Þjóðólfur - 11.09.1900, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 1 1. september 1900.
Nr. 42.
Til kjósenda Reykjavíkur-
bæ jar.
Fáein alvöruorð,
Með þvi að þingmannskosning hér í bænum
fer fram á morgun, virðist ekki vanþörf á, að kjós-
endur geri sér fyllilega Ijóst, hvað það er, sem
á að ráða kosningunni, og hvers kjósendur eiga
að krefjast af þingmannsefnum þeirra, svo að þeir
geti með góðri samvizku gefið þeim manni at-
kvæði sitt, er þeir treysta betur til að standa á
verði fyrir þjóðréttindum landsins, þeim manni,
sem líklegri er til að afreka meira á þingi til
hagsmuna fyrir þetta kjördæmi, sem er höfuðkjör-
dæmi landsins. Auðvitað þarf hvert kjördæmi
að hafa nýta og duglega þingmenn, en það er
langþýðingarmest fyrir Reykjavík og landið í heild
sinni að hafa ötulan velhæfan fulltrúa héríþessu
kjördæmi, sakir þess að vöxtur og viðgangur höf-
uðstaðarins í hverju landi er talinn lífsskilyrði
þjóðanna, og svo á að vera einnig hér. Reykja-
vík á að vera miðdepill allra framfara og fram-
sóknar hér á landi. Hér d að vera höfuðarinn
íslenzkra þjóðfrelsishreyfinga og þjóðernisbaráttu.
í*að er höfuðstaðurinn, sem á að vera sverð og
skjöldur landsins í heild sinni, ef svo má að orði
kveða. Nái óþjóðlegur hugsunarháttur, útlendur
broddborgaraskapur að festa rætur hér í höfuð-
staðnum, þá eitrar hann þjóðina út frá sér, og
verður landinu til smánar og niðurdreps í stað
þess að hefja hana á hærra stig manndóms og
sjálfstæðis og veita hollum straumum út yfir
þjóðlíf vort. Reykjavík bregst hraparlega sínu
ætlunarverki, ef hún skipar erlendri, óheilla-
vænlegri rótarpólitík í æzta sess hér, og sendir
á þing þann fulltrúa, sem hana styður. Þetta verð-
ur kjósendum að skiljast. Þeir hafa mikla ábyrgð
i vali slnu. Atkvæðagreiðsla þeirra getur komið
þeim sjálfum óþægilega í koll síðar meir og svo
niðjum þeirra, en þá er seint að iðrast, seint að
byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann.
Þess vegna er það heilög skylda kjósenda
Reykjavíkur að athuga vel, hvao þeir gera, er
þeir ganga að atkvæðaborðinu á morgun, því að
hver einstakur leggur sinn skerf í þá metaskál,
sem sjálfstæði og ósjálfstæði lands vors verður
þá vigtað á. Þess vegna verða þeir að varpa
sínum hlut á r é 11 a n stað með atkvæði sínu.
Það hefur sjaldan verið meiri ástæða til að minna
menn á- það jafn alvarlega sem nú, þá er flokk-
ur þeirra manna, sem aðhyllast vilja fyrirlitlcg
og hdskaleg hrossakauþ við dönsku stjórnina um
landsréttindi vor, beita hóflausum æsingum og
undirróðri til að skáka inn á þing fulltrúa af
þeirra sauðahúsi. Taflið er alvarlegt, svo alvar-
legt, að roeiri þorri kjósenda getur því miður
ekki gert sér grein fyrir, hversu víðtækar og at-
hugaverðar afleiðingar það getur haft, hvor þar
vinnur, Tryggvi bankastjóri eða Jón Jensson.
Oss þykir því rétt að athuga dálítið nánar,
hvor þessara manna muni heppilegri sem fulltrúi
höfuðstaðarins næsta kjörtímabil. Tryggvi hefur
lýst því skorinort yfir, að hann vildi að eins þá
stjórnarbót, er tryggði oss að fullu sjálfstæði vort,
hann vill ekki láta skerða landsréttindi vor eða
kippa burtu úr stjórnarskránni dýrmætum rétt-
indum, ekki innlima land vort í Danmörku, ekki
lögfesta ráðgjatann í ríkisráðinu og ekki viður-
kenna gildi dönsku grundvallarlaganna hér á landi,
eins og dr. Valtýr í fullu samræmi við pólitík
sína tók skýrt fram í hinni nafnkenndu Eimreið-
argrein sinni. — Jóni Jenssyni þykja þetta engir
annmarkar, eða ekki svo verulegir, að hann vilji
ekki í þess stað fá ráðgjafa á þing, 2 mánuði
annaðhvort ár, ráðgjafa, sem er búsettur í Dan-
mörku og launaður af ríkissjóði, ráðgjafa, sem
getur kyrkt í greip sinni ýms mikilsverð lagafrum-
vörp þegar á þinginu og á pami hdtt komið í
1 veg fyrir allar lagasynjanir, sem Valtýingar
hafa verið að telja honum svo mjög gildis m. fl.,
sem hefur verið á jafn-staðgóðum rökum byggt,
eins og t. d. það, að ráðgjafinn ætti að útvega
markað á íslenzku fé, sem er sú hlægilegasta
della, því að það er einmitt þingið, sem rnest og
bezt getur stutt að því; og til þess þarfþaðekki
ráðgjafa. I þessu máli, eins og það horfir nú
við er ljóst, hvort þingmannsefnið Reykvíkingar
eiga að velja. Það er einmitt Tryggvi, sem þar
stendur á réttum, þjóðræknislegum grundvelli.
I öðrum þýðingarmiklum málum, er það að
segja, að bæði þingmannsefnin eru mótfallin stóra
bankamálinu og fréttaþráðarmálinu í þeirri mynd,
sem síðasta þing skildi við það. Þó virðist Tryggvi
vera enn harðari á því, að fréttaþráðurinn ætti
að leggjast hingað til landsins sem næst Reykja-
vík, eins og sjálfsagt er og eðlilegast, en ekki
að smákauptúni á Austfjörðum, sem eptir lands-
lagi og staðháttum aldrei getur teflt við Reykja-
vík, og það er hneysa fyrir þingið, auðvirðileg
hreppapólitík að hnekkja Reykjavík, höfuðstað
landsins á þennan hátt, en það brall erallt Val-
tý að kenna, eins og margur annar óhroði í ísl.
pólitík á síðustu árum. Hefði hann ekki slett
sér fram í þetta mál, er það varkomið á góðan
rekspöl frá þinginu, þá horfði það allt öðruvísi
við nú. Og svo vilja Valtýingar varpa óbæri-
legum kostnaði á landsjóð fyrir alda og óborna,
kostnaði, sem hlyti að verða landinu um megn
og standa öllum öðrum framfarafyrirtækjum fyrir
þrifum,
I öðrum smærri málum, og málum, sem þetta
bæjarfélag snerta sérstaklega, er oss ókunnara um
skoðun þingmannaefnanna. En Tryggvi er að
minnsta kosti kunnur að þvf að styðja öfluglega
sjávarútveginn, sem er afarmikið framfaraskilyrði
fyrir Reykjavíkurbæ, sjálfsagt einhver allra stærsti
þátturinn í vexti hans og viðgangi. Það er fá-
vlsleg kosningabrella í síðustu ísafold, að ætla
sér að hnekkja Tryggva með því að bera honum
á brýn, að hann hafi viljað leggja 20,000 kr.
skatt á sjávarútveginn með smjörlíkistolli, og
stofnun smjörlíkisverksmiðju hér. En Tryggvi
hefur einmitt lýst því yfir á fundi hér 1. þ. m.
að hann hefði rannsakað þetta mál og komizt
að þeirri niðurstöðu, að stofnun slíkrar verksmiðju
gæti ekki komizt hér á, af því að oss vantaði
næga mjólk til þess, þannig að bað gæti borgað
sig. Og með því að svo væri, þá gæti hann
ekki og mundi ekki verða hlynntur smjörlíkis-
tolli. Hér er því ekki um nein ástæðulaus eða
vítaverð skoðanaskipti að ræða, heldur mjög eðli-
lega afleiðingu af frekari rannsókn á málinu í
öllum atriðum.
Að því er þingmannshæfileika þessara tveggja
kandídata snertir, þá hefur Tryggvi miklu meiri
reynslu sem þingmaður, og hefur því verið við
fleira riðinn en Jón, að ótöldum dugnaði hans
og atorku til ýmsra nytsemdarframkvæmda utan-
þings, sem óþarft er að lýsa, þvf að það er mörg-
um kunnugt. Á alþingi er hann og miklu sam-
vinuuþýðari, liprari en Jón, og pvl miklu líklegri
til að koma meiru til le’ðar d þingi til hags fyrir
petta bœjarfélag, og það er afarþýðingarmikið at-
riði fyrir höfuðstað vorn, eins og getið var um
í upphafi þessarar greinar. Eptir þvf sem þing-
ið hefur verið skipað, hefur það verið Reykjavík
mjög óvinveitt, sjaldan eða aldrei viljað sinna
þeim málum, er verulega þýðingu hafa haft fyrir
þetta bæjarfélag, eða höfuðstað landsins út af
fyrir sig. Og það er eínmitt vegna þessa undar-
lega rígs og ræktarleysis þingsins við höfuðstað
vorn, að oss Reykvfkingum er lífsnauðsynlegt að
hafa þann mann á þingi, er getur eytt pessum
ríg, leitt þingmenn d aðrar skoðanir og unnið þd
með lagi og lipurð til að sannfœrastum þann sann-
leika, að þeir séu skyldir að hlynna sem mest og
bezt að þroska og þróun höfuðstaðarins og þessabcej-
arfélags, ogað það sé landinu í heild sinni fyrir beztu.
Og vér viljum að eins skjóta því til allra hugs-
andi manna, sem þekkja bæði þingmannsefnio
og framkomu þeirra á þingi, hvort þeir treysta
ekki betur Tryggva í þessu efni heldur en Jóni,
að honum ólöstuðum að öðru leyti. Yér ætlum,
að engum geti blandazt hugur um þessa mikils-
verðu yfirburði Tryggva gagnvart Jóni, sem jafn-
an hefur verið nokkuð einstæður á þingi, og ekki
haft lag á að vinna menn til fylgis við sinn
málstað.
Það er hrein og bein skylda kjósenda hér í
Reykjavíkurbce að taka mikið tillit til pessa við kosn-
inguna, samhliða því, að peir lýsa vanþóknun sinni
d stjórnmdlastefnu Jóns, Hafnarstjómarstefnunni,
innlimunatpólitíkinni og öllum hinum hrottalegu
persómdegu drdsum stjót narmdlgagnsins d Tryggva
bankastjóra.
Sýni Reykvíkingar nú á morgun að þeir standi
ekki á baki Borgfirðingum í rétturn skilningi á
pólitik Valtýinga, sýniþeirnú, að þeirséuþað sem
þeir jafnan hafa verið: frjálslyndir stefnufastir
menn, er optast hafa staðið mjög framarlega f
framsóknarbaráttu þjóðar vorrar, sjálfum þeim til
heiðurs og höfuðstað lands vors til sóma í öðrum
kjördæmum. Það er satt, að eptir höfðinu danza
limirnir. Sé höfuðstaðurinn spilltur, sáir hann ó-
þjóðræknis-illgresi út frá sér um land allt, en sé
hann eins og hann á að vera: vermireitur alls
hins bezta og göfugasta hjá þjóð vorri, þá hefur
hann ómetanleg og blessunarrík áhrif á allt þjóð-
líf vort og þrif þjóðfélagsins.
Þetta eru sfðustu orð Þjóðólfs til kjósenda
Reykjavíkur fyrir þessa kosningu, og þau eru
sönn og óhrekjandi. Gætið þessvegna vel þeirr-
ar skyldu, þeirrar ábyrgðar, sem þér hafið gagn-
vart allri hinni íslenzku þjóð við þessa kosningu,
kosningu höfuðstaðarins á fulltrúa fyrir hönd hans
á fyrsta alþing hinnar nýju aldar, tuttugustu ald-
arinnar, sem rennur upp yfir vort fátæka, afskekkta
land.
Jón gamli Sigurðsson
og Valtýingurinn.
Enginn Valtýingur hefiu enn þorað að spotta
minningu Jóns Sigurðssonar í orði — en hvað
gera þeir á borði? — Þegar Magnús Stephensen
hinn apturhaldssami erindreki Danaveldis á þingi
var fyrir hiklausa og ærlega baráttu heimastjórn-
arflokksins á undanfarandi þingum loksins unn-
inn til þess að fylgjaokkur í aðalatriðimáls-
ins, aðskilnaði sérmálaráðgjafans úr ríkisráðinu.