Þjóðólfur - 30.11.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.11.1900, Blaðsíða 2
214 Jafnframt því sem talað er um frið, er þess getið, að óróinn í Kína fari víða vaxandi, t. d. í Kanton, að Rússar vaði uppi í Mandschuri, að Waldersee greifi, yfirhershöfðinginn eigi við ram- an reip að draga, þar sem eru hershöfðingjar hinna stórveldanna o. s. frv. — I öðru veifinu er samkomulagið hið bezta; þannig er þess getið, að stórveldin séu ^ð ráði Rússa sammála um að láta gerðardómstólinn í Haag ákveða skaðabæt- ur þær, sem Kínverjar eiga' að greiða fyrir drýgð spjöll í garð stórveldanna. — Nú samstundis komnar fréttir segja svo : Erindsrekar stórþjóðanna 1 Peking hafa nú komið sér saman um friðarskilmála þá, er þeir ætla að setja Kínverjum. Þessi ákvörðun kvað vera óbreytanleg; sendiherrarnir kalla hana »dé- cision irrevocablec. Helztu atriði eru þessi: Kín- verjar skulu reisa þjóðverska sendiherranum v. Ketteler minnisvarða á þeim stað, þar sem hann var myrtur, með latneskri, þýzkri og kínverskri áletran, er lýsir gremju yfir illræðinu; kínveskru prins skal sendur til Þýzkalands til þess að biðja um fyrirgefningu; u stórsekir prinsar og embætt- ismenn skulu teknir af lífi; embættismenn, sem ekki leitast við að vernda .útlendinga gegn of- sóknum Kínverja, skulu missa embætti og sæta refsingu; Kína skal greiða skaðabætur; Tsung-li- yamen skal afnurnið og í þess stað skal skipað- ur utanríkisráðherra; sendiherrarnir skulu eiga kost á að tala við keisara, þegar þörf þykir á; kastalamir við Taku og annarstaðar við Petschili- flóa skulu rifnir niður; boxarafélagið skal fyrir- boðið ; sendiherrarnir skulu hafa hernaðarvörð, og á svæðinu milli Peking og sjávarskal setjagæzlu- lið; það skal framvegis fyrst um sinn vera öðr- um þjóðum bannað að selja Kínverjum vopn og hergögn. Skilmálar þessir þykja æðiharðir, og iíklegt er, að Li-Hung-Chang og stjórn Kínverja kynoki sér svo lengi sem unnt er við að ganga að þeim. Eptir miklar æsingar og undirróður fóru 7. þ. m. fram kosningar kjörmanna þeirra, er eiga að kjósa forseta Bandaríkjanna fyrir næstu 4 ár; Mac Kinley vann sigur mikinn ; af 447 kjörmönn- um eru 300 að minnsta kosti hans liðar. Þeir Loubet og Salisbury hafa sent honum heillaóskir; sama gerði mótstöðumaður hans Bry- an, (sbr. alþingiskosninguna í Stykkishómi!!). Ríkizkanslari Þjóðverja, Hohenlohe fursti, hef- ur fengið lausn frá embætti, sæti hans er skipað Biilow greifa, utanríkisráðherra undir forustu kansl- ara (Statssekretær), áður sendiherra f Rómaborg, Hohenlohe hafði gegnt embætti sínu slðan 20. okt. 1894 og er nú 82 ára; embættislausn hans var því eðlileg, en sumir segja, að kulkalt hafi verið orðið milli keisara og hans, af því að Hohen- lohe, sem ætíð hefur verið gætinn og velmetinn »diplomat« hafi þótt blóðpolitik keisara gagnvart Kína allt of gífurleg. Keisari vottaði honum þó viðurkenningu sfna og sæmdi hann hárri orðu. Biilow er 51 árs gl. og er væntanlega nægilega auðsveipur til þess að þóknast keisara. í Noregi hafa ráðherraskipti orðið að nokkru leyti. Af nýju ráðgjöfunum er Konow (53 ára) áður kunnur; hinir, herforingjarmr Sparre, (f. 1859), og Stang, sonur fyrv. ráðherra Jakobs Stangs, (f. 1858), og yfirréttarmálsfærslumaður Aarstad, (f. 1861), eru »homines novi«, eru dugnaðarmenn, all- ir á bezta skeiði, á þeim aldri, þegar menn eru ötulastir til framkvæmda. Norðmenn sýna hvað eptir annað, að þeir eru mestir framfaramenn á Norðurlöndum; þeir setja gjarnan unga menn í hæstu embætti, eins og þeir gera í stóru löndun- um; annars hefur variinn vérið sá að velja gamla fauska á sjötugs aldri, sem af eimtómri varfærni eða öðru verra ekkert þora annað en halda uppi »status quo«. Það leikur orð á, að Steen ráða- neytisforseti muni bráðum ætla að segja af sér. Þess má geta, að Wilhelmina Hollandsdrottn- ing hefur nú valið sér mann — eptir margítrek- aðar áskoranir landa sinna. Hann heitir Hein- rich, prins af Meklenburg-Schwerin, 25 ára, prúss- neskur lautenant, í ætt við Alexandrinu, konu Kristjáns Danaprins. Drottningin er tvítug. Stúdent einn frá háskólanum í Moskov hafði nýlega orðið uppvís að því að hafa fyrirhugað tilræði gegn Rússakeisara; ætlaði að sprengja járnbrautargöng nálægt Sebastopol, þar sem keis- ari var væntanlegur, Fréttin þó óljós. Það lítur út fyrir, að Picquart ofursti (frá Dreyfusmálinu) fái nú fulla uppreisn. Frakknesku yfirvöldin hafa ónýtt dóm þann, er bolaði honum út úr hernum. Minnisvarði yflr Carnot forseta er nýlega af- hjúpaður í Lyon. Waldeck-Rousseau hefur þegar unnið nýjan þingsigur, síðan þingið byrjaði fundi sína. Það ætlar að verða seiglíft það ráðaneyti. Sýnmgunni var lokað 12. þ. m. Salson, sá er réð á Shainn, er dæmdur til æfilangrar nauðungarvinnu. A Spáni hefur Azcarraga hershöfðingi mynd- að nýtt ráðaneyti; kvað þó ætla að fylgja sömu politik sem fyrirrennari hans Silvela. Hinir svonefndu Karlistar (fylgismenn Don Karlos, er þykist borinn til konungstignar) hafa gert allmiklar óspektir, sem þó eru í rénun eða nálega kæfðar. — I tilefni af Islandsferð dönsku stúdentanna hafði stúdentafélagið (»Foreningen«) hér nýlega haldið ísl. stúdentum gildL Georg Brandes hélt snjalla ræðu og einhver Islendingur mun hafa þakkað. Brjef til ritstjóra Björns Jónssonar, Jeg finn ekki neina hvöt hjá mjer til að fara í saurkast við þig, gamli bekkjarbróðir! Tilþess þikist jeg of góður. Ekki er heldur nein þörf á því firir m i g að fegra málstað minn enn ó- fegra þinn með ósönnum sögum, eins og þú hef- ur þótst þurfa í greihum þínum til mín í hinu virðulega blaði þínu. Þú virðist hlakka ifir »geðveiki« minni — sem hvergi er til nema í ímindun þinni — enn jeg segi þjer satt, að mjer er raun að því að sjá þess Ijós merki f blaði þlnu, hversu skapsmunir þínir fara dagversnandi, eftir því sem þú eldist. Aðrir rithöfundar verða að láta sjer það linda, þó að dæmt sje með rök- um um rit þeirra. Enn þú þikist upp úr þessu vaxinn, stekkur upp á nef þjer við aðfinningar og svarar rökstuddum dómi með engu öðru enn ó- notum og brigslum. Sjerðu ekki, að þú gerir sjálfan þig hlægilegan frammi firir öllum lands- líð með slíku athæfi? Mun ekki almenningur halda, að röksemdir vanti, þegar þú hefur ekki annað firir þig að bera en atirði? Nú vil jeg gefa þjer tækifæri til að koma sem first fram með röksemdir þínar, ef þú hefur nokkrar, og af því að það getur dregist enn um hríð, að firirlestur minn komi út, hef jeg beðið »Þjóðólf« að flitja smátt og smátt fáema kafla úr honum, til þess að við getum rætt málið, enn ekki mennina, með stillingu, eins og gömlum sessu- nautum sæmir. Rvík, 26. nóv. 1900. Bj'órn M. Ólsen. ,StíveIaði hötturinn* eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin. Smákaflar úr firirlestri eftir Björn M. Olsen. I. Jeg get ekki stilt mig um að minnast á um- bætur þær 1 íslenskum klæðnaði, sem Stafsetn- ingarorðbók Bjöms Jónssonar (nefnd hjer á eftir »B. J.«) virðist fara fram á. Þegar níja öldin birjar, megum við ekki framar ganga með hatt — því orði er útskúfað úr bókinni, og getur þó’ verið vandi að vita, hvort á að rita, t. d. 1 eign- arf. hatts eða hats eða hass eða hattar — heldur eigum við að taka upp hött forfeðra. vorra — af því orði eru greindar allar mindir.. En nú var hötturinn forni líkari hettu en hatti (sbr. lísingarorðið höttóttur). Það verður gaman um níárið að sjá spjátrungana hjerna með þetta. höfuðfat. Þá verða ekki heldur fæturnir út und- an. Um níárið megum við ekki framar ganga á gömlu stígvjelunum okkar—mindin »stíg- vél« er röng, segir bókin — heldur á spánníj- um »stívelum«. Þó að orðið stígvjel sje aldrei nema skilt þíska orðinu stiefel og æsti- vale á miðaldalatínu, þá er það engin ástæða til að útskúfa úr málinu mind, sem hefur verið' tíðkuð í ómunatíð bæði í framburði og ritmáli,. mind, sem allir skilja, og setja í staðinn jafn- teprulega, smekklausa og óskiljanlega mind eins- og »stível«! Mindin stigvél eða stígvél kemur firir í Thomassögu (bls. 42030) ogínorsk- um ritum kemur firir mindin styfill eða stýfill, enn »stível« finst hvergi nema hjá B. J. Hvað kemur til, að B. J. ritar ekki t. d. pílagrínur f. pílagrímur? Það orð er þó leitt af lat. peregrinus (sbr.fr. pélerin, ít. pellegrino). Orðið stígvjel hefur allt eins mikinn rétt á sér og pílagrímur. Dr. Valtýr og kosningarnar. Frá Kaupm.höfn er Þjóðólfi ritað 12. þ. m. »Eptir að síðustu kosningafréttir bárust bingað komu greinar í »Politiken«, er menn eigna Val- tý. Var þar sagt svo frá, að 16 þjóðkjörnir þingmenn fylgdu V. að málum og því talið ó- tvírætt, að valtýska hans kæmist á ánæstaþingL En með því að þetta þótti ekki rétt hermt frá kosningunum' komu þar svargreinar ein, frá X og önnur ómerkt, er báru til baka, að dr. V. hefði svo mikið fylgi, sem hann þóttist hafa. Lítur svo út sem dr. hafi orðið »nervös« af þessu, því að hann svaraði með nafni. Þjóðólf kallaði hann »Danskæderbladet« (»Danafjanda«) og er það heldur kaldranalegt, að reyna að koma því inn í meðvitund Dana, áð helzta blaðið, sem berst fyrir þjóðfrelsi voru prédiki Dana hatur. Eg man ekki til, að »Þjóðólfur« hafi nokkru sinni flutt þessháttar greinar. Það er nfl. ekki Dana hatur að hnýfla hina dönsku stj órn — það gera Dan- ir sjálfir, en það væri Danahatur að hata hina dönsku þjóð, en hún hefur ekki unnið til saka við oss, heldur hin danska stjórn. En dr. V. er ekki svo óhygginn að hann sjái ekki, að það kann að hjálpa hans pólitik,. ef hann gæti sann- fært Dani um, að heimastjórnarflokkurinn væri Danaféndur. D.r. V. setur sig aldrei úr færi að’ gera flokk þennan tortryggilegan hér hjá stjórn- inni, og er Islendingum hér í Höfn kunnara u111 þærtilraunir hans, en mönnum getur verið heima«- * * ífe Valtýska greinin í »Politiken« (29. okt,)sent annaðhvort er ritað af Valtý sjálfum eða fynr hans tilstilli, er harla lltilfjörleg, ekkertannað en hrós um Valtý fyrirafrek hans í stjórnarskrármál- inu, og hversu flokkur hans standi vel að vígi nn eptir kosningarnar. Höf. klykkir síðast út með því, að væntanleg ráðgjafaefni séu talin fýrst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.