Þjóðólfur - 10.08.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.08.1900, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. ágúst 1900. Nr. 37. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 27. júlí. Það leikur ennþá efi á því, hvort sendiherr- ar Norðurálfuþjóða í Peking eru á lífi eða ekki. Eptir fyrri fre'ttum áttu þeir allir að vera dauðir. Blóðbaðið f Peking — sögðu blöðin — stóð 6. júlí. En í seinni tíð hefur hver sagan rekið aðra um það, að sendiherrarnir væru heilir á húfi og undir vernd kínversku stjórnarinnar. Það hafa og borizt skeyti frá t. d. ameríska sendiherranum Conger, en þau voru ekki dagsett, og í þeim stóð einmitt, að útlendingar í Peking væru 1 mestu hættu staddir. Sögur þessar stafa flestar frá kínverskum höfðingjum óg er því lítt trúandi. 14. þ. m. tókst hermönnum stórveldanna í áhlaupi að ná Tientsin á sitt vald, og tóku þá ekki minna en 42 fallbyssui frá Kínverjum. Þessi sigur lækkaði nokkuð rostann í Kínverjum, og sumir segja, að sögur þeirra um að sendi- herrarnir séu á lífi, eigi einungis að spekja Ev- rópumenn og seinka ferð þeirra til Peking. Þessi ferð kvað nú þó vera fullráðin, þrátt fyrir alla afbrýðissemi meðal stórþjóðanna; fyrst átti leið- angurinn að byrja í miðjum ágústm., en nú er sagt, að ferðin muni hafin 1. ágúst. Það gengur að öðru leyti nokkuð seint með málarekstur stórveldanna. Japansmenn vildu gjarna takast á hendur að skakka leikinn, en vildu í staðinn fá leyfi til að kasta yfirráðum á Korea lfkt og Bretar á Egyptaland. Þessu mótmæltu Rússar og svo drógu Japansmenn sig í hlé. Erakkar þykjast ætla að senda hermenn austur — 40,000 — en það mun taka tíma. Rússar hafa nóg að gera í Mandschúríinu og Amúrhér- aðinu, þar sem Kínverjar hafa gerzt upp á þá, og Bretar þora ekki að gera sig liðfærri á Indlandi. Það er þannig allt útlit fyrir, að Kínverjar fái ráðrúm til að vaða uppi enn um hríð, og upp- reisnin fer að sögn vaxandi. Li-Hung-Chang, vici-konungur í Kanton, hef- ur verið kvaddur til Peking til þess að leita um sættir. Hann er nú kominn til Shanghai og býst við að vera þar um kyrt fyrst um sinn. Það þykir benda á, að ástandið í Peking sé illt, og að honum muni þykja miður fýsilegt að leita sætta — meðal annars af þeirri ástæðu, að sendi- herrarnir séu drepnir. Li hefur reyndar hvað eptir annað lýst því yfir, að sendiherrarnir eptir skýlausum fréttum væru óskaddir, en það þykir sennilegt, að hann — sem er tveggja handa járn — hafi með þessum yfirlýsingum að eins viljað tefja framrás Evrópuliðsins til Peking. Að öðru leyti er þess að geta, að keisari Kínverja, Kwang-Szii, sem nú eptir allt saman or sagður heill á húfi ásamt gömlu keisaradrottn- ingunni, hefur beðið Viktoríu drottningu, Vil- ^jálm keisara og Mac Kinley, að stofna til frið- ab en fengið þau svör, að um slíkt væri ekki að ræða, fyr en Kínverjar hefðu skilað aptur sendi- herrunum óskemmdum. Þýzka stjórnin kvað hafa tilkynnt sendiherra Kinverja í Berlfn, að hann megi ekki senda stjórn- mni skeyti, nema þau áður hafi verið lögð fyrir utanríkisráðaneytið og það hafi gefið samþykki. En Vilhjálmur keisari hefur og ástæðutil að Yera gramur í geði I í hraðfregn 24, þ. m. frá I.orenzo Marques til enska blaðsins »Daily Telegraph« segir svo: 3 seinustu dagana hafa staðið skæðar orustur, 400 enskir hermenn féllu í seinustu bardögun- um við Deerdeport (fyrir vestan Pretoria). Þetta sýnir, að Búar standa sig ennþá; einkum virðist Botha yflrhershöfðingi hafa verið þeim skeinuhættur í seinni tíð, ekki að eins við Deerdeport heldur og við Nitrals Neck (18 mílur frá Pretoria), þar sem Bretar misstu margt manna og 90 af þeirra mönnum voru herteknir af Búum. í Óraníuríki hefur Dewet hershöfðingi gert Bretum mikinn óskunda: í eitt skipti náði hann enskri járnbrautarlest með 100 mönnum, í annað skipti með 200. — Annars má um við- skiptin þar syðra segja, að fréttirnar í seinni tíð eru afar-ófullkomnar og óljósar. Manntjón Breta í stríðinu hefur eptir slðustu fréttum verið að öllu samtöldu : 1576 herforingj- ar og 32,774 undirforingjar og dátar — drepnir, særðir, herteknir, dauðir af sjúkdómum og slys- um o. s. frv. Það hafa lengi gengið sögur um það, að Alexander Milanssyni, konungi í Serbíu, hafi orðið illt til kvonfangs sakir óreglu og annara annmarka. Nú er hann loks lofaður — fertugri ekkju eptir verkfræðing, Draga Maschin að nafni, hún hefur áður verið hirðkona hjá Natha- líu móður hans. Alexander er 24 ára gl. Mil- an unir þessum ráðahag stórilla, þó að hon- um reyndar fyr meir hafi verið meinlítið við kvennmanninn! Og ráðaneytið hefur sagt af sér af skelfingu. Til þess að sýna óánægju sína- á áþreifanlegan hátt hefur Milan afsalað sér em- bættinu sem yfirhershöfðingi í Serbíu. Pellieux hershöfðingi, einn af skæðustu mótstöðumönnum Dreyfus’, er nýlega dáinn. Með »Botnia« fer nú til Islands stúdenta- flokkurinn danski, 82 að tölu. Ferðamenn vænta sér mikillar gleði af förinni; það er víst heldur ekki hætt við öðru en að landar vorir taki þeim með vanalegri gestrisni og rausn eptir þvf sem framast erunnt. Aldrei hefur Islendinga verið betur og hlýlegar minnzt í dönskum blöðum en nú um þessar mundir. Dr. Georg Brandes — Islsndsvinurinn góðkunni — hefur því miður orðið að hætta við ferðina sökum las- leika. Það er víst naumast efi á því, að þessi íslenzka hreyfing hér niðri — ef svo má segja — er ekki sízt honum að þakka og hans áhrifamiklu hlýmælum 1 vorn garð. Reykjavík 7. ágúst. Ítalíukonungur myrtur. Hinn 29. f. m. var Húmbjartur Italíukonung- ur staddur í bænum Monza á Norður-ítalfu skammt frá Mílanó. Aflraunafélag fylkisins hélt þar þá mót og hafði beðið konung að vera viðstaddan, þá er verðlaunum væri úthlutað. Kom hann á leikvöllinn kl. 9^/2 um kvöldið þenna dag og dvaldi þar tæpa klukkustund. Að því búnu sté hann upp í vagn sinn og ætlaði að aka til kon- ungshallarinnar, en í því bili var skotið fjórum skotum af skammbyssu út úr mannþyrpingunni og hæfði eitt þeirra konung í hjartað. Hné hann þá niður og andaðist að vörmu spori. Morð- inginn var þegar handsamaður og átti lögreglan fullt í fangi með að tálma því, að skríllinn mis- þyrmdi honum. Hann er ítalskur silkivefari að uppruna og er fæddur í Toscana 1869; en hef- ur verið 6 ár í Ameríku og var nýkominn þaðan, þá er þessi atburður varð. Hann játaði tafar- laust á sig glæpinn, en kvaðst einungis hafa unnið hann af eigin hvötum; flestir telja þó lík- legra, að stjórnleysingjar (anarkistar) hafi verið með hér í ráðum og útvalið mann þenna sem verkfæri sitt. Situr hann nú 1 dyflizu og bíðuc dóms. Húmbjartur konungur var 56 ára að aldri (f. 1844). Hann var sonur Viktors Emanúels II, er þá var konungur í Sardinfu. I stríðinu 1866 milli Austurríkismanna annars vegar og Prússa og ítala hins vegar ávann hann sér góðan orðs- tír fyrir hraustlega framgöngu í orustunni við Custozza. Hann kom til ríkis í janúaí 1878. Drottning hans var Margrét prinsessa af Savoy- en; voru þau hjón bræðrabörn. Hið eina bara þeirra er erfðaprinzinn, Viktor Emanúel hinn III. með því nafni, er nú kemur til ríkis eptir föður sinn. Húmbjartur konungur var að mörgu leyti nýtur konungur og lét sér annt um framfarir lands síns, en einkum var honum umhugað um að efla herinn, enda hefur nú Italía meiri hern- aðarbyrði á herðum sér en hún getur risið und- ir. Vegna þessa hernaðardálætis síns var hann ekki svo vinsæll sem ella, og tvisvar hefur honum áður verið veitt banatilræði, í fyrra skiptið 1878, þá er hann kom til ríkis, en í hið síðara 1897. A1 fr e d. hertogi í Saxen-Coburg-Gotha, næst- elzti sonur Viktoríu Englandsdrottningar dó 31. f. m. Hann var 56 ára að aldri. Arið 1893 varð hann hertogi í Saxen-Coburg-Gotha, en nefndist áður hertoginn af Edinborg. 1862 var honum boðinn konungdómur á Grikklandi, en hann þáði hann eigi. Af Búum hefur það síðast frétzt, að Bretar hafa umkringt meginher þeirra í Óraníuríkinu í dal einum, er Brandwaterá rennur um. Umhverf- is eru há fjöll, sem ófærter að komast yfir með vagna eða fallbyssur, en 1 öll skörð settu Bretar liðsflokka til þess að varna Búum undankomu. Lið Búa á þessum stað var 5000 manna undir forustu Prinsloo yfirhershöfðingja Óranluríkisins. Þá er hann sá, að í óvænt efni var komið, bað hann um fjögra daga vopnahlé til þess að semja um frið, en við það var ekki komandi og kváðu Bretar hann verða að gefast upp skilmálalaust eða berjast ella til þrautar. Gekk þá Prinsloo og tveir aðrir foringjar Búa á fund Englendinga með 986 menn og gáfust upp skilmálalaust. Hin- ir höfðust við þar í hæðunum, þá er síðast frétt- ist, en lítil von var um, að þeir mundu sleppa það- an. Er lið Óraníumanna þá úr sögunni fyrir utan 2000 manns undir forustu Christians de Wet, en að honum er nú allmjög farið að kreppa. Sagt er, að Botha yfirhershöfðingi Búa í Transwaal vilji gjarnan gefast upp, en sjái sér það ekki fært á meðan Chr. de Wet er fastráðinn í að halda ófriðinum áfram.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.