Þjóðólfur - 28.09.1900, Page 2

Þjóðólfur - 28.09.1900, Page 2
i78 ið áfram norður eptir Transval. Forsetarnir Steyn og Kruger sagðir flúnir til Delagoaflóans og lausafregn komin um, að Bretar hafi hand- tekið þá. En hvort sem hún er sönn eða ekki þykjast menn nú sannfærðir um, að vörn Búa sé á þrotum, eins og eðlilegt er, þótt fyr hefði verið. — Stórveldin koma sér ekki ásamt um, hvort þau skuli rýma Peking eða ekki. Vilja sum þeirra setja keisarann aptur til valda og hafa setuiið ( borginni. Þjóðverjar vilja bíða komu Waldersees og láta hann skapa skilmálana. Li-Hung-Chang farinn að semja um frið, en geng- ur tregt. Voðalegur fellibylur kom í Texas ( Norður- Ameriku um 9. þ. m. Voðaleg hafalda sópaði bænum Galveston nær gersamlega burtu og er talið að um 3000 manna hafi misst lífið, sumir segja allt að 5000. Er þetta einhver sá háska- Jegasti og mannskæðasti fellibylur, sem komið hefur í Ameríku í mannaminnum, en neyðin með- al hinna eptirlifandi voðaleg. Hefur Bandaríkja- stj órn gert alvarlegar ráðstafanir til að ráða bót á þessum vandræðum. Hertoginn af Abruzzum var kominn til Krist- janíu og tekið þar með kostum og kynjum. Þyk' ir hann nú frægari orðinn en Nansen, af því að hann komst lengra norður. Óskar konungur sæmdi hann riddarakrossi Serafimorðunnar, hinn- ar æztu orðu, er Svíar hafa. I stað Rump’s er Estrup gamli orðinn kon- ungkjörinn landsþingismaður, og hyggja menn lítt gott til hans. Hann hefur ekkert skipt sér af pólitik, síðan hann sleppti ráðaneytisforstöðunni 1894. Segja menn, að hið núverandi ráðaneyti muni verða svo hátt og lágt, sem hann vilji. Kosningarnar til alþingis hafa eptir því, sem nú er enn kunn- ugt tekizt mjög vel fyrir heimastjórnarflokkinn, en hraparlega fyrir Hafnarstjórnarmennina —Val- týmga, og verður nánar skýrt frá þesssum úrslit- um, þá er fregnir eru komnar um kosningar á öllu landinu. En svo mikið er nú óhætt að fullyrða, að þjóð vor á þökk og heiður skilið fyrir frammi- stöðuna, hversu rétt og skynsamlega hún hefur litið á málið vlðast hvar, þrátt fyrir hóflausar, ó- þrotlegar blekkingar, er málgögn stjómarflokksins hafa gert sig sek í gagnvart þjóðinni. Það ligg- ur við, að Þjóðólfur vorkenni Isafold og ritstjór- um hennar allar þær hrakfarir, er þeir hafa orð- ið fyrir í þessari kosningabaráttu, jafnmikið sem þeir hafa spreytt sig, veslingamir. Þeir hafa opt orðið geðstirðir af minna. Þjóðólfur er svo veg- lyndur, að hann getur ekki fengið af sér að sparka 1 mennina, þótt þeir liggi svo neyðarlega flatir, sem þeir nú hafa gert. En þeir sýna með rithætti sínum, að þá vantar alla stillingu til að bera ófarirnar með jafnaðargeði, er þó væri miklu skynsamlegra. Þeir hafa nú þreifað á því full- greinilega, að þeim tjáir ekki að ætla sér að blekkja íslenzku þjóðina með eintómri frekju og fúlyrðum eða óþrotlegu níði um mótstöðumenn sína, og hóflausu skjalli um sína eigin flokksmenn. ísafold hefur sannfærzt óþægilega um það núna, að þjóðin lætur ekki að sér hæða, og að því blaði er ofraun að ætla sér, að teyma almenning eptir vild sinni út í hverja þá ófæra, út á hvert það forað, sem sjálft blaðið hefur sökkt sér ofan i, síðan það fór að elta Valtý, Og ritstj. ísafold- ar bæta að eins gráu ofan á svart, með því að húðskamma þjóðina á eptir fyrir aulaskap, mennt- unarleysi og þroskaleysi. Þeirgera að eins sjálfa sig hlægilega með slíkri flónsku, og verða enn ver kynntir en fyr, ef hægt væri á það að bæta, en það mun naumast unnt. Isafold er ekkcrt öfundsverð á þessum tímum. Hún ætti að setjast í sekk og ösku og ausa mold yfir höfuð sér, rýjan sú ama. En hún hefur auðvitað ekki ,yit á því. En alvarlegri bendingu frá þjóð sinni hefur sjaldan nokkurt blað fengið, en »ísafold hefur fengið nú, og ætti hún að láta sér það að kenningu verða í framkomu sinni eptirleiðis. Um kosningarnar í hinum einstöku héraðum getur Þjóðólfur verið fáorður í þetta sinn. En síðar verður getið um þær nánar. Þó skal þess getið, að í Snæfellsnessýslu höfðu þeir nafnamir Einar Hjörleifsson og Einar Markússon verzlun- arstjóri í Ólafsvík með aðstoð Björns kaupm. Sig- urðssonar haft í frámmi allsvæsriar æsingar gagn- vart sýslumanni; höfðu þeir nafnarnir meðal ann- ars talið fólki trú um, að sýslumaður væri farinn suður til Rvíkur og kjörfundi frestað. Settustþvl allmargir heima, er ákveðið höfðu að kjósa sýslu- mann, jafnvel 2—3 hreppar. Af Skógarströnd fékk E. Hjörl. að eins 1 atkv. (séra Jóseps bróð- ur síns), en séra Sigurður Gunnarsson 3 úr sínum sóknum. Er mælt, að hann muni nú allmjög snú- inn á áttinni ýmsra orsaka vegna. Að því er snertir kosninguna í Arnessýslu 22. þ. m. skal þess getið, að hefði annar heima- stjómarmaðurinn, er þar var í boði (Pétur kenn- ari Guðmundsson) boðið sig fyr fram, mundi hann eflaust hafa náð kosningu, en Sigurður búfr. ekki, því að Arnesingar eru yfirleitt mjög andstæðir valtýskunni, og það var hún, sem meðal annars felldi séra Magnús Helgason. Hafi nokkur graf- ið undan áliti hans þar í sýslu, eins og Isafold kemst að orði, þá hefur hún sjálf gert það með skrá- setning sinni í sumar og öllum afskiptum afkosn- ingum þar síðan. Sendisveinar frá þeirri klíku voru á þönum austur um alla sýslu, einkum til að spilla fyrir kosningu ábyrgðarmanns þessa blaðs, sem verstur þyrnir var í augum þessara valtýsku herra. Og svo gengu bréfaskriptirnar fram og aptur, en allt árangurslaust, því að Ar- nesingar eru skynsamari en svo, að þeir hlýðnist skipunum Isafoldarmannanna, jafnvel kynntir, sem þeir eru orðnir þar sem annarsstaðar —• eða hitt þó heldur. Menn sáu ljóst, að tillögur blaðsins vora striaðar af hatri einu, en engri skynsemd, enda hefur það nú fengið það svar, sem það átti skilið frá kjósendum í Arnessýslu. Það gleður á- byrgðarmann þessa blaðs, að hann hafði í sínum flokki meiri hluta allra bænda, er kjörfund sóttu, þar á meðal marga hinna efnilegustu og dug- legustu í sýslunni, en á móti voru einkum prest- arnir og hið nákomnasta lið þeirra, verzlunar- menn nokkrir og kaupmannaþjónar, sem urðu að vera, eins og húsbændur þeirra vildu, en einstök nöfn er óþarft að greina, enda er ábm. þessa blaðs alls ekkert reiður þessum mönnum, er í móti hon- um lögðust, er fáir gerðu sér mikið far um, enda létu margir hverjir þeirra síðar í ljósi ánægju yfir kosningaúrslitunum. — Isafold má vera viss um, að Amesingar telja ekkert »hneyksli«, að séra Magn- us var ekki kjörinn. Hann var mjög rammval- týskur á kjörfundinum og furðu vanstilltur, svo að margir urðu hissa á því. En áfellisdóm yfir framkomu hans þar á fundinum vill ritstj. þessa blaðs ekki uppkveða, því að honum er ofskylt málið til þess. En flesta mun hafa furðað á, hve óviðurkvæmilegum orðum hann fór um stjóm- málastefnu þá, heimastjórnarstefnuna, er hann hefur fylgt til skamms tíma, eða hversu samllk- ingar hans voru snyrtilegar og kennimannlegar(l). Þess skal getið, að séra Magnús íékk 5 atkv. úr sínu prestakalli, fleiri fengust ekki til að sækja fúndinn þaðan. Aðalstyrkur hans var úr Ytri- hrepp og Eystrihrepp (mága- og venzlafólk) og úr Ölfusi (smalamennska séra Ólafs í Arnarbæli). Úr Grímsnesi fékk hann 2 atkv. (annað frá séra St. Stephensen í Austurey), af Stokkseyri og Eyr- arbakka dálítið hrafl, en úr öðrum hreppum sár- lítið. — Nokkur vafi leikur á um kjörgengi Sig- urðar búfræðings, er kosniugu hlaut ásamt ábyrgð- armanni þessa blaðs. Getur brugðizt til beggja vona, hvort þingið tekur kosningu hans gilda. Hann er alls ekki hárðvaltýskur í skoðunum og miklu nær hinum flokknum, eptir því, sem skilja mátti af ræðu hans á kjörfundi og það hjálpaði honum. Valtýingar geta því naumast tekið sér hann til mikilla inntekta, einkum þá er harm slitn- aði svona aptan úr prestinum, er hafði barizt fyr- ir því, að eitt skyldi yfir þá báða ganga. Að svo mæltu þakkar ábyrgðarmaður þessa blaðs öllum þeim Amesingum, er studdu að kosn- ingu hans, og létu ekki róg og hrópyrði ísafold- ar hafa áhrif á sannfæringu sína. Það blað hef- ur fyr borið lægra hlut í viðskiptum sínum við Þjóðólf, en sjaldan meiri en nú í allri þessari kosningabaráttu, og ekki sízt í Ámessýslu, því að svo þungt hafa þau úrslit lagst á Isafoldarmenn- ina, að enginn kosningaósigur mun þeim jafn- þungt fallið hafa, og óvíst talið, að þeir haldi fullri heilsu eptir þetta. Rannsóknir dýralæknisins á berklaveikí á Austurlandi. Dýralæknir Magnús Einarsson, sem er nýkominn með »Vesta« úr rannsóknarferð sinni austur á land, hefur vinsamlega orðið við tilmæl- um »Þjóðólfs« um að gefa lesendum hans upp- lýsingu um árangurinn af för sinni. Berklaveiki 1 fólki er nokkuð almennari á Austurlandi en annarsstaðar, sérstaklega hefur borið mikið á henni í Fljótsdalshéraði og þareð menn eru hræddir um, að veiki þessi berist með mjólkinni úr kúnum, lögðu sýslunefndir beggja Múlnasýslna það undir við dýralækninn, að hann kæmi þangað austur og rannsakaði, að hve miklu leyti kýrnar væru berklaveikar og ættu þátt í berklaveiki manna þar eystra. Dýralæknirinn ferðaðist eingöngu um Hérað- ið, því þar er berklaveiki á mönnum almennust, en í fjörðum niðri ber mjög lítið á henni. Hann rannsakaði alls um hálft þriðja hundrað kýr á rúmum 50 bæjum með meðali því, er »tuberkulin« nefnist og spýtt er inn undir húðina og af öllum þessum fjölda fundust að eins 6 kýr, sem höfðu snert af berklaveiki. Þessar 6 kýr voru á 5 bæjum og af þeim fimm voru 4 svonefndir »berklabæir« af þyí að þar höfðu menn dáið úr berklasýki. Ekki er það álit dýralæknis, að berklaveikin hafi borizt frá kúnum í fólkið, meðal annars af því, að helmingur af hinum berklaveiku kúm hafi aldrei verið mylkar, en fremur muni hún hafa borizt frá fólkinu í kýrnar í uppþomuðum hrák- um 1 heymu. Hann segist vera á þeirri skoðun, að sýkin útbreiðist aðallega í loptinu, en miklu síður með fæðunni og bendir á, að í þessu byggð- arlagi (Héraðinu), sem sóttin gerir mest vart við sig séu þurkar miklir, jörð uppblásin, ryk og mistur ríkjandi, en í fjörðum niðri, þar sem er votviðra- samara, beri lítið sem ekkert á berklaveiki. Dýralæknirinn ráðlagði að drepa þessar 6 berklaveiku kýr, úr því að þær voru ekki fleiri, því að þegar sóttin er komin f kýrnar, berst hún fljótar og næmar úr einni kú í aðra en frá fólk- inu í kýrnar; getur hún þá orðið svo skæð og hættuleg, að hún verður hreinn og beinn voði fyrir sveitirnar. Af þessari skýrslu dýralæknis, sem hann hygg- ur að vera nokkurnveginn sanna, af þvf að hann hafði fyrir reglu að rannsaka kýrnar jafnt um allt Héraðið upp og niður, en valdi ekki úr verstu bæina eingöngu, þar sem vart var veikinnar, eins og sumir höfðu ætlazt til—afhenni má ráða, að úr því að í því héraði landsins, þar sem berklaveiki í fólki er einna algengust, fundust að eins 6 af 250 kúm með sjúkdómseinkennum, þá muni ekki vera mjög mikil brögð að henni í kúm annar- staðar, þó að um það verði fyrst dæmt til hlítar, þegar rannsóknir hafa farið fram á fleiri stöðum. Væri það mjög heppilegt, að önnur hérað lands- ins fetuðu í fótspor Norð- og Sunnmýlinga, sem höfðu þá framtakssemi að kosta þessarann- sókn dýralæknis, og að hann yrði fenginn til þess að rannsaka kýrnar víðar í landinu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.