Þjóðólfur - 12.10.1900, Qupperneq 3
183
ar fengið. En að sjálfsögðu mundi menntun
rnanna á öllum þessum stöðum vera í bezta lagi
að dómi ísafoldar, ef henni hefði líkað kosningar-
úrslitin.
Seinast í greininni ræðst Isafold á biblíuna,
og er farin að ónotast við Esaú fyrir að hann
seldi frumburðarrétt sinn. Það er henni velkom-
ið fyrir mér, og reyndar hæfilegt verkefni fyrir
hana. Kjósandi.
FjármarkaOir hafa verið haldnir hér
sunnanlands, bæði í Rangárvallasýslu, Arness- og
Borgarfjarðarsýslu. í Borgarfirðinum hefur J. P.
T. Bryde kaupm. eða verzlun hans í Borgarnesi
staðið fyrir kaupunum, en eystra Ólafur kaupm.
Árnason á Stokkseyri. Verð 14—15 kr. fyrir
góða sauði og 'nelmingur borgaður í peningum
en hinn helmingurinn í vörum. Hið vænsta af
fé þessu verður flutt lifandi út, en meiri hlutan-
um er slátrað hér og kjötið saltað til útflutnings
síðar. Tókst sú sala allvel fyrir Ólafi kaupm. á
Stokkseyri í fyrra. Auk þess verður nú sent út
fé á fæti frá Stokkseyrarfélaginu til þeirra Zölln-
ers & Vídalíns. Það hefur því rætzt vonum fram-
ar úr með fjársölu hér sunnanlands í þetta sinn.
Stjórnarmálgagnið stendur á því fastara en fót-
unum, að þeir Parker & Fraser standi á bak við þessi
fjárkaup nú, og heldur því fram gegn betri vitund
til að breiða yfir rógburðinn í sumar. Og svo
gerir það sig svo heimskt, aðlátast ekki vita, að
enskir fjárkaupamenn sjá einmitt sinn hag við
að kaupa kjöt frá Argentínu fremur en Islandi,
því að þótt geysimikill munur sé á flutningskostn-
aðinum sakir vegalengdarmismunarins, þá vinnst
hann margfaldlega upp við þann verðmismun,
sem er á lifandi fé hér og í Argentínu, úr því
að nú er orðið hægt að flytja kjötið alveg ó-
skemmt langar leiðir. En þetta skilur auðvitað
ekki hið treggáfaða og sauðþráa málgagn Hafn-
arstjórnarklíkunnar, þetta málgagn, sem aldrei get-
ur litið nokkurt mál réttu auga, nema húsbænd-
ur þess: danska stjórnin og Valtýr séu við það
riðin. Þá er ekkert svo vitlaust, að blaðið
gíni ekki yfir því og hefji það til skýjanna.
Ðáinn er hér í bænum 7. þ. m. Sigurð-
ur Pétursson mannvirkjafræðingur, sonur Pét-
urs bónda Gíslasonar í Ánanaustum og bróðir
Gísla héraðslæknis á Húsavfk. Hann var að eins
þrítugur að aldri, (f. í Rvlk 15. sept. 1870) út-
skrifaður úr lærða skólanum 1891, og hafði tyr-
ir nokkru tekið próf í mannvirkjafræði við fjöl-
listaskólann 1 Khöfn með beztu einkunn. Var
utanlands nú í sumar til að kynna sér, hver hent-
ugust byggingarefni mundu vera hér á landi, sam-
kvæmt fjárveitingu síðasta alþingis. Hannvargóð-
um hæfileikum gæddur og áhugamaðurí starfi sínu.
Drukknun. Maður nokkur hér í bæn-
um, Natanael Sigurðsson að nafni, ættaður und-
an Eyjafjöllum, fannst dauður í flæðarmáli við eina
bryggjuna hér 6. þ. m. Hafði horfið um kveld-
ið 4. þ. m. Atvik að dauða mannsins ókunn.
Að hann hafi oltið í sjóinn í ölæði, er Iíklega
erfitt að fullyrða, þótt sómablaðið hér í bænum
segi það fullum fetum, sem ekki er nein ný-
lunda hjá því, þá er um slys er að ræða.
Prestkosning er um garð gengin í Land-
þingaprestakalli í Rangárvallasýslu. Kosningu
hlaut séra ÓfeigurVigfússon í Guttorms-
haga með 21 atkv. Séra Richard Torfason á
Rafnseyri fékk 2 atkv. en kand. ÓlafurV. Briem
ekkert.
Fóstskipið ,Laura‘ kom hingað fráút-
löndum aðfaranóttina 7. þ. m. Með henni komu
systurnar frk. Guðlaug og Kristín Arason, ungfrú
Bóthildur Björnsdóttir, katólski presturinn Klemp,
frk. Ellen Fevejle(dönsk) ognorskurmannvirkjafræð-
ingur Chr. Jebe, sem sýslunefnd Árnessýslu hafði
fengið til að kanna hafnarstæðið á Stokkseyri, og
gera áætlanir um kostnað við endurbót hafnarinn-
ar þar, sem brýn þörf er á. Er mannvirkjafræð-
ingur þessi þegar farinn þangað austur.
»Laura« fór héðan til Vestfjarða í gær og
með henni til Stykkishólms Lárus Bjarnason sýslu-
maður.
Jarðarför sýslumannsfrúr Elínar Bjarna-
son frá Stykkishólmi fór fram hér í bænum 6. þ.
m. að viðstödddum fjölda fólks. Lektor Þórhall-
ur Bjarnarson hélt ræðu í kirkjunni.
Fágæt göfugmennska mun það mega
kallast, sem ísafoldarmennirnir hafa sýnt sýslumann i
Snæfellinga f ofurlítilli smágrein í blaði þeirra
29. f. m., þar sem þeir minnast á kosningabar-
áttuna þar vestra í sambandi við jarðarför konu
sýslumannsins(H) með þeim ummælum, er alstað-
ar hljóta að vekja andstyggð og fyrirlitningu á
því blaði, sem leyfir sér annað eins, og vekja við-
bjóð jafnt hjá vinum og óvinum á þeim mönnum,
er brjóta þannigbág við almenna velsæmistilfinn-
ingu, eins og meðritstj. blaðsins (Einar Hjörleifs-
son) hefur gert í þessu efni. Það er óhætt að
fullyrða, að enginn blaðamaður á íslandi nema
hann og B. J. mundi vera svo óvandur að virð-
ingu sinni, að láta annað eins hneyksli sjást ept-
ir sig á prenti. Snæfellingar þekktu E. H. að
vísu nokkuð áður af blaði hans, meðal annars
af vottorðinu góða, sem hann gaf þeim í sumar.
En þeir munu þó þekkja hann enn betur hér ept-
ir. Annars virðast engin takmörk orðin fyrir því,
hvað Isafold telur sér sæmilegt eða ósæmilegtað
bera á borð fyrir lesendur sína og ætti hún að
fá að finna skarþefinn af allri framkomu sinni
gagnvart landinu í heild sinni og einstökum mönn-
um, áður lýkur.—Hefur sýslumaður nú einnig gert
ráðstafanir til málsóknar (einkamáls) gegn E. H.
fyrir meiðyrði í ísafold 29. f. m., auk annars almenns
máls, er hann, að tilhlutun yfirvaldanna, hefur
höfðað gegn sama fyrir árásir á hann sem kjör-
stjóra m. fl. í sama blaði.
Kjötverð hér í bænum er nú 20—22
aura pd; rýrasta kjöt á 18 a., mör og gærur 22—
25 a. pd. Kemur fremur lítið sláturfé hingað
til bæjarins nú og miklu færra en að undanförnu,
sakir þess, að svo margir kaupa fé á fæti hér
nærlendis. Er því kjötverð hér hærra nú en
verið hefur, og verður líklega svo áfram þetta
haust.
Voðalegt fjártjón kvað hafa orðið á
fjárflutningaskipi Vídalíns & Zöllners í ofviðrinu
20. f. m. Hafði skipið 2500 fjár innanborðs frá
kaupfélögunum o. fl. á Norðurlandi og hreppti
ofviðrið á leið til Englands. Gekk sjór svo mjög
yfir skipið að loka varð öllum hlerum, en afleið-
ingin af því varð, að 2000 fjár kafnaði að
sögn, og er það afartilfinnanlegt tjón, efþað skyldi
lenda á bændum, og þeir hafa sent féð út fyrir
eigin reikning og á eigin áhættu, sem því miður
er sennilegast. Sýnir óhapp þetta, að slíkt fyrir-
komulag er óhafandi, því að ísl. bændur eru ekki
færir urn að standast opt jafnmikinn hnekki.
Verður það eitt hlutverk næsta þings að ráða á
heppilegan hátt fram úr fjársölumálinu og reyna
að sporna gegn því, að samskonar óhöpp komi
niður á bændum beinlfnis.
Landskjalasafnið, sem nú er á efsta lopti
alþingishússins, þar sem forngripasafnið var áður, er
nú opnað til notkunar fyrir almenning, eina klukku-
stund á degi þrisvar í viku fyrst um sinn. Skjala-
vörður er dr. Jón Þorkelsson (yngri). Skjalasafninu
er skipt í 16 deildir, en í þær sumar vantar allmik-
ið, einkum skjalasöfn kirkna og prestakalla og all-
mikið af söfnum sýslumanna. í reglugerð safnsins
ds. 10. ágúst er svo fyrirmælt, að skjöl og bækur,
sem nú séu víðsvegar úti um land, tilheyrandi hin-
um ýmsu deildum safnsins, skuli tafarlaust sendast
safninu, séu þau eldri en 30 ára gömul, og eru gefn-
ar ítarlegar reglur um þessar sendingar og notkun
safnsins yfir höfuð, sem hér er ekki unnt að skýra
frekar frá, enda sést það í Stjórnartíðindunum. Skjala-
safn þetta hlýtur að verða mjög þýðingarmikið með
tímanum. Elzta skjal þess er frá 12. öld, Reykholts-
máldagi, sem er elzta frumbréf, sem nú mun til á
norrænu hér á Norðurlöndum, að minnsta kostinokk-
ur hluti þess, og að því er menn ætla með hendi
Snorra Sturlusonar sjálfs á einum kaflanum.
Munið eptir að verzlun
Leonh. Tangs
á í saf i r ð i.
býr nú til beztu gosdryk.k.i og hef-
ur einkaútsölu á
Gramophoiuim.
Tapazt hefur á götum bæjarins slips-
isnæla úr gulli. Finnandi skili gegn fund-
arlaunum á afgreiðslustofu „Þjóðólfs".
Undirskrifuð tekur að sér að strauja háls-
lín o. fl. eptir nýjustu tízku ; gengur einnig heim til
fólks að strauja, ef þess er óskað og kennir stúlkum.
Vesturgötu 13 (Dúkskoti).
Kristín Jónsdóttir.
UNDIRSKRIFAÐUR útvegar með sanngjörnu
verði til allra héraða landsins vönduð smér-
gerðaráhöld og annað, er tilheyrir smérgerð í
stórum og smáurn stfl. Útvegar markað ut-
anlands fyrir vel vandað smér. Kennirmeð-
höndlun þeirra áhalda, er hann útvegar,) og leið-
beinir fólki í smérverkun.
Aðstoðarmenn vantar í öllum sýslum landsins.
Dunkárbakka £ Dalasýslu.
Á. B. J óns s on.
Merkt
Bedste“.
Vandað
mmr danskt margarine 1
MARGARINE
staðinn fyrir smjör
f litlum dósum, er ekki reiknast sérstaklega,
með 10 og 20 pd. í hverri, hæfilegt handa heim-
ili. Betra og ódýrara en annað margarine.
Fæst von bráðar alstaðar.
H. Steensen’s Margarinefabrik, Vejle.