Þjóðólfur - 07.12.1900, Side 2

Þjóðólfur - 07.12.1900, Side 2
2l6 þar uppi fótur og fit, er karl kom, svo að lög- regluliðið átti fullt í fangi með að halda múgn- um 1 skefjum, og varna þess, að karl yrði ekki troðinn undir á leiðinni frá járnbrautarstöðinni til veitingahússins. Loubet forseti sendi umboðs- mann til að bjóða Krtiger velkominr. í sínu nafni, og slðar heimsótti Krtiger forsetann. Margir helztu menn Frakka heimsóttu Kruger, og var biðstofa hans í veitingahúsinu ávallt full af tignum gestum, er vildu tala við hann. Sagt er og, að forsetinn muni ætla að sæma hann stórkrossi heiðursfylk- ingarinnar. Var Kruger væntanlegur til Haag á Hollandi um i. þ. m.; ætlar hann að hafast þar við í vetur, ef hann þolir loptslagið. Voru þeg- ar gerðar miklar ráðstafánír 1 Haag til að fagna komu hans. Meðal annars éttu 700 söngmenn að bjóða hann velkominn og syngja tvö vers úr 73. sálmi Davíðs (um kjör hinna guðhræddu (o: Krúgers ?!) og hinna óguðlegu (o: Englendinga ?!) — Eru Englendingar allgramir yfir öllum þess- um fagnaðarlátum og hrjóta nú mörg ónotaorð í blöðum þeirra í garð Frakka. Segjast Eng- lendingar hefðu getað kyrsett Krúger heima, ef þeir hefðu ekki verið svo veglyndir að lofa honum að sleppa til Norðurálfunnar, en hins veg- ar hefðu þeir reyndar orðið fegnir að losna við hann úr Suður-Afríku, og hér 1 álfu gæti honum ekki orðið neitt ágengt, þrátt fyrir öll fagnaðar- læti nokkurra Bretafjanda, og allt gaspur sjálfs hans um píslarvætti sitt og Búanna. Ensk blöð segja og, að hann -komi ekki tómhentur, hafi jafn- vel rænt kirkjur, áður en hann fór að heiman, og nú sé allt gull hans og gersemar komið með heilu og höldnu til Italíu. I Kfna rekur hvorki né gengur með friðar- samningana. Stórveldm eru sjálfum sér sundurþykk, og geta þvl sendiherrarnir ekki komið sér sam- an um skilmálana. Með því að enginn sendi- herranna hefur umboð frá sinni stjórn til að sam- þykkja neina fullnaðarskilmála, gengur verkið afar seint, því að jafnskjótt sem sendiherrarnir hafa komið sér saman um eitthvað, verður hver að skýra stjórn sinni frá því, og þá koma aptur ótal breytingar og athugasemdir, er verður að taka til Ihugunar og svona gengur það koll af kolli. Keisarinn og ekkjudrottningin eru í einskónar gæzlu hjá Tung-yuh-Siang hershöfðingja, er hef- ur ráð þeirra í hendi sér og vill ekki leyfa þeim að hverfa aptur til Peking, því að hann veit, að þá komast þau á vald stórveldanna, en hann muni þá sjálfur framseldur til lífláts, samkvæmt kröfu Þýzkalandskeisara. Tuan prinz, sem leynist einhversstaðar norður í landi, hjálpar honum, eptir mætti, og ber öllum saman um, að það verði ákaflega erfitt fyrir stórveldin að ná keis- aranum og drottningunni úr höndum Tung-yuh- Siang’s. Það lítur því út fyrir, að þetta þóf þar eystra standi mjög lengi yfir. Rússakeisari liggur veikur í Livadía á Krfm, allhætt að sögn. Látinn er enska tónskáldið Arthur Sulli- van, frægur maður, og þykir að honum mann- skaði mikill. Hefur meðal annars samið lög við marga leiki Shakespears. Hann varð 58 ára gamall. .Stívelaði hötturinn‘ eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin‘. Smákaflar úr firirlestri eftir Bj'órn M. Ólsen. II. Rangar orðmindir eru mjögtíðar í kver- inu og mun jeg greina örfáar af þeim mörgu, sem jeg hef tekið eftir. »filungur«. Svo vill B. J. rita fuglsheit- ið alkunna á 10. bls. og segir, að fýlungi sje rangt. Enn á 13. bls. ritar hann »fý'll, fýl- u n g u r « !! Nafnið er dregið af daun þeim, sem af fuglinum leggur, leitt af fúll, og á því eftir uppruna að vera með ý. Ef fýlungur errjett, skil jeg ekki, að fýlungi sje vitlaust. Sú mind er algeng f alþíðumáli. »fóerla«. Svo ritar B. J., veit ekki, að þessi fugl á ekkert skilt við erlurnar (t. d. márfu- erluna), sem eru af spörfuglakini! Fóvellan telst til andakinsins og héfur aldrei borið érlu- nafn. Annað nafn á henni er hávella, sú sem vellur hátt og er síðari hluti beggja þessara nafna dreginn af sögninni vella. »Fóerluvötn« er þá líka röng mind. »hangur«. Svo vill B. J. rita, þegar orð- ið þfðir ,annmarki‘ eða ,agnúi‘ (»það er h. á því«) og telur rangt að rita hængur í þeirri þíðingu, enn aftur ritar hann hængur í þíð. ,hvatur lax‘. Um alt land segja menn hængur í báðum þessum þíðingum, og er það rjettamind- in, leidd af hár, keipur eða krókur, upphafl. h æ i n g r (sbr. b 1 æ i n g r, hrafn, af b 1 á r, K 1 oe - ingr af kló). B. J. veit ekki, að það er ó- brigðult lögmál í níja málinu, að a verður að á í framburði firir framan ng (í sama atkvæði) alstað- ar nema á Vestfjörðum — þar helst a óbreitt. Ef hangr væri hin forna mind orðsins, þáværí það nú alstaðar borið fram hángur nema á Vest- fjörðum hangur (ekki hængur). í talshættin- um ,Það er hængur á því‘, þíðir orðið beinlínis s. s. krókur (sbr. ,Það er agnúi á því‘, ,eitthvað er bogið við það‘). Enn hvati laxinn hefur nafn sitt, hængur, af króki þeim, sem er á neðri skolti hans um veiðitímann og auðkennir hann fráhrignunni (upphafleg þíðing: ,sá með krókinn'). Að segja að R í p, bæjarnafnið, sje í eignarf. »Ríp ar«(l), (sjáB. J. undir Ríp), er eins vitlaúst eins og að segja, að Reikjavík sje í eignar- falli Reikjavlk ar ! * Eignarf. þessa orðs er Rípur bæði í fornu og níju máli. »sextungur«. Það orð er mjer alveg ó- skiljanlegt, nema það sje tilraun til að »bæta« mindina sjöttungur (séttungur?), sem ekki stendur í kverinu. RaðartalanJ sjötti (sétti)er þar ekki heldur — á líklega að vera sexti(!) eft- ir kreddum ,Blaðamanna‘. »v e i f.i s k a fi «. Sömuleiðis óskiljanlegt orð ! Annaðhvort er það einn af þessum nígjörvingum kversins, sem enginn skilur — líkt og t. d. »bif- reið«(!l) — eða það er tilraun til að »bæta« hið forna og úrelta orð veifiskati, örlátur maður, sem hefur þann kost, að það er skiljanlegt, enn átti ekki heima 1 þessari bók. Útsala Thorvaldsensfélagsins. Skýrsla frá félaginu. Eins og mörgum er kunnugt, gerði Thorvald- sensfélagið síðast liðið sumar dálitla tilraun til að koma á sölu á íslenzkum iðnaði. Bazarinn eða út- salan byrjaði 1. júní, og voru þá að eins örfáir mun- ir til sölu, en brátt kom það í Ijós, að furðu mik- ið seldist af þeim munum, sem voru laglega til- búnir og með sanngjörnu verði. Þegar það fór að fréttast, að nokkuð seldist, fjölgaði mununtim óð- um, og seldistí júní fyrir c. 400 kr., í júlí fyrir c. 1500 kr. og í ágúst fyrir c. 800 kr., og eptir það til þessa dags fyrir c. 600 kr. Þetta er að víSu ekki stór- ar upphæðir, en þó gekk salan betur, en félagið hafði gert sér von um. — Silfursmíðar hafa geng- ið vel út, bæði gamlar og nýjar, einkum þó gaml- ar eða smíðaðar eptir gömlum mótum. Mikið hef- ur líka selst af vetlingum, sokkum, ullarklútum og tvöföldum og einföldum hyrnum, en komið hefur fyrir,að vetlingarogsokkar hafa verið illalagaðir, og það staðið þeim fyrir sölu.—Karlmannsfataefni ein- litt, mjúkt og þykkt, hefði mátt selja, ef það hefði verið til; það litla, sem kom á »bazarinn« af því tagi, seldist fljótt. Nokkuð hefur selst af hvítum vað- málum, og öðrum vefnaði, svo sem glitábreiðum (áklæðum), salónsábreiðum og svuntudúk, sem þó hefur þótt heldur dýr; vel vandaðar hannyrðir selj- ast nokkuð. Smíðisgripir úr tré og horni hafa fá- ir verið til, nema spænir og tóbaksbaukar, sem hafa selst vel, hafi þeir verið vel gerðir. Dálítið af görnlum stokkum og öskum hefur komið á »bazarinn«, einnig nokkuð af nýjum, útskornum munum og allt selst, nema fáeinir munir, sem voru of dýrir. Opt hefur það staðið fyrir sölu á vað- málum og dúkum, að eigandinn hefur áskilið, að selja ætti allt stykkið í einu. Verð á hvítum vað- málum hefur verið 1 kr. 10 a. til 1 kr. 50 a. alin.; karlmannsfataefni 1 kr. 60 a. til 2 kr. 50 a. alin; sokkar frá 1 kr. ,cil 2 kr. 50 a.; fingravetlingar frá 1 kr. 25 a. til 2 kr. 75 a.; belgvetlingar frá 75 a. til 2 kr. 50 a.; einfaldar hyrnur 3 til 5 kr.; tvöfald- ar hyrnur 5 til 8 kr. Nálægt 1000 munir hafa selst á »bazarnum«. Nú er í ráði að leigja betra húsnæði á fjöl- förnum stað og gerir félagið sér von um, að sal- an heldur aukist og mun gera sitttil að efla hana* Akveðið er, að halda útsölunni opinni allt ánð. SJónlelkar. Á sunnudaginn lék Leik- félagið 3 smáleiki: »Hjartadrottninguna«, eptir L. Bernstein og »Nei« og »Já« eptir J. L. Heiberg. »Hjartadrottningin« er fremur laglegur gamanleikur, þótt lítill sé, en nokkuð vandleikinn, ef vel á að fara. Þar leikur Jón frá Ráðagerði, Árni Eiríksson og frk. Gunnþórunn, og tekst dável. Hlutverk Jóns. er þar vandleiknast, en hann kemst furðu vel frá því. »Nei« er kunnur leikur og nú yfirleitt mjög vel leikinn, bæði Link hringjari (Árni Ei- ríksson) Hammer (Jón Jónsson) og Soífía (frk. Gunnþórunn), en jústisráðið laklega (Slgurður Jónsson kennari). Gerfi hans sem roskins manns- er ótækt. »Já« er efnislítill og heldur ómerki- legur eintalsleikur, einskonar framhald af »Nei«,, en leikandinn, Árni Eiríksson, leysti það hlut- verk sitt prýðilega af hendi, svo vandasamt sem það þó er, að halda uppi mjög löngu, hálf hé- gómlegu eintali á leiksviði, þannig að áhorfend- unum leiðist ekki. Einkum eru tilbreytingarnar hjá honum í framburði »jáanna«, í síðara hluta leiksins óvenjulega góðar og lýsa meiri leiklist og betra skilningi á efninu, en menn eiga hér að venjast almennt. En það er einmitt réttur skilningur á hlutverki sinu, sem flesta leikendur hér virðist skorta mjög tilfinnanlega optast nær,. en án þess skiinings skapast aldrei góðir leikend- ur. — Hvorki frk. Guðrún Kr., frk. Hansína né frk. Þ. Sig., er nýjar voru í »Skrílnum« léku £ þetta skipti, og var þess lítt saknað, en geta má þess til málsbóta, að leikendaskiptin i þeim leik,. sem áður hefur verið minnzt á hér í blaðinu,. voru að eins gerð af nauðsyn, sakir þess að hin- ar eldri og æfðari leikkonur gátu ekki gefið kost á sér eða fengust ekki til þess, svo að félags- stjórnin verður ekki sökuð um, þótt sá leikur færi ekki betur úr hendi en hann fór. Þar var ekki um annað að gera, en tjalda því sem völ var á. Dáinn hér í bænum 4. þ. m. Eggert Magnússon Waage, fyrrum kaupmaður, 76 ára að aldri. Hann var fæddur í Stóruvogum í Gull- bringusýslu 25. nóv. 1824, ogvoru foreldrar hans Magnús Waage hreppstjóri Jónsson dannebrogs- manns, er orðlagður var fyrir karlmennsku, Daní- elssonar frá Hlíð í Garðahverfi Erlendssonar á Hausastöðum Eyvindssonar á Óttarsstöðum Þor- steinssonar — og Guðrún Eggertsdóttir prófasts í Reykholti (J- 1832) Guðmundssonar, en kona séra Eggerts og móðir Guðrúnar var Guðrún Boga- dóttir frá Hrappsey Benediktssonar. Eggert Waage kom 1 Bessastaðaskóla haustið 1845, °g var Þar síðasta veturinn, er skóli var þar haldinn, en var Útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1851, dvaldi síð- an ávallt hér í bænum og rak verzlun fyrir eig- in reikning allmörg ár. Hann yar kvæntur Krist- ínu dóttur Sigurðar stúdents Sigurðssonar á Stóra- Hrauni á Eyrarbakka, og er hún látin fyrir stuttu- Börn þeirra, er til aldurs komust: Sigurður kaup- m. í Rvík, Jens stúdent, Halla ógipt, Kristín f* k. Helga Jónssonar landsbanka-starfsmanns og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.