Þjóðólfur - 07.09.1900, Síða 3

Þjóðólfur - 07.09.1900, Síða 3
i63 dálítið einkennilegur, þvl að þar var áður full- yrt, að dr. Jón hefði mjög mikið fylgi, einkum hjá Mýrdælum, og mundi því verða Guðlaugi mjög skeinuhættur. En eptir þessum kosninga- úrslitum, er sannfrétt munu, sést, að þeir hafa brugðizt dr. Jóni hraparlega, llklega með fram vegna þess, að góður þurkur var kjörfundardag- inn, en áhugi manna á landsmálum ekki svo mikill, að kjósendur vilji vinna til að fara á einni bikkju á kjörfund og eyða til þess hálfum eða heilum degi, einu sinni á 6 ára tímabili, ef þeir geta haft ofurlítinn hagnað af að vera heima—ogséu J>eir ekki einyrkjar, því að þeim er nokkur rorkunn. —Það er einnig vandaminna, að láta ekki sjá sig á kjörfundi, einkum ef sýslumaður á í hlut og er sjálfur í kjöri, og kjósendur eru hónum mótfalln- ir. Kjarkurinn hjá öllum þorra almennings, þeg- ar á skal herða, er optast nær ekki meiri en þetta, að það getur komið sér vel, að hafa eitt- hvað að yfirvarpi t. d. þerri. Það er því mjög einkennilegt fyrir Islendinga, að fulltrúar þeirra komist á alþing »vegna þerris«(!!), eifis og »ísa- fold« hefur látið í veðri vaka í skyndifregn um kosningahorfur Guðlaugs sýslumanns. En annars ættu kjósendur að varast, að narra menn úr fjar- lægum héruðum í kosningabaráttu, með fögrum loforðum, en hafa svo ekki þrek til að styðja þá, þegar á hólminn er komið. I Mýrasýslu kvað sýslumaðurinn (Sigurður Þórðarson) hata lagt sig mjög í framkróka til að afla séra Magnúsi fylgis og er það miður við- kunnanlegt af kjörstjóra. Biskupsliðið í 2 vestustu hreppum sýslunnar, er nú réðu úrslitum, hafði og ver- ið á miklum erli fyrirséraM. Sýslumenn virðast annars vaða nokkuð mikið uppi nú á síðustu tímum. Væri ekki vanþörf á, að kosningarlögunum væri breyttíþá att, að enginn sýslumaður mætti bjóða sig fram til þings í sinni sýslu, og eins ættu kosn- ingar um land allt að fara fram á einum og sama degi, eins og víðasthvar mun tlðkast í öðrum löndum. Smalamennska ,ísafoldar‘. Björn ritstjóri, sem ætlaði af göflunum að ganga um daginn út af því, að menn væru á ferð- inni með áskorun til Tryggva bankastjóra og kall- aði það óheiðarlega smalamennsku, heldur nú hvern pukursfundinn á fætur öðrum með smölura sínum. Einn var haldin á þriðjudagskveldið var uppi á lopti í »Iðnó« í hálfmyrkri við kertiljóstýru. Hafði Iðnaðarmannafélagið þá um leið fund niðri í stóra salnum og bar þvf lítið á í stórrigningunni um kveldið, þó að ýmsir skryppu þar inn um leið í húsið og brygðu sér á leynifund uppi á lopti. Voru þar helztu kappar úr liði Jóns Jenssonar: Björn og Einar, Björn Kristjánsson, Geir Zoéga kennari og Pálmi Pálsson og sendlar þeirra: Ól- afur í Lækjarkoti, M. Benjamínsson, Hjálmar, Kristján Ó. Þorgrimsson, Árni Éiríksson og Har- aldur hinn hebreski, sem skyldi leggja blessun slna yfir myrkraverkin. Þótti Birni ritstj. nú í ó- vænt efni komið og vildi hann kanna liðið og sá brátt, að ósigur væri vís, ef réttum kröptum væri beitt; skyldi því nú þau ráð upp taka, að senda út um bæinn á ný til að telja menn yfir úr liði Tryggva, þá er veilastir væru og skyldu Árni og Haraldur leggja undir sig vesturbæinn með aðstoð Kristjáns, en hinir dreifa sér út og suður og upp um austurhverfin. Gamansamur maður, sem var á fundinum, kvaðst hafa skemmt sér vel við að sjá gamla Björn rýnandi í kjörskrána á hnjánum við kertistýruna, sem varpaði einhverjum forneskjublæ yfir kemp- urnar í hálfrökkrinu og gat maðurinn ekki annað en hlegið dátt að öllu saman. Eru þeir nú heldur en ekki á ferðinni um bæinn, Haraldur með handayfirleggingar, Hjálm- ar tifandi á tánum, baðandi út frambægslunum og Árni í einu kófi, Láfi með sitt „perpetuum mobile" og Kristján Ó. með „batteríið". — Eiga nú borgararnir von á þessum heiðttrsmönnum þrammandi inn til sín til liðsbónar, en „makt myrkranna" verður • vonandi lítil, þegar gengið verður fram f ljósbirtuna á kosningadeginum. Memor. Lygaþvættingur ,ísafoldai*‘. í síðasta tölubl. (54.) segja ritstjórar Isafold- ar, að bankastjórinn hafi gert út »mann hér í bæ, sem lagði á stað suður meðsjóíþeim erindum«, að útvega bankastjóra atkv. til þingkosninga í Gullbringusýslu. Síðan eg kom heim hef eg ekki haft frið fyrir áleitni manna og spurningum; skora eg því á ritstj. að segja, hvern þeir hafa meint. Sé það eg, sem mér er almennt sagt, þá lýsi eg því yfir, að þessi ummæli ritstjóranna eru helber lýgi; eg fór að eins í mínum erindum, og talaði ekki við nokkurn mann um þingkosningu banka- stj. í Gullbringusýslu, hann hafði aldrei minnzt á neitt slíkt við mig, og vissi ekkert um för mína. Rvík 6. sept. 1900. Þórður Guðmundsson. (fyr í »Glasgow«). Yfirlýsing. Eptir beiðni skal þess getið, að bankastjóri Tryggvi Gunnarsson kom til mín daginn áður en eg sigldi í f. m. og bað hann mig þá um að reyna til að útvega fjárkaupamann á Englandi eða annarstaðar, ef unnt væri í haust, og bauðst hann til að borga mér allan kostnað, er eg kynni að hafa við það, en eins og gefur að skilja gat eg engan fengið til að byrja á því nú í haust; það var of seint að reyna það á þessu ári, því til þess þarf talsverðan undirbúning á báðar hliðar, ef vel á að fara. Það er vonandi, að bankastjóri, ásamt fleirum, reyni að undirbúa það í tíma fyr- ir næsta haust. Rvík. 6. sept. 1900. Sigfús Eymundsson. * * * Af þessari yfirlýsingu sést, að það er til- hæfulaus ósannindi hjá ísafold, eins og fleira, að bankastjórinn hafi ekkert gert til að út- vega fjárkaupamenn hingað, þótt það tækist ekki í þetta sinn af þeim ástæðum, er hr. Sigfús Ey- mundsson, sem falið var á hendur að annast þetta, skýrir frá. Ritstj. Símon á Kossl biður »Þjóðólf« enn að gera svo vel og skila til »ísafoldar, að viðvíkj- andi »afæti« því, sem hann muni verða fyrir í Flóanum sbr. »ísaf.« 53. tölubl., að hann kveðst hafa róið út í 13 vetrarvertíðir og stöðugt verið á færaskipi á Faxaflóa og formaðursá, sem hann var lengst hjá beri það stöðugt, að Símon hefði sjaldan misst af veiði; hyggur þvl Símon, að sama verði fyrir sér enn þá. Svo mælist Símon til þess, að þeir af sýsl- ungum hans, sem framvegis þurfa eitthvað að segja um hann í blöðunum geri það undir nafni. Sí- mon heldur, að það sé drengilegra, og álítur enda betra að taka á móti þeim sem gestum, eða hýsa þá, þegar þekktir séu að einhverju, ekki sízt, þeg- ar mikið hafa unnið að öðrum eins nytsemdar- málum og flutt hafa verið í »ísafold« nú nokk- urn tíma, sem Símoni hefur optast eitthvað ver- ið við dreift, — og landinu á sjálfsagt að vera til hagsmuna. Látln er í Stykkishólmi 26. f. m. frúElln Bjarnason, kona Lárusar Bjarnason's sýslu- manns. Hún var, eins og kunnugt er, dóttir J. P. Havsteens amtmanns og frú Kristjönu Gunn- arsdóttur, er hefur átt að sjá á bak öllum (4) dætrum sínum á bezta aldri. Elín heit. var sögð góð kona og vel menntuð, lætur eptir 2börnálífi. Banamein hennar varð lungnatæring. Var rúm- lega þrítug að aldri, er hún lézt. Lík hennar verð- ur flutt hingað til Reykjavlkur með »Skálholti«. Eptirmæli. Arnór Egilsson, ljósmyndasmiður, andaðist hér á Akureyri 4. maí síðastl. eptir langvinnar og miklar þjáningar (af krabbameini). Hann varð ekki fullt hálffimmtugur, f. 4. ágúst 1856; voru foreldrar hans hjónin Egill á Reykjum á Reykjabraut Halldórsson prófasts að Melstað, og Sigurveig Jóhannesdóttir frá Laxamýri; var hann því vel kynjaður í báðar ættir. Hann ólst upp með for- eldrum sínum, og menntaðist vel, bæði heima og hjá séra Páli Sigurðssyni, er þá var að Hjaltabakka; var og snemma bæði vel viti borinn og listhæfur. Um tvítugsaldurinn þjónaði hann við verzlun á Blöndu- ósi, og þaðan sigldi hann til Hafnar og nam Ijós- myndalist. Árið 1882 kvongaðist hann ungfrú Val- gerdi Olafsdóttur bónda á Leysingjastöðum, sem lifir ásamt þrem sonum þeirra, ungum, en efnilegum; þau hjón bjuggu fyrstu ár sín á Blönduósi og höfðu veitingasölu, en fluttu svo að Hæli, eptir látinn tengdaföður Arnórs. Ári síðar keypti hann Bjamar- staði í Vatnsdal og bjó þar sæmilegu búi þangað til í fyrra vor, er þau fluttu alfarin hingað til Akur- eyrar. Settist hann hér að sem ljósmyndari: hafði keypt Ijósmyndaskála og aflað sér dýrra og góðra áhalda. Fékk hann og skjótt drjúga aðsókn, þvf hvorki skorti dugnað vé vandvirkni, og líkuðu mynd- ir hans mætavel. En er áleið sumarið versnaði vanheilsa hans, svo að þegar haustaði þraut fótavist hans að mestu. Lá hann síðan allan veturinn við vaxandi óhægð, en með nálega ósigrandi sálarþreki og þolinmæði. Arnór sál. var maður mjög merkur og vel gefinn. Hann hafði verið hreppstjóri áður, en hann flutti norður hingað og jafnan við opinber störf riðinn og mikils metinn sem hygginn maður og réttvís. Hann var manna viðfeldnastur, kurteis og alúðlegur, en þó dulur og alvörugefinn; hann var maður grandvar og guðrækinn, og hið mesta still- ingar- og þrekmenni. Eiginmaður var hann hinn ástríkasti og hjúskaparlífið til fyrirmyndar. Hann var jarðsunginn 15. maí f viðurvist fjölmenn- is: flutti séra Jónas á Hrafnagili, auk sóknarprests- ins, ræðu yfir greptri hans. Sem lognhviða sem lesin saga — smásaga, sögð og búin: svo er líf lýða, líður og hverfur með þess eilífu eptirsóknum. Enginn svari: Til einskis kemur þroska að þrá í þessu ljósi; gys og gabb er gæfa manna og góðs mann gróði gröf og mæða. Svo mátti að sönnu sýnast Arnór, meðan þú við oss varst að skilja: heilt misseri við hvílu þína brúðurin sat og beið þíns dauða. En þú sem aldrei æðru mæltir fullur af guðstrú og göfgri hreysti: þú sást betur með brostnu auga mörgum heilskygnum hin helgu rök. Dýpra svar en dauðinn ristir letrað þú last á lífsins bók. En sumarsól sælli heima vantar flesta svo fái lesið. Far vel, Arnór; enginn gráti banabrautir beztu manna, þeir eru dýrblik dauðans báru, en gullið á guðleg sunna. En dimma mér döpur augu fyrir þig svanni og saklaus börn, þvf að mér finnst við forlög ykkar hjarta mín sjálfs sé höggvið nærri. Matth. Jochumsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.