Þjóðólfur - 26.10.1900, Blaðsíða 2
194
eða gefa með þeim á annan hátt. Skólahús þessi
ætti landsjóður og sýslusjóðir að reisa í upphafi
að sínum helmingi hvor, en skólahéraðið sjálft úr
þvl að halda þeim við. Eg geri ráð fyrir, að öll
böm io—14 ára ættu heimtingu á inntöku í skól-
ann 2—3 vetur og verða því húsin að vera nokk-
uð stór. Skólatíminn ætti að vera frá 14. októ-
ber til 14. apríl ár hvert.
Raflýsing Reykjavíkur
kemur að líkindum til framkvæmda, áður en
mjög langt líður, eða svo ætti það að vera.
Óvíða annarstaðar í heimi mundi framleiðslu-
afl það, er vér höfum í ám og fossum hér
nærlendis látið ónotað, jafnnálægt höfuðstað
landsins. Eins og hr. Frímann B. Anderson
hefur áður Ijóslega bent á, bæði í þessu blaði
og annarsstaðar, þá er enginn vafi á því, að
Island getur átt mikla framtíð fyrir höndum
sem iðnaðarland, með því að taka rafmagn-
ið í sína þjónustu, þetta undraverða náttúru-
afl, sein fossarnir okkar geta framleitt, þá er
hið rétta beizli verður lagt við þá.
Að því er raflýsing Reykjavíkur snertir
þá hefur hún legið í þagnargildi, síðan hr.
Frímann Anderson var hér. En nú er apt-
ur komin dálítil hreyfing á þetta mál, sem
að því er vænta má hrindir málinu eitthvað
áleiðis. Hr. Eyjóifur Þorkelsson úrsmiður hér
í bænum, hagleiksmaður mikill, sem á síðari
árum hefur mikið fengizt við ýmsar rafmagns-
tilraunir í smáum stýl, og er mætavel að sér
í rafmagnsfræði, hefur gert fyrirspurn um það
til rafmagnsfélags í Kíl á Holsetalandi („Die
baltische electrische Gesellschaft"), hvað mik-
ið mundi kosta að raflýsa Reykjavík frá fram-
leiðslustöð í Alafossi í Varmá, og hefur fé-
lagið sent honum áætlun um það. Er gert
ráð fyrir, að allur vélaútbúnaðurinn ásamt
leiðsluþráðum hingað til bæjarins muni kosta
20,000 kr., og telur hr. E. Þ. þá áætlun ríf-
lega. Vegalengdin milli Alafoss og Rvíkur
mun vera um 15 kílómetrar. Auðvitað væri
ódýrara að hafa framleiðslustöðina í Elliðaán-
um (t. d. í Skorarhyl) að öðru jöfnu. En
verið getur, að Elliðaárnar frjósi svo á
vetrum, að þar verði ekki höfð aðalstöð en
þó mundi það aldrei verða svo, að þar
þryti rennandi vatn til framleiðslu raflýsing-
arinnar einnar. En nú getur hinn núverandi
-enski eigandi ánna, mr. Payne, neitað bænum
algerlega um leyfi til að setja þar niður vél-
arnar, eða þá leyft það með alls óaðgengi-
legtim kjörum. Og getur því Reykjavíkur-
bær sopið seyðið af því, að eign þessi komst
í útlendra manna hendur, þótt alls ekki sé
víst, að þessi nýi eigandi verði óbilgjarnari í
kröfum sínum, en hinir innlendu eigendur
hefðu ef til vill orðið.
Rafmagnsfélag það í Kíl, er fyr var get-
ið, hefur fyrir milligöngu hr. Eyjólfs Þorkels-
sonar tjáð sig fúst til að senda mann hingað
til að rannsaka þetta nánar og setjaþennan út-
búnað hér á stofn, og yrði þá bærinn annað
hvort að kaupa þetta allt af félaginu og ann-
ast svo fyrirtækið sjálfur eða tryggja félaginu
hæfilega vöxtu árlega af fé því, er til þess
væri varið. Er enginn efi á, að heppilegast
mundi fyrir bæinn að taka þetta alveg að
sér, taka heldur bráðabirgðarlán til þess,
því að fyrirtækið mundi borga sig vel, þótt
ekki væri í fyrstu hugsað nema um raflýsing-
una eina. Það er þá hægra að auka við síðar
og fá rafhitun jafnframt, því að naumast mun
gerandi að setja hvorttveggja upp jafnsnemma
hér. Betra að feta sig áfram og fá fyrst það
sem auðveldara er og ódýrara. Til þess að
lýsa Reykjavík með rafmagni á götum úti og
í húsum inni hyggur hr. E. Þ. að mundi
nægja 100—150 hesta afl, en til rafhitunar
mundi ekki veita af 200—300 hesta afli að
auki, eða alls til hvorttveggja 400—500 hesta
afl, og efast hr. E. Þ. um, að svo mikill
vatnskraptur muni vera í Varmá. En Elliða-
árnar mundu fullkomlega nægja til hvort-
tveggja.
Nú hefur hr. E. Þ. tjáð bæjarstjórninni
frá máli þessu, og tilboði félagsins í Kíl, jafn-
framt og hann hefur farið fram á, að bæjar-
stjórnin færi þess á leit við eiganda Elliðaánna,
hvort hann mundi ekki fáanlegur til að leyfa
að setja niður vélarnar í Skorarhyl, því að
ef það fengist telur hr E. Þ. það bezt og hag-
anlegast fyrir bæinn og framtíð fyrirtækisins.
Til að íhuga mál þetta valdisvo bæjarstjórn-
in á fundi 18. þ. m. 3 menna nefnd: Tr.
Gunnarsson, Guðm. Björnsson og Sig. Thor-
oddsen. Er því vonandi, að þetta falli ekki
alveg niður og að nefndarmenn komist að
einhverri heppilegri niðurstöðu, því að málið
er mjög þýðingarmikið framfaramál, ekki að
eins fyrir Reykjavíkurbæ heldur allt landið í
heild sinni. Einhver verður að brjóta ísinn
og það liggur engum nær í þessu máli en
sjálfum höfuðstaðnum, enda væri það skylda
fjarveitingarvaldsins að lijálpa honum eitthvað
til þess, svo að hann gæti orðið landinu til
fyrirmyndar. Einhverntíma verður hvort sem
er að leggja hönd á plóginn, og þá er það
betra fyr en seinna- Vér eigum að herma
það eptir öðrum þjóðum, er að sönnu gagni
má verða fyrir alda og óborna. Og það mundi
raflýsing og síðar rafhitun Reykjavíkur sann-
arlega verða, bæði beinlínis og óbeinlínis.
Geðveikrahæli Schierbeck’s.
»ísafold« hefur nýlega birt þann boðskap
með mjög hátíðlegum ummælum,. að Chr. Schier-
beck Öræfajökulsfari, er tók prót hér við lækna-
skólann næstl. vor, ætli að gefa oss Islendingum
stóran og fullkominn geðveikraspítala og sagt,
aðtengdamóðir hans, frú Hostrup-Schultz í Kaup-
mannahöfn, sem mun vera auðug kona, ætli að
leggja fram fé til þessarar stórbyggingar. Af því
að oss virtist þessi fyrirhugaða gjöf vera nokkuð
stórtæk frá einum einasta manni, þá höfum vér
leitað frétta um mál þetta hjá landlækni, sem
auðvitað hlýtur að vera því manna kunnugastur.
Lét hann oss góðfúslega í té allar upþíýsingar
þetta áhrærandi. Og samkvæmt því verður frá-
sögn ísafoldar allmjög ýkt og villandi, því að
eptir því, sem Schierbeck hefur ritað landlækni,
hefur tengdamóðir hans í hyggju, að reisa ofur-
lítið geðveikrahæli fyrir að eins 6—8 eða í mesta
lagi 8—10 sjúklinga, einhversstaðar í nánd við
Reykjavík, helzt í Þingvallasveitinni, jafnframt
íveruhúsi fyrir hr. Schierbeck og skyldulið hans.
Hafði landlæknir fyrst vakið máls á því við Schier-
beck, að sllkt hæli fyrir geðveika væri mjög nauð-
synlegthér, ogþessvegnafór Schierbeckað hugsaum
þetta. En hann minnist alls ekkert á, að hann
ætli að g e f a landinu hæli þetta, heldur hafa það fyrir
eigin reikning, enda tekur hann það nokkurnveg-
inn skýrt fram f bréfi til landlæknis 22. júlí. Það
sem hann fer fram á er að eins að fá góða og
stóra lóð undir geðveikrahæli sitt og íveruhúsið,
annaðhvort ókeypis hjá landstjórninni — af því
að hann hyggur, að hún muni vilja að þessu leyti
styðja fyrirtækið, — eða þá með mjög vægum
kjörum. Og fái hann lóðina gefins, telur hann
ekkert því til fyrirstöðu, að landstjórnin, ef til
þyrfti að taka, gæti áskilið sér einhvern hluta henn-
ar til að reisa þar verulegan geðveikraspítala, en
tekur jafnframt skýrt fram, að sá hluti lóðarinn-
ar, sem íveruhús hans og geðveikrahæli standi á,
verði sérstök eign hans, ásamt einhverjum all-
stórum bletti þar umhverfis. Er auðheyrt á öllu,
að hann hugsar sér að hafa þar búskap, og ósk-
ar því helzt, að hann fái gott engi til umráða,
með því að hann þurfi bæði að hafa kýr og hesta.
— Auk sjúklinganna á geðveikrahælinu gerir hr.
Schierbeck ráð fyrir, að hafa heima sjá sér í í-
búðarhúsinu 2—3 veiklaða drykkjumenn til lækn-
inga. Að lokum gefur hr. Schierbeck í skyn, að
vilji landstjórnin hér ekkert styðja að þessu, þá
muni hann leggja stund á einhverja aðra sérfræði-
grein læknisvísindanna en geðveiki, eða sækja um
embætti.
Þetta er í stuttu máli ágrip af því, er hann
hefur ritað landlækni um málið, og er það nokk-
uð á annan veg en Isafold skýrir frá, enda lét
frásögn hennar nokkuð ótrúlega í eyrum, og er
auðvitað sprottin af misskilningi eða mishermi,
sem fleira þar. Ekki þykjast kunnugir menn held-
ur vita neitt um, að hr. Schierbeck hafi síðar rit-
að landshöfðingja um málið, eða breytt fyrirætl-
un sinni í þá átt, er Isafold skýrir frá, svo að
það er naumast sennilegt, að hún hafi betri heim-
ildír fyrir söguburði sínum, en þær, sem vér höfum
átt völ á.
Um Eyrarbakkaveginn.
I fyrra vetur skrifuðu einhverjir bréfritarar úr
Arnessýslu í bréf sín til „Þjóðólfs11 og „ísafoldar"
fáein orð um veg þennan, en af þvl frásögnin var
sett innan um annað óviðkomandi, má vera, að
því hafi ekki verið veitt eptirtekt. Þykir mér því
rétt að biðja „Þjóðólf' fyrir fáeinar línur um það
atríði.
Vegur sá, sem hér um ræðir, var fullgerður í
fyrra haust, og verður ekki annað sagt, en hann
sé vandaður, þegar litiðertil vega yfir höfuð. Af
þeirri stuttu reynslu, sem þegar er fengin, er það
komið í fjós, að vegi þessum er þó ekki eins vel
fyrir komið og æskilegt væri, og er þetta helztað:
Fram á Breiðumýri er hann of lágur og ræsi of
mjó og of grunn, en vatnsaðsókn mikil á
nokkrum kafla. P'ór þar ís yfir veginn í fyrra vet-
ur; hafa þó ísalög opt verið miklu meiri. Af þessu
leiddi, að ofaníburður skolaðizt í burtu á nokkr-
um stöðum. — Þegar upp að Stekkakeldu kem-
ur, eða upp fyrír hið svo nefnda Sandvíkurhús,
er vegurinn hærri og ræsi víðari, enda bár þar
ekki á offylli í skurðunum. — Eins og kunnugt
er um Suðurland, er vegur þessi ákaflega fjölfar-
inn, bæði með lestir og vagna, hvort heldur er
um sumar eða vetur, og án hans er nú ómögulegt
að komast til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, aðal-
kaupstaðanna austanfjalls; sjá því allir, að mjög
ríður á, að viðhald vegarins sé gott, og 1 tíma sé
komið í veg fyrir þær skemmdir, sem veg-
urinn hlýtur að liggja undir, ef ekki er að gert.
Fyrst af öllu þarf að hreinsa upp úr skurðun-
um hnausa og rof úr stíflum eða brúm, sem látn-
ar eru á skurðina og velta um, þegar rigningar
ganga; hingað til hefur verið mikill brestur á, að
þessa hafi verið gætt. —
Annað atriðið er, eins og áður er sagt, að veg-
urinn er of lágur, jarðvegur yfir höfuð gljúpur og
vatnsagafullur þar fram á mýrinni; þar hlýtur að
mega til að víkka ræsi og dýpka, víkka um 2 fet,
dýpka 1 fet og hlaðá rofinu fyrir aðrennsli þar
sem mest sækir að. —
Púkkið í veginum sýnlst vera vandlega gert,
en það er ekki einhlítt, þegar ofaníburður ofan í
það er slæmur, eins og þarna er á löngum kafla,
(ofaníburðurinn víða runninn úr að mestu). Fyi-