Þjóðólfur - 18.12.1900, Síða 3

Þjóðólfur - 18.12.1900, Síða 3
229 flytja auglýsingar stjórnarvaldanna. Ekki virðist Þó ástæða til þess að fara fram á slíkt hér á Jandi. Landsjóðinn mundi og litlu muna um í>ann skatt. En annað kæmi þjóðinni betur og Véeri blaðinu ódýrara. En það er það, sem mjög er sanngjarnt, að blað það, sem auglýsingarnar flytur sé skyldað til þess að styðja rækilega að útbreiðslu þeirra. Er það þvl tillaga mín, að eigandi, eða eigendur blaðs þess, hér á landi, sem flytur 'ninar opinberu auglýsingar, sé með lögum skyldaður til þess að láta af hendi endur- gjaldslaust eitt eintak af blaðinu í hvern einasta hrepp landsins, er sé afhent útsendingamanni Stjórnartlðindanna, sem annist útsendiugu blaðs- ins í hreppana ásamt Stjórnartíðindunum á kostn- að landsjóðsins. Hreppstjórarnir ættu svo að til- kynna auglýsingarnar á mannfundum hreppsins auk þess, sem hver maður í hreppnum ætti heimt- ing á að sjá blaðið hjá þeim. Væri þá rétti hvers manns borgið, og engum gert rangt til, því ekkert blað er skylt að flytja auglýsingarnar, enda mundu engir eigendur blaðs telja þetta ó- sanngjarnt. Er vonandi, að hið nýkjörna alþingi leiði mál þetta til úrslita á þennan hátt. Mundi það geta sér þökk margra fyrir. Skuldheimtumaður. Hátiðabrigði allmikil eru í vændum í minn- ingu aldamótanna. Meðal annars hefur Stúdenta- félagið í hyggju að halda skemmtihátíð eða sam- komu um 30. þ. m. og hefur heitið verðlaunum fyrir bezta gamankvæði, er þar verði sungið. En auk þess hefur félagið heitið 100 kr. verðlaunum þvl skáldi, er yrkir beztan verðlaunaverðan aldamóta- söng, og er ætlazt til, að það allsherjarkvæði verði sungið, þáer 20. öldingengurí garð aðfaranóttina 1. jan. 1901 við almenna skemmtiathöfn, er ýms félög hér í bænum ætla að stofna til á síðustu klukkustundum þessarar hverfandi aldar. Er helzt í ráði, að einhver fagnaður verði þá á Austurvelli með söng og ræðuhöldum, uppljóm- un og flugeldaþeytingum m. fl. Ennfremur verð- ur þess farið á leít, að bæjarmenn skreyti hús sín ljósum, eptir því sem föng eru á, svo að nýju öldinni verði fagnað sómasamlega. Verði gott veður þessa merkisnótt getur viðhöfn þessi orðið alltilkomumikil og bænum til sóma. Hafði bæjar- stjórnin valið 3 manna nefnd til að undirbúa hátíðahald þetta, og nefnd þessi tók svo ýmsa aðra bæjarbúa sér til aðstoðar, en ekki vildi þessi sameinaða nefnd sinna neitt þeirri uppá- stungu, er þar kom fram, um 100 kr. verðlaun fyrir aldamótasöng, og þá var það, að Stúdenta- félagið á fundi 15. þ. m. tók að sér að launa þetta allsherjarkvæði, sem fyr var getið, og halda með því uppi ekki að eins sóma bæjarins, held- ur landsins í heild sinni, og munu flestir kunna því þakkir fyrir vikið, enda er það ekki í fyrsta skipti, sem félag þetta, þótt fámennt sé og litlum efnum búið, hefur gerzt frömuður ýmissa góðra og nýrra hugmynda og komið þeim til fram- kvæmda í verkinu. Er vonandi, að skáldin láti nú ekki á sér standa og keppi nú um að geta sér lof og frægð með ljóðum, er varizt geti gleymsku komandi aldar og ef til vill ókominna alda. Er það og mikil bót í máli fyrir skáld þau, sem hér eru stödd, að ‘séra Matthías gamli Jochumsson getur ekki tekið þátt í þessari burt- reið hér í bæ, því að jafn-stórfellt erfiljóða- og sálmaskáld sem hann, mundi enn reynast ærið skeinuhættur, þótt gamall sé, ef hann tæki á allri sinni yrkisgáfu við erfiljóð gömlu aldarinnar og fæðingarsálm hinnar nýju. En að sjálfsögðu eig- um vér von á veigamiklum aldamótasöng frá skáldi þessu síðar, þótt hann hafi ekki enn birst. A jafn-þýðingarmiklum tímamótum sem þessum, mun séra Matthías slá hörpu sína snjallt og fag- urlega, engu síður en á þjóðhátíðinni. Manntjón. Hinn 9. f. m. drukknuðu 3 menn af báti á Vopnafirði, formaður Jóhann Jóns- son frá Strandhöfn. Hinn 17. s. m. fórst bátur með 3 mönnum frá Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð. Formað- ur Jón Gunnl. Jónsson bókbindari en hásetar 2 Sunnlendingar: Gísli Símonarson og Gísli Þór- oddsson. Bæjarbruni, Hinn 3. f. m. brann allur bærinn á Hámundarstöðum í Vopnafirði, og komst fólk nauðulega úr eldinum, en engum innanhúss- munum varð bjargað. Mannalát. Hinn 16. okt. andaðist að Sútarabúðum í Grunnavík séra Einar Vern- harðsson, fyrrum prestur á Stað í Grunnavík, á 84. aldursári (f. 25. apríl 1817). Hannvarson séra Vernharðar Þorkelssonar, er síðast var prest- ur í Reykholti og því föðurbróðir séra Jóhanns dóm- kirkjuprests Þorkelssonar, útskrifaður úr Bessa- staðaskóla 1842, vígður s. á. af Steingrími bisk- upi aðstoðarprestur föður síns í Hítarnesþingum, fékk Sanda í Dýrafirði 1846 og Stað í Grunna- vík 1852, en fékk lausn fráprestskap 1883. Hann var kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur prófasts á á Staðastað Jónssonar, systur séra Þorgeirs Guð- mundssonar í Glólundi, og áttu þau ekki börn, en ólu upp nokkur munaðarlaus börn. Séra Ein- ar var mjög þrotinn að heilsu síðustu árin, enda fór stundum lítt varlega með sig á yngri árum. Eru nú á llfi að eins 2 uppgjafaprestar, er Stein- grímur biskup hefur vígt og að eins 7 stúdentar útskrifaðir úr Bessastaðaskóla (elztur séra Bene- dikt Eiríksson frá 1832, 94 ára, en yngstur Bene- dikt Gröndal frá 1846, 74 ára.) Látinn er fyrir stuttu Einar Asgeirsson bóndi í Firði á Skálmarnesi, dugnaðarmaður mesti og valinkunnur, manna áreiðanlegastur í öllum viðskiptum og mjög vel þokkaðut. Er skrifað af kunningja hans vestra 22. f. m. að sMúIasveit bíði stórmikinn hnekki við fráfallþessa ötula og þolgóða hæfileikamanns«. Vonast Þjóð- ólfur eptir að geta síðar flutt nánari æfiatriði hans. 84 „Eg spurði einungis að þessu, af því að svo ríkmannlegir menn eru eigi vanir að tíðka komur sínar til ykkar" svaraði eg með skjálfandi röddu og reyndi að gera mér upp bros. Hún leit á mig með þóttasvip og mælti: „Vertu ekki að þessum ólíkindalátum. Þú hefur víst spurt mig að þessu í ein- hverjum ákveðnum tilgangi“, „Jæja“, sagði eg og var gramur yfir því, hvað mér tókst illa að dyljast fyrir henni. „Þú hefur rétt að mæla, eg gerði það f ákveðnum tilgangi. Mér líst illa á þennan uppskafning. Hver er hann þá?“ Hann er ungur hefðarmaður frá Santíago, sem ávallt er mjög kurteis og þægilegur við mig og kvelur mig ekki, eins og þú gerir“. Eg nísti saman tönnunum og þagði. Svona var hún vön að stríða mér. Eg varð þá optast reiður og varð síðan að ganga á eptir henni til þess að blíðka hana aptur. En núna ætlaði eg ekki að láta reiðina hlaupa með mig í gönur. Eg tók á allri stillingu minni og sagði í blíðum rómi: „Við skulum ekki fara að rífast, Dómitílal Mér er það fjarri skapi að móðgaþig núna, þar sem eg hefi náð takmarki óska minna. í dag ætla eg að ljúka við kaupin á litla bænum við höfnina og stendur þá eigi neitt framar i vegi fyrir brúðkaupi okkar. Segðu einungis, að þú sért ánægð með það og þá mun eg sannarlega ekki kvelja þig lengur með dutlungunum úr mér". Hún hugsaði sig um. „Hvað segir hún móðir þín um þetta?" spurði hún svo eptir nokkra stund. „Hvað ætli hún segi", svaraði eg hálf vandræðalega. „Hún verður auðvitað sæl, er hún sér sælu okkar". Eg hafði sezt niður við hliðina á henni og lagði handlegg- 81 tílu. Þegar í fyrsta sinn, er eg sá hana, fannst mér, að hún hlyti að verða konan mín. Eg spurði hana, hvort hún vildi mig og hún féllst á það, Þá stakk eg upp á því, að hún skyldi flytja sig til Valparaísó og koma sér fyrir á veitingahúsi, þang- að til eg hefði sparað saman nægilegt fé til þess að reisa þar bú með henni. Mér fannst eigi lítið til um, að hún skyldi fall- ast á allt, sem eg réði henni. En heimskinginn I Mátti eg ekki búast við, að hana hefði lengi langað til að komast út úr af- kymanum, þar sem hún bjó, inn í stórborgina! Tvö ár liðu. Eg var enn í förum og sá hana einungis, þegar skipið kom til Valparaísó. Þrátt fyrir ást mína á henni, hefði eg þó líklega getað unað því lífi lengur, ef móðir mín hefði eigi vakið mig til umhugsunar. Þær gátu engan veginn fellt sig hvor við aðra. Gamla konan þreyttist eigi á að brýna það fyrir mér, að heimsku- legt væri að hyggja á ráðahag við Dómitílu, því að hún væri enginn kvennkostur handa mér, hún væri bæði hégómagjörn og ástleitin og þar fram eptir götunum. Eg hugsaði opt með sjálf- um mér, að ef til vill mundi hún hafa rétt fyrir sér, en þá þurfti eg ekki annað en að horfa inn í svörtu augun á Dómitílu til þess að gleyma öllum slíkum hugsunum. Einn dag missti eg algerlega stjórnina á sjálfum mér, og sagði við móður mtna, að hún væri sínöldrandi kerlingarskass, er eigi gerði annað en eitra líf mltt og gera mér það óbærilegt. Þá sprakk kýlið. Jæja, fyrst eg endilega vildi það, þá sagðist hún ekki vera að meina mér að fleygja mér í faðminn á þessu sómakvendi, eg mundi víst bráðlega komast að raun um, hvaða dyggðum hún væri búin, því að það væri engum efa undir orpið, að hún héldi við annan. Þetta var meira en eg gac þolað. „Nú fer eg og gipt- ist henni undir eins, og stíg aldrei framar fæti mínum inn fyrir

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.