Þjóðólfur - 30.11.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg
Reykjavík, föstudaginn 30. nóvember 1900.
Nr. 55.
Biðjið ætíðum
OTTO MÖNSTEDS
danska smjörlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
Þjóðólfur.
1901. 53. árg.
Nýir kaupendur að þeim árgangi eru beðnir
að minnast að þeir fá i kaupbæti:
þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins
(9., 10. og 11. hepti). Alls um 270 bls.
með mjög mörgum skemmtisögum.
Óski menn að fá sögusöfnin send strax, verð-
ur borgun fyrir blaðið að fylgja pöntuninni.
En þeir sem panta blaðið hjá áreiðanlegum
útsölumönnum þurfa ekki að senda fyrirfram-
borgun. Verður þá kaupbætirinn sendur með
fyrstu skipaferðum kringum land að vori í
þá staði, sem skip koma við.
Ekkert íslenzkt blað býður betri kjör.
í blaðinu verður haldið áfram íslenzkum
sagnaþá.ttum, er alþýðu þykja mjög skemmti-
legir. Þættinum af Pétri sterka á Kálfaströnd
er nú lokið, en nú er þegar byrjað á áð-
ur óprentuðum sögnum um Arna Gíslason
í Höfn í Borgarfirði eystra, og syni hans
hina nafnkunnu hreystimenn Jón og Hjörleif
sterka. Allir íslenzkir sagnaþættir, er birzt
ihafa f blaðinu, verða sérprentaðir og að eins
seldir skilvísum kaupendum fyrir mjög lágt
verð. Kaupendur blaðsins geta og fengið
keypt hið mjög merka og fróðlega sögurit
Kambsránssögu alla í gylltu bandi fyrir 3 kr.
Að eins fá eintök eptir.
Nú hefurÞjóðólfur ogfengið ágætan frétta-
ritara frá Parísarsýningunni, cand. mag. Sig-
fús Blöndal, og munu fréttabréf frá honum
um hina miklu heimssýningu birtast við og
við í blaðinu nú nokkra hríð. — Ekkert
annað íslenzkt blað hefur slíktað
bjóða frá sjónar- og hey r n arvottum
þar á sýningunni.
Nú vonast Þjóðólfur einnig eptir að geta
fiutt fólki örara en verið hefur skemmtilegar
neðanmálssógur, Eru menn beðnir að lesa
með athygli sögu þá »Óstýrilátar ástir«, sem
nýbyrjuð er í blaðinu.
Þér sjáið því, landar góðir, að þér fáið
allmargbreyttan fróðleik í aðra hönd, ef þér
kaupið Þjóðólf. Þér verjið ekki öðrum 4 krón-
aim betur. Og auk þess megið þér jafnan
reiða yður á, að hann ber ekki fals og flátt-
skap í landsmálum á borð fyrir yður.
Utsölumenn, er útvega 5—iokaupendur
«ða færri og standa skil á borgun frá þeim,
ia há sölulaun.
Nýir kaupendur hór í bænum og
^nnarsstaðar gefi sig fram sem allra
"fyrst, því verið getur, að kaupbætirinn
Þfióti áður en varir.
Utlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 14. nóv.
Daglega berast fréttir um allsnarpar rimmur
milli Breta og Búa í Afríku, en þeim er lítill
gaumur gefinn; það er þýðingarlaus þrái frá Búa
hálfu að halda áfram, eykur að eins hið mikla
manntjón, sem báðir málsaðilar þegar hafa beð-
ið. Róberts kvað ætla að hverfa heim í miðjum
þ. m.; Buller lagði af stað í október; það verð-
ur eptir seinustu ákvörðun, Kitchener lávarður,
sem fær það hlutverk að ijúka við friðun þjóð-
veldanna.
Úrslit kosninganna í Englandi urðu þau, að
stjórnarsinnar hafa um 130 atkvæði framyfir mót-
stöðumenn sína. Hlutfallið milli flokkanna er
þó líkt og áður. Fögnuðurinn yfir sigurvinning-
um Breta í Afríku hefur fyrst og fremst hjálpað
stjórninni, þar næst ósamlyndi milli framfara-
manna, sem telja ekki allfáa »imperiali$ta’« með-
al sín.
Eins og áður mun ávikið, hafa Bretar fækkað
liði .sínu í Afríku, og heimamenn hafa vottað
sigurgleði sína með því að veita heimfararmönn-
um rausnarlegar viðtökur. I lok f. m. komu hin-
ir svokölluðu City-Volunteers (sjáltboðalið), og
gauragangurinn f Lundúnum var svo mikill, að
4 menn misstu lffið í mannþrönginni og 140 fengu
meiðsli.
Eptir kosningarnar urðu að nokkru leyti ráð-
herraskipti; gamli Salisbury, þessi bráðhyggniog
margþvældi stjórnmálagarpur, situr þó enn við
stýrið sem forseti, en hefur vikið úr stöðu sinni
sem utanríkisráðgjafi. Þessa stöðu fékk þó ekki
Chamberlain, sem líklega hefði þótt hún enn þá
virðulegri en nýlendustjórnin, heldur Landsdowne
lávarður, er hingað til hafði verið hermálaráð-
gjafi. Þetta kom flestum óvænt, því að Landsdowne
hefur ekki þótt sýna neina rögg af sér, meðan
á Afríkustríðinu hefur staðið; en Bretar hugga
sig við, að Salisbury muni hafa hönd í bagga
með honum.
Eins og vant er, hélt Salisbury pólitiska ræðu
við borgstjóraveizluna í Guildhall, sem nýlega er
um garð gengin. Ræðan var ekki sérlega eptir-
tektaverð að öðru leyti en því, að hún þótti
venju fremur »pessimistisk«. Hann taldi það brýna
nauðsyn, að Bretar — þrátt fyrir hina margræddu
friðarfýsi stórveldanna — byggju her sinn og
flota sem bezt, til þess að þeir gætu verið við
öllu viðbúnir. Hann gat og heldur ekki stillt sig
um að láta gleði sína í ljósi yfirúrslitum forseta-
kosninganna í Bandaríkjunum, sem síðar verður
ávikið. — Chamberlain var ekki viðstaddur veizlu
þessa, var farinn í skemmtiferð til Malta, sumir
segja af gremju yfir ráðherraskiptunum.
Þess er getið, að Cranborne lávarður, sonur
Salisbury, og Austen Chamberlain, sonur ný-
lenduráðherrans, hafi báðir (fengið sæti í ráða-
neytinu. —
Ástandið í Kína má að mestu leyti heita ó-
breytt. Friðarsamningunum miðar smátt áfram.
Fregnirnar þaðan að austan taka daglega tölu-
vert rúm í blöðunum, en eru optast harla óljós-
ar, einatt lítt skiljanlegar og ómerkilegar. —
Leiðangurinn til Pastingfu, sem þótti fjarska þýð-
ingarmikill, endaði svo, að Kínverjar veittu enga
mótstöðu. Eitt af því sögulegasta er talið, að
Bretar og Þjóðverjar hafa gert samning um Kína-
politík þeirra, sem þar næst hefur verið hátíð-
lega tilkynntur hinum stórveldunum. Aðalefni
samningsins er þetta: politik fyrir opnum dyrum
(margtuggið orðatiltæki), Kínaríkið skal haldast
óskert (Integritet), og ásælni einstakra þjóða skal
haldið í skefjum. Þetta síðasta atriði lýtur víst
einkanlega að Rússum ; að öðru leyti er »pró-
gramið* það sama, sem öll stórveldin hafa áður
prédikað.
Eitt af aðalskilyrðum stórveldanna fyrir friði
er, að forsprakkar óeirðanna fái maklega refsingu,
það þýðir venjulega, að þeir verði lfflátnir. Kín-
verjar malda heldur ekki mikið í móinn ; en
það ber einatt við, að hinir ofsóttu segja skilið
við lífið, áður en refsingunni verður fullnægt; en
Evrópumenn kunna því illa, því að það ber ekki
sjaldan við, að hinir dauðu rakna aptur úr roti!
Einn af þessum höfuðpaurum, sem stórveldin endi-
lega vilja gera höfði styttri er Tuan prins, en
hann kvað nú vera flúinn, dularklæddur sem
munkur. Nýlega fréttist, að keisaradrottningin
gamla væri sáluð; en eptir því sem blöðin segja
í dag, hefur dauði hennar ekki verið því til fyr-
irstöðu, að hún lét taka af lífi 15 geldinga, sem
ætluðu að hjálpa keisara Kwangzu til þess að
komast til Peking! Keisarinn vill aðsögngjarn-
an til Peking til þess að flýta fyrir friðarsamn-
ingum, en kínverska hirðin er að svo komnu
dvelur í Singanfu, heldur honum föstum.