Þjóðólfur - 31.08.1900, Side 2
fyrir smíði Ölfusárbrúarinnar, enda aflaði það hon-
um maklegs lofs bæði innanlands og utan.
í suniar hefur bankastjórnin eptir upþá.-
stungu hans kostað íslenzkan sœmdar- og dugn-
aðarmann utan til þess að útvega erlendis
sjálfstœðan markað fyrir íslenzkt sauðjé og
hesta', og þó er Isafold svo ósvífin, að árétta
það aptur og aptur, að Tryggvi og menn þeir
er honum fylgja, séu erindsrekar og leigu þjónar
Vídallns.
Að endingu skulum vér loks líta á, hvað
Tryggvi hefur afrekað fyrir Reykjavík þau fáu
ár, sem hann hefur verið hér heimilisfastur.
Það er dugnaði og forsjá Tryggva að þakka,
að íshús var stofnað hér 1 bæ, sem er að allra
dómi einhver hin mesta nytsemdarstofnun, sem
nokkru sinni hefur verið á fót komið hér á landi.
Fyrir atorku bankastjórans hefur Landsbank-
inn eignazt snoturt og ramgert starfhús- og forn-
gripasafn landsins loks hlotið viðunanleg húsa-
kynni.
Smekkvísi hans og frábær starfsemi hefur
breytt foræðinu fyrir neðan alþingishúsið í hinn
eina opinbera blómgarð, sem til er á landi þessu.
Öllum bæjarbúum er það fullkunnugt með
hvílíkri elju Tryggvi hefur endurbætt og lagað
stræti og rennur hér í bæ. Vesturgata og Aust-
urstræti sýna þess Ijósastan vott. Nú er hann að
láta grafa brunn á Laugavegi til þess að bæta úr
tilfinnanlegum vatnsskorti manna, sem þar búa.
Margar nytsamar framkvæmdir, sem þessi frábæri
elju maður hefur á prjónunum, mætti enn telja;
en vér látum rúmsins vegna hér staðar numið.
Af afstöðu Tryggva til stjórnbótakrafa vorra
er það eitt að segja: Hann hefur síðan hann
kom á þing haldið íram sjálfstjórnarkröfum vor-
um með stilling og staðfestu. Hann vill að Is-
land hafi þjóðlega og alinnlenda stjórn, en sé
engin selstöð eða útibú Dana.
Hann vill af öllurn mætti styðja atvinnumál
landsmanna, kenna þeim að færa sér í nyt auðs-
uppsprettur lands og sjóar, í stað pess að kasta
'öllum áhyggjum sínum upp á Vesturheim
eða erlent auðvald. Því að reynslan sýnir, að
það hefur orðið flestum þjóðum til stórtjóns og
hnekkis, að byggja framsókn sína á erlendu auð-
valdi. Vér þurfum að eins að minna á Portú-
galsmenn, Itali, Tyrki og Egyptalandsmenn.
Hann vill efla og styðja samgöngur innan-
lands og ritsímasamband, verzlun og viðskipti við
aðrar þjóðir, því að Tryggvi veit, sem er, að
ef samgöngur okkar og viðskipti við önnur lönd
komast í viðunanlegt horf og vér losumst af
skuldaklafanum danska og sýnum það í orði og
verki, að við kunnum og viljum hagnýta auðsupp-
sprettur lands vors og förumsjálfirað vinna afurðir
landsins og koma þeim á heimsmarkaðinn, þá er
björninn unninn, þá fáum við mótmælalaust þá
stjórnarbót, sem við þurfum á að halda, því að
öll mannleg reynsla allt fram á þennan dag sýnir,
að það er framsókn, dugnaður og staðfesta, sem
útvegar þjóðunum stjórnarbót,velgengniogviðgang.
S.
Pistill úr Árnessýslu.
Alþingiskosningahorfur hér í sýslu eru víst
ekki sem greinilegastar enn þá, eða svo er það
í minni sveit. Eg hef séð nú um langarr tíma,
að »ísafold« telur það helgustu skyldu sína að
áfella alla pólitiska andstæðinga sfna, leggur suma
alveg í einelti, hefur þar á sér hunda sið, eptir
því er sumum virðist. Blaðið hyggur með þessu
atferli að auka meðmælendum sínum fylgi, en
allt annað verður ofan á, alþýða sér vel hvert
stefnt er; hún mun enn sem fyr ráða mestu um
kosningar, hvað sem ýmsir stórburgeisar segja í
það og það skiptið. Maðurinn, sem blað þetta
breiðir sig aðallega yfir, er nú presturinn séra Magn-
ús á Torfastöðum. Um hann er vitanlega sjálf-
sagt að segja, að hann er fyrirtaks prestur og all-
iS8
góður bóndi, dugar vel í framkvæmdum í hrepps-
félagi sfnu, og vinsæll mun hann þar vera. Þing-
mannshæfilegleikar prestsins eru vitanlega óséðir
enn. Samt sýnist rétt að geta þess, að á kjör-
þingum þeim, sem hr. Bogi Melsteð var í kjöri,
var séra Magnús einbeittur fylgismaður hans, og
aðalformælandi; þá bar skoðunum þeirra saman í
aðalmálunum. — Nú er það kunnugt, að opt
var skorað á séra Magnús á þeim tíma að gefa
kost á sér til þingmennsku, þótti þá fastur og glögg-
ur í pólitik o. fl. Þá var svarið optast þvertnei.
En nú þegar alþing okkar er jafnvel orðið heims-
frægt fyrir stefnuleysi og sundrung þykir Isafold
presturinn þar ómissandi(I). Þarna er meðmælum
hennar rétt lýst. — »Hvað elskar sér líkt«.
Bogi stendur að nokkru leyti alveg á sama
grundvelli í helztu málum sem fyr, samanber
»Önnur uppgjöf íslendinga eða hvað?«; þar er
Bogi vitanlega nær hugsunþorra allra heimastjórn-
armanna landsins, enda er höfundurinn sögufróð-
ur vel, sem kunnugt er. Svo er nú komið á 6
ára tímabili (líklega réttara 2 ára), að þó Bogi
byði sig hér nú fram, mundi enginn honum hér
1 sýslu andvígari en séra Magnús og flokkur sá,
er honum kann að fylgja — Þarna er stefnufesta
þingmannsefnis okkar á Isafoldar vísu komin. —
Jú, hún hefur fundið lyktina. »Þarna var ráðið
að renna í botninn«, segja formennirnir stundum.
— Alþýða sér vonandi, hvar fiskur liggur undir
steini. — Sigurður búfr. er mesti efnismaður, og
til þessa átti hann von á talsverðu fylgi, en síð-
an að Isaf. setti hann á skrána hér hafa
nokkrir hlaupið úr flokk hans, og óvíst heyrðist
mér, eptir því er maður sunnan úr Flóa sagði
um dagmn, að hann næði kosningu, ef aðrir væru
í boði t. d. Tryggvi, sem þeir kváðu margir
vilja fá; þar eru nfl. flokkar Hannesar og Tryggva,
en slðan »ísafold« fór að gleðrast útaf kosningu
Tr. í Rvík. hefur flokkur Tryggva að sögn held-
ur rofnað. — »ísafold« sendi hingað fyrirstuttu
Sigurð barnakennara úr Rvík. Maður sá er ætt-
aður héðan úr sveit og var því látið heita svo,
að för hans hingað héti orlofsferð — en á bak
við þetta lá í raun og veru smalamennska til
handa vinum »Isaf.«, en sem betur fór var smal-
inn bráðónýtur í þessa ferð, er of siðavandur að
beita sörnu meðulum og sendiherrar hans. Ein-
ar Hjörleitsson segja skilorðir menn, að vígt hafi
til handa bindindismönnum Ölfusinga, skúr við
íveruhús prestsins í Arnarbæli, — þó sannað síð-
ar, að hann var fremur í smalaferð, en árangur
af því meðal bænda þar enginn.
A Eyrarbakka og Stokkseyri bregða þeir sér.
Einar látinn í förina; hann má vera að mann-
tetrið, svona er að eiga harðan húsbónda. Einar
hafði setið á einmælum við vissa náunga, eink-
um á Stokkseyri, þar hafði »bitizt betur«. Ein-
ar gistir óðalsbónda í samaskyni, og eitthvað
mun hann hafa veitt: »Rægðu duglega, eitthvað
mun eptir loða«. — Þetta eru nú mennirnir,
sem mest skamma aðra fyrir smalamennsku, helzt
ímyndaða, þetta eru þá mennirnir, sem gera sér
gott af að taka nafnlausar níðgreinar um mót-
stöðumenn sína. — Það er ekki enn kunnugt, að
»Þjóðólfur« hafi farið eins að í þeim málum að
fyrra bragði og »ísafold«; hún getur séð það, ef
hún vill.
Gildur bóndi hér upp í sveitinni, kvað upp
á síðkastið vera notaður mjög af »ísafold« til.að
spilla fyrir vini hennar(!) Hannesi ritstjórao. fl.,—
sagt er að maður sá hafi í heitingum, ef þeir
kjósi Hannes í stað Magnúsar, en svona er það
allt vaxið, »hvað bindur annað«, segir máltækið
og svo er umþetta. Enginn, sem nokkuð þekkir
til málanna tekur minnsta mark á því, er bóndi
þessi segír í kosningarmálum, er orðinn allt of
mikil þvara í annara potti til þess. —
Að lokum get eg þess, að allt atferli »ísa-
foldar« og hennar manna, sem vitanlega eru helzt
prestár og þeirra nánustu — er iíkast því, er
Knútur hinn ríki Englandskonungur beitti til þess
að ná Noregi undan Ólafi hinum helga, nema
ekki hef eg heyrt, að þeir hafi borið gull í tösk-
um inn í sýsluna — heldur kann það að vera
út úr henni; betur að afleiðingarnar yrðu aðrar
en forðum.
Ritað 20. ágúst 1900.
Grímsnesing ur.
*
* *
I sambandi við grein þessa, sem rituð er hlut-
drægnislaust ogofsalaust, get eg ekki stillt mig um
að láta þess getið, að heimskufleipur og hrópyrði
Isafoldar munu ekki aptra mér frá að bjóða
mig fram til þingmennsku í Ámessýslu, og lýsi
því hér með yfir, að eg mun gera það, svo fram-
arlega sem önnur atvik verða þess ekki valdandi,
að eg dragi mig í hlé. Isafold er þvf alveg óhætt
að leggja út allar árar til að spilla fyrir mér, og
senda hvern sendilinn á fætur öðrum austur þang-
að til að telja kjósendum hughvarf. Ogumfram
allt má hún ekki gleyma því að níða og rægja
mig duglega 1 ýmsum greinum með lognum dul-
arnöfnum og þá helzt að láta þær vera stílaðar
úr Árnessýslu, en eg er sannfærður um, að Árnes-
ingar eru yfirleitt svo skynsamir, að þeir sjá, hversu
málstaður þess aðila er illur, er ekkert hetur
annað til brunns að bera en lubbalegt nafnlaust
níð um mótstöðumenn sína, tvinnað saman af
heipt og heimsku, enda má Isafold vera þess
fullviss, að allt atferli hennar við þessar væntan-
legu þingkosningar, verður henni að eins sjálfri til
bölvunar og spillir stórum fyrir þeim mönnum,
sem hún hefur verið að trana fram. En þetta
skilja auðvitað ekki jafn þorskkynjaðir þverhöfð-
ar, sem Isafoldarritstjórarnir. Þeir trúa því sjálf-
sagt í einfeldni sinni, að það sé nóg að svívirða
mótstöðumann sinn persónulega með óskamm-
feilninnar blygðunarlausa tuddaskap, eins og
blaðið hefur leitazt við að gera t. d. gagnvart
sýslumanni Snæfellinga, rektor Ólsen, Tryggva
bankastjóra, Jónassen landlækni, Símon snikkara
á Selfossi o. m. fl., sem oflangt yrði upp að
telja. Ritstjórarnir mega vera undarlega grænir,
ef þeir ímynda sér, að nokkur skynsamur maður
glæpist á öðrum eins ritsmíðum, eins og þeir
eru vanir að unga út í málgagninu þeirra. Sann-
leikurinn er, að blaðið er bæði hatað og fyrir-
litið af öllum þorra manna, sem kunna að gera
greinarmun á réttu máli og röngu, öllum mönn-
um, sem hafa nokkurn neista af heilbrigðri skoð-
un um velsæmi í rithætti og samvizkusemi í rök-
semdum. En af því að Isafold hefur aldrei lært
að skammast sín, virðir hún öll rök að vettugi
og þvælir og þvælir í endalausu þvogli um alla
skapaða hluti, án alls skilnings á málunum og
án allrar löngunar til að komast að réttri og
skynsamlegri niðurstöðu.
Eg hef margsinnis lýst ritstjóra ísafoldar
beina ósannindamenn að ýmsum lygaáburði, sem
þeir hafa flutt í sambandi við væntanlegar kosn-
ingar 1 Árnessýslu, og þeir hafa orðið að kyngja
því öllu saman, ekkert halt sér til varnar manna-
tetrin. Og svona er það alstaðar. Sé tekið al-
mennilega ofan í lurginn á þeim, þá standa
þeir uppi varnarlausir, eins og strákar, sem staðn-
ir eru að óknyttum, en hefja aptur sama leikinn
undir eins og snúið er við þeim bakinu og láta
þá, sem ekkert hafi í skorizt, eins og þeir hafi
aldrei neina ráðningu fengið. Það er þetta
blygðunarleysi, sem hlýtur að verða naglinn í
líkkistu Isafoldar, ef hún heldur uppteknum hætti.
En hún má vara sig á því, að menn eru farnir
að sjá, hvlllkt þokkablað hún er, og hversu vönd-
uðum vopnum hún beitir í þjóðmálabaráttu sinni.
Guð varðveiti land vort fyrir mörgum slíkum leið-
togum. Fávizkan ein og fruntaskapurinn getur
naumast afsakað þá, þótt hvorttveggja birtist hjá
þeim í óvanalega ríkulegum mæli, þvt að þótt
mennirnir hljóti að vera hárla grannvitrir og ó-
skynugir eptir framkomu þeirra að dæma, þá eru
þeir naumast svo miklir andlegir aumingjar, að
þeir viti ekki, hvað þeir gera. En óneitanlega
bera margar ritgerðir blaðsins þess vott, að þeir
sem því stýra séu eitthvað til muna bilaðir í
I