Þjóðólfur - 10.08.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.08.1900, Blaðsíða 3
147 sinni og sínum miklu hæfilegleikum til þess að sjá ætíð betur en aðrir, hvað landinu er fyrir beztu, hlýtur það að vera mikið kvalræði fyrir hann að hafa ekki 1 einu einasta kjördæmi lands- ins traust alþýðu. En svona gengur það, »hvað hindur annað« og fáir verða spámennísínu föð- urlandi«. Eg hef heyrt marga segja, að það væri miklu betra fyrir hann að leita sérframaog fjár í Ameríku í annað sinn. Eg er líka á sömu skoðun, að þetta væri betra fyrir hann sjálfan og landinu lltill skaði. Mér virðist það mjög óhyggilegt af ritst. Isafoldar, jafn hyggnum mönnum, að þeir skuli vera að ota því fram 1 hverju tölubl. beinlínis og óbeinlínis, að eg muni nota stöðu mína við lands- bankann til þess að hræða menn til að kjósa mig á þing. Þetta getur verkað á ístöðulitla menn, svo að ritstjórarnir og fulltrúi þeirra missi nokkur atkvæði til mín; en eg skal hjálpa þeim, og segja kjósendunum, að þeir skuli alls ekki láta hræða sig með þessu til að gefa mér atkvæði sín. Þetta er að eins grýla, sem búin er til á skrifstofu ísafoldar. Þegar eg var kosinn í Ár- nessýslu til þings, var harðsnúinn flokkur á móti mér; meðal annars kom þann langar leiðir með blindan mann á sjötugs aldri til að greiða at- kvæði gegn mér. En eg er þess fullviss, að þótt hver einasti kjósandi í Árnessýslu væri yfir- heyrður, þá mundi enginn bera það, að hann öll þessi 6 ár hafi orðið þess var við lántökur í bank- anumj að hann hafi verið með eða móti kosningu minni. Og hversvegna skyldi eg fara að taka upp á nýjum sið nú? Eg er ekki svo talhlýðinn, þótt hann monsiör Einar Hjörleifsson sé að gefa mér bendingar um, að gera það, sem ekki á að vera.— Ritstjórarnir álíta, að eg vilji meina mönnum að llta yfir framkomu mína á undanförnum þing- um, en þetta er misskilningur. Eg álít sjálfsagt, að það sé gert, en hið eina, sem eg óska, er það, að rétt sé litið á og satt sagt frá. En það eru vandræði með ritstjóragleraugun hans E. H, þegar hann setur þau upp, þáverður flestáhöfði, sem stendur á fótunum, og það á fótum, sem stend- ur á höfði. Að þessu munu síðar leidd rök; nú er hvorki tími né rúm til þess. — Ritst. hafa eytt rúmi í blaði sínu (tölubl. 49), hátt á þriðja dálktil að vefa utan um mínastuttugrein; mér er sómi sýndur með því, að þeir skyldu meta hana svo mikils, en þó hefði eg kosið, að þeir hefðu svarað niðurlagi greinar minnar, þar sem eg tók fram, »að hvorugur flokkurinn mundi þurfa að á- saka hinn, hvað »atkvæðasmölun« snerti, því sagt var, að 3 eða 5 sendisveinar ritstjóranna hefðu verið á ferðinni meðan verið var að bera út ísa- fold« með öllum ávítununum. Eg semsé sakna, að þeir bera þetta ekki til baka, og þar afkann að leiða, að ókunnugir lesendur kunna að álíta, »að sinn brest láir hver mest«. — Tryggvi Gunnarsson. * * * I framanskrifaðri grein hefur Tryggvi banka- stjóri Gunnarsson tekið það allt fram, sem ástæða mátti til vera að svara því, sem gert var neðan við grein hans í næst síðustu Isafold. Þó má geta þess, að mátt hefði taka það fram, að Það lýsir bæði takmörkuðum vitsmunum og Þröngri veraldarþekkingu, að láta detta ofan yfir sig fyrir það, að undirróður til kosninga sé jafnt háður opinberlega og leynilega eða í þuk*i, eins ugísafoldað orði kemst. Enda er það varlaann- a9 en ólíkindalæti, því að svo var kveðið fyrir hér um bil 20 árutn: Björn rær undir bitur í lund, býður í þukri á strákafund. hað vita allir menn, sem nokkuð þekkja til, að €llgum lifandi manni með viti, sem áhuga helur á kosningum, dettur annað í hug en tala leynt og ljóst því máli, er hann ætlar, að betur «egni. Þá er nú »Erindið á þing« í síðasta blaði ísa- toldar í 7 greinum sundurliðað, og skulum vér taka það grein fyrir grein til þess að gera það, sem { voru valdi stendur, að benda mönnum á, Vað fölskvalausri föðurlandsást, framsýni og vizku- °rð þau lýsa: x. erindi Tryggva á þing á eptir ísafold að vera þetta: »að leggja með smjörlíkistolli álitlegan skatt ábæjarbúa«. — En hérkemurfram húsgangs- hugsunarhátturinn gamli hér á landi síðan á 17. öld, að íslendtngar geti sjálfir ekki gert neitt, allt þurfi að sækja til útlanda, einkum í Danskinn, í fullu óviti þess, að eini vegurinn til þess að koma á hér á landi smérlíkisgerð er sá, að leggja toll á útlent smérlíki. Það dugar hvorki að skoða þetta mál né margt af framfaramálum hér á landi gegnum stækkunargler stórþjóðanna, — það hefur gert marga hávaðamenn hér á landi heimska, — þó að suinar af þeim hafi ekki tollverndan í öllu. Reynslan hefur kennt smáþjóðum, sem þykjast hafa betra af því að búa að sínu, að tollverndan er nauðsynleg. Og sú mótbára er gagnslaus, að ekki bjargist menn hér á landi, án útlends smér- líkis, þvl að það vita allir, sem nokkuð vita, hvaða lifandi ósköp fara forgörðum til engra nota af smérllkisefni hér á landi á hverju ári. Hvað verð- ur af hrossafeitinni hér síðan hætt var að hafa hana til Ijósa? Er ekki- tólgin og lýsið árlega sent hér úr landi fyrir hálfvirði móti því, sem fyr- ir hvorttveggja fengist, ef hér væri smérlíkisgerð í landinu? En á meðan útlendingar vaða héreins og logi yfir akur óhindraðir með smérlfki sitt, eru engar vonir þess, að smérlíkisgerð komist hér á. Eina ráðið til þess að fá bærilegt verð fyrir tólg og lýsi og annað feitmeti hér í landi er það, að hér yrði lagður tollur á útlent smérlíki og smérlíkisgerð komið á, og yrði líklega eins affara- sælt fyrir Reykvikinga ad fd atvinnu og verkakauþ við það starf, eins og að borga útlent smérlíki dýrum dómum. 2. erindið er það, „að útvega Vídalín lilunn- indi í stað landhelgisveiðarinnar" og þá helzt þar til talin „forréttindi til allra veiða í ám og stöðu- vötnum landsins". Þó að þetta kunni að vera spaklega talað, er það þó ekki viturlegra en svo, að það er ekki skrifað við minnstu skímu ai því, að landsjóður á ekki veiði í neinni á eða neinu vatni, nema fyrir landi sinna eigin jarða. En hvað landhelgisleiguna fyrirlitlum hlutalands- ins sneríir,—sem þetta blað hefur aldrei verið með- mælt, — má geta þess, að þeir menn, sem fara í hrossakaup og verzla og bralla með réttindi alls landsins, vilja skipta á ráðgjafa og upplausnarrétti þmgsins, ættu helzt ekki að tala hátt urn slíka hluti, heldur að kunna að skammast sín og þegja. 3. póstur hljóðar um batteríissöluna, og er þar stutt yfir að fara, að það mál er svo smátt og hefur svo alls enga þýðingu fyrir almenning, að óðs manns æði má heita, að gera það að kosn- ingaratriði. 4. atriði „höndlar" um brennivínið og er vita- skuld ekki heimskulegra en svo margt annað, sem blindir bindindisberserkir opt hata látið út úr sér hér á landi, en það er nógu flónskulegt til þess, að ekki einu sinni þeim sjálfum dettur í hug, að Tryggvi ætli sér á þing til þess að löghelga og auka slark og drykkjuskap á landi hér. Sá mað- ur hefur kannske með eptirdæmi síntt sýnt að hann sé líklegur til þess? 5. erindi Tryggva á þing er það, „að spilla fyrir því, að ritsími komist til landsins". En „laugstu fyr og laugstu nú“. Hitt er þar á móti satt, að Tryggvi hefur viljað það, að þingið hefði hæfilega hönd í bagga með, að stjórnin gæti ekki alveg að eigin vild og takmarkalaust svo að segja mokað ófyrirsynju fé til þessa fyrirtækis, og þar með látið leggja ritsímann á óhentugum stað fyr- ir höfuðstað landsins. Tryggvi hefur einmitt barizt d þingi fyrir fví, að ritsími væri lagður beint til Reykjavlkur, enda munu Reykvíkingar inuna ept- ir því við kosningarnar. 6. Þá kemur það, að Tryggvi ætli „að aptra því, að landsmenn geti átt kost á þeim pening- um, sem þeim er óumflýjanleg nauðsyn á til þess að geta byggt þetta land eins og siðaðri þjóð sæmir«. En sá er galli hér á, að þessi orð eru tilhæfulaus ósannindi. Hitt er satt, að honum mun ekki hafa litizt á banka þann, er þinginu var boðinn í fyrra með okurkjörum af einu einasta félagi manna, með voðahættu fyrir fjárhag lands- ins í framtíðinni. Ef stofna hefði átt slíkan banka, þá hlaut hver maður rneð viti fyrst og fremst að kanna fyrir sér um fleiri en þetta eina tilboð, hvar ódýrast fengjust peningarnir. En að ganga óskorað að einboðnum afarkostum hefði verið ósvinnra manna æði. Par að auki d Tryggvi sammerkt i þessu við Jón assessor Jensson. Þá kemur nú 7. klausan um Valtýskuna, að Tryggvi vilji hana ekki. Þarf það vitanlega engra svara annara en þeirra, að það er hin bezta með- mæling með honum til kosninga hér í bæ, að hann hefur ekki flónskað sig inn í þá botnleysisvitleysu, sem þó hefur hent ýmsa nýta menn. Þegar nú stendur fyrir höndum kosning hér í bæ til næstu alþinga, og þessi maður, Tryggvi Gunnarsson, ef til vill verður í kjöri, getum vér ekki annað en minnt á það, að hér er ekki um neinn hversdagsmann að ræða. Hér er þar á móti væntanlega í boði sá maður, sem hefur for- takslaust verið langmesíur fiamfaramaður i verki allra íslenzkra manna á sfðasta mannsaldri þess- arar aldar, og er mestur framfaramaðurinn enn. Það eru teljandi þau alþjóðleg stórvirki, er gerð hafa verið hér á landisíðan 1874 og þjóðinni séu til gagns, frambúðar og sóma, að ekki hafi hann annaðhvort staðið fyrir þeim eða stutt þau að öðru leyti. Jafnvel Reykjavík mun bera hans menjar f stórvirkjum langt fram í aldir, eptir þann stutta tíma, sem hann hefur(vcrið hér búsettur, og miklu meiri en eptir nokkurn einstakan mann annan. Hverjum af öllum þeim mönnum, er nú verða f kjöri til alþingis hér á landi í ár, mun fylgja meiri þjóðsómi að þingi en þessum manni ? Þess- um manni, sem hvervetna nær öllum framar hef- ur stundað gagn og sæmd þessa lands, þessarar þjóðar og þessa bosjar, Vill nú Isafold kenna Reykvíkingum að hafna. Kjörfundurinn í næsta mánuði mun meta kenninguna þá og þakka hana að maklegleikum. J ú d a s. Peir menn eru til í öllum flokkum, bæði þeim, sem greinast um stjórnarmál og önnur efni, er allir verða að koma sér saman um, að séu svo ó- geðslegir liðsmenn, að minni vanzi sé að hafa þá móti sér en með. Þessa dagana hefurValtýsflokknum bæzt einn slíkur fylgismaður, er bæði á að bjóðast frain sem þingmannsefni hér í þessu kjördæmi og hafður er af stjórn Valtýsliðsins jafnframt til að útvega yfir- dómaranum Jóni Jenssyni skrifleg og munnleg lof- orð um atkvæði við komandi kosningu. Svo ötull sem þessi nýgræðingur er í því að taka menn á einmæli og reyna að leiða þá með alls- kyns fagurmælum inn í pólitiskt trúlofunarstand við Jón Jensson, er hætt við því samt, að flókkn- um búnist illa að fylgi hans og árangrinum af allri starfseminni. Sama náttúrufar og innræti, sem knúði þenna mann svo skyndilega burt frá sínum fyrri flokksbræðrum yfir til þeirra, sem hann samkvæmt sannfæringu sinni taldi andstæð- inga sfna, mun ef til vill, þegar verst gegnir, bregða honum á ný í annan ham til skaða fyrir þá fáu Valtýsliða, er kynnu að viljanota meðhald hans, þá er þeir fara að kynnast honum. Öllum mun koma saman um það, bæði þeim, sem eru með tillögu Valtýs, og þeim, sem eru á móti henni, að sannfæring manns í því máli hlýt- ur að byggjast, ef hún nokkur er, á svo marg- víslegum og samtengdum rökum, að ekki er unnt að hugsa sér, að menn geti á einum stuttum mál- fundi uppi í Kollafirði fengið nýja skoðun um svo yfirgripsmikið efni. En þeir, sem hafa stefnu- skipti án þess að hafa skoðanaskipti um leið, munu jafnan reynast verri vinir heldur en óvinir, jafnt í pólitfk sem öðru. Kjósandi í Kjósat- og Gullbringusýslu. ísa foldar—rök. Fróðlegt er að sjá, hvern hugsunargang Isa- fold ber á borð fyrir landsmenn um þessar mund- ir. Landlæknirinn má ekki gefa samhljóðandi vottorð um vistráðaheimild forstöðukonunnar á spítalanum og syr.junarvald spítalalæknisins gegn tillögum hennar um vistráð. Sami landlæknir er fyrst ávíttur fyrir að hafa skipt sér af kosningum og síðan, þá er það reynist ósatt, er hann í sama blaði víttur fyrir þann ónytjungsskap, að skipta sér ekki af kosningunum. Jón Jensson er ekki talinn að leggja neitt á móti bankamálinu í neðri deild af því að atkvæði hans var yfirgnæft með meiri hluta, sem vildi hafa málið fram. Sami herra Jón Jensson er einnig talinn saklaus afþví, að hafa burðast með ólöglega tillögu f batteríis-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.