Þjóðólfur - 28.09.1900, Síða 3
179
Stærsta hneykslið
segir Isafold að kosningarnar í Arnessýslu séu, en
því fer fjarri, að þar sé um nokkurt hneyksli að
ræða. Hún minnist ekkert á kosningarnar í
Kjósar- og Gullbringusýslu, en mörgum þykir þó
»fyrirmyndar aflægi« að kjósa þar óreyndan mann,
sem ekki verður séð, að hafi nokkra þingmanns-
kosti og hætt er við að verði illa þokkaður á
þingi, einkum vegna flugritanna, sem hann var
að læða inn á þing í fyrra, og út um þau hér-
uð, sem hann áleit, að þau mundu mestan skaða
gera, hjá þeim, er mest áttu inni í sparisjóðsdeild
bankans. Landsbankinn er eign landsins, sem
ættjaroarvinir ættu að efla sem bezt, en nýja
þingmannsefnið B. K. hefur aðra skoðun. Hann
breiddi það út í flugriti sínu í fyrra, að bankinn
yrði innan mán. gjaldþrota — en hann stendur
enn þá — og þingm. er ekki af baki dottinn,
hann vill berjast fyrir því, að seðlaútgáfuréttur-
inn og yfirfjárráð landsmanna komist í hendur
útlendra manna og til þess lætur hann velja sig
á þing- —
Isafold finnur ekkert að því að svona mað-
ur er kosinn á þing, hann er eptir hennar hjarta,
henni þykir ekki »hneyksli« aðatkvæðasmölun hans
og allri aðferð við kosningarnar, »en ekki er
sopið kálið þó í ausuna sé komið« óvíst er hve
lengi hún nýtur hans; sagt er, að nokkur atkv.
þingm. nýja séu svo undir komin, að valt sé að
byggja á þessu Janga þingmennsku. —
í nefndri Isafoldargrein og næstliðinn tíma
hefur ritstjórinn verið talsvert úrillur; mörgum
þykir honum vorkunn, því verri útreið hefur að
tiltölu ekkert blað í heimi fengið en veslings Isa-
iold og ritstjóri hennar; fjögramannamakar hans
liggja fallnir í valnum og aðrir komnir í þeirra stað,
sem hann hafði »kosið fyrir odd« og vildi þing-
feiga. Meðritstjórinn hefur nú farið tvær hrakferðir
vestur í Snæfellsnessýslu, og mun nú um það
leyti kominn heim þaðan hrakinn og lítilsvirtur
með 26 atkv. á bakinu, sem er einna fæst atkv.
er nokkur annar hefur fengið nokkur staðar á
landinu af þeim, sem í þetta sinn hafa boðið sig
til þings.
Þessi 26 atkv. eru ágætt svar frá landsmönn-
um til hans fyrir allt gjálfrið í vetur og vor um
valtýsku og stóra banka. — Og ofan á allt þetta
bætist það tvennt, sem ritstjórunum fellur sárast.
1. að kaupendur eru í hópatali að segja sig frá Isa-
fold. 2. að þeir finna með sjálfum sér, að þeir
með rithætti sínum hafa fellt frá þingmennsku
nokkra af sínum völdustu köppum.
»Sja hér hvað illan enda, ódyggð og svikin
fá«, segtr Hallgrímur Pétursson. —
27/g. 1900. Geirrauður.
Faðerni valíýskuisnar.
»Fjallkonan« er farin að verða undarlega
»pólitisk« nú upp á síðkastið, og flytja langar
greinar um ágæti valtýskunnar, einmitt þá, er
þessi svokallaða stjórnmálastefna er að færast hröð-
um tetum til grafar. Til að reyna að »bjarga
málinu« sér »Fjallk,« ekki annað ráð vænna, en
að gera Jón heit. Pétursson að föður valtýskunn-
ar(!), af því að hann ásamt fleirum vildi hafa sér-
stakan ráðgjafa á þingi. Þetta var nokkrum ár-
um áður, en vér fengum stjórnarskrá vora, og þá
var ekki um nein hrossakaup að tala eða neitt,
sem vér ættum að láta í staðinn fyrir ráðgjafann,
eins og í valtýskunni. Jón Pétursson mundi aldr-
eihafaviljað kaupa ráðgjafann fyrirneitt
réttinda-afsal. Og auk þess var það þá
gert að skilyrði, að þessi ráðgjafi sæti ekki
í ríkisráðinu. Það er því einhver hin fárán-
legasta kenning, sem heyrzt hefur í nokkru blaði,
að vilja klína faðerni valtýskunnar á J. P. Það
er eins og Valtýingar séu drjúgum farnir að
blygðast sín fyrir, að hafa sett Valtý á tignar-
trón í þessu máli og eigna honum þetta stjórnar-
tilboð(!). En þeir hefðu átt að sjá það fyrri. Að
fara nú að bendla látna menn við faðerni þessa
vanskapnaðar, er alveg samskonar, eins og þeg-
ar marglátar mæður lýsa látna menn feður að
vafageplum, sem enginn 1 i f a n d i maður vill vera
þekktur fyrir að gangast við. En nú hefur Val-
týr sjálfur með ánægju gengist við króanum og
falið hann sér til heiðurs, svo að það var öld-
llngis óþarft að klína faðerninu á látna menn.
®"n það er samt sem áður hverju orði sannara,
að Valtýr erekki hinn rétti faðir valtýskunnar.
Hann hefur ekki »fundið púðrið« heldur Nelle-
m a n n. Við N e 11 e m a n n væri valtýskan rétti-
lega kennd, og hann er hinn rétti faðir hennar,
en Valtýr ekki, þótt hann fyrir yfirlætis sakir hafi
eignað sér hana. Ef til vill hefur hann ætlað, að
króanum farnaðist betur, að hann dafnaði betur
í Islenzka loptinu, ef faðernið væri álitið að
minnsta kosti hálf-íslenzkt, en ekki aldanskt. En
þar hefur önnur raunáorðið. Nafnið »valtýska«
hefur orðið óheillanafn. Það minnir eitthvað ó-
þægilega á val, þ. e. fallna menn á vígvelli,
enda hafa þingkosningar þær, sem nú eru að
mestu leyti um garð gengnar marga knáa val-
týska hetju að velli lagt. Það virðist hafa verið
tízka við þessar kosningar, að Valtýingar féllu í
valinu. Þess vegna virðist oss, að það ætti nú
vel við að rita nafnið ofurlítið öðruvísi, skipta
að eins um tvo bókstafi, þannig, að í staðinn
fyrir »valtýska« verði nú eptirleiðis ritað: »val-
tízka«. Það er lítil breyting og heyrist ekki 1
framburði, en á mjög vel við um þessa stjórn-
málastefnu, sem átt hefur því að venjast hingað
til að liggja í valnum. Vill ekki »Fjallkonan«
taka þessa breytingu á nafninu til greina, þótt
hún sé ef til vill ekki í fullu samræmi við Blaða-
mannaréttritunina?
Sjaldan er ein báran stök
sannast á Isafold nú, Sama daginn (22 sept.)
sem ábyrgðarmaður þessa blaðs var kosinn þing-
maður Árnesinga, — þessi fjandmaður ísaf. sem
hún kallar •— féll meðritstjóri hennar Einar Hjör-
leifsson við lítinn orðstír vestur í Stykkishólmi,
eins og minnst er á annars staðar hér í blaðinu.
Það var aumi óheilladagurinn fyrirblaðtetrið, að
þetta skyldi fara svona þveröfugt við vilja þess.
»ísaf.« bætir lítið málstað sinn með löngum
leiðurum um »hneyksliskosningar« og skammir
í garð alþýðu, því að »stærsta hneykslið« er og
verður hún sjálf með allri sinni hneykslanlegu
framkomu í aðalvelferðarmálum þjóðar vorrar
síðustu árin og þeim hneykslanlega rithætti, sem
hún hefur beitt gagnvart öllum, er eklci voru á
hennar bandi. Á meðritstjórans rnáli getur það
kallast »svo einkennilega, óviðjafnanlega rauna-
legt«, hvernig þessar »minnilegu« þingkosningar
hafa tekizt. En raunalegust af öllu er þessi ó-
heppilega tilviljun, að ritstjórarnir skyldu fá tvö
dýpstu sárin í baráttu þessari sama daginn. Held-
ur hr. E. H. að þetta sé ekki bending frá for-
sjóninni, að hún sé að aga hann, kenna honum
auðmýkt og lítillæti í framkomu sinni hér eptir,
bending um, að hann hafi haft oftrú á forsjón-
inni, er hann trúði því fastlega, að hann yrði
kosinn þingmaður í Snæfellsnessýslu eptir vitn-
isburðinn góða, sem hann hafði gefið þeim sýslu-
búum fyrir manndóm og myndarskap(l). Mikil
hefur trú mannsins verið. Og svo kveður Þjóð-
ólfur vinkonu sína ísafold með þeirri einlægu
ósk og von, að hún taki nú stakkaskiptum, og
læri það, sem hún hingað til hefur ekki getað
lært: að skammast sín. Þá skal Þjóðólfur láta
hana óáreitta.
Kjörstjórinn í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu, Sigurður sýslumaður Þórðarson, er eitthvað
að myndast við að senda Þjóðólfi tóninn í ísafold
sfðast, út af afskiptum þeim, er hann (0: sýslumaður)
hafi haft af þingkosningu séra Magnúsar á Gils-
bakka, og verður niðurstaðan á öllu rausinu sú, að
að hann hafi töluvert skipt sér af þessu, eins og
honum var auðvitað heimilt innan vissra takmarka,
sem hverjum öðrum kjósanda, þótt óviðurkvæmi-
legt sé að flestra áliti, að oddviti kjörstjórnarinnar
leggi sig mjög í framkrðka til slíkra hluta. Frá
kjörfundinum sjálfum þar á Mýrunum, höfurn vér ekki
heyrt neinar sérstakar sögur af kjörstjóra þessum, en
ekki skal því neitað, að eitthvað hafi heyrzt um,
að framkoma hans hafi ekki þótt sem allra viðkunn-
anlegust á kjörfundinum á Grund í Skorradal t. d
gagnvart Olafi lækni Finsen á Skipaskaga, er kaus
þann mann, er ekki fann náð fyrir augum þessa
virðulega kjörstjóra, er sjálfsagt man eptir orðum
sínum, um leið og læknirinn greiddi atkvæði sitt.
Það mundi hvergi viðgangast nema hér, að oddviti
kjörstjórnar gæti að ósekju, án alvarlegrar á-
minningar frá yfirboðurum sínum, hreytt ónotum að
kjósíndum á kjörfundi, þótt þeir kysu ekki eptir
hans vild. Það er að eins meinleysi manna, sem
lætur slíkt óátalið. Annars held eg að sýslumaðurinn
í Arnarholti gæti gert sér og öðrum þarfara verk en
að fara að rita f blöðin um frammistöðu sína við
alþingiskosningar í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Eitthvað hafði þingið 1894 sællar minriingar að at-
huga við alþingiskosninguna í Mýrasýslu þá. Það er
annars mikið mein, að sýslumaður þessi skuli ekkl
vera væntanlegur á næsta þing — kjörstjóraþingíð,
sem kalla mætti, úr því að hann er svo gramur við
Þjóðólf út af því, að hann skyldi minnast á, að
sýslumannafjöldinn á þingi gæti orðið heldur mik-
ill og að kjörstjórar ættu ekki að hafa leyfi til að
bjóða sig fram í sínu héraði. Hann hefði þvf átt
að fylla hópinn. Það kemur ekkert þessu máli við,
þótt sumir hinna væntanlegu sýslumanna á þingi
hafi rétta og heilbrigða skoðun á landsmálum. Það
er að eins embættismannafjöldinn og það úr sama
flokki, sem Þjóðólfi þykir óviðkunnanlegt að sjá
svo mikinn á fulltrúaþingi Islendinga. Hvað kosn-
ingarnar í Árnessýslu snertir, sem sýslumaðurinn í
Arnarholti er að flétta inn í grein sína, þá var hann
þar illa fjarri Birni sínum til stuðnings. Þeir geta
nú í næði nagað á sér neglurnar yfir henni, vinirnir.
Póstskipið „Vesta" kom hingað ai
Austfjörðum 23. þ. m.; var nærfellt 3’/» sólarhring
frá Vestmannaeyjum sakir ofviðurs. Með því komu
frá útlöndum dr. Björn Olsen rektor, Morten Han-
sen skólastjóri, séra Vilhj. Briem, fyr prestur í
Goðdölum og Sigurður Sigurðsson barnaskóla-
stjóri (frá Mýrarhúsum), en frá Austfjörðum Magn-
ús Einarsson dýralæknir, Halldór Vilhjálmsson
realstúd. frá Dvergasteini o. fl. Frá Festm.eyjum
kom Magnús Jónsson sýslumaður.
Gufuskipið „Vendsyssel", aukaskip
frá hinu sameinaða gufuskipafélagi kom hingað frá
útlöndum 25. þ. m. Fór héðan í fyrradag til Vest-
fjarða til að taka þar fisk.
Strandferðakáturinu „Skálholt"
fór vestur og norður um land í fyrra dag og með
honum Hannes Hafsteinn sýslumaöur á Isafirði,
er hingað kom með „Barden" 14. þ. m.
Manntjón. I ofviðrinu aðfaranóttina 21.
þ. m. fórst flutningabátur Boilleau baróns á
Hvítárvöllum á heimleið úr Borgarnesi; hafði bát-
urinn slitnað aptan úr gufubátnum,(„Hvítá“, en
því ekki verið veitt nógu fljótt eptirtekt, en of-
viðri mikið á, svo að ekki heyrðist þótt kallað
væri. Fórust þar 2 menn, er á bátnum voru, Jó-
hannes Kristjánson og Guðmundur Björnsson, báð-
ir úr Reykjavík. Báturinn var hlaðinn ýmsum
vörum um 1000 kr virði.
Kosningin í Strandasýslu fórst fyrir 20.
þ. m. sakir óveðurs og óvíst, hvort hún fer fram
fyr en að vori. Enginn var þar í boði nema Guð-
jón Guðlaugsson, en hann komst ekki á kjörfund-
inn og enginn kjósandi kom þar að sögn. Var
alófært veður þennan kjörfundardag þar nyrðra
og urðu víða skaðar á heyjum og húsum. Sum-
staðar í Skagafirði fuku bæjarhús. Á Reykjum á
Reykjaströnd stóð ekkert eptir nema baðstofan,—
Nautgripa-faraldur. Sýslumaður Barð-
strendinga hefur óskað þess, að dýralæknirinn
kæmi vestur til að skoða kýr í Tálknafjarðarhreppi.
Þar hefur verið kúadauði mikill, síðan í júlí drep-
izt 22 kýr af7i, sem í hreppnum eru og vita menn
ekki, hvað því veldur. Kenna sumir um hvaláti.
Fer dýralæknir þangað vestur með Laura 11 okt.
NOKKUR ljómandi falleg giptingar-, ferm-
ingar-, lukkuóska- og jólakort (verð 4—45 au.) fást
í Þingholtsstræti 16.
Borðstofuborð
(með ríglum og plötum), sem 18 manns geta borðað
við, fæst til kaups. Ritstj. vísar á.