Þjóðólfur - 05.10.1900, Side 2

Þjóðólfur - 05.10.1900, Side 2
i78 »innlimunar-pólitfk« Valtýs. Varð þeim flokks- mönnum hans allerfiðlega um að verja hana. — Þá fór Árni nokknr Þorkelsson á Geitaskarði að lesa upp ritgerð úr »Nýju-Félagsritunum« eptir Jón Sigurðsson, og hugðist að sanna með því, að hann myndi fremur hafa orðið Valtýavmegin, ef hann nú lifði.1)!!! Mikil er speki þeirra »Valtý- inga«! Næst uppgötva þeir líklega, að Benedikt heit. Sveinsson hefði orðið »valtýskur«, ef hann hefði lifað nokkrum mánuðum lengur. Fáir gerð- ust til þess að hlýða lestri Árna þessa og þótti sumum »and-Valtývum« það sæta firnum miklum, er slíkur maður leyfði sér að snerta á ritum ept- ir J*ón Sigurðsson. Gerðist þá hark nokkurt og háreysti og hætti Árni því brátt lestnnum, enda mun hann ekki ofvel læs. Nú biðja nokkrir »and-valtýskir« Húnvetning- ar þig, xÞjóðólfur sæll«, að flytja línur þessar, því að eigi nennum vér, að »Valtývar« séu einir látn- ir segja »pólitísk« tíðindi héðan úr sýslu.—Enn fremurbiðjum vér kærlega að heilsa »ísafold«, og segir hún líklega ekki lengur: »treggáfaður Hún- vetningur«, heldur: »treggáfaðir Húnvetningar«. Teljum vér líklegt, að jafnguðhrædd og bænræk- in sála og Einar Hjörleifsson taki oss nú dug- lega til bæna og að hann biðji drottinn sinn og þá beilögu Vesturheimspresta, »sankti« Friðrik og helga Jón, að vera oss »treggáfuðum« líknsama, er svo mjög höfum ratað í myrkur vanþekking- arinnar. — Gleymir hann nú og vonandi ekki, að tala um sgyllta borðann sýslumannsins«, er honum einu sinni var mjög í nöp við. Má vera, að hann segi, að vér höfum látið allt vitið 1 »gyllta borðann« — og munum vér eigi reiðast því. Viljum enda mikhi heldur hafa það þar en víða annarstaðar. Myndum þannig fremur kjósa það í »borðanum« en niðri í kexprangaratunnu úti í Kaupmannahöfn. H é ð i n n. Alþingiskosningar í ísafj.sýslu. Skú 1 i og ,I»jöðviljinn‘. Ur ísafjarðarsýslu er ritað 12. f. m. »Þjóðviljinn (o: Skúli) er nú búinn að skýra frá kjörfundí og ýmsu, sem gerðist fyrir hann og á honum, en af því sannleikinn er sagður þar eins og Skúli vanalega segir sannleikann og hann minnist að eins á þann flokkinn, sem móti hon- um var við kosningarnar, virðist vel við eiga að eitthvert blað flytji sannar sögur um atferli Skúla og hans flokks í kosningarbaráttunni. Fyrir kjörfundinn, eða áður en verulegar »agitationir» fóru fram af Skúla-liði kom víst fá- um til hugar, að atkvæðin á kjörfundinum myndu falla eins jafnt og raunin varð á. Þá hafði Haf- steinn almennt fylgi, Skúli lítið og sera Sigurður ekkert og er víst óhætt að fullyrða það, að hefði maður haft góðan bónda að setja við hlið Haf- steins og engar eða litlar »agitationir« átt sér stað, þá hefðu þeir báðir setið heima, séra Sig- urður og Skúli. En þetta fór á annan veg. Þennan góða bónda vantaði, og þegar svo loks séra Þorvaldur gaf kost á sér, var Skúla-lið búið að smalatölu- vert víða. — Alvarleg hreyfing komst samt ekki á liðið fyr en eptir að það fór að kvisast, að prófastur ætlaði að gefa kost á sér. Þá fóru bréfin og smalarnir að ganga eins og gráir kett- ir og allt heimilisfólk Skúla fékk nóg að gera.2) Um Önundarfjörðinn riðu þeir Hólmgeir Jensson dýralæknir og Rósenkrans nokkur Rósen- kransson nótt og nýtan dag með skjal til undir- skripta, innihaldandi loforð um, að kjósa Skúla. Einstaka bóndi hafði spurt að, hvað eiginlega mælti J) Árni þessi var meðreiðarsveinn Einars Hjör- leifssonar, er hann ferðaðist hér um sýsluna í fyrra vor — Hefur hann verið „valtýskur" síðan - og er líklegt, að hann hafi haft þessa vizku þaðan. 2) Hér er sleppt úr sögu um mann í Dýrafirði í sambandi við Skúla og nokkra „bláa“. Ritstj. með því að halda í Skúla sem þingmann, þeim virtist nú að helzta sómastrykið(!) sem hann hefði gert, síðan hann kom á þing, væri það, að greiða atkvæði sjálfur um 5000 kr. gjöf til sín. Á- rangurinn af þeirri smalamennsku varð sáralítill, að eins 8 eða 10 menn létu tilleiðast að skrifa undir, og einhverjir af þeim, sem skrifuðu undir stóðu ekki við loforð sín, því þeir sögðu, að sér hefði verið sagt ósatt um eitthvað, sem í skjal- inu stóð, eða því viðvíkjandi. — Það þótti einkennilegt við smölunina íYest- ursýslunni, að Skúlamenn nefndu þar ekki séra Sigurð á nafn; en þeir sem þekkja Skúla furða sig ekki á því, þótt hann reyndi að ná sér f atkv. frá vini sínum og »kollega« þar fyrir vestan, svo hann sjálfur væri viss um að komast á þing; hann hefur haldið að slíku mundu menn ekki taka eptir. En þessi aðferð Skúla er ekki nema rétt eptir öðru frá hans hendi. — í Hólshreppi (Bolungarvík) og Eyrarhreppi (Hnífsdal) hefur Skúli — að því er sannorðir menn hafa sagt nú eptir kosningarnar — haft menn síðan snemma í sumar og var einskis látið ófreistað af þeirra hendi til að binda menn og safna atkv. handa Skúla, enda eru vlst teljandi þeir menn f báðum þessum hreppum, sem ekki eru meira og minna skuldugir honum og sumir enda svo þúsundum skiptir. — Þegar þessir þús- unda-skuldaþrjótar eru sendir á hina, sem skulda í hundraðatali, þá má nærri geta, að eitthvað verður ágengt! Séra Sigurður Stefánsson hafði tekið að sér allt Djúpið innan Arnarness og norður að Jökul- fjörðum og fór hann að sögn »inn á hvert einasta heimili«, enda breyttust slcoðanir manna á því svæði mjög mikið eptir þá heimsókn. Það má heita svo, að hann og Skúli fengju flest þau atkvæði, sem greidd voru úr Djúpinu, enda hafði verið búið svo um hnútana, að þeir, sem fylgdu Hafstein og prófasti voru látnir sitja heima. — Skúli segir í »Þjóðv.«, að þegar Djúpmenn hafi verið búnir að kjósa, þá hafi séra Sigurður haft »mun fleiri atkvæði en Hafstein«. En sannleik- urinn er sá, að séra Sigurður hafði — segi eg og skrifa — einu atkv. meira. »Þjóðv.« gerir mikið úr atkvæðasmölun séra Kjartans á Stað f norðurhreppunum en gleymir að geta þess, að hann sjálfur (o: Skúli) sendi þangað Bjarna Kristjánsson skipstjóra með makt og miklu veldi til þess að afla sér atkvæða. — Hvort Bjarni hefur boðið þar fram þá »bláu« eða góð verzlunarkjör, er ekki fullsannað, en hitt er víst, að hann fékk nokkra menn með sér, sem alls ekki höfðu ætlað sér á kjörfund. Yfir höfuð situr sízt á Skúla að bregða mótstöðumönn- um sínum um sóviðurkvæmileg vopn«, af þeirri einföldu ástæðu, að enginn hefur brúkað þau nema einmitt hann sjálfur. Saga sú, sem hann helur verið að breiða út um séra Kjartan og fleiri nafngreinda menn eru vanaleg »Þjóðvilja«-sann- indi, sem víst enginn tekur trúanleg, enda eru þau þannig löguð, að það þarf meira en meðal- aula til að trúa þvf, að t. d. séra Kjartan hafi ^agt sögu þá, er »Þjóðv.« hefur eptir honum. Þá vil eg minnast lítið eitt á kjörfundinn, Þeir héldu þar allir ræðu þingmannaefnin og lýstu skoðunum sínum á helztu landsmálum nema Skúli. Ræða hans gekk eingöngu út á það, að níða mótstöðumenn sína, brígsla Hafsteinog séra Þorvaldi um hitt og þetta, og yfir höfuð skamma alla, sem ekki fylgdu honum. — Það kvað svo rammt að rostanum og skömmunum í honum, að oddviti kjörstjórnarinnar varð tvisvar eða þrisvar að þagga niður í honum og áminna hann um, að brúka sæmilegt orðbragð. Ræða Skúla gerði náttúrlega »lukku« hjá einstöku mönnum, því þeir menn eru til, sem álíta þá mestu mennina, sem geta skammað og nítt mótstöðumenn sína sem mest. — Eitt »vopnið«, sem Skúli brúkaði til að afla sér atkvæða, var, að hafa 2 menn á kjörfundin- um til þess að skrifa upp nöfnkjósenda oghverja þeir kusu. Nokkrir héldu, að hann gerði það f því skyni, að fullvissa sig um, að kjörstjórnin skrifaði rétt upp nöfnin, en aðrir og það sann- orðir menn, sem töluvert eru kunnugir, fullyrða, að hann hafi gert það til þess að geta á eptir laun- að mönnum atkvæðagreiðsluna eptir maklegleik- um. — Þetta, skuldasúpan og hræðsla við per- sónulegar skammir í »Þjóðviljanum« hefur rnáske útvegað honum fleiri atkvæði en margur heldur. Þegar nú á allt er litið, þá megum við ís- firðingar í rauninni vera ánægðir með úrslit þing- kosninganna. — Við gátum tæpast vonast eptir því, að maður, sem fyrir nokkrum árum var í jafnmiklu áliti og Skúli var hér, missti svo allt f í einu traust og álit almennings, að honum, með jafngífurlegri »agitation« og hann beitti í þetta sinn, sem fyrverandi alþingismaður, kaupmaður og ritstjóri, gæti ekki í þetta skipti tekizt að fleyta sér inn á þing. — En tímarnir breytast og mennirnir með og spá margra ersú, að þeir tím- ar muni koma, að almenningur læri að þekkja hann rétt og meta mannkosti hans. Það mætti margt fleira tína til sögulegt við- víkjandi þessum alþingiskosningum, en tíminn leyfir ekki að fara lengra út í það. Að eins skal það tekið fram, jafnvel þótt þess ætti ekki að gerast þörf, að flest það, er »Þjóðv.« segir um »agitationir« mótstöðuflokks síns, er ósanninda- uppspuni Skúla sjálfs, auðsjáanlega sett saman í því skyni, að telja þeim mönnum trú um, sem ekki eru kunnugir, að fylgið og dálætið, sem menn höfðu á honum fyrir nokkrum árum hér, sé enn við líði og að það sé einungis afþví, að einstakir menn vilji spilla fyrir honum, að hann máske ekki kæmist að eða hafi fengið eins mörg atkvæði, eins og hann ella hefði fengið.—Já, mik- il er sannleiksástin! »Þjóð'riljinn« segir, »að kosningin sé »póli- tiskthneyksli« og er það auðvitað alveg rangt. Kosningin sýnir, að hér erutveir flolckar, og að hvorum flokknum um sig hefur tekizt að koma þeim manni á þing, er hann helzt vildi.— Sé hér um nokkurt hneyksli að ræða, þá er það innifalið í því, að Skúli skyldi vera kosinn til þings á þann hátt og með þeim meðulum, sem brúkuð voru tilþess«. Djúpmadur. Ný uppfundning, sem haft getur í för með sér mikil áhrif á kjötmarkaðinn, hefur verið reynd 1 sumar við flutning á nýju kjöti sjóleiðis frá Ástralíu og Argentínu til Englands. Hingað til hefur ís aðallega verið notaður til að verja kjötið skemmdum, en það hefur aldrei getað haldið sér fullkomlega með þeirri aðferð, ávallt misst nýja bragðið, á sama hátt, eins og menn hér hafa reynslu fyrir með kjöt, sem geymt er f íshúsum. En þessi nýja uppfundning, er þýzkt verzlunarfélag hefur keypt einkaleyfi til, er fólgin í því að hreinsaloptið í kjötgeymslukletunum svo rækilega, að þar verði engin óhreinindi eptir, og framleiða þar svo mikinn kulda, sem unnt er. Helzt þá kjötið að sögn alveg óskemmt, mjög langan tíma. Var ger tilraun með þetta á dá- litlum kjötfarmi frá Argentínu til Liverpool snemma í f. m. og reyndist kjötið, eptir 34 sólarhringa flutning, jafngómsætt og mjúkt, eins og af ný- slátruðu fé. Enska blaðið »Daily Mail«, er get- ur um þessa tilraun, skýrir frá, að umboðsmaður þeirra Parkers & Frasers í Liverpool, hafi skýrt fregnrita blaðsins lauslega frá þessari nýju aðferð, er enn sé þó haldið áð mestu leyti leyndri af verzlunarfélagi því, er einkaleyfið hefur keypt. En af orðum blaðsins má ráða, að þeir Parker hafi átt kjötfarm þennan. Er ekki ósennilegt að ætla, að einmitt þessi nýja kjötvörzluaðferð hafi átt verulegan þátt í fjárkaupaapturkipp þeirra félaga hér í sumar, að þeir hafi séð, að þeir gætu

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.