Þjóðólfur - 14.12.1900, Page 1

Þjóðólfur - 14.12.1900, Page 1
ÞJOÐOLFUR. Reykjavík, föstudaginn 14. desember 1900. Nr. 58. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTEDS sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrystu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. 52. árg. Þjóðólfur kemurapt- ur út tvisvar í n æstu viku : þriðjudag og föstudag. mmmmmmmmmmmmmmmmmá Frá Parísarsýningunni. Eptir Sigfús Blöndal cand. mag. III. Eg ætla nú að segja frá ýmsum einstökum sýningum, sem eg tók sérstaklega eptir. Eg ætla að leyfa mér við og við að fara í dálitla útúr- dúra, og bera saman það, er eg þekkti heiman af Fróni. Eg ætla að segja frá sumum þeim hugsunum, er vöknaðu hjá mér, er eg virti sýn- ingarnar fyrir mér, og þó eg kunni að leggja harðan dóm á sumt, yona eg að menn fyrirgefi mérbersögli mtna. Fyrsta sýningin, sem eg athugaði nákvæm- lega var sýning bóka og prentlistar; í sambandi við hana var skólasýning mikil, með allskonar kennsluáhöld og kennslubækur, og varð mér eink- tm starsýnt á sýningu franskra alþýðuskóla. Eg hugsaði margt, er eg gekk út úr þessari dýrðlegu sýningu. Hvað ákaflega skammt á veg erum við Islendingar annars komnir í þessu! Og í stað þess að hlynna að skólunum heima, æðri og lægri, er það orðinn siður, að skamma þá og þá, sem að þeim standa, en gera þó ekkert til að bæta þá. Langbezti skólinn á Islandi, latínu- skólinn 1 Reykjavík, verður t. d. enn þá að nota útlendar kennslubækur í ýmsum mikilvægustu námsgreinunum, svo sem sögu og náttúrufræði, af þvt engin viðunanleg íslenzk kennslubók er til í þeirn greinum. Alþingi á lof skilið fyrir það, að það reyndi að bæta úr þessu með því að veita styrk til útgáfu íslenzkra kennslubóka handaskól- anum. En enginn af náttúrufræðingum vorum eða sögumönnum hefur mér vitanlega orðið til að ríða á vaðið og nota styrkinn. — Og ekki þótti mér betra taka við, er eg fór að bera prent- list og bókagerð okkar saman við annara þjóða. Að undanteknum einum manni, hr. Oddi Björns- syni í Kaupmannahöfn, útgefanda xBókasafns al- þýðu«, lítur svo út, sem enginn íslenzkur bóka- útgefandi kæri sig um að láta prenta bækur þær, ■er hann gefur út, sómasamlega. Jafnvel í útgáf- um, sem eiga að heita vandaðar, koma fyrir hrap- arlegar prentvillur, og frágangurinn á letrinu sjálfu er hörmulegur optastnær, daufir og brotnir stafir, ■skussaleg vanhirða á greinarmerkjum, ljótar, úr- eltar og ósamkynja leturtegundiro. s. frv. Reynd- ar má segja það íslenzkum bókaútgefendum til af- sökunar, að þeir geti ekki staðizt kostnað þann, er af endurbótum prentlistarinnar mundi leiða, vegna þess, að alþýða manna mundi síðurkaupa vandaðar og þar af leiðandi tiltölulega dýrarbæk- ur. Vera má að svo sé, en samt hefur »Bóka- safn alþýðu« náð meiri útbreiðslu tiltölulega en flest önnur rit gefin út á síðari árum. og hefur þó útgefandi þess ekkert til sparað til að vanda útgáfuna að öllu leyti. En það eru ekki einung- is einstakir bókaútgefendur, sem hér eiga hlut að máli, því sama má segja um bækur þær, er vis- indafélögin okkar gefa út, t. d. Bókmenntafélag- ið og Þjóðvinafélagið. Eg vil hér sérstaklega nefna síslenzkt fornbréfasafn«, eitt með þörfustu r'tum, sem við eigum, sem ætti að vanda að öllu leyti svo vel, sem verða má, þar sem litlar líkur eru til, að menn fari að geta það rit út aptur. En hvernig er svo útgáfan? Pappírinn er svo vondur, að búast má við, að eptir 100—200 ár verði hann farinn að molna, og hamingjan má vita, hvort nokkurt eintak verðurtil af fornbréfa- safninu að 500 árum liðnum. Eg veit, að sum- um kann að þykja þetta broslegar hégiljur f mér, en eg veit líka, að flestir þeir, sem nokkuð þekkja til sögubóka og handrita, munu hér verða á mínu máli. Allar þjóðir, er gefa út slík stórmerkileg rit um sögu sína, láta sér annt um, að vanda þau svo, að ekki þurfi að gera verkið upp aptur, og að það geti geymst óskaddað öldum saman. En eg ásaka samt hvorki útgefanda safnsins, einn af lærðustu mönnum, sem nú eru uppi á Islandi, eða stjórn Bókmenntafélagsins, sem eflaust hefur allan hug á, að láta verkið vel af hendi leyst, heldur fjárveitingarvald vort, sem bæði veitir lítið fé til útgáfunnar og bindur veitinguna óheppileg- um skilyrðum. En látum svo vera, að landsjóð- ur ekki geti misst nema nokkur hundruð krónur árlega til útgát'unnar; þá ætti að verja þeim til að vanda ritið vel, líka að ytra frágangi, og prenta þá heldur minna af safninu á hverju ári. — Og enn er eitt, sem mér varð deginum ljósara, ereg gekk gegnum sýningarsalina, að það hlýtur að hafa góð áhrif á smekk þjóðarinnar fyrir listum og öllu fögru, ef bækur hennar eru vel úr garði gerðar. Það eru ótal smáatriði, sem styðja að að því, að vekja smekk fyrir slíku, ogþettaekki hvað minnst. En sá, sem bætir smekk þjóðar- innar, eykur gleði hennar. Þetta sjámenníöðr. um löndum, og eg vil hér að eins nefna sem dæmi bókagerð E'nglendinga á síðari árum, eink- um eptir það að menn fóru að skilja listaevang- elium Ruskins og vinsa gullið frá soranum 1 kenn- ingum hans, og eptir að William Morris, skáldið og íslandsvinurinn tók í strenginn og hóf enska bókagerð á hærra stig, en hún nokkurn tíma hef- ur áður komizt með »Kelmscott press« útgáf- unum. Dálítil bending um þýðingarmikið mál. I 36. nr. Fjallkonunnar í haust (17. septbr.) stendur mjög varúðarverð grein, er heitir »Stjórnar- skrárbreytingin, sem í boði er«. Eg efast eigi um, að grein þessi sé annaðhvort eptir dr. Valtý Guðmundsson eða ritin eptir hans innblæstri og tilhlutun, því hún sver sig svo í ætt við hina frægu Eimreiðargrein hans um stjórnarskrármál vort. Eg ætla nú eigi að fara að gera margar at- hugasemdir við grein þessa, því eg hef áðursagt greinilega frá ýmsu því, sem er aðalatriði í grein þessari, svo sem upptök valtýskunnar1) fyrrum og nú, og hvað fólgið sé í frumvarpi því, er dr. V. Guðmundsson flytur. Um þetta má lesa ítar- lega 1 bækling mlnum »Önnuruppgjöfíslendinga« og í Tfmariti Bókmenntafélagsins 1899 °g 1900. Einnig hef eg bent á það í Austra, hvernig vér getum fengið algerða heimastjórn í sérmálum vor- um og tryggt réttindi vor sem bezt. Við þetta get eg nú bætt því, að rnargir af hinum merk- ustu mönnum Dana vilja veita oss fulla heima- stjórn yfir sérmálum vorum, og mun óhætt að fullyrða, að allur meginþorri hinnar dönsku þjóð- ar sé með því. Þeim þykir það langt oflítið og langt of vont fyrir oss Islendinga, að fá það, sem trumvarp dr. V. Guðmundssonar býður, ráðgjafa, sem búi í Kaupmannahöfn. Jafnvel lög- træðingur einn, sem eigi er ókunnugur stjórnar- skipun Islandsog málum, hefur sagt, að »þaðværi hið heimskasta, sem Islendingar hafa gert langa lengi, ef þeir samþykktu frumvarpið« (o: hans dr. V. Guðmundssonar). Þessi maður vissi hvað hann sagði; hann vill eigi veita Islendingum heima- stjórn, en hann vill lofa þeim að negla sig með Valtýskunni. Eg efast eigi um, að Islendingar kunni að meta góðvilja hinnar dönsku þjóðar, sem fer dag- vaxandi síðan stúdentarnir dönsku kornu frá Is- landi, og verður eigi séð fyrir endann á því enn, hve gott Island kann að hafa af komu hinna dönsku stúdenta, Þeir Danir, sem gengust fyrir ferðinni heim, ætla að gera Island og bókmenntir þess þjóðkunnugt meðal Dana, og eru menn þeg- ar víðsvegar í Danmörku byrjaðir að halda fyrir- lestra um ísland og miklu meira er í undirbún- ingi, eins og menn munu frétta síðar. Er skáld- ið Mylius-Erichsen þar fremstur í flokki. En nú skal eg eigi tala meira um þetta, heldur snúa mér aptur að valtýsku greininni í Fjallkonunni. Það er að eins eitt atriði í kaflanum »hverj- ir eru á móti stjórnarbreytingunni« hans dr. V. Guðmundssonar, er eg vil athuga sérstaklega. Reyndar væri gaman að vita, hvernig telja má 1) Af því dr. V. G. finnur að því, að sumir hafi kallað breytingartillögur hans stjórnarfrumvarp, ætti hann að finna að því við Isafoldarprentsmiðju, sem gaf út bækling um þær og kallaði þær „Stjórn- artilboðið frá 1897“ og eins við Berlingsku tíðindi, sem stundum hefur kallað þær „regeringsforslag" (þ. e. stjórnarfrumvarp); þó hefur það eigi staðið svo í hinum nafnlausu greinum dr. V. Guðmundssonar sjálfs í Berlingsku tíðindum, að eg muni.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.