst hann til Kumassi sama daginn, er hann hafði áður sagt, að hann skyldi vera þangað kominn til hjálpar, og þótti rösklega efnt loforðið, þvíað um ófærur miklar er að fara, og við ákaflega mikla erfiðleika að stríða á leiðinni frá sjávar- ströndinni upp þangað, í sífelldri baráttu við fjandsamlega villumannaflokka. Illar fregnir. Bretar hættir við fjárkaup hér. Hinar vissu vonir, er menn höfðu gert sér um fjárkaup Englendinga hér í haust hafa hrap- arlega brugðizt. Með skipinu »Dronning Sofie«, er kom hingað 23. þ. m. með kol til Ásgeirs kaupmanns Sigurðssonar skrifuðu fjárkaupamenn- ir Parker & Fraser í Liverpool, að þeir væru hætt- ir við að kaupa fé hér'á la.ndi, (sbr. aúglýsingu hér aptar í blaðinu). I bréfi sínu til Ásgeirs Sig- urðssonar ds. 6. þ. m. færa þeir engar ástæður fyrir þessari brigðmælgi aðrar en þær, að það yrði sóhjákvæmilegt tjón« (»inevitable loss«) fyr- ir þá, að ráðast 1 þessi fjárkaup. Og þeir leit- ast ekki við, að rökstyðja þetta á neinn hátt. Þessi sinnaskipti eru því undarlegri, sem umboðs- menn þeirra, er pöntuðu hér fé hjá bændum í júnímánuði voru mjög ánægðir yfir horfunum, er þeir fóru héðan 19. f. m. og töldu alls engan vafa á, að þeir kæmu hingað til að kaupa fé í haust. Höfðu þeir skilið hér eptir ýmislegan far- angur, þar á meðal reiðtýgi, stígvél 0. fl., höfðu keypt hest og ráðið menn til að ferðast með þeim til fjárkaupa. Nú hafa þeir að eins stutt- lega mælzt til, að þetta sem þeir ættu hér yrði selt. Þykir lítill vafi geta leikið á því, að þeir Parker & Fraser hafi verið staðráðnir í því, að hætta fyrirtæki þessu, á ð u r en sendimenn þeirra komu héðan til Englands, með skýrsluna um ferð þeirra, og að fregnir þær, sem þeir fluttu af fjársöluhorfunum hér hafi því alls ekki getað rask- að því, sem aðalforstjórar verzlunarhússins höfðu áður fastráðið, hvernig sem útlitið væri hér. En hvernig stendur þá á þessum undarlega apturkipp og skyndilegu veðrabreytingu hjá þessu mikla verzlunarhúsi ? Það er gáta, sem erfitt er að leysa og því miður verður líklega aldrei leyst til hlft- ar, þótt reynt verði að grafast eptir því. En þess ber ekki að dyljast, að margir landsmenn munu ímynda sér, að Zöllner sé við þetta riðinn, að honum sé þetta að kenna, hvort sem sá grunur er á rökum byggður eða ekki. Um það verður ekkert sagt með vissu. Gæti Zöllner lagt fram ómótmælanlega sönnun fyrir því, að svo væri ekki, væri það mjög æskilegt til að firra menn öllum grun. En það er ekki svo auðvelt, þannig, að því yrði almennt trúað. Það er kom- ið sem komið er, hverju eða hverjum, sem það er að kenna: fjárkaup Englendinga hér eru farin út um þúfur í þetta sinn, og ef til vill um lang- an tíma. Að minnsta kosti mun loforðum þessa Parkers & Frasers trauðla trúað eptirleiðis, þótt þeir sjái sig síðar um hönd, sem litlar líkur erutil. Fregnir þessar koma eins og þruma úr heið- ríkju yfir allan almenning, er gert hafði sér góðar og vissar vonir um hagkvæman markað á fé sínu í haust. Það er óþarft að lýsa, hversu ill og skaðvænleg áhrif slík vonbrigði hafa áhugimanna, því að það liggur hverjum í augum uppi. Verra kjaptshögg en þennan apturkipp, gátu íslenzkir fjáreigendur naumast fengið, eins og nú stendur á. Því miður mun ekki unnt, að koma fram á- byrgð eða skaðabótagreiðslu á hendur þessu verzl- unarhúsi í Liverpool fyrir gabbið, þvl gabb er það vægast talað að panta fé hjá bændum og ákveða vissa markaðsdaganúí september hér í nærsveitunum, en hætta svo við allt saman upp úr þurru. Og þetta er því athuga- verðara, sem ýmsir munu h'afa ráðizt í hitt og þetta f vissri von um fjárkaupin, tek- ið t. d. lán í banka og hjá verzlunum upp á pen- ingaborgun í haust, og verða svo að standa uppi sem svikarar fyrir vikið. Það er í rauninni al- varlegt málefni, sem þessir útlendu herrar eiga sök á og ættu að »blæða« fyrir. En það er enginn hægðarleikur að ná rétti sínum gagnvart auðugum mönnum í fjarlægum löndum og ekki sízt á Englandi, eins og réttarganginum þar er. háttað. Islenzkir bændur verða því líklega að sætta sig við þetta endurgjaldslaust, þótt hart sé. Þeir sem mest og bezt gengust íyrir því, að fá þessa menn til að kaupa hér, þeir Copland & Berrie í Leith og Ásgeir kaupm. Sigurðsson, eiga enga sök á því, hvernig þetta hefur snúizt, og eru, eins og vonlegt er, mjög gramir yfir þessu, því að þeir hafa einmg verið gabbaðir af mönnum þessum mjög ónotalega. y En það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut. Menn mega ekki »missa« móðinn*, þótt svona hraparlega færi í þetta sinn. Hver veit nema einhver verði til þess að reyna Frakklandsmark- aðinn, sem getið hefur verið um hér í blaðinu? Það er hart að vita af góðum markaði fyrir ís- lenzkt fé ytra, eins og nú mun vera, ekki að eins

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.