Þjóðólfur


Þjóðólfur - 11.09.1900, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 11.09.1900, Qupperneq 2
— þá segir stjórnin sem svo. — Nei, hann get- um við ekki lengur brúkað. Nú skulum við senda Valtý, sem alltaf er að hlaupa upp og ofan bak- tröppurnar hjá okkur með »tilboð« til þess að fleyga heimastjórnarflokkinn frá landshöfðingj- anum! — og hvað skeður þá. — Hr. JónJensson, svo kallaður náfrændi Jóns Sigurðssonar er fyrst- ur til þess að gleypa við refakökunni ng stilla upp flokki á þing móti landshöfðingjanum í okkar eigin máli. Svo sendi stjórnin M. St. valdboð um að velja um stöðu sina eða »stjórn- arbótina!!? og var nokkuð eðlilegra heldur en að landshöfðinginn veldi stöðttna og talaði siðarsvo sem honum var skipað, þegar svo auðvirðilegt fylgi stóð bak við hann meðal fulltrúanna? Hvað mundi Jón gamli Sigurðsson, með sína ótrauðu lífsbaráttu fyrir óskertum landsréttindum Islands frá elztum tímum segja við »náfrændann«, ef hann nú stæði uppi meðal vor. Jú, farinn er að þynnast mjöðurinn hjá Mörlanda. Þýðingarmesta nauðsynjamál islenzkrar alþýðu, eins og nú stendur, er að bænd- ur fái góðan markað fyrir afurðir sínar, einkum á lifandi fé. Um þetta þarf ekki mörgum blöð- um að fletta. Það er miklu meira nauðsynjamál en öll valtýska, allur stóribankinn og allt frétta- þráðarflanið. En hvernig snýst »ísafold« við þessu velferðarmáli þjóðarinnar? Jú viti menn, hún skammar bankastjórann fyrir tilraun, er hann hefur gert til að útvegamarkað á íslenzku fé, seg- ir, að hann hafi gert það að eins sér til kjörfylg- is (þ. e. af eigingjörnum hvötum) og spyr, hvers- vegna hann hafi ekki gert þetta fyr. Hvílíkur na'glaskapur. Má þá ekki eins spyrja: Hvers- vegna datt Isafoldarmönnunum þetta ekki í hug fyr en Tryggva ? Hversvegna hafa þeir hingað til ekkert gert í þessa átt. Sjálfsagt af því, að þeim hefur ekki verið neitt áhugamál, að mynda bér neina samkeppni við þá Zöllner og Vídalín. Það er engu líkara, en að þeir séu hans liðar undir niðri, vilji styðja að því, að verzlunarein- veldi hans haldizt óbreytt, annars hefðu þeir ekki farið að skamma Tryggva bankastjóra fyrir þá virðingarverðu tilrann, er hann gerði til að spyrj- ast fyrir um markaði erlendis, þótt það bæri ekki árangur í þ e 11 a skipti, af því að tíminn var orðinn svo naumur (sbr. yfirlýsingu hr. Sigf. Eymundssonar 1 síðasta bl.). Þá er nú »ísafold« farin að telja mönnum flest til foráttu, ef það á að vera hégómi einn og sprottið afeintómri eigin- girni (til kjörfylgis!!) að vilja útvega þjóð sinni hagfeldan markað fyrir helztu afurðir sínar, mark- að, er hún þarfnast svo mjög. Það ber allt að sama brunni hjá þessu virðulega málgagni, sami afkáraskapurinn alstaðar: að sýnast en ekki vera slá sandi í augu manna með föðurlandsástarhjali um leið og verið er að gylla undir rós fólksflutn- inga af landi burtu, látast hata verzlunareinveldi einstakra manna, en varpa um leið hnútum að þeim mönnum, sem eitthvað vilja gera í þá átt að létta því af(!). Allur ritháttur ísafoldar gegn Vídalín virðist þvi ekki vera annað en tóm ólík- indalæti, að eins til þess að tala eins og fólk vill heyra, og nota sér það til fylgis, enda mundi »ísafold« verða íyrst allra blaða til að sleikja duptið af fótum Vídalíns, ef hún héldi að henni yrði það til alþýðufylgis. En útvegun markaðs fyrir íslenzkt fé á að btða eptir valtýska ráðgjaf- anum, segir »ísafold«. Það liggur svo sem ekki mikið á því. Og hann mun líká gera það duglega, pilturinn sá. Sú húgsun, að næsta þing geti ráðgjafalaust eitthvað gert til að styðja þettamál (t. d. með veitingu á fjárlögunum) og eigi að 166 g e r a þ a ð, hún hefur aldrei fæðst i hinum hug- myndasnauðu höfðum Isafoldarritstjóranna. Æsingar og dómarastörf. Það þykir hart, að sýslumenn fjölmenni mjög á þing og það með réttu. Þeir ættu að gæta sinna eigin starfa heima í héraði sem dómarar og umboðsvöld, vera sem réttlátastir og standa yfir flokkunum, svo að almenningur gæti bor- ið traust til þeirra. En svo skaðlegt, sem það er, að gera nú sýslumenn og fógeta 1 í k a að lög- gjöfum (það er hyrningarsteinninn undir frjálsum grundvallarlögum nýrra tíma að dreifa hinum ýmsu greinum þess æzta valds á ýmsar hendur) — þá er það þó miklu skaðvænna, þegar hinir æðri dómarar fara að gera sig að flokks- og fundabræðrum með æsingamönnum, sem beita, ef til vill hinum óskammfeilnustu persónulegum rógs- og haturs vopnum gegn andstæðingum sínum. — Vér erum allir breyskir menn. Mundi ekki liggja óhyggilega nærri, að traust almennings á ró og yfirvegun flokksmannsins, æsingafélagsmannsins kynni að raskast, þegar hin heilaga, óhlutdræga metaskál réttlætisins á að takast í hönd, e f t i 1 v i 11 í máli hins opinbera, pólitiska mótstöðumanns, sérstaklega þó, ef lundarfar og geðsmunir hins hlutaðeigandi mætti illa við sterkum áhrifum. Megum við ekki hafa frið með dómstólana okk- ar fyrir »agitationum« valtýsku- og Isafoldarklík- unnar ? Kosningaþáttur. Um þingmannskosninguna í Vestur-Skapta- fellssýslu ritar kunnugur maður Þjóðólfi á þessa leið: „Mýrdælir héldu fund í Vlk sunnudaginn 26. á- gúst, eptir áskorun hreppsnefndaroddvitanna Þor- steins Jónssonar í Vík og Guðmundar Þorbjarn- arsonar á Hvoli, til undirbúnings alþingiskosning- unum. Var dr. Jón Þorkelsson staddur á þeirn fundi eptir munnlegri ósk nokkurra málsmetandi manna í Mýrdalnum, og var á þemi fundi sam- þykkf af öllum fundarmönnum, 56 kjósendum að tölu, og í rit fært, að k/ósa pann einn fyrir ping- tnann, er vceri eindregið d móti hinni svo nefndu valtýsku. Heyrðust þá og á þeim fundi eggjun- arorð af hendi ýmsra manna, að halda vel sam- an og sækja kjörfund af kappi. En þegar til kosninga kom á Leiðvelli 1. sept. komu ekki á kjörfund, nema 8 eða 9 manns úr öllurn Mýrdal. Má vera, að nokkru hafi um það ráðið, að rosi bafði gengið og menn áttu hey mikil undir, en daginn fyrir kjörfund og eins kjörfundardaginn blés upp með brakandi þerri. Auk þess kom gufuskipið »ísafold« til Víkur næsta dag fyrirkjör- fund og urðu þá ýmsir bundnir þegar í stað við uppskipun. Er þetta hvortveggja að eins lítil vorkunn, en engin næg afsökun, allra sízt þegar litið er til þess, að oddvitar höfðu skorað mjög fast á menn, að Idta ekki veður hindra sig frá, að ríða á Víkurfundinn; svo harðir voru þeir þá. En hitt er alveg óafsakanlegt og hvorki guði né veðrinu að kenna, að sumir þeirra, er á kjörfund komu úr Mýrdal, og eitilharðir voru á Víkurfund- inum, greiddu atkvæði ofan í sjálfa sig og kusu Guðlaug'; varð með þeim fyrstu til þess annar Víkurfundarstofnandinn, Þorsteinn Jónsson, odd- viti í Vík. Er sagt hann hafi dagana milli Vík- urfundarins og kjörfundarins fengið Kart bréf frá sýslumanni, og heykzt við það. Það eru mikil- menni þetta. — Guðlaugur kvaðst á kjörfundi vit- anjega halda valtýskunni fram á þingi, og þó að sér væri ekki annt um að breyta 61. gr. stjórnar- skrár. kvaðst hann þó ekki setja það fyrir sig að samþykkja valtýskuna, þó að þeirri grein væri breytt. Má geta þess, sem dæmis upp á skarp- leik manna og skilning í þeim héruðum í þessu máli, að einn aðalmótstöðumaður valtýskunnar, Jón oddviti Einarsson 1 Hemru, sem annars tal- aði ýmislegt skynsamlega, fékk það út úr þessari yfirlýsing Guðlaugs, að eiginlega væri mjög lítill munur á skoðunum Guðlaugs og kjósenda hans, sem væri á móti valtýskunni. Á kjörfundinum lýsti Guðlaugur mjög afrekum slnum á þingi, og tók því hógværlega, þó að sumt af því væri rekið ofan í hann. Var hann hinn stilltasti á fundin- um og langt fram yfir það, sem menn þar eystra þóttust eiga að venjast; sneiddi sem mest hjá því, að stofna til nokkurra harðra orðaskipta við Jón Þorkelsson, enda fór allt fram með friðsemi á fund- inum. Áður það spurðist, að Jón væri kominn í héraðið, hafði sýslumaður látið í veðri vaka, að hann kærði sig ekki um, að fara á þing, hefði skaða á því, en kynni þó að gera það fyrir pd, ef þeim væri það mjög mikið áhugamál- En þeg- ar koma Jóns fréttist með rökum, sneri hann blað- inu við, því þá var sýslumanni sjdlfum orðið pað áhugamál að komast á þing og tók að láta smala handa sér um Fljótshverfi, Sfðu, Landbrot og Með- alland og marði þar upp hér um bil 43—44 at- kvæði. Smalaðist Landbrotið nær sauðlaust, enda hafa Landbrytlingar aldrei verið taldir fyrir öðr- um þar í sýslu í viti eða þekking á landsmálum. En sagt var, að Guðlaugur hefði lofað þeim brú yfir Skaptá skammt frá Kirkjubæ, en Skaptá er með vægari vatnsföllum þar í sýslu. Það mátti á ýmsu marka, að sumir menn kusu hér eingöngu sýslumanninn, en ekki Guðlaug. Einn maður var sá, er reið á kjörfund til þess að kjósa Jón Þor- kelsson, en þegar að kosningu kom, mundi hann eptir þvf, að hann skuldaði sýslumanni, afsakaði sig því við kunningja sinn og kvaðst ekki þora annað en kjósa sýslumann, því annars mundi hann heirnta af sér skuldina með harðri hendi þegar í stað. Annar kjósandi var og, — sem kunnur er fyrir ráðdeildarleysi og botnlaust peningabasl, — að hann gekk á einmæli með Guðlaugi fyrir kjör- fund, óg heyrðu menn hann gera Guðlaugi at- kvæði sitt falt fyrir það, ef hann vildi gera sér greiða nokkurn, er menn hugðu vera mundi á- byrgðarlán. Um einn kjósanda, sem var sá eini, er æstur virtist vera með Guðlaugi, enda er hann stundum afsinna og reiðulítill, var það kunnugt, að hann var í óbættum stórskuldum við sýslu- mann fyrir strandkaup og dánarbús-uppboð. Það er líkast, að sumum þeim Mýrdælum, er á kjörfund komu, hafi þótt það tilgangslaust, að greiða atkvæði með Jóni, þegar þeir sáu, að ekki voru komnir nærri nógu margir til þess að þeir gætu ráðið kosningu hans. En slík aðferð er al- veg óforsvaranlegur heigulsháttur. Minni hlutinn á að halda alveg eins fast saman fyrir því, þó að hann viti, að hann sé minni hluti, og þeir menn, sem ekki þora að vera í minni hluta, þurfa aldr- ei að hugsa til að ráða yfir neinum meiri hluta. Enda hafa Mýrdælir, að undanteknum Páli Olafs- syni á Heiði og Guðmundi á Hvoli orðið sér til stórskammar við þessa kosningu, sem þeir gátu hafa ráðið alveg, ef vit og manndóm hefði ekki brostið. Menn, sem fara eins að og Mýrdælir gerðu nú, ættu eiginlega, ef rétt væri, að hafafyr- irgert öllum kosningarétti. Hvað eiga slíkar skræf- ur að skruma um þjóðmál? Þó að þessi orð séu hörð í garð Mýrdæla, eru þau þó verðskulduð. En vonandi er, að þeir sjái að sér, og sýni meiri rögg af sér sfðar, þó að þá sé lítil von um, að þeim standi optar til boða sá maður, er nú var kostur á". X. Með ,jái‘, — með ,jái‘. Jafnvel helztu meðhaídsmönnum yfirdómar- ans mun hafa væmt við hinu endurtekna jákvæði hans við kröfum bindindismanna. — Með svona »fortíð« í því máli að dingla svona með dindl- inum. Er ekki hægt að bjóða þvíllku þingmanns- efni hverja sem helzt spurningu, ef atkvæði kynni að loða við svarið? En mundi nú ekki hr. J. J. ,hafa skjátlazt í því, að afneita skilyrðislaust óhófsnautninni, sem gjaldstofni, án þess að gefa í skyn, að hann í-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.