Þjóðólfur - 07.09.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.09.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFU 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. september 1900. Nr. 41. Útlendar fréttir hafa Þjóðólfi borizt 1 enskum blöðum frá a6. f. m. — Sambandsher stórveldanna í Kína hafði komið sér saman um að gera sameiginlegt á- hlaup á Peking 15. f. m., en af einhverjum á- stæðum, sem ekki eru kunnar, biðu Rússar þess ekki og réðust á borgina að austanverðu aðfara- nótt hins 14. Brutust þeir inn um fyrsta hliðið snemma um morguninn, en gátu ekki náð aðal- hliðinu að austanverðu, er liggur hærra en hitt. Slóust Japanar þar í lið með Rússum og börð- ust Kfnverjar þann dag allan, en um miðnætti aðfaranótt hins 15. var hliðið sprengt í lopt upp og sambandsherinn ruddist inn. Féll þar margt manna af Kínverjum. Nokkru áður höfðu Bret- ar og Amerikumenn náð hliði því, er næst lá sendiherrabústöðunum, og mátti hjálpin naumast síðar koma, því að lið það, er sendiherrarnir höfðu á að skipa var aðframkomið af hungriog öðrum skorti. Höfðu Kínverjar síðustu dagana gert hverja atlöguna á fætur annari til að ná sendiherrunum á vald sitt. Höfðu sendiherrarn- ir misst alls 67 manns af varnarliði þeirra, með- an á umsátrinu stóð. Sögðu þeir, að öll þessi uppreisn væri verk stjórnarinnar, en »boxarar« væru að eins verkfæri hennar og þeirhefðu eng- ar byssur. I aðalborginni, þar sem keisarinn hefur aðsetur sitt veittu Kínverjar öflugt viðnám, en eptir allmikla stórskotahríð náði sambandsher- inn einnig þessum hluta borgarinnar um miðjan dag 15. f. m., og höfðu þeir þá náð allri hinni »helgu borg« Kínverja á vald sitt. En keisarinn og ekkjudrottningin voru flúin þaðan fyrir 4 dög- nm lengra vestur í land með alla keisarahirðina og 30,000 vopnaðra manna. Voru Japanar send- ir til að elta þau, og segja síðustu fregnir, sem þó eru ekki fullsannaðar, að þeir hafi tekið þau bæði höndum, 80 enskar mllur í suðvestur frá Peking. Ennfremur er sagt, að keisarinn (Kwang- Su) hafi gengið sjálfkrafa í hendur Japana og beð- ið þá verndar. — Li-Hung-Chang hefur skorað á stórveldin að hætta frekari liðsafnaði og beðið um vopnahlé til að semja frið, en þeirri mála- leitun hefur verið neitað að svo stöddu, með því að kínverska stjórnin hafi brotið alþjóðaréttinn gagnvart sendiherrunum, er bandamenn hefðu orðið að bjarga með herskildi, auk þess sem Li- Hung-Chang brysti alla heimild til þessara mála- leitana fyrir hönd kínversku stjórnarinnar. Sagt er að sambandsherinn hafi brennt til kaldra kola höll Tuans prins í Peking. í Suður-Kína bólar alvarlega á óeirðum, og hefur verið sent hrað- skeyti til Bandaríkjastjórnar frá Shanghai um að senda 15,000 manna til að vernda þá borg. Bretum gengur enn mjög erfiðlega við Bú- ana og fara jafnvel ýmsar hrakfarir fyrir þeim. De Wet er eins og elding fram og aptur um landið og hafa Bretar ekki hendur 1 hári hans. Bretar eru enn að eltast við Búana bæði í Nat- al og Oranjeríkinu, svo langt er frá því að þau lönd séu friðuð, eins og lullyrt hefur verið af Bretum fyrir löngu. Við Ventersburg 25 mílum fyrir sunnan Kronstad misstu Bretar 5 liðsforinga og 24 liðsmenn. í Natal hafa Búar rifið upp járnbrautarteinana og fregn var komin um, að þeir hefðu náð aptur bænum Newcastle úr hönd- um Breta. Á öðrum stað missti Buller hershöfð- ingi 37 manns. Roberts hefur nú birt nýja fyrir- skipun þess efnis, að hver sá innborinn rnaður, er brjóti hollustueið þann, er svarinn hafi verið Bretum skuli engu fyrir týna nema lífinu, og að allir Búar í þeim héruðum, er Bretalið sé, og ekki hafi svarið eið, skuli skoðazt sem fangar og flutt- ir í útlegð, og allar byggingar og búgarðar, er njósnarmenn óvinanna leiti hælis í, skuli rifnar til grunna o. s. frv. Þessi harðýðgislega fyrirskip- un hefur vakið mikla gremju í flestum Norður- álfublöðum og Bretar sjálfir kalla hana »svívirði- lega« (»infamous«) og fara afarhörðum orðum um Roberts. Frakkneska blaðið »Le Temps* segir, að her Breta í Afriku hljóti að vera í mik- illi klípu, þá er æzti hershöfðingiun þykist knúð- ur til að grípa til sllkra örþrifráða, sllkra grimmd- arverka, er hljóti að mælast afarilla fyrir f öll- um hinum menntaða heimi. — Hans Cordua, þýzkur lieutenant, er einn síns liðs svo að segja hafði ásett sér að taka Roberts höndum í Pret- oríu, ginntur til þess í drykkjuskap af enskum njósnara, var dæmdur til dauða af hérrétti þar, staðfesti Roberts þann dóm og var Cordua skot- inn til bana í Pretoríu 24. f. m. Segja ensk blöð, að öll þessi rekistefna um þetta samsæri hafi verið hégómi einn, að eins til að afsaka og réttlæta hina nýju óhæfilegu fyrirskipun Roberts og að dómurinn gagnvart þessum unga afvega- leidda manni hafi verið réttarfarslegur glæpur. Sfðan ófriðurinn hófst hafa ensk blöð aldrei far- ið jafn svæsnum orðum um Roberts og herstjórn hans, eins og nú. Eitt hinna merkustu þeirra »Reynolds Newspaper« í London segir meðal annars í ritstjórnargrein 26. f. m., að það sé herfi- legt brot á alþjóðarréttinum og samþykktinni í Haag að hefnast á saklausu fólki, er ekki taki þátt í ófriðinum, eins og Roberts hafi gert í þess- ari nýju fyrirskipun sinni. Hann sé ófær til að vinna bug á Búum á orustuvellinum, og í vand- ræðum og úrræðaleysi láti hann svo gremju sína bitna á öllum, hvort sem þeir hafi nokkuð til saka unnið eða ekki. Þetta sé svo illt afspurnar fyrir enska herinn, svo mikill blettur á siðaðri þjóð í hernaði, að hann verði naumast afþveginn. Þetta sé eini ófriðurinn, sem England hafi átt í upp á eigin spýtur nú um langan aldur, og hann sé ekki að eins orðinn Bretum til ævarandi skamm- ar, heldur svo kostnaoarsamur, að furðu gegni. 100 miljónir punda sterling (1800 miljónir króna) hafi hann kostað landið, auk 65 þúsund fallinna særðra, sjúkra og örkumlaðra manna, og svo hafi þessir erkilygarar (»monumental liars«) þar syðra nfl. Roberts og aðrir brezkir hershöfðingjar næstl. 6 mánuði logið þjóðina heima á Englandi fulla með þeim sögum, að Krilger væri ávallt að biðja um frið, Steyn væri í varðhaldi hjá sínum eigin mönnum, og allt Búalið væri að sundrast og á heljarþremina komið. Roberts hefði mótstöðu- laust anað til Pretoríu og síðan ekki þorað að hreyfa sig þaðan, þótzt vera búinn að leggja Or- anjeríkið undir brezku krúnuna, en þarværi allt enn f sama uppnáminu o. s. frv. Þingmálafundur til undirbúnings alþingiskosninga hér í bænum, var haldinn í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs kaup- manns 1. þ. m., og var hann allfjölsóttur. Fund- arstjóri var valinn Ólafur Rósenkranz biskups- skrifari, en fundarskrifari enginn. Jón Jensson yfirdómari lýsti því yfir, að hann byði sig hér fram til þings, en vildi ekki láta uppi skoðanir sínar á landsmálum þá þegar. Tryggvi Gunnars- son bankastjóri gat þess, að margir kjósendur hér í bæ hefðu skorað á hann að bjóða sig hér fram, en kvaðst ekki að svo stöddu lýsa því bein- línis yfir, að hann gerði það. Reis þá upp Hjálmar Sigurðsson holdsveikragjaldkeri, sem á- vallt er mál að tala á fundum hér, og krafðist, að Tr. G. segði af eða á um þetta, en Tr. svar- aði fáu öðru en því, að hann léti ekki Hj. S. kúga sig til þess. Þá stóð upp Björn Isafoldar með þjósti allmiklum og tók upp það sem Hjálm- ar hafði sagt, nélt að honum gengi betur, en Tryggvi svaraði honum útaf, kvaðst ekki þurfa að standa honum eða Isafoldarklíkkunni neinn reikningsskap, vék sér því næst frá Birni roeð sýnilegri fyrirlitningu, en sneri sér að öðrum fundarmönnum og gat þess, að þeim, sem skor- að hefðu á sig skyldi hann svara á þá leið, að hann byði sig hér fram til þingmanns og ekki annarsstaðar, um leið og hann þakkaði mönnum fyrir traust það, er þeir hefðu á honum, og kvaðst mundi leitast við að bregðast því ekki. Var að máli hans gerður góður rómur. Hj. Sig. og 1--2 aðrir úr flokki Jóns Jenssonar ætluðu að hefja umræður um ómerk smámál, en voru kveðn- ir niður bæði af Tr. G. og Jóni Jakobssyni, er hélt tvær allsnjallar ræður um stjórnarskrármálið; tók hann það t. d. skýrt tram, eins og opt hefur verið ságt, að alls ekkert þingræði myndist við setu ráðgjafans á þingi, hann geti ávallt vikið hinum konungkjörnu úr sessi, ef þeir fari ekki að hans vilja, og honum mundi ekki veita erfitt að fá menn í þeirra stað, auðsveipa honum og stjórninni. Vildi ræðumaður ráða bót á þessu með því að fækka konungkjörnum í efri deild, svo að þeir yrðu að eins 4, og vildi láta þing- mannaefnin lýsa því yfir, að þeir féllust ekki á valtýskuna, nema þessu atriði væri bætt inn í frumvarpið. Jón Jensson lýsti því þá yfir eptir ítrekaða áskorun, að hann mundi ekki gera þetta atriði að neinu aðalskilyrði, og teldi það ekki svo mikilsvert, eins og ræðumaður gerði. Þeir Björn ritstj. og meðritstj. hans E. Hjörleifsson þvældu fram og aptur um valtýsku stjórnarbót- ina, er þeir svo kalla, og reyndu að telja henni eitthvað til gildis, en það var svo kraptlaust, svo veigalítið og vafningslegt, að áheyrendurnir urðu engu fróðari eptir en áður um afrek ráðgjafans á þingi og alla þá blessun, er honum fylgdi. En Tr. G. tók það réttilega fram, að Valtýingar væru ávallt að staglast á því að » binda e i n h v e r n enda« á þetta stjórnarþras, þeim stæði á sama hvernig það væri gert, en sér þætti mestu skipta hvernig endinn væri bundinn, og valtýskan gerði það svo illa, að það væri miklu verra en ekki neitt. Þess vegna teldi hann réttast að láta málið bíða um sinn, bíða hentugri tíma, þá er menn gætu fylgzt betur saman, og allur meiri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.